Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 23 Ungveijaland: Menjar um kommúnismann eftirsóttar Búdapest. Reuter. VESTRÆNIR minjagripasalar kaupa nú allt sem þeir komast yfír er minnir á valdaskeið kommúnista - í Ungverjalandi. Einkum eru flokksmerki eftir- sóttust. Að sögn ungversku fréttastof- unnar MTI bjóðast jafnvirði 150 þúsund ísl. króna fyrir 80 senti- metra háa rauða stjörnu sem al- gengt er að finna á verksmiðjuhlið- um og skrifstofubyggingum. Eigi menn smástyttur af Lenín úr bronsi eða postulíni geta þeir orðið 3-4 þúsund krónum ríkari með því að selja þær vestur- þýskum minjagripasölum. Gang- verð einkennisklæðnaðar svokall- aðra sérsveita verkamanna, einka- hersveita kommúnistaflokksins sem leystar voru upp í fyrra, að stígvélum og húfu meðtöldum, er um 40 þúsund krónur. I fyrra bárust ungverska þing- inu tilboð frá Bandaríkjunum og Frakklandi í þriggja metra háa kommúnistastjörnu sem komið var fyrir í hvolfþaki þinghússins 1950. Þó miklar fjárhæðir væru í boði var tilboðunum hafnað. Stjarnan var tekin niður i síðasta mánuði og verður henni komið fyrir á ungverska þjóðminjasafninu. Evrópuþingið: Hart deilt um fóstureyðingar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞING Evrópubandalagsins (EB) hefúr samþykkt ályktun þess efti- is að að lögleiða beri fóstureyðingar í öllum aðildarríkjum banda- lagsins. Snarpar umræður urðu um ályktunina sem var samþykkt með 146 atkvæðum gegn 60. All mismunandi lög gilda um fóstureyðingar innan EB. A Irl- andi eru þær óheimilar jafnframt því að sala smokka er m.a. bönn- uð. í Belgíu eru fóstureyðingar sömuleiðis bannaðar en þar hefur þingið til meðferðar lagafrumvarp sem á að heimila þær. í Vestur- Bretland: Læknar og hjúkrun- arkonur segjast ákveða hvaða böm lifi St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. BREZKIR læknar og hjúkrun- arkonur viðurkenndu opinber- lega í fyrsta sinn í síðustu viku, að þau tækju ákvarðanir um hvaða heilasködduð börn og fyrirburar lifðu og hver dæju. Brezka læknafélagið gaf ný- lega út nýjar reglur um líknardráp og segir þar hvenær réttlætanlegt sé að hætta notkun þækjabúnað- ar, sem viðheldur lífi. í þeim kem- ur fram, að í sumum tilvikum sé réttlætanlegt að auðvelda dauð- daga fremur en beita tækninni til að halda í líf. Læknar og hjúkrunarkonur á tveimur sjúkrahúsum í London töluðu í fyrsta sinn um það opin- berlega í síðustu viku, að þau tækju ákvarðanir um líf og dauða mjög veikburða barna á gjör- gæzlu, sem fædd eru löngu fyrir tímann, eða eru heilasködduð. Það hefur lengi verið vitað, að læknar og hjúkrunarkonur tækju ákvarðanir. um örlög sjúklinga sinna, sem vörðuðu líf og dauða. En starfsfólkið hefur ekki viljað ræða það opinberlega fyrr en nú. Þau viðurkenna, að það kunni að valda deilum, vegna þess að fjöl- margir trúi því að viðhalda eigi lífi skilyrðislaust. Þau segja hins vegar, að þessar ákvarðanir geti í mörgum tilvikum sparað foreldr- um margra ára sálarangist. Ákvarðanir um að láta barn deyja eru teknar af læknum og hjúkrunarkonum á barnagjör- gæzludeildum sjúkrahúsanna St. Mary’s og St. Thomas’ og foreldr- um. Ef lífslíkur barnsins eru eng- ar og foreldrarnir fallast á, að svo sé, þá er það tekin úr öndunarvél og annarri meðferð hætt. Reynt er að láta fara eins vel um börnin og hægt er og lina þjáningar þeirra, þar til þau deyja. Foreldrar eru einnig hvattir til að snerta þessi börn sín og halda á þeim, til að eiga minningar um þau. Dr. Malcolm Chiswick, barna- læknir við St. Mary’s-sjúkrahúsið í Manchester, þar sem er ein af stærstu barnagjörgæzludeildum á Bretlandseyjum, segir, að þar þurfi að taka svona ákvarðanir um 20 sinnum á ári. Hann segir, að læknar og hjúkrunarfólk séu ekki að gánga inn í hlutverks Guðs almáttugs með því að taka þessar ákvarðanir. Þetta fólk sé kunnáttufólk í þessum efnum og einhver verði að taka ákvarðan- irnar. Hann segir einnig, að í mörgum tilvikum sé ekki um það að ræða að taka nokkra ákvörðun vegna þess að öll tæki séu í notkun. Hann segist þurfa að vísa frá helmingi beiðna um pláss á barna- gjörgæzlu á sjúkrahúsinu hjá sér. Takmarkaður tækjakostur valdi því einnig oft, að gera verði upp á milli barna á þeirri forsendu, hvert þeirra sé lífvænlegast. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... f . þær duga sem besta bók. > Múlalundur § S í M1: 62 84 50 £ Metsölublað á hverjum degi! Þýskalandi og á Spáni eru fóstur- eyðingar leyfðar en þungaðar kon- ur og læknar hafa sætt málsókn vegna siíkra aðgerða. í umræðum á þinginu kom fram að bæði í Þýskalandi og Hollandi hefur fóstureyðingum fækkað undanfarin ár fyrst og fremst vegna aukinnar fræðslu um kynlíf. Hörðust var andstaða kristilegra demókrata gegn ályktuninni sem sögðu að ætti að hvetja írsku þjóð- ina til manndrápa á vegum EB væri kominn tími til fyrir íra að yfirgefa bandalagið. Nokkrir þing- menn fijálslyndra drógu í efa umboð þingsins og bandalagsins til að álykta um þetta efni og belgískur hægrimaður talaði um „állsheijar slátrun". Flestir þingmanna lögðu áherslu á rétt kvenna til að ráða líkama sínum og vísuðu á bug hugmyndum um að fóstureyðing- um væri almennt beitt sem getn- aðarvörn. Svartsýnir Sovétmenn Moskvu. Reuter. Sovétmenn líta ekki framtíðina björtum augum og á kommún- istaflokknum hafa þeir enga trú. Kemur þetta fram í skoðana- könnun, sem vikuritið Moskvu- fréttir birti í gær. Könnunin var gerð meðal 2.696 manna og reyndust 55% enga skoð- un hafa því hvað framtíðin bæri í skauti sér og 10% voru viss um, að ekkert myndi breytast þrátt fyr- ir efnahagsumbætur Míkhaíls Gor- batsjovs forseta. Þá kom í ljós, að eftir valdaeinokun í rúmlega 70 ár er kommúnistaflokkurinn öllu trausti rúinn. Aðeins 4% töldu flokkinn starfa í þágu almennings. Þegar spurt var hvort unnt væri að koma á samfélagi þar sem fá- tækt og vesöld fyrirfyndust ekki svöruðu 67% neitandi en Sovétmenn virðast hins vegar ekkert mjög ginnkeyptir fyrir kapitalismanum. 55% tóku lág laun og litla vinnu fram yfir hitt en í Sovétríkjunum fá flestir verkamenn ákveðin laun án tillits til afkasta. Vilja umbóta- sinnaðir hagfræðingar meðal ann- ars kenna því um hvernig komið er í efnahagslífinu. SIEMENS -gæði ÓDÝRAR OG GÓÐAR ELDAVÉLAR FRÁ SIEMENS Þessar sívinsælu eldavélar frá SIEMENS eru einfaldar í notkun, traustar, endingargóöar og á mjög góðu verði. HS 24020 Breidd 60 sm Grill 4 hellur Geymsluskúffa Verð kr. 46.300,- HN 26020 Breidd 50 sm Grill 4 hellur Geymsluskúfta Verð kr. 38.700,- Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. Rafþj. Sigurdórs, Akranesi. ★ Glitnir, Borgarnesi. ★ Rafstofan Hvítárskála, Borgarfirði. ★ Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. ★ Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. ★ Versl. Einars Stefánssonar, Búðardal. ★ Póllinn hf., ísafirði. ★ Rafsjá hf., Sauðárkróki. ★ Rafbær sf., Siglufirði. ★ Sír hf., Akureyri. ★ öryggi sf., Húsavík. Rafalda hf., Neskaupstað. Raftækjav. Sveins Guðmundss., Egilsstöðum. Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Broiðdalsvík. Kristall, Höfn í Hornafriði. Tréverk hf., Vestmannaeyjum. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Árvirkinn hf., Selfossi. Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Garði. Ljósboginn, Keflavík. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 POTT- ÞETTAR AGOÐU BgTTjTM Munið að ökuljósin eru öryggistæki. RING bílaperurnar fást á bensínstödvum Skeljungs 'Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.