Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 20
20 ¦ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Páll Pétursson þingmaður: Hef ekki samviskubit vegna afhota sonar míns af skrifstomnni „ÉG HEF ekki nokkurt samviskubit yfír þessu máli. Þarna er verið að gera úlfalda úr mýflugu," sagði Páll Pétursson þingmaður fi-am- sóknarflokksins aðspurður um afnot sonar hans af skrifstofu í eigu Alþingis sem Páll hefur umráðarétt yfir. Sonur Páls átti sæti á fram- boðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla Islands. „Ég leyfði syni mínum að sitja þarna í tvo til þrjá tíma, og það er altítt að hugsað sé eða rætt um pólitík á þessari skrifstofu." Páll benti á að starfsmenn þings- ingamálum á skrifstofu minni, en ins og þingmenn sjálfir notuðu skrifstofur sínar ósjaldan til að sinna erindum utan þingsins. Að- spurður hvort ekki mætti gera greinarmun á hvort það væru starfsmenn þingsins eða þingmenn sem sinntu störfum á skrifstofun- um, þó utan þings væri, eða aðilar alls ótengdir þingheimi, sagði Páll: „Við skulum bara segja að strákur- inn hafi verið að vinna fyrir mig. Ég hringdi reyndar í hann eftir að sjónvarpið hafði tekið við mig viðtal um þetta mál, það var á kosninga- daginn, og spurði hvort hann vildi ekki vinna dálitla stund að kosn- hann afþakkaði það vegna anna," sagði Páll ennfremur. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið að þingmenn hefðu fullan yfirráðarétt yfir þeim skrif- stofum sem þeim væri úthlutað. „Það eru engar reglur til um þessi mál, og það fylgist enginn með því hvernig einstaka þingmenn nýta skrifstofur sínar. Það væri ekki nema ef kostnaður af þeim yrði óvenju mikill að ástæða væri tií að kanna slík mál nánar," sagði Guð- rún. Tóku spennistöð herskildi á æfíngu LÖGREGLAN í Kópavogi, Reykjavík og Hafnarfirði hélt sameigin- lega æfingu á þriðjudagskvöld. Látið var sem þrír vopnaðir menn hefðu tekið spennistöð austanvert í Hnoðraholti herskildi. Að sögn Valdimars Jónssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi, tókst æfingin með ágætum. Æfingin var í Leirdal, fyrir aust- sárlega einn lögreglubílinn, en hon- an hesthús Gusts. Þar er gömul um höfðu hryðjuverkamennirnir spennistöð, en verið að byggja nýja svokölluðu náð," sagði Valdimar. við hliðina. Lögreglumönnum á höf- ______________________________ uðborgarsvæðinu var tilkynnt klukkan rúmlega 23 um kvöldið að þrír vopnaðir menn hefðu ruðst inn til vaktmanns og lagt nýju spenni- stöðina undir sig. Vaktmaðurinn hefði þó náð að hringja til lögreglu áður en „hryðjuverkamennirnir" komust inn í húsið. Sérsveit lögregl- unnar, Víkingasveitin, var kölluð til og lögreglumenn Umkringdu stöðina strax, en farið var að öllu með gát. „Aðeins fáir yfirmenn vissu að um æfingu var að ræða og það var ekki fyrr en undir miðnættið sem lögreglumenn á vettvangi fengu vitneskju um hið rétta í málinu," sagði Valdimar Jónsson. Hann sagði að æfingin hefði staðið fram á morgun, en þá var ráðist til at- lögu við „hryðjuverkamennina" og þeir yfirbugaðir. „Æfingin gekk mjög vel. Að vísu vantaði okkur Morgunblaðið/RAX Fjórtán af fimmtán próföstum, sem nú sitja árlegan prófastafund í Áskirkju, ásamt biskupnum yfir íslandi, herra Ólafi^ Skúlasyni, og Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskup Hólastiftis. Sr. Baldur Vil- helmsson prófastur ísfirðinga, sem settur var í embætti á þriðjudag, er annar frá hægri í miðröð. Askirkja: Arlegur prófastafiindur ÁRLEGUR prófastafundur hófst með messu í Dómkirkjunni á þriðjudag. Fundurinn er að þessu sinni haldinn í Áskirkju og sitja hann allir prófastar landsins, fimmtán að tölu. Fundinum lýkur í dag, fimmtudag. Þetta er fyrsti prófastafundur biskupsins yfir íslandi, herraÓlafs Skúlasonar, í embætti. Á starfsári hans hafa þrír nýir prófastar ver- ið settir inn í embætti, en það eru þeir sr. Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, sr. Sigurjón Ein- arsson, prófastur Skaftfellinga, og við messuna á þriðjudag var sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur ísfirðinga, settur í embætti. Að sögn Bernharðs Guðmunds- sonar, fréttafulltrúa Biskupsem- bættisins, verður fjallað um marg- vísleg mál á prófastafundinum er lúta að samstarfi prófastdæmana, auk ýmissa mála er skotið hefur verið til prófastafundarins. Loðnuveiðar bannaðar við Stokksnes vegna sfldar í afla LOÐNUVEIÐAR voru í gær, miðvikudag, bannaðar við Stokksnes í eina viku, þar sem síld hefur verið í afla loðnuskipanna en skipin hafa einnig verið að veiðum út af Vík í Mýrdal að undanförnu. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson fór til loðnuleitar við Vest- urlandið í gær og greiða loðnuverksmiðjur hluta af kostnaði við Ieitina. Síðdegis í gær voru um 130 þúsund tonn óveidd af loðnuk- vóta okkar. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um loðnuafla: ísleifur 400 tonn til FIVE, Huginn 30 til FIVE, Albert 200 til Eskifjarðar og Húna- röst 400 óákveðið hvert. Á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um loðnuafla: Erling 250 til Eskifjarðar, Svanur 600 til Nes- kaupstaðar, Guðmundur 500 til FES, Keflvíkingur 100 til SFA, Hilmir 750 til SR á Seyðisfirði, Júpíter 750 til FIVE, Guðmundur Ólafur 250 til Neskaupstaðar, Þórður Jónasson 400 til SR á Seyð- isfirði, Jón Finnsson 270 til FIVE, Sigurður 1.000 til FES, Helga II 700 til Eskifjarðar, Rauðsey 100 til SR á Reyðarfirði, Höfrungur 300 til Neskaupstaðar, Súlan 300 til SR á Seyðisfirði, Gullberg 260 til.FIVE, Fífill 70 til Hornafjarðar, Guðrún Þorkelsdóttir 250 til Eski- fjarðar og Pétur Jónsson 800 til Þórshafnar. Síðdegis á mánudag tilkynntu þessi skip um loðnuafla: Víkingur 800 tonn-til SFA, Hákon 950 til Hafsíldar, Háberg 600 til Grindavíkur, Kap 200 til FIVE, Sighvatur Bjarnason 70 til FIVE og Sunnuberg 370 til Grindavíkur. Guðrún Valdimars- dóttír, hósmóctir, látín Guðrún Valdimarsdóttir, ljós- móðir, lést á Vífilsstaðaspítala á þriðjudagskvöld, á 93. aldurs- ári. Hún var meðal annars kunn fyrir að starfrækja fæðingar- heimili í Reykjavík á árunum 1947-1961. Guðrún fæddist þann 16. nóv- ember 1897 að Strandseljum í Ögurhreppi, dóttir hjónanna Valdimars Jónssonar, síðar bónda í Arnardal fremri við Skutulsfjörð Leiðrétting í grein í Morgunblaðinu í gær var Sunnukórinn á ísafirði sagður 80 ára, en hið rétta er Kvenfélag- ið Hlíð á ísafirði verður 80 ára á árinu. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. og Elínar Hannibalsdóttur. Hún var elst sex barna þeirra, sem á legg komust, en hin voru Jón, Hannibal, Sigríður, Finnbogi Rút- ur og Arnór. Guðrún lauk prófi frá Ljós- mæðraskóla íslands árið 1920 og gegndi ljósmóðurstörfum í Arnar- fírði, Hnífsdal og Bolungarvík næstu árin. Um tíu ára skeið, 1934-1944, starfaði hún hjá Pósti og síma í Hveragerði. Hún vann Ijósmóðurstörf í Reykjavík árin 1944-1947, en stofnaði þá eigið fæðingarheimili, sem hún rak fyrst við Barmahlíð og síðar að Stór- holti 39. Fæðingarheimilið starf- rækti hún til ársins 1961. Guðrún vann við hjúkrunarstörf í Noregi 1961-1964 og í Reykjavík frá 1964, fyrst á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, en síðar á Hrafn- istu. Hún lét af störfum hátt á áttræðisaldri. m Guðrún Valdimarsdóttir Guðrún giftist árið 1922 Kjart- ani Helgasyni sjómanni á ísafirði, en hann fórst með bátnum Rask árið 1924. Þau eignuðust son, Valdimar Guðmund, sem lést 1975. Dr. Matthías Jónasson, fyrrv. prófessor, látinn Dr. Matthías Jónasson, fyrr- yerandi prófessor við Háskóla íslands, lést á heimili sínu í Kópa- vogi á þriðjudag, á 88. aldursári. Matthías fæddist 2. september 1902 í Reykjarfirði í Suðurfjarða- hreppi á Barðaströnd, sonur hjón- anna Jónasar Ásmundssonar bónda þar og Jónu Ásgeirsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930 og lagði síðan stund á nám í uppeldisfræði, sálar- fræði, heimspeki, félagsfræði og mannkynssögu við háskólann í Leipzig og lauk þar doktorprófi árið 1936. Árin 1935-1945 stundaði hann framhaldsnám við þann sama háskóla í uppeldis- og sálarfræðum. Matthías var stundarkennarT í uppeldisfræðum við Háskóla ís- lands frá 1952-1957 og prófessor frá 1957-1973. Þá starfaði hann að greindarmælingum og rannsókn: um á íslenskum skólabömum frá árinu 1945. Eftir hann liggja ýmis rit um uppeldismál og skyld mál. Dr. Matthías Jónasson Eftirlifandi eiginkona Matthíasar er Gabriele Jónasson og eignuðust þau fjögur börn.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.