Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 29
MOfiGUNBLAÐip FJMMTUPAGUI? 15, MARZ 199p 29 Sjómannskonur í Ejjum í baráttuhug Beita sér fyrir niðurfellingu virðis- aukaskatts af flotgöllum Vestmannaeyjum. SJÓMANNSKONUR í Eyjum fjölmenntu á fund sem boðaður var yrir helgi til að ræða virðisaukaskatt á flotgöllum sem sífellt fleiri sjómenn klæðast nú við störf á hafi úti. Ótrúlega góð mæting var því fyrirvari var lítill. Fundurinn var ekkert auglýstur en upphafskonur að fundinum hringdu í nokkrar konur og boðuðu til fundar en síðan barst fundarboðið milli sjómanns- kvenna í Eyjum eins og eldur í sinu. Blindbylur og ófærð var i Eyjum þegar fundurinn var en konurnar létu það ekki aftra sér og um 80 konur mættu. Ingveldur Gísladóttir, ein af fundarboðendum, sagði í samtali við Morgunblaðið að undirtektir hefðu verið ótrúlega góðar. Konurn- ar hefðu rætt málið opinskátt á fundinum og allar hefðu lýst sig undrandi á því að ríkið væri að leggja virðisaukaskatt á björgunar- tæki sem gætu orðið mönnum þeirra til lífs á hafi úti. í framhaldi af fundinum hófst undirskriftasöfnun í Eyjum þar sem skorað er á stjórnvöld að afnema virðisaukaskatt á flotgalla sem og önnur björgunartæki sjómanna. Ingveldur sagði að þessi fundur hefði vakið mikla athygli og nú væru farnar að berast símhringing- ar víðs vegar af landinu þar sem konur hefðu í hyggju að gangast fyrir samskonar undirskriftum. Ingveldur sagðist vona að þetta yrði til þess að þrýsta á um niður- fellingu virðisaukaskattsins, því það væri skammarlegt fyrir ríkið að leggja virðisaukaskatt á hluti sem gætu orðið sjómönnum til lífs ef þeir féllu í hafið við vinnu sína. Líklegt er að þessi fundur sjó- mannskvennanna í Eyjum verði upphafið að stofnun hagsmunafé- lags aðstandenda sjómanna. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið undir skoðanir sjómanns- kvennanna og skorað á ríkið að fella virðisaukaskattinn niður. Þá hefur hafnarstjórn Vestmannaeyja lýst yfir stuðningi við baráttu sjó- mannskvennanna. Grímur Breskur skemmti- staður í Tunglinu BRESKI klúbburinn The Brain Club verður settur upp í skemmti- staðnum Tunglinu á fostudag og laugardag. Klúbburinn The Brain Club er skemmtistaður í Lundúnum, þar sem leikin er svokölluð „house“- danstónlist. Undanfarna daga hef- ur verið unnið við að skreyta Tunglið hátt og lágt og sett hefur verið upp svonefnt „borgarkerfi" í húsinu, sem er hljóðkerfi í eigu Rey kj avíkurborgar. Með The Brain Club koma tón- listarmennirnir A Guy Called Ger- ald, Audio One, og If?. Þá koma einnig ritstjórar New Musical Ex- press, Record Mirror, Number One og The Face með ljósmyndurum, til að vera við opnun klúbbsins og á tónleikum bresku sveitarinnar Happy Mondays í MH. Sjónvarps- stöðin MTV-Europe kemur einnig til landsins til að kvikmynda tón- leika Happy Mondays og í Tungl- inu. Um 13 milljónir áhorfenda horfa að staðaldri á úsendingar stöðvarinnar. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 14. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 88,00 70,00 79,67 5,725 456.094 Þorskur(óst) 70,00 69,00 69,44 0,617 42.842 Þorskur(smár) 60,00 60,00 60,00 0,520 31.200 Ýsa 129,00 99,00 115,50 3,131 361.644 Ýsa(óst) 100,00 100,00 100,00 0,040 4.000 Karfi 56,00 46,00 53,37 0,108 5.764 Ufsi 42,00 38,00 39,80 1,384 55.090 Steinbítur 63,00 49,00 57,59 1,226 70.601 Steinbítur(óst) 59,00 54,00 58,31 0,181 10.554 Langa 59,00 59,00 59,00 0,353 20.827 Langa(óst) 59,00 59,00 59,00 0,042 2.478 Lúða 410,00 315,00 357,30 0,137 48.950 Koli 90,00 73,00 81,55 0,157 12.804 Keila 30,00 30,00 30,00 0,087 2.610 Keila(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,048 1.440 Gellur 250,00 250,00 250,00 0,066 16.500 Hrogn 300,00 235,00 258,34 0,392 101.270 Samtals 86,97 14,495 1.260.685 1 dag verða seld um 50 tonn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 82,00 56,00 70,62 29,754 2.101.227 Þorskur(óst) 76,00 68,00 74,05 5,725 423.925 Ýsa 130,00 106,00 110,38 2,543 280.706 Ýsa(óst) 130,00 106,00 120,67 0,166 20.032 Ufsi 39,00 39,00 39,00 5,555 216.645 Steinbítur 51,00 49,00 50,60 6,124 309.870 ^SuSmagi 110,00 90,00 95,25 0,606 57.220 Samtals 68,32 50,940 3.480.231 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 82,00 77,00 81,65 4,361 356.077 Færaþorskur 97,00 73,00 85,34 8,000 682.700 Þorskur(1.n.) 94,00 58,00 86,54 31,630 2.737.220 Þorskur(2.-3.n.) 79,00 56,00 69,22 13,594 940.960 Ýsa 137,00 73,00 108,39 6,020 652.506 Karfi 46,00 30,00 38,98 2,092 81.549 Ufsi 39,00 30,00 34,43 17,603 605.143 Steinbítur 50,00 45,00 49,32 0,597 29.447 Langa 60,00 40,00 47,10 0,310 14.600 Lúða 515,00 325,00 366,35 0,208 76.200 Skarkoli 68,00 68,00 68,00 0,171 11.628 Skötuselur 520,00 520,00 520,00 0,010 5.200 Rauömagi 88,00 68,00 79,69 0,137 10.934 Hrognkelsi 10,00 10,00 10,00 0,021 210 Samtals 73,20 84,787 6.206.034 Selt var úr dagróðrabátum. í dag veröur selt úr dagróðrabátum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sjómannskonur í Eyjum fjölmenntu á fiind til að ræða niðurfellingu virðisaukaskatts á flotgöllum. Virðisaukaskattur á flotgalla: Geti útgerð keypt án skatts ættu sjómenn að geta það - segir Kristján Ragnarsson. Stendur á að viðurkenna þá sem öryggistæki, segir flármálaráðherra „EF hægt er að sleppa þessum skatti þegar útgerðin borgar gallana, þá ætti að vera hægt með sama hætti að sleppa honum ef sjómennirnir borga þá sjálfir,“ segir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Landssambands islenskra útvegsmanna, aðspurð- ur um hvort hann teldi eðlilegt að vísa því til útgerðarinnar að kaupa flotgalla á sjómenn, eins og fram kom i svari fjármála- ráðuneytis til sjómanna þegar þeir óskuðu niðurfellingar Skoðanakönnunin var opin fé- lagsmönnum og stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins. 120 greiddu atkvæði og 113 þeirra voru gild. Krossað var við nöfn sjö þátttak- enda. Skoðanakönnunin er bindandi með þeim hætti að hljóti þrír efstu- menn meira en 50% er kjörnefnd skylt að raða þeim í eitthvert fimm efstu sæta. Flestar tilnefningar hlaut Smári Geirsson, 108 talsins, Einar Már Sigurðsson kennari hlaut 92 tilnefn- ingar og Guðmundur Bjarnason, starfsmaður Síldarvinnslunnar, hlaut 88 tilnefningar. Aðrir sem voru tilnefndir á meira en helmingi kjörseðla eru Guðmundur Gíslason nemi, Magnús Jóhannsson verka- maður, Sigrún Geirsdóttir bæjar- fulltrúi og Katrín Jónsdóttir sjúkra- liði. Aðrir þátttakendur voru Guð- rún Sigurðardóttir, Bjarni Aðal- ar sjá sjómennirnir sér sjálfir fyrir vinnufatnaði og þar með svona göll- um, ef þeir telja ástæðu til að vera í þeim og það er þeirra að greiða þá.“ Björgunarbúningarnir eiga að vera í öllum skipum sem eru lengri en 12 metrar. Kristján segir skýrt svar vanta við því hvort útgerðin megi kaupa flotgallana án virðisaukaskatts og selja sjómönnunum þá aftur án þess að innheimta af þeim skattinn. „Það hélt ég að við mættum ekki, því að þá erum við orðnir söluaðili og þeir neytendur og við borgum þetta ekki.“ Hann segist vera að láta kanna þetta, en í gær var svar ekki komið. í svari fjármálaráðu- neytisins við óskum Stýrimanna- skólanema, sem þeir komu á fram- færi við Alþingi á mánudag, um að virðisaukaskattur á flotgalla verði felldur niður, kom fram að ráðuneytið teldi sjómennina ekki snúa sér til rétts aðila, þeir ættu að snúa sér til útgerðarinnar, enda gæti hún keypt gallana án virðis- aukaskatts. „Það hlýtur alveg eins að vera hægt að fella virðisaukaskattinn niður, eigi sjómennirnir að greiða gallana, eins og gert var með sölu- skattinn og ákveðið var í september 1989,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Það liggur alveg ljóst fyrir, og ég er fylgjandi því, að þeir bún- ingar og þau tæki sem metin eru öryggistæki, séu ekki með virðis- aukaskatti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. „Þeim aðilum sem eiga að meta hvort þessir búningar eru öryggistæki, og eru ekki fjármálaráðuneytið heldur aðrir aðilar, hefur hins vegar ekki gefist tími ennþá til að ná nið- urstöðu í því máli.“ Ólafur segir söluskattinn hafa verið felldan niður í fyrra af öðrum búningum, svonefndum björgunar- búningum, þegar fyrir lá að þeir væru viðurkenndir sem öryggistæki og gildi sú niðurfelling einnig um virðisaukaskattinn. „Þannig að um leið og flotgallarnir verða viður- kenndir sem öryggistæki, þá mun virðisaukaskatturinn verða felldur niður,“ segir ijármálaráðherra. Nafti féll niður Nafn Ólafs Þórs Þórarinssonar féll niður í lista Háskóla íslands yfir þá sem útskrifuðust 3. mars. Hann útskrifaðist með B.S. próf í tölvunarfræði úr raunvísindadeild. * skattsiiis í fyrradag. Hann segir flotgalla vera vinnufatnað, sem sjómenn eigi að greiða sjálfir. Ölafur Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra segir að um leið og flotgallar verði viðurkenndir sem öryggistæki verði virðis- aukaskatturinn feldur niður af þeim. „Við erum skyldugir til þess að kaupa fyrir þá björgunarbúninga, sem við höfum gert, í öll íslensk skip,“ segir Kristján. „Það eru sér- stakir björgunarbúningar, hins veg- Alþýðubandalagið á Neskaupstað; Einn þriggja bæj- arfiilltrúa hlaut bindandi kosningn SMÁRI Geirsson, skólameistari og bæjarfulltrúi, hlaut flestar tilnefii- ingar í skoðanakönnun Alþýðubandalagsins á Neskaupstað fyrir bæjarsljórnarkosningarnar í vor. Hann var sá eini af þremur bæjar- fulltrúum sem gáfii kost á sér sem hlaut bindandi kosningu. Tveir af fimni bæjarftilltrúum Alþýðubandalagsins, Kristinn V. Jóhannsson, forseti bæjarsljórnar, og Þórður M. Þórðarson, voru ekki meðal þeirra þrettán sem gáfu kost á sér. 6 konur, þar á meðal bæjarfiill- trúarnir Sigrún Geirsdóttir og Eima Guðmundsdóttir, og 7 karlar voru í kjöri. Karlar urðu í fimm efstu sætunum, þrír þeirra hlutu bindandi kosningu í eitthvert fimm efstu sæta. steinsson, Elma Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi, Guðjón B. Magnús- son, Bjarni Aðalsteinsson, Klara Sveinsdóttir og Steinunn Aðal- steinsdóttir. Kristinn V. Jóhannsson hefur setið í bæjarstjórn frá 1966 og ver- ið forseti bæjarstjórnar frá 1974. í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa ákveðið fyrir síðustu kosningar að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta í bæj- arstjórn. „Þetta er orðinn langur tími,“ sagði hann. Þórður M. Þórð- arson dregur sig í hlé eftir þriggja kjörtímabila setu í bæjarstjórn. Frá 1946 hafa sósíalistar haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn Neskaupsstaðar; ýmist 5, einsog nú, eða 6 fulltrúa af níu; fyrst und- ir merkjum Sameiningarflokks al- þýðu og eftir 1958 í nafni Alþýðu- bandalags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.