Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 * * Kristján Ragnarson, formaður LIU: Útvegsmenn ætla ekki að svara sérkröftmi sjómanna Meginkrafa sjómanna að olíuverðsviðmiðun verði endurskoðuð KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, segir að útvegsmenn hafi enga stöðu til að gera betur við sjómenn þegar aflaheimildir minnki en vinnuveitendur í landi við sitt fólk, enda ætli þeir sér ekki að bijóta þá samstöðu sem náðst hafi um launakjör í landinu. Norðurlöndin unnu banda- rísku sveitina SKÁKSVEIT Norðurlandanna í stórveldaslagnum hrósaði í gær sigri yfir sveit Bandaríkjanna með sex vinningum gegn Qórum. Þá sigruðu Bretar Bandaríkjamenn með sama mun. Sovétmenn eru efstir á mótinu, hafa hlotið tuttugu og sex og hálfan vinning. I dag verður tefld síðásta umferð mótsins. Þá mætast sveitir Norður- landanna og Breta annars vegar, og sveitir Bandaríkjanna og Sovét- manna hins vegar. Staðan í mótinu er sú að Sovét- menn hafa sem fyrr segir hlotið 26 'A vinning, Bretar 26, Bandaríkja- menn 25, og Norðurlandamenn reka lestina með 22 'A vinning. Fleiri karlar en konur at- vinnulausir TÆPLEGA 3.000 manns voru atvinnulausir á landinu í febrúar- mánuði. Heldur fleiri karlar en konur voru á atvinnuleysisskrá í febrúar sem er nokkuð óvenju- legt. Frá janúarmánuði fækkaði at- vinnuleysisdögum um fjórðung og munaði þar mestu um fækkun skráðra atvinnuleysisdaga hjá kon- um. Hins vegar var heldur meira atvinnuleysi í febrúar á þessu ári en í fyrra. Tónlistarsjón- varp frá Islandi Gervihnattarsjónvarpsstöðin MTV-Europe, sem er stærsta tón- listarsjónvarp í Evrópu, hyggst senda hingað til lands upptöku- menn til að kvikmynda tónleika og uppákomur í skemmtistað í Reykjavík um næstu helgi. MTV-Europe hyggst kvikmynda tónleika bresku hljómsveitarinnar Happy Mondays í Menntaskólanura við Hamrahlíð og uppsetningu breska skemmtistaðarins The Brain Club í Tunglinu á föstudag og laug- ardag, en þar koma fram þijár hljómsveitir og breskir plötusnúðar. Um 13 milljónir áhorfenda horfa á MTV-stöðina í Evrópu að staðaldri. í núgildandi hlutafélagalögum nr. 32/1978 er í 47. gr. mælt fyrir um rétt til að krefjast hlutfalls- eða margfeldiskosningar við val stjórn- armanna í hlutafélögum. Slíka kröfu geta nú hluthafar sem ráða yfir minnst einum fímmta hlutafjár- ins^ gert. í frumvarpinu er lagt til að þetta hlutfall breytist í einn tíunda hluta- fjár, þar sem hluthafar eru 200 eða Kristján sagði tekjur sjómanna ráðast að stærstum hluta við ákvörðun fiskverðs. Síðasta fisk- verðsákvörðun hafi verið gerð í fullu samkomulagi við þá og sjómenn hafí örugglega ekki borið skertan hlut frá því. borði. Það breyti engu fleiri. Segir í greinargerð með frum- varpinu að með lögunum frá 1978 hafi hlutafélagalöggjöf verið breytt í veigamiklu efni og að lögin stuðl- uðu meðal annars að auknum áhrif- um hugsanlegs minnihluta. Breyt- ing sú sem boðuð sé með frum- varpinu sé í samræmi við bann við því að leggja hömlur á hluti í þeim félögum sem margir eiga og gætu talist almenningshlutafélög. þó sjómenn fari í verkfall. Útgerðar- menn trúi því hins vegar ekki að það verði niðurstaðan, enda hafi sjómenn ekkert tilefni til slíkra að- gerða. Hólmgeir Jónasson, fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands Islands, segir að meginkrafa sjó- manna sé endurskoðun og leiðrétt- ing á olíuverðsviðmiðun, sem tekin hafi verið upp í kjarasamningunum 1987, en samkvæmt henni lækkar skiptaprósenta til sjómanna ef olíu- verð hækkar, en hækkar ef olíuverð lækkar. Sjómenn telji sig bera of stóran hlut í olíuverðsbreytingun- um. Þannig hafí skiptaprósentan verið 76% þar til 1. október síðast- Iiðinn, en lækkað í 72% 1. janúar vegna hækkunar á olíuverði, sem þýði um 5% launaskerðingu. Síðan hafi skiptaprósentan raunar hækk- að á ný í 73% 1. mars. Hólmgeir sagði að auk þessa vilji sjómenn ræða ýmis sérmál stéttar- innar og atriði sem ágreiningur hafi komið upp um, en yfir þessi sérmál hafí ekki verið farið frá því í samningunum 1987. Þarna væri um að ræða airiði eins og löndun þegar sett væri í gáma. Einnig þyrfti að gera kjarasamninga varð- andi nýjar veiðar, eins og dragnóta- veiðar stærri skipa, sem í auknum mæli frysti aflann um borð. Fara þyrfti yfir kjarasamninginn í heild. Útgerðarmenn hefðu hins vegar alls ekki verið fáanlegir til að ræða þessi atriði efnislega og vísuðu al- farið á samning ASÍ og VSÍ. Því hefði formannafundurinn í fyrradag ákveðið að beina því til aðildarfélag- anna að þau öfluðu sér verkfalls- heimilda. Kristján Ragnarsson sagði að sjómenn hefðu fengið full svör varð- andi öll ágreiningsatriði. „Málið er að samningar á vinnumarkaði nú eru framlengdir með tilteknum kaupbreytingum, en ekki hafðar uppi sérkröfur, og við ætlum ekki að svara þeirra sérkröfum frekar en aðrir vinnuveitendur hafa gert,“ sagði Kristján. Hann sagði að sjó- menn hefðu allt til síðastliðins hausts notið góðs af olíuverðsvið- miðuninni, því olíúverð hefði verið lágt. Sú hækkun sem hefði orðið í haust væri byijuð að ganga til baka og vonandi yrði framhald þar á, því útgerðarmenn sköðuðust meira á olíuverðshækkunum en sjómenn. Þetta gæfí ekkert tilefni til að fara í viðræður um þetta ákvæði, sem menn hefðu verið á einu máli að taka upp á sínum tíma. Einar Oddur Kristjánsson for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, segir að samþykkt stjórnar Sjómannasambandsins, um að að- ildarfélög þess afli sér verkfalls- heimildar, valdi vonbrigðum en hafi engin áhrif á afstöðu vinnuveit- enda. í undanförnum samningavið- ræðum hafi ekki verið teknar til greina neinar sérkröfur og það gildi um sjómenn jafnt sem aðra. „Það mega allir vita það að við gerðum samning við ASÍ þar sem ein for- sendan var að aðrir launþegar gerðu sömu samninga," sagði hann. „Það hefur aldrei komið til greina af okkar hálfu að svíkja það sam- komulag, og við gerðum sjómönn- um grein fyrir því fyrir löngu. Við skiljum því ekki hvers vegna þeir misskilja þetta svona. Það hafa all- ir hópar þjóðfélagsins komið og sagt að þeir væru með réttlætismál sem þurfi að semja sérstaklega um. Við höfum ekki lagt neinn dóm á það hvert réttlæti sé eða ranglæti, og neitað öllum aðilum um að taka slíkar kröfur til greina,“ sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson. Svíi ver 40 imlljónum til íslenskra fræða SÆNSKUR maður, Dr. Gad Rausing, hefur gefið 400 þús- und sterlingspund, jafnvirði um 40 milljóna íslenskra króna, til að endurvekja rannsóknar- og kennslustöðu í íslenskum íræðum við Oxford-háskóla. Staða þessi er kennd við dr. Guðbrand heitinn Vigfússon en verður framvegis einnig kennd við dr. Rausing. Henni var kom- ið á fót 1864. Staðan var ómönn- uð frá dauða Guðbrands, 1888, en var endurvakin að frumkvæði prófessorsins og rithöfundarins J.R.R. Tolkiens, en áhuga og þekkingar hans á íslenskum bók- menntum sér stað í bók hans „Lord of the Rings“. Dr. Ursula Dronke gegndi þessari stöðu til 1988 er hún settist í helgan steir og vegna niðurskurðar opinberra fjárframlaga til breskra háskóta blasti við að staðan yrði lögc niður. Framlag dr. Rausing hefui nú komið í veg fyrir það. Gad Rausing er fornleifafræð- ingur, vistfræðingur og iðn- hönnuður. Hann hefur efnast é hönnun umbúða fyrir sænskí stórfýrirtækið Tetra-pak. Frumvarp um hlutafélög: Aukin áhrif mimiihluta við val slj órnarmanna EYJÓLFUR Konráð Jónsson hefur lagt liram frumvarp til breytinga á hlutafélagalögum, þar sem lagt er til að hluthafar sem ráði yfir einum tíunda hlutafjár, þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri geti krafist hlutfalls- eða margfeldiskosningar við val á stjórnarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.