Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 62. tbl. 78. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Viðræður um sameiningn Þýskalands: Ríkin sex fallast á þátttöku Pólverja Bonn. Reuter, dpa. PÓLVERJAR taka þátt í viðræðum Qórveldanna og þýsku ríkjanna tveggja um sameiningu Þýskalands þegar mál er varða landamærin eftir heimsstyijöldina síðari verða rædd, að því er vestur-þýskur emb- ættismaður sagði í gær. Dieter Kastrup, sem fer fyrir vest- ur-þýsku sendinefndinni í viðræðun- um, sagði að ríkin sex hefðu sam- þykkt þetta í gær, er viðræður þeirra um sameiningarmálið hófust form- lega. Þetta er mikill sigur fyrir pólsku stjórnina, sem hafði beitt sér fyrir þátttöku Pólveija í viðræðunum en fengið fremur dræmar undirtektir frá ríkjunum sex, einkum Vestur-Þjóð- verjum. Líbýa: Fregnir um eld í efiia- verksmiðju Washington. Reuter. Bandarískir embættismenn sögðust í gærkvöldi vera að kanna hvort hæft væri i fregn- um um að eldur hefði komið upp í efnaverksmiðju í Líbýu og að stjórnvöld landsins hefðu gripið til þess ráðs að loka landamærunum. Bandaríkjamenn og Vestur- Þjóðveijar hafa sakað Líbýu- menn um að framleiða efnavopn í verksmiðjunni. George Bush Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn að sér hefðu borist fréttir um að eldur hefði brotist út í verksmiðjunni og að landa- mærunum hefði verið lokað. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefði þó ekki staðfest þetta. Aðspurður sagði hann að Bandaríkjamenn væru á engan hátt viðriðnii' málið. Malgorzata Niezabitowska, tals- maður pólsku stjórnarinnar, sagði í gær að Pólveijar hefðu aðeins hug á að taka þátt í þeim hluta viðræðn- anna er snerti beirit öryggishags- muni þeirra. Nefndi Niezabitowska einkum vesturlandamæri Póllands, sem mjög hafa verið í brennidepli á undanförnum vikum þar sem um þriðjungur landsins heyrði Þjóðveij- um til áður en síðari heimsstyijöldin hófst. Pólveijar vilja að tryggt verði með formlegum samningum að ekki verði hreyft við landamærunum og að Þjóðveijar skuldbindi sig til að gera ekki tilkall til þeirra eftir að þýsku ríkin hafa runnið saman í eitt. Sjá ennfremur frétt á bls. 24. Reuter Sendinefiidir sigurvegaranna í heimsstyijöldinni síðari — Sovétríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands — og þýsku ríkjanna tveggja við hringborð í utanríkisráðuneytinu í Bonn í gær, er viðræð- ur þeirra um sameiningu Þýskalands hófust. Sovétríkin: Gorbatsjov einn í fi*amboði er fiilltrúaþingið kýs forseta Ryzhkov sakaður um aðild að ólöglegri vopnasölu og hótar að segja af sér Moskvu, dpa, Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi var einn í framboði er for- setakjör fór fram á fiilltrúaþingi Sovétríkjanna í gærkvöldi. Úr- slit kjörsins verða kynnt er þing- ið kemur saman að nýju klukkan 7 f.h. í dag. Aður hafði þingið fellt tillögu róttækra umbóta- sinna um að forsetinn yrði þjóð- kjörinn. 1.542 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni en 368 með og 76 sátu hjá. Mikil spenna ríkti á þinginu er Níkolaj Ryzhk- ov forsætisráðherra, sem var bersýnilega bálreiður, vísaði því á bug að hann væri viðriðinn ólöglega vopnasölu og hótaði að segja af sér. Níkolaj Ryzhkov og Vadím Bak- atín innanríkisráðherra voru út- nefndir í embætti forseta, auk Gorbatsjovs, en þeir gáfu ekki kost á sér og lýstu yfir stuðningi við Sovétleiðtogann. Gorbatsjov var gagnrýndur harðlega á fundinum en hann virtist þó öruggur um sig- ur í forsetakjörinu. Leiðtogi a-þýskra hægrimanna segir af sér: Viðurkennir að hafa unnið fyrir „Stasí“ Vestur-Berlín. dpa. LEIÐTOGI eins lielsta hægriflokks Austur-Þýskalands, Wolfgang Schnur, sagði af sér í gær eftir að hafa viðurkennt að hafa unnið fyr- ir öryggisiögreglu kommúnista, „Stasí“. Schnur var einn þekktasti lög- fræðingur stjórnarandstæðinga og hefur verið sakaður um að hafa ljóstrað upp um skjólstæðinga sína. Hann fékk taugaáfall er hann frétti af þessum ásökunum og er á sjúkra- húsi. Schnur var talinn líklegur til að gegna embætti forsætisráðherra eft- ir kosningarnar í landinu á sunnu- dag. Hann kvaðst ætla að segja af sér formennsku í flokki sínum, Lýð- ræðisvakningu, vegna „stöðugra ár- ása“, enda gæti hann ekki varið sig vegna veikindanna. Hann sagði í samtali við vestur-þýska dagblaðið Bild að hann hefði neyðst til að skrifa undir samning um samvinnu við öryggislögregluna eftir að hafa sætt barsmíðum og pyntingum. „Eg neyddist til að láta að nokkru Ieyti undan því þetta ómannúðlega kerfi bauð ekki upp á annað,“ bætti hann við. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hafði áður sagt að hann byndi mikiar vonir við Schnur í kosn- ingunum. Kohl hafði beitt sér fyrir því að Lýðræðisvakning myndaði kosningabandalag með kristilegum demókrötum og Þýska sósíalsam- bandinu (DSU) og nefnist það Bandalagið fyrir Þýskaland. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Bandalagið og Sósíaldemókrata- fiokkurinn njóti mests fylgis á meðal austur-þýskra kjósenda. WoifgBng Sahrsur Kosningaspjald með mynd af Wolfgang Schnur, leiðtoga Lýðræðisvakn- ingar í A-Þýskalandi, sem sagði af sér í gær vegna tengsla sinna við „Stasí“. Á myndinni stendur: „Til þess að framtak borgi sig loksins." „Ég bið ykkur um að kjósa ekki Gorbatsjov hvað sem á dynur,“ sagði Tejmúraz Avalíaní, þingmað- ur frá Georgíu, og sakaði Sovétleið- togann um að hafa stuðlað að kreppu í Sovétríkjunum. „Gorba- tsjov er með annan fótinn á brems- unni og hinn á bensíngjafanum,“ sagði annar þingmaður, Olzhas Súlejmenov frá Kazakhstan, sem kvartaði yfir því að Sovétleiðtoginn hefði í raun ekki komið á neinum umbótum. Áður en þingið kom saman var haldinn fundur hjá miðstjórn kommúnistaflokksins. Vladíslav Shved, sem sæti á í miðstjórninni, sagði í samtali við sovéska sjón- varpið að Gorbatsjov hefði sagt á fundinum að sér væri kunnugt um að ýmsir óttuðust að hann sæktist eftir of miklum völdum - bæði sem formaður flokksins og forseti. Ekki hefði þó verið rætt um að hann segði af sér sem flokksleiðtogi. Róttæki þingmaðurinn Anatolíj Sobtsjak hélt því frain á þingfund- inum að Ryzhkov foi’sætisráðherra hefði samþykkt ólöglega sölu sam- vinnufyrirtækis á skriðdrekum af gerðinni T-72. Ryzhkov brást reið- ur við og sagði ekkert vera hæft í þessum ásökunum. „Ríkisstjórninni getur orðið á mistök en það er ekki hægt að saka hana um spill- ingu,“ sagði forsætisráðherrann. „Stjórnin þarf að sitja undir stöðug- um rógburði. Við höfum engan starfsfrið við þessar aðstæður. Ef þetta á að halda svona áfram verð- um við að segja af okkur,“ bætti hann við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.