Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 14
14 .. ... ................................. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Hafsteinn Gíslason, Hólmgeir Hólmgeirsson og Guðný Kristjáns dóttir í hlutverkum sinum. í grán gcimni __________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Keflavíkur sýnir í Félagsbíói Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Jóhann Smári Sævarsson Aðstoðarleiksfjóri: Gísli Gunnarsson Förðun og hárgreiðsla: Fjóla Jónsdóttir Leikstjóri: Halldór Björnsson Þetta leikrit Kjartans Ragnars- sonar hefur verið sýnt víða um land og orðið vinsælt. Leikritið var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir þrettán árum. Einhverra hluta vegna hef ég ekki séð þetta leikrit fyrr en nú hjá Leikfélagi Keflavíkur.I leikskrá er stutt klausa um höfundinn og þar segir:,, Hvað skyldi það vera sem gerir verk hans svo vinsæl sem raun ber vitni? Bókmennta- og leik- húsfræðingar hafa reynt með mörg- um orðum að útskýra það en er ekki bara einfaldast að segja: Þau eru svo skemmtileg og segja okk- ur svo margt á þann hátt sem við skiljum eða viljum skilja. Einnig er þess getið að þau séu oft einföld í uppsetningu, oft bara eitt svið og því einkar heppileg svona tæknilega séð fyrir efnalítil áhuga- mannaleikfélög. Svo má auðvitað velta fyrir sér hversu efnið sé skemmtilegt í sjálfu sér. Þar segir frá því er hjónin Bogi og Asta koma í heimsókn til Agga og Júlíönu. í fyrstu verður ekki annað séð en þetta geti orðið ósköp notalegt. Dóttirin Jóa er þó í uppreisnarhug og fer út með kommúnistanum sínum rétt um það leyti sem gestirnir koma. Húsfreyja hyggst skemmta gestum með söng þegar inn slæðist fyllibyttan Baldi og truflar bæði söng og sam- kvæmi. Hann rausar lengi og hressilega og hefur í frammi ýmsar hundakúnstir. Honum er sýnt mikið langlundargeð en þegar fyrverandi löggan Bogi ætlar að sýna listir sínar og taka hann vingjarnlegu hálstaki fer slysalegar en til stóð. 17.000 Is- lendingar erlendis en ekki 27.000 Skýrt var frá aimennum umræð- um á ráðstefnu BHM um Evrópu- bandalagið og íslenska háskóla- menn í Morgunblaðinu í gær. Þar var haft eftir Kristni Karlssyni, félagsfræðingi á Hagstofunni, að um 27.000 íslenskir ríkisborgar- ar væru nú búsettir erlendis. Kristinn hafði samband við blað- ið og sagðist hafa farið rangt með, talan 17.000 væri nær iagi. Baldi hnígur niður og er í það skipti dauður í alvöru. Nú er spurning hvað á að gera. Lögreglan trúir áreiðanlega ekki að þetta hafi verið slys. En þá detta þau niður á lausn- ina: Húsbóndinn Aggi er lærður kjötiðnaðarmaður og nú er að færa sér þekkingu hans í nyt; búta niður skrokkinn og setja í pakkningar og geyma í frystikistunni þar til hægt er að losna við kétið. Það vili svo ólánlega til að kjötinu er stolið, konurnar fara á taugum út af þessu álagi og dóttirin setur allt á annan endann þegar hún tilkynnir sig ólétta eftir kommúnistann — sem er reyndar sonur hins drepna. Hon- um er mútað snarlega — án þess að hann viti það — og látinn fá búð og bíl og líkast til mun hann seija á endanum kjötið úr frystikistunni, þ.e. af föður sínum. Húsfreyjan hringir í lögregluna þegar hún hef- ur gefist upp fyrir brennivíni og sektarkennd. En henni trúir vitan- lega ekki nokkur maður. Ekkjan hefur sömuleiðis verið töluð til og ætlar ekki að gera neitt í málinu. Titill leikritsins virðist koma til af því að í upphafi segir vinnukonan og ekkjan tilvonandi húsmóðurinni frá því að silfurskeið sé horfin, seinna kaupir kommúnistinn skeið- ina á fornsölu og kemur í ljós að vinnukonan hafði stolið henni. Og eiginlega ekki öllu meira með það. Það fer ugglaust eftir kímnigáfu hvers og eins hversu fyndið þetta telst vera, en höfðaði ekki beinlínis til mín. Auk þess finnst mér bygg- ing leikritsins losaraleg og gleymist að hnýta ýmsa enda. Halldór Björnsson er leikstjóri og er þetta frumraun hans. Hann hefur lag á staðsetningum og gæt- ir að svipbrigðum svojeikarar detti ekki út úr rullunni þegar þeir eru ekki með tilsvör. Það er skiljanlegt þó persónurnar komist í uppnám út af þessum ósköpum en Halldór hefði þurft að slá á hugaræsinginn því framsögn og skýrmæli er þá í hættu. Rakel Garðarsdóttir er Begga vinkona og verðandi ekkja og er nokkuð glúrin sem slík, kommúnistann, son hennar, leikur Ómar Ólafsson og gervi hans gott og sama gildir um Sigrúnu Sævars- dóttur sem er Jóa heimasæta. Jó- hann Smári Sævarsson er Baldi fyllibytta sem endar í frystikistu. Jóhann Smári hafði allgóða fram- sögn og var hæfilega grófur í sam- anburði við „fína fólkið“. Súsanna Fróðadóttir er húsfreyjan Júlíana og átti ágæta spretti. Mann henn- ar, Agga, leikur Hólmgeir Hólm- geirsson og er fullæstur og hreyf- ingar stundum þvingaðar. Haf- steinn Gíslason er Bogi, dálítið spiiltur og ríkur. Hafsteini tókst að gera sér mat úr hlutverkinu_ og Guðný Kristjánsdóttir sem Asta kona hans átti jafnbestan leik hóps- ins að mínu viti. Gísli Gunnarsson var í örlitlu hlutverki iögreglu- manns sem kemur augnablik á vett- vang. Ahorfendur tóku leiknum af vel- viljuðum áhuga. Það skal tekið fram að ég sá 2. sýningu. Nína Margrét Grímsdóttir _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari, hélt sína fyrstu ein- leikstónleika sl. mánudag á Kjarv- alsstöðum og flutti verk eftir J.S. Bach, Haydn, Debussy, Chopin og Jónas Tómasson. Nína er efnilegur píanóleikari, ræður yfir nokkuð góðri tækni og hefur sterka tiifinn- ingu fyrir tónrænni uppbyggingu verka. Henni lætur einkar vel að túlka barokk og klassík eins og korh vel fram í ítalska konsertinum eftir Bach og sónötu (Hob. XVI/50) eftir Haydn. Sónata VII eftir Jónas Tómasson var leikin af ]>okka og skilningi. I tveimur Estampes, nr. 1 og 3, var leikur Nínu ekki nógu lit- brigðaríkur en verkin ágætlega útfærð. Hér þarf að „skálda“ í tóninn og blæbrigði, sem trúlega á eftir að koma með auknum Nína Margrét Grímsdóttir þroska og listfengi. As-dúr ballað- an op. 47 eftir Chopin var falleg uppbyggð, frá stillilegu upphafi til átaka, sem hún náði að halda nokkuð vel utanum til enda. Nína Margrét Grímsdóttir er, eins og fyrr segir, efnilegur píanó- leikari, sem trúlega er á sínu besta sviði í barokktónlist og klassík. Það fer þó eftir því hvernig henni tekst að vinna úr góðri menntun sinni. Góður klarinettuleikari Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, klarinettuleikari, og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari, héldu tónleika á Kjarvalsstöðum sl. sunnudag og fluttu tónverk eftir Saint-Saéns, Weber og Brahms. Fyrsta verkið var sónata op.^ 167 eftir Saint-Saéns. Verkið er frá þeim tíma þegar rómantíkin hefur misst ferskleika sinn og þó Saint-Saéns, sem var mjög mikil- vægur tónlistarmaður, legði nokk- uð af mörkum til að útbreiða nút- ímatónlist, var hann sjálfur ófrumlegur og vann sum verk sín af lítilli vandvirkni. Kunnáttan birtist hins vegar helst í tækni- legri útfærslu, enda „virtúós", svo sem heyra mátti á áðurnefndri sónötu, sem félagarnir fluttu frá- bærlega vel. Annað verkið var Grand Duo Concertant eftir "\Veber. Það er eins og fyrra verkið, tæknilega vel unnið en skáldskapur þess og formskipan víkjandi þáttur. Flutn- ingur Jóns Aðalsteins og Þor- steins Gauta var glæsilegur og einnig í síðasta verkinu, Es-dúr sónötunni op. 120 nr. 2 eftir Brahms. Jón Aðalsteinn Þorgeirsson er frábær klarinettuleikari, hefur fallegan tón, góða tækni og mótar tónhendingarnar mjög fallega. Að því er undirritaður telur eru þetta í raun fyrstu einleikstónleikar hans og því rétt að óska þessum unga tónlistarmanni til hamingju með sæti sitt meðal bestu klari- nettuleikara okkar íslendinga. DIDO OG AENEAS Ballet ÓlafurÓlafsson íslenska hljómsveitin: Dido og Aeneas, ópera í þremur þáttum eftir Henry Purcell og Nahum Tate. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Danshöfundur: Hlif Svavarsdótt- ir. Leikmynd og búningar: Helga Stefánsdóttir. Lýsing: Sveinn Benediktsson og Björn Þorgeirsson. Stjórnandi: Guðmundur Emils- son. Dansarar: Björgvin Friðriksson, Helena Jónsdóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Lilja Ivars- dóttir, Pálína Jónsdóttir og Soffia Marteinsdóttir. Miðvikudaginn 7. mars flutti íslenska hljómsveitin óperuna Dido og Aeneas, ásamt einsöngvurum, söngflokknum Hljómeyki og hópi dansara. Flutningurinn á þessari stuttu óperu fór fram í Langholts- kirkju. Óperan var upphaflega frumflutt árið 1689 og er eftir Henry Purcell en óperutextinn eft- ir Nahum Tate. Hún var samin fyrir dansmeistarann og skólastjó- rann Josias Priest og frumflutt (að öilum líkindum) í kvennaskóla í Chelsea á Englandi. Sagan er ein- földuð og stytt útgáfa á Aeneasar- kviðu frá tímum Rómveija; saga um ástir, nornaseiða, aðskilnað, söknuð og dauða. Þetta var í heild mjög ánægjuleg kvöldstund og framtakið lofsvert. En það skal strax tekið fram, að hér verður aðeins fjallað um þátt ballettsins. Umfjöllun um tónlistarflutninginn er í höndum annars manns. í hverri óperu má iðulega sjá kafla, sem ætlaðir eru ballett. Þessi samtvinnun listformanna er nánast hefð. Oftar en ekki er ballettinn þá notaður til að undirstrika stemmningu, gefa hreyfingu í heildarmyndina, gefa til kynna gleði, átök eða sorg, svo eitthvað sé nefnt. Ballettinn þá notaður til að bijóta upp og líma saman, allt eftir þörfum hvers verks fyrir sig. Það er meðal annars þannig, sem Hlíf Svavarsdóttir notar dansarana í þessari sýningu, sem annars var í leikstjóm Sigurðar Pálssonar. En einnig var það athygiisvert, að í þessari uppfærslu óperunnar var kórinn ekki á sviðinu, heldur með hljómsveitinni. Vanalega tekur óperukór virkan þátt í atburðarás- inni, en ekki hér. Þannig gegndu dansararnir þögulir hlutverki hirð- ar, sjómanna eða unnusta á svið- inu, meðan kórinn söng með hljóm- sveitinni. Þessi lausn er óvanaleg, en átti vel heima í þessari upp- færslu. Úrvinnsla Hlífar skilar sér ágætlega. Dansarnir hæfa stund og stað og smekklega er unnið. Megináherslan var á tónlistarflutn- inginn og þá er oft vandratað, þegar dönsum er fléttað inní sviðs- setninguna og spurningar vakna um það, hvernig úr því skuli unn- ið. Hlíf fetar sig áfram að smekkv- ísi og virðist rata réttan veg. Vert er að nefna fyrsta atriði annars þáttar, þar sem dönsurum er beitt til að magna nornaseiðinn enn frekar. I þriðja þætti má sjá kunn- uglega takta, þar sem stúlkurnar ijórar gera sér mat úr kóreógrafí- unni og dansa vel kraftmikinn nornadans. Endapunktur verksins sýndi það glögglega í einfaidleik sínu, hvað dans getur verið áhrifa- mikil túlkun, þegar fólk veit hvað það er að gera. í heild var dansmyndin góð og þjónaði tilgangi sínum. Sama verð- ur að segja um leikmynd og bún- inga Helgu Sigurðardóttur. Það væri óskandi, að oftar myndu söngvarar, hijómsveit og dansarar leggjast á eitt um að sviðssetja verk, eins og nú var gert. Samspil listformanna er þroskandi fyrir alla sem að því standa og einnig þá, sem hlusta og horfa á. Við- tökur gesta þetta umrætt kvöld voru líka þannig, að þær ættu að vera aðstandendum sýningarinnar góð hvatning til frekari dáða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.