Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Olafiir Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: * Aframhaldandi viðræður um ál- ver samþykktar Ekki forsendur ennþá til að taka afstöðu með eða á móti, segir Svavar Gestsson „Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti að þetta samkomulag yrði gert í framhaldi af Atlantal samkomulaginu og að unnið yrði áfram að samningaviðræðum á þeim grundvelli sem gert hefur ver- ið,“ sagði Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið í gær um ákvörðun um að ganga til samn- ingaviðræðna um byggingu nýs álvers hér á landi. Svavar Gestsson menntamálaráðherra kvaðst ekki geta kveðið upp úr um hvort hann sé hlynntur byggingu álvers eða ekki, þar sem enn vanti mikilvæg- ar forsendur til að geta sagt af eða á um málið. „Við ítrekuðum það sem við höf- um áður sagt, að aðalatriðin eru orkuverðið, skattarnir, að íslensk lög gildi og íslenskt réttarforræði sé á öllum sviðurn," sagðiÓlafur. Hann var spurður hvort líta beri á þetta sem fyrirvara af hálfu Al- þýðubandalagsins um stuðning við málið. „Þetta eru vonandi fyrirvarar af allra hálfu,“ sagði hann, „vegna þess að ég vænti þess að menn vilji ekki gera samninga fyrirvaralaust um orkuverð, skatta og íslenskt forræði og löggjöf.“ Hann segir að öðru leyti ekki hafa verið sett nein ákveðin skilyrði af hálfu Alþýðu- bandalagsins, þó hafi þingflokkur- inn lagt á það ríka áherslu að skoð- að yrði rækilega að staðsetja álver- ið utan suðvestursvæðisins. „Þeim sjónarmiðum komum við ráðherrar flokksins á framfæri í ríkisstjórn- inni. Það var ánægjulegt að fulltrú- ar annarra flokka voru einnig með það sjónarmið. í viðræðunum sem við formenn flokkanna áttum við fulltrúa þessara fyrirtækja í gær komu þau sjónarmið rækilega fram af hálfu íslensku ráðherranna." Alþýðubandalagið hefur áður lýst sig andvígt nýju álveri. Ólafur var spurður hvað ylli breyttri afstöðu nú. Hann sagði, að Alþýðubanda- lagið teldi að fallist hefði verið á mörg af þeim sjónarmiðum sem flokkurinn hafi lagt áherslu á og hann nefndi hér að framan. „Þetta eru allt atriði sem Alþýðubandalag- ið hefur gagnrýnt í þeim samningi sem upphaflega var gerður við Alusuisse og smátt og smátt hefur í öðrum flokkum og í þjóðfélaginu í heild, sem betur fer, fengist viður- kenning þessara sjónarmiða." Hann var spurður hvort ekki hafi einnig orðið viðhorfsbreyting innan flokksins. „Það hefur líka orðið sú viðhorfsbreyting, að hin mikla áhersla á meirihlutaeign Is- lendinga í fyrirtækinu er ekki leng- ur fyrir hendi af okkar hálfu, því að við teljum að hægt sé að tryggja þá þætti sem ég nefndi, íslenska hagsmuni, eftir öðrum leiðum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „Aðalatriðið af okkar hálfu er það, að hér er um að ræða ákvörð- un uro viðræður, þar sem Alumax kemur í staðinn fyrir Alusuisse," sagði Svavar Gestsson. „í raun og veru er engin breyting á þessum viðræðum frá því sem var, önnur en sú, að Alumax hefur lýst því yfir að þeir vilji kanna staðsetningu utan Suðvesturlands." Hann segir Alþýðubandalagið leggja áherslu á að nokkur meginat- riði verði hægt að afgreiða með fullnægjandi hætti. „Þau eru orku- verð, staðsetning, skattar, dómstól- ar, umhverfismál og eignaraðild íslendinga að verksmiðjunni. Það er útilokað að segja til um neitt þessara atriða á þessu stigi máls- ins, þar sem þau eru svo lítið rædd.“ Svavar var spurður hvort hann gerði kröfu um eignaraðild íslend- inga. „Ég tel að það sé mjög mikil- vægt að um verði að_ ræða ein- hveija eignaraðild íslendinga." Hann var þá spurður hvort það væri frágangsatriði. „Það getur verið það, ef allt annað bregst. Þetta mál verður að skoða í heild.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur Th. Pétursson með nýja netið um borð í Sæbjörgu. Netið hef- ur verið viðurkennt af Siglingamálastofhun. Ráðsteftia um steftiumörkun í gróðurvernd RÁÐSTEFNA um stefnumörkun í gróðurvernd verður haldin á Hót- el Húsavík næstkomandi laugar- dag. Ráðstefnan er haldin á vegum Húsgulls, samtaka um umhverfis- mál og gróðurvernd. Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, setur ráðstefnuna klukk- an 9.30 á laugardag og síðan ávarp- ar Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra ráðstefnugesti. Meðal annars efnis er að Hjörtur Tryggvason kynnir Ilúsgull, Anna Guðrún Þórhallsdóttir beitarfræðing- ur ræðir um gróðurvernd, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Jón Loftsson skógræktarstjóri segja frá því sem er efst á baugi í gróðurvernd- ar- og skógræktarstarfinu, Tryggvi Jakobsson setur umhverfismál á Is- landi í alþjóðlegt samhengi, Andrés Arnalds gróðui-verndarfulltrúi segir frá gróðurvernd hér og þar og Jón Gunnar Ottósson forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins ræðir um markmið og leiðir í skógrækt og skógvernd. í lok ráðstefnunnar er gert ráð fyrir panelumræðum og stefnt að ráðstefnulokum klukkan 17. Markúsarnetið í dönsk skip: Allt að 2.000 net fyrir 40 milljónir til Danmerkur BJÖRGUNARNETIÐ Markús hefúr nú verið gert að skyldu í miklum hluta danskra fískibáta og mælt er með því til notkunar um borð í öll skip yfir 15 metra að lengd. Reiknað er með að í kjölfar þessa verði flutt utan til Danmerkur 1.500 til 2.000 net að verðmæti um 40 milljónir króna á næstu tveimur árum. Framleiðsla er hafin á nýjum og endurbættum Markúsarnetum og stefnt er að útflutningi um 100 neta á mánuði frá og með vordögum. Pétur Th. Pétursson er fram- kvæmdastjóri Björgunarnetsins Markús hf, en fyrirtæki hans hefur einkarétt á framleiðslu og sölu Markúsarnetanna. Hann segir að síðari hluta árs í fyrra hafi dönsk yfirvöld gefið út reglur um öryggis- búnað í skipum, þar sem skylt er að hafa Markúsarnetið um borð í öllum fiskiskipum 15 til 25 metr-a löngum. Jafnframt eru þau lögð að jöfnu við svokallaðan „maður fyrir borð bát“ í skipum upp að 45 metr- um að lengd. Reglur þessar taki fullt gildi í ágústmánuði næstkom- andi, en auk þess sé lagt til að Markúsarnetið sé einnig haft um borð í skipum, sem búin eru sérstök- um björgunarbáti til að ná mönnum úr sjó. „Þetta framtak danskra yfir- valda er mjög mikilvægt innlegg í umræðuna um að Markúsarnetið verði viðmiðun í alþjóðlegum regl- um um búnað til að ná mönnum úr sjó og til notkunar við slíka þjálf- un og æfingar um borð í skipum, en slíkar reglur eru í mótun nú um allan heim,“ segir Pétur. Pétur segir ennfremur að nú séu að koma á markaðinn nýjar gerðir Markúsarneta, sem væntanlega verði hægt að kynna í byrjun apríl. Þessi nýju net hafi margt fram yfir eldri gerðir og hafi þau verið í próf- unum á síðustu mánuðum í sam- vinnu við Slysavarnafélag Islands, Slysavarnaskóla sjómanna og Landhelgisgæzluna. Stærri gerð nýju Markúsarnetanna sé þegar viðurkennd hér á landi samkvæmt reglum um öryggisbúnað í íslenzk- um skipum. „Með þessum nýju net- um stígum við skrefið til fulls og látum fylgja með 'sérstakan fræðslubækling um björgun manna úr sjó. Þannig erum við ekki ein- göngu að selja Markúsarnetið, held- ur einnig þekkingu á björgun manna úr sjó, þar sem netið er bæði björgunar- og hjálpartæki í fræðslu, sem miða á að því, að minnka hættu á að maður fari fyr- ir borð, minnka áhættu björgunar- manna og auka líkur á björgun manna úr sjó,“ segir Pétur. Erum ánægð og ham- ingjusöm með útkomuna — segir Inga Dóra Sigfusdóttir formaður Vöku Kosnmgar 1 Haskolanum: „VIÐ ERUM afskaplega ánægð og hamingjusöm með útkomu kosn- inganna," sagði Inga Dóra Sigfúsdóttir, formaður Vöku félags lýðræð- issinnaðra stúdenta í samtali við Morgunblaðið í gær, en Vaka varð sigurvegari í kosningum til stúdenta- og háskólaráðs sem fram fóru í háskólanum á þriðjudag. Var þetta stærsti sigur Vöku frá upphafi, en félagið hlaut 57% gildra atkvæða í kosningum til háskólaráðs á móti 43% Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla íslands. Þann- ig fékk Vaka sjö menn í ráðið, en Röskva sex. Félögin fengu síðan hvort sinn manninn kjörinn í Háskólaráð. Inga Dóra sagði að liðsmenn Vöku hefðu verið bjartsýnir fyrir kosningarnar. „Við gengum til þessara kosninga með hreinan skjöld, meirihluti Vöku undanfarin tvö ár hefur starfað vel og komið mörgum þörfum málum til leiðar. Hins vegar er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála þegar maður stendur í eldlínunni, og því voru niðurstöðurnar ánægjuleg staðfesting þess að við séum á réttri leið.“ Inga Dóra sagði, að Vaka myndi halda áfram að starfa í þeim málum sem unnið hefur ver- ið að undanfarið, og nefndi sem dæmi baráttu fyrir desemberpróf- um í öllum deildum, gæðakönnun og niðurrif deildamúra. Arnar Guðmundsson, sem var oddviti Röskvu í stúdentaráði síðastliðinn vetur, sagði Röskvufólk að vonum vonsvikið með tapið, en hins vegar væri félagshyggjufólk í háskólanum ánægt með að halda sínu í stúdenta- og háskólaráði, ef miðað væri við þá strauma sem ríkt hefðu í þjóðfélaginu undanfarið. „Við höfum' einnig átt erfitt með að koma skoðunum okkar og starf- semi á framfæri við stúdenta, nema kannski nú rétt fyrir kosningar," sagði Arnar. „Ég vil annars óska Vöku til hamingju með sigurinn. Þrátt fyrir þetta tap álít ég okkur hafa sterka málefnastöðu, og sá Iisti félagshyggjufólks sem nú fer inn í stúdentaráð er einhver jafnöflugasti hópur sem ég hef þekkt til í þau þijú ár sem ég hef starfað að þess- um málum. Starf þessa fólks á eft- ir að skila sér,“ sagði Arnar að lok- um. HÁSKÓLABÓKASAf! NyKoiTKi iimarit I KdOHOElLO Frá kjörstað í Háskólanum á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.