Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 15
MOKGL'N'BlAÐIÐ FIMMTUDAGjUR; 15. MARZ 1,9,90 15 SIEMENS Rauðhærði riddannn Nýjasta metsölubók TOM CLANCY er komin ______Leiklist_________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Vox Arena, nemendaleikhús Fjöl- brautaskóla Suðurnesja Hvenær kemurður afitur rauðhærði riddari? Höfundur: Mark Medoff Þýðandi: Stefán Baldursson Leiktjaldahönnuðir: Sverrir Ás- mundsson, Þröstur Jóhannesson, Steinar Hjartarson Leikstjóri: Hákon Waage. inn á lang flest heimili landsins! leikararnir væru svolítið óöryggir en eftir hlé komu þeir hlaðnir mikl- um krafti og héldu honum sýning- una til enda. Jón Páll Eyjólfsson lék Teddy og það mæðir mikið á honum. En Jón stóð fyllilega undir því og var mjög öruggur. Tryllingslegt skap Teddys kom veTi ljós í svipbrigðum og lát- bragði. Bergur Ingólfsson og Guð- björg Halla Magnadóttir léku þau Stephen og Angel. Þau sköpuðu bæði skýrar persónur með leik sínum. Lyle var leikinn af Ingólfi N. Árnasyni. Það er alltaf erfitt að leika mikið upp fyrir sig í aldri en Ingólfur fer vel með það, helst að röddin væri stundum svolítið ýkt. Þorbjörg Þóra Jónsdóttir lék Höru. Hún kemur ekki mikið við sögu en Þorbjörg lék hana af miklum skör- ungsskap og gustaði af henni. Kristín Gerður Guðmundsdóttir og Gestur Pétursson léku fínu hjónin. Þeim tókst vel upp með að gera þau fáguð og fín eins og fyrirfólki sæmir. Kristín sýndi líka góðan leik í átökum Clarisse og Teddys. Lags- konu Teddys, Cheryl, lék Guðný Hrund Karlsdóttir. Sú persóna er lítt mótuð af höfundar hendi en í höndum Guðnýjar varð hún fjar- huga og sinnulaus um umheiminn en í lokin bráir þó loks af henni. Leikið er í litlu horni og sviðið er ekki upphækkað. Leikaramir eru því í miklu návígi við áhorfendur en þeir misstu aldrei einbeitinguna. Sviðið samanstendur af afgreiðslu- borði, músíkboxi og borðum með köflótta dúka og plaststólar við. Athafnasviðið er þröngt en það var allt leyst ágætlega og margar ágæt- ar leiklausnir, einkum fannst mér þau fara vel með slagsmálin. Leik- stjórinn hefur greinilega náð því besta úr þeim hópi sem hann var með í höndunum og náð að stilla kröftunum saman. Það er óhætt að hvetja fólk til sjá þessa sýningu Vox Arena því þau leggja sig virki- lega vel fram. Mark Medoff er bandarískt leik- skáld og hefur hann hlotið mikið lof þar í landi, einkum fyrir verkið Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? (1973). Það var fyrst sýnt hér á landi af Nemendaleikhúsinu árið 1986 og ári síðar var Leikfélag Akureyrar með það á sinni dag- skrá. Guð gaf mér eyra (1980) er annað verk Medoffs sem sýnt hefur verið hér hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1984. Rauðhærði riddarinn gerist á litl- um rykugum veitingastað í Nýju Mexíkó í lok sjöunda áratugarins. Þar vinna Stephen og Angel undir harðri stjórn Höru. Lyle er fasta- gestur enda rekur hann bensínsölu og gistihús í næsta nágrenni við veitingastaðinn. Leikritið gerist eina morgunstund sem í fyrstu virð- ist ætla vera eins og allar aðrar. Stephen bölvar vinnunni og heima- bænum og þráir það eitt að komast burt og verða eitthvað mikið. Fara burt og koma heim sem mikil hetja. Angel lítur upp til hans og lætur hann skipa sér fyrir eins og hundi. En þennan morgun koma sjaldséðir gestir i morgunmat; fínt og mennt- að fólk með allt annað yfirbragð en bæjarbúar. Hjónin Clarisse og Richard, hún fiðluleikari, hann inn- flytjandi vefnaðarvöru. Og loks kemur sá sem er möndulásinn í verkinu: Teddy ásamt fylgikonu sinni Cheryl. Teddy er sprengja; eftir þennan dag og kynni við Teddy er enginn á veitingastaðnum samur sem áður. Hann er strax ögrandi, spyr meiðandi spurninga og fínnur veika bletti á hverjum og einum. Leikhópurinn Vox Arena. Og allt í einu er hann kominn með byssu og heldur öllum í gíslingu. Þetta er sagan um hetjuímynd hins vestræna samfélags. Ungi maðurinn sem vinnur afrek og snýr heim mikill maður. En Teddy hefur séð tómleikann bak við þessa mynd. Hann var í stríðinu. Rifinn úr há- skóla og sendur á erlenda grund. Og hann kom ekki hetja til baka og hvað er líka hetjuskapur? Leik- ritið er fyrst og fremst hörð gagn- rýni á bandarískt glansmynda- og draumasamfélag. Það er harkalegt á köflum því Teddy yfirgefur ekki staðinn fyrr en hann er búinn að niðurlægja alla á staðnum á grimmilegan hátt. Hvenær kemurðu aftur rauð- hærði riddari? er ekki það auðveld- asta sem ungir og óreyndir leikarar geta valið sér. Það er auðvitað frá- leitt að gera sömu kröfur til þeirra og reyndra atvinnuleikara og því er það nú þannig að maður fer á svona skólasýningar með ákveðið umburðarlyndi í huga. En það er skemmst frá því að segja að eftir sem leið á sýninguna hvarf þetta umburðarlyndi fyrir undrun. Hinum ungu leikurum tókst hreint frábær- lega upp, einkum eftir hlé. Sýning- in fór dálítið hægt af stað eins og Sinfóníuhljómsveit íslands: TIL HAMINGJU Eftir góða veislu þakkar maður fyrir sig. Á afmælisdegi sínum 9. marz sl. hélt Sinfóníuhljómsveit Ís- lands upp á fjörutíu ára afmæli sitt og stolt bauð hún upp á kaffi og konfekt en fyrst og fremst upp á tónleika, sem sönnuðu okkur, traustum vinum, að hún hefur gengið til góðs á þessum fjörutíu árum, dafnað frá því að vera barn- ið, sem öllum þykir vænt um vegna æsku þess, í það að vera fullþroska unglingur. Unglingur — já, þar sem við óskum henni íslands þúsund ára. Það voru glaðir afmælisgestir sem fóru frá veislu, þar sem hljóm- sveitin flutti þeim 2. sinfóníu Mahl- ers á þann máta að gestir sannfærð- ust um að þetta útsprungna blóm myndi prýða garð okkar svo að öll- um yrði yndi af sem þargengju um. Styrkt hljómsveitin undir stjóm Petri Sakari með kór Islensku óper- unnar, úrvalssöngkonunum Rann- veigu Bragadóttur og Signýju Sæ- mundsdóttur framkvæmdu magn- aðan gjörning og áheyrendur sátu augnabliksbrot stjarfir eftir en sannfærðust: Þetta gerðist hér — og þá voru flytjendur, sem vart rúmuðust á sviði Háskólabíós hyllt- ir ákaflega. Slík hljómsveit á skilið tónleikahús, hús, sem skilar öllu og það eigum við reyndar líka. Þökk fyrir, Guðmundur W. Vilhjálmsson Glœsilegt myndbandstœki! Siemens FM 621 • Einfalt og þægilegt í notkun • Handhæg og fullkomin fjarstýring. • Langtímaupptökuminni f. 6 þætti. • Margar nytsamlegar aðgerðir, s.s. stillanleg hægmynd, endurtekning myndskeiðs, kyrrmynd o.m.fl. • Markleit og sérkóðaaðgerðir. • ítarlegur íslenskur leiðarvísir. Verð: 44.600,- kr. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 [TENTEj VAGNHJÓL OG HÚSGAGNAHJÓL Urvals vestur-þýsk hjól frá fíngerðustu húsgagnahjólum og til burðarmestu iðnaðarhjóia. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta { FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 8467D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.