Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Vilja breyta vökva- kerfi DC-10 þotna Washington. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) gaf út tilmæli þess efhis í gær að vökvakerfí DC-10 þotna yrði breytt þannig að flugmenn gætu flogið henni og lent af öryggi þótt meiriháttar bilun yrði í því. Ákvörðun þessi er tekin í fram- haldi af slysinu í Sioux City 19. júli sl. er hreyfildiskur brotnaði í stélhreyfli DC-10 þotu frá United Airlines með þeim afleiðingum að Suður-Afríka: Manntjón í óeirðum Jóhannesarborg. Reuter. FJÓRIR menn biðu bana og 25 særðust í óeirðum í Suður- Afríku í fyrrakvöld. Þúsundir manna tóku þátt í verkfollum til að mótmæla aðskilnaðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans. hreyfillinn tættist í sundur og vök- vakerfi þotunnar varð óvirkt. At- vikið varð á flugi, flugmönnunum tókst að stjórna vélinni og aðflug heppnaðist með því að gefa hreyfl- unum tveimur sem eftir voru mismikið afl en þotan brotlenti hins vegar og fórust 112 af 296 sem um borð voru. Tilmæli FAA eru sögð frá fram- leiðendum DC-10 þotunnar, McDonnell Douglas flugvélaverk- smiðjunnar, komin. Verksmiðjum- ar fundu lausnina en FAA gekk síðan úr skugga um ágæti hennar í tilraunaflugi. Lausnin er í því fólgin að tengja tæki við vökva- kerfið sem kemur í veg fyrir að það tæmist af vökva þótt leiðslur í stélinu tætist í sundur. Reuter David Levy (í ræðustól lengst t.h.), húsnæðismálaráðherra ísraels, úr Likud-flokknum, flytur ræðu þeg- ar lagður er hornsteinn að nýju byggðarlagi gyðinga í Austur-Jerúsalem. Borgarhlutinn er að mestu byggður Palestínumönnum og hafa Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir gagnrýnt landnám gyðinga á þess- um slóðum. * Valdabarátta í Israel: Stóru flokkarnir biðla til bókstafstrúarmanna Jerúsalem, Tel Aviv. Reuter og dpa. STÓRU flokkarnir tveir í Israel, Likud og Verkamannaflokkurinn, reyna nú ákaft að vinna hylli þingmanna nokkurra smáflokka bók- stafstrúarmanna. Þeir munu ríða baggamuninn er greidd verða at- kvæði á þinginu, Knesset, í dag um vantraust á stjórn Yitzhaks Shamirs úr Likúd. Shamir rak á þriðjudag Shimon Peres, formann Verkamannaflokksins, úr samsteypustjórninni og sleit hinn síðar- nefhdi þá stjórnarsamstarfí flokkanna. Til óeirða kom víða um land, m.a. í mörgum borgarhverfum blökkumanna, eftir mótmælafundi þar sem þess var krafist að heimal- öndin yrðu aftur sameinuð Suður- Afríku. Köstuðu mótmælendur grjóti á opinberar byggingar og á bifreiðar í eigu ríkisins, s.s. stræt- isvagna. Meðal þeirra sem slösuð- ust voru þrír lögreglumenn. Róstusamt hefur verið í Suður- Afríku í nokkrar vikur og segja fulltrúar mannréttindasamtaka að rúmlega 200 manns hafi beðið bana í óeirðum á rúmum mánuði. Adriaan Vlok, lögreglumálaráð- herra Suður-Afríku, sagði á þingi sl. þriðjudag, að 104 menn hefðu beðið bana í ofbeldisaðgerðum í blökkumannahverfum næstu 12 daga þar á undan. Stjórn hvíta minnihlutans birti í gær fjárlagafrumvarp næsta fjár- hagsárs, sem hefst 1. apríl nk. og boðar það betri tíð fyrir blökku- menn. Það gerir ráð fyrir miklum niðurskurði útgjalda til vamarmála en verulega auknum fjárstuðningi við blökkumenn. Verða þeir fjár- munir sem losna með niðurskurði til varnarmála notaðir til umbóta á sviði húsnæðis- og menntamála blökkumanna. Stjómmálaskýrendur töldu margir að Peres stæði öllu betur að vígi, gæti myndað nauman meiri- hluta og því fellt Shamir. Orsök ágreiningsins var afstaða til friðar- frumkvæðis Bandaríkjamanna sem hafa lagt til að fulltrúar ísraela og Palestínumanna ræðist við í Kaíró um mögulegar kosningar á her- numdu svæðunum. Shamir ítrekaði í gær harðlínustefnu flokks síns, vísaði í reynd á bug tillögum Banda- ríkjamanna og gaf í skyn að mark- mið Likuds væri að tryggja víðlend- ara ísrael. Harðlínumenn krefjast þessa að hernumdu svæðin verði einfaldlega innlimuð f landið og vísa öllum samningum við Palestínu- menn á bug. Forsætisráðherrann sagði ennfremur að ekki kæmi til greina að semja um framtíð Jerúsal- em; hún yrði um alla framtíð í hönd- um Israela. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun ísraels- stjórnar að stofnsetja ný byggðar- lög gyðinga í Jerúsalem umhverfis austurhluta borgarinnar sem byggður er múslimum. Shamir og Peres eru sammála um að treysta tök ísraela á allri borginni. Verkamannaflokkurinn lagði mesta áherslu á að ná samkomu- lagi við smáflokkinn Degel Torah. Leiðtogi Degel Torah, Itzhak Ra- vitz, átti fund með Peres síðdegis í gær og sagði að viðræðurnar hefðu verið „gagnlegar.“ Andlegur leið- togi smáflokksins, Eliezer_ Shach rabbí, er hlynntur því að ísraelar fylgi hófsamri stefnu varðandi hernumdu svæðin. Blöð í arabalöndunum sögðu sum hver að deilurnar í ísrael væru sett- ar á svið til þess eins að stjórnin þyrfti ekki að taka afstöðu til friðar- tillagna Bandaríkjamanna og ísra- elar gætu þannig drepið málinu á dreif. Grænland: Greenex-nám- unni lokað á þessu ári Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HREINN hagnaður námafélags- ins Greenex sem vinnur sink og blý í Marmorilik í Vestur-Græn- landi nam 184 milljónum danskra króna (1,7 milljörðum ísl. kr.) á árinu 1989. Félagið greiddi grænlensku landstjórninni 128 millj. dkr. (1,2 milljarða ísl. kr.) í leyfísgjöld, 26 milljónum meira en árið áður. Greenex-náman er eina náman sem unnið er við á Grænlandi, en henni verður lok- að á þessu ári þar sem vinnsluefii- in, sink og blý, eru til þurrðar gengin. Leyfisgjöldin hafa verið mjög mikilvæg fyrir efnhagslífið á Grænlandi og landstjórnin leitar nú logandi ljósi að nýjum tekjustofn- um. Vonast er eftir tekjum af olíu- svæðinu í Jamesonland í Austur- Grænlandi, en samningar land- stjórnarinnar og olíufélaganna ARCO og Agip fóru út um þúfur og liggja niðri í augnablikinu. Olíu- félögin vilja ekki borga ákveðið gjald af hverri tunnu, eins og sam- ið var um fyrir mörgum árum. Olíu- markaðurinn og olíuverðið hafa breyst svo að nú gerist það hvergi í heiminum að olíufélög borgi tunnugjald. Olíufélögin hafa farið fram á að upprunalegu samningun- um yprði breytt og er þeim samn- ingaviðræðum sem- sé ekki lokið. Greenex seldi blý og sink frá Grænlandi fyrir 843 milljónir dkr. (um 7,8 milljarða ísl. kr.) á árinu 1989. Arðgreiðsla til hluthafa nam 180 millj. dkr. (1,7 milljörðum ísl. kr.). Stærsti hluthafinn er sænska fyrirtækjasamsteypan Boliden. Að jafnaði unnu 214 manns í nám- unni, þar af 40 Grænlendingar. Litháen: Erfitt að rjúfa efiiahagstengslin við Sovétríkin Moskvu. Reuter. Á EINNI kvöldstund lýstu Litháar yfir, að þeir væru sjálfstæð þjóð, en jaínvel þótt Moskvustjórnin hefði ekkert við þá yfirlýs- ingu að athuga tæki það langan tíma fyrir þá að losna úr faðmlög- unum við Sovétríkin. Litháar, sem eru 3,6 milljónir, eru raunar miklu meira en sjálfúm sér nógir með landbúnaðarafurðir en alger- lega upp á Sovétríkin komnir með olíu og jarðgas, baðmull, málma, dráttarvélar og bifreiðar. Viðskiptahalli Litháa gagnvart öðrum sovétlýðveldum er 1,4 millj- arðar rúblna á ári (2,3 milljarðar dollara á skráðu gengi) og raunar meiri ef miðað væri við heims- markaðsverð og Sovétmenn segj- ast munu framvísa öðrum reikn- ingum einnig og hærri verði Lithá- en sjálfstætt ríki. 17 milljarðar rúblna (27 milljarðar dollara) vegna fjárfestingar í landinu; fjór- ir milljarðar rúblna (sex millj. doll- ara) vegna óafgreiddra pantana og 6,3 milljarðar rúblna (10 millj- arðar dollara) féllu síðan Liháum í skaut sem þeirra skerfur af skuldum alríkisins innanlands. Það er Litháum hins vegar til St. Stanislás-dómkirkjan í Vilnius, höfúðborg Litháens. Hún var byggð árið 1387 og hefúr siðan verið eyðilögð og endurgerð þrisv- ar sinnum. framdráttar, að landbúnaðurinn er líklega hvergi betur rekinn í Sovétríkjunum en þar og auk þess hefur mikil iðnvæðing átt sér stað í landinu á síðustu áratugum, eink- um í léttaiðnaði. Þar er til dæmis eina verksmiðjan í öllum Sovétríkj- unum, sem framleiðir rafmagns- mæla fyrir heimili, og 30% vinnu- aflsins teljast „menntuð og sér- hæfð“. Er það hlutfall hvergi hærra í Sovétríkjunum og hag- vöxturinn er einnig sá mesti í ríkjasambandinu. Síðastliðinn þríðjudag steig þingið í Litháen enn eitt skrefíð í sjálfstæðisátt með því að lýsa yfir, að verksmiðjum, sem hafa verið undir sameiginlegri stjórn Litháa og Sovétmann, yrði hér eftir stjómað af Litháum einum en tek- ið var fram, að staðið yrði við alla samninga við verksmiðjur í Sov- étríkjunum. Litháar eru þegar farnir að ræða um að ganga í Evrópubandalagið í fyllingu tímans en gera sér þó fulla grein fyrir, að tilkostnaður þeirra við landbúnaðar- og iðnframleiðsluna er miklu meiri en í Vestur-Evrópu og framleiðnin minni. Komi til þess, að Sovétstjórnin ljái máls á sjálfstæðu Litháen og leggi fram fyrrnefnda reikninga ætla Litháar að koma með sína reikninga á móti og miklu hærri. Sem dæmi má nefna, að þeir ætla að krefjast 300 milljarða rúblna (491 milljarðs dollara) í bætur fyrir 300.000 manns, sem vöru drepnir eða hurfu á stalínstíman- John Hiden, yfirmaður Eystra- saltsríkjadeildarinnar við Brad- ford-háskólann í Bretlandi, segir, að Litháum hafi tekist að ráða fram úr miklu erfíðara ástandi árið 1918 þegar mestallur iðnaður í landinu var í rúst eftir stríðið og hann spáir því, að þeim muni vegna vel fái þeir tækifæri til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.