Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 31 Stj órnarfrumvarp um Háskóla íslands: Endurskipulagning stj ómsýslunnar LAGT hefur verið fram stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um Háskóla Islands. I frumvarpinu, sem samið var að frumkvæði Háskólar- áðs, eru lagðar til víðtækar breytingar á stjórnsýslukerfi Háskóla ís- lands. Stj ornarfrumvarp um félagslegar íbúðir: Fjórir lánaflokkar Bygg- ingarsjóðs verkamanna Stjórnir verkamannabústaða lagðar niður Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um Húsnæðisstolhun ríkisins. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að lánaflokkar í Byggingarsjóði verkamanna verði Qórir og að stjórnir verkamannabústaða verði lagðar niður og húsnæðismál sett undir sérstakar húsnæðisneftidir sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu er ráð fyrir því gert að stjórnsýsla Háskól- ans skipist upp í nokkur svið: Fjár- málasvið, samskiptasvið, starfs- mannasvið, bygginga- og tæknisvið, rannsóknasvið og kennslusvið. Fram- kvæmdastjórar verða síðan fyrir hveiju sviði. Framkvæmdastjóri íjár- málasviðs ber heitið Háskólaritari. Staða byggingarstjóra fellur niður en upp tekin staða framkvæmda- stjóra bygginga- og tæknisviðs, kennslustjóri verður framkvæmda- stjóri kennslusviðs, starfsmanna- stjóri verður framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, aðstoðarháskóla- ritari framkvæmdastjóri samskipta- sviðs og auk þessa verður tekin upp staða framkvæmdastjóra rannsókna- sviðs, en niður felld staða ráðgjafa rektors í byggingarmálum. Fram- kvæmdastjórar sviðanna eru ráðnir til fimm ára í senn Framkvæmdastjóri fjármálasviðs hefur í umboði rektors og háskóla- ráðs heimild til að skuldbinda háskól- ann og háskólastofnanir fjárhags- lega, hefur yfirumsjón með fjármála- stjórn háskólans, bókhaldi og sam- ræmdri innkaupastarfsemi. Hann skal undirbúa gerð fjárhagsáætlunar skólans að fengnum tillögum deilda og stofnana og hafa eftirlit með notk- un fjárveitinga samkvæmt fjárlög- um. Hann hefur eftirlit með sjóðum háskólans. Framkvæmdastjóri samskipta- sviðs hefur í umboði rektors yfirum- sjón með rekstri almennrar skrif- stofu, upplýsingum til aðila innan skólans og utan, kynningu á skólan- um og samskiptum háskóláns við aðra háskóla og stofnanir. Framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs hefur í umboði rektors yfirum- sjón með sameiginlegum málefnum háskólans er lúta að launum og öðr- um starfsmannamálum í samræmi við lög, reglugerðir og stefnu skólans. Framkvæmdastjóri bygginga- og tæknisviðs hefur í umboði rektors yfirumsjón með viðhaldi fasteigna og lóða, rekstri verkstæða, húsvörslu og ræstingu. í samráði við starfs- nefndir háskólaráðs á bygginga- og tæknisviði skipuleggur hann tækni- legan undirbúning og eftirlit með nýbyggingum. Framkvæmdastjóri rannsókna- sviðs hefur í umboði rektors yfirum- sjón með sameiginlegum málefnum háskólans er lúta að rannsóknum, svo sem ráðgjöf og aðstoð við kenn- ara og stofnanir, gerð rannsókna- skrár, stjórnsýslu rannsóknasjóðs og rannsóknaþjónustu við atvinnulífið. Framkvæmdastjóri kennslusviðs hefur í umboði rektors yfirumsjón með sameiginlegum málefnum há- skólans er snerta nemendur, kennslu, prófhald, skráningu stúdenta og ráð- stöfun á húsnæði háskólans til kennslu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir stórauknu sjálfstæði deilda skólans, deildarforsetastarfið verður eflt og deildarskrifstofur verða alfarið færð- ar undir stjórn deildanna. Deildarfor- seti á að hafa yfirumsjón með að ákvörðunum deilda og deildarráðs sé framfylgt. Hann er yfirmaður stjórn- sýsludeildar. Hann hefur frumkvæði að mótun heildarstefnu fyrir deild, gerð fjárhagsáætlunar og forgangs- röð verkefna. Hann hefur eftirlit með notkun fjárveitinga. Hann skal stuðla að samstarfi og samræmingu við aðrar deildir og stjórnsýslusvið. Er ráð fyrir því gert að deildarforseti geti losnað undan sínu fasta starfi að nokkru eða öllu leyti. Starfsnefndir háskólaráðs eru í dag sex talsins; kennslumálanefnd, vísindanefnd, þróunarnefnd, kynn- ingarnefnd, alþjóðasamskiptanefnd og starfsnefnd um byggingarmál. í frumvarpinu eru nefndir þessar felld- ar á kerfisbundinn hátt inn í skipulag Háskólans. í Iögunum er veitt heimild til þess að starfrækja námsráðgjöf sem sér- staka háskólastofnun. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lánaflokkar Byggingarsjóðs verka- manna verði fjórir: * 1) Lán til félagslegra kaupleigu- íbúða. Lánshlutfall verði 90% og iánstími 50 ár. Rétt til að byggja eða kaupa félagslegar kaupleigu- íbúðir hafa sveitarfélög og viður- kennd félagasamtök. * 2) Lán til félagslegra eignaríbúða (verkamannabústaða). Lánshlutfall verði 90% og lánstími 43 ár. Rétt til að byggja eða kaupa eignaríbúð- ir hafa sveitarfélög. * 3) Lán til félagslegra leiguíbúða. Lánshlutfall verði 90% og iánstími 50 ár. Rétt til byggingar eða kaupa á félagslegum leiguíbúðum hafa sveitarfélög og félagasamtök. * 4) Lán til almennra kaupleiguí- búða. Lánshlutfall verði 70% og 20%, en lánstími 43 ár. Rétt til að byggja eða kaupa almennar kaup- leiguíbúðir hafi sveitarfélög, félaga- samtök eða fyrirtæki. Sveitarfélög þurfa ekki, sam- kvæmt frumvarpinu, að leggja fram 10% óafturkræft framlag til félags- legra eignaríbúða. Þeim ber hins vegar að lána Byggingarsjóði verkamanria 10% byggingarkostn- aðar (endurgreitt á 15 árum). í frumvarpinu er gert ráð fyrir að kaupendur íbúða greiði um 10% íbúðarverðs við afhendingu og hætt verði að lána allt að 100% íbúðar- verðs. Lagt er til að vextir af lánum Byggingarsjóðs verkamanna verði hækkaðir um 0,5%-l% til að minnka vaxtamun á inn- og útlánum sjóðs- ins. Ríki og ríkis- stofrianir: Skuld í Seðla- banka tæpir 10 milljarðar Ríkissjóður og ríkisstofhan- ir skulduðu í árslok 1989 í Seðlabanka 9.748 m.kr. Þar af voru 2.661 m.kr. á við- skiptareikningum, 3.747 m.kr. á skuldabréfúm, 1.218 m.kr. í markaðsskráðum spariskír- teinum og 2.085 m.kr. í ríkisv- íxlum. Vaxtagreiðslur og verðtrygging 2.570 m.kr. Þetta kom fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni (B- Rv). Innstæður ríkissjóðs og ríkisstofnana í Seðlabanka voru á sama tíma 1.479 m.kr. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs til Seðlabanka vóru sem hér segir: 1) af skuldabréfum 1.027 m.kr. (30%), 2) af ríkisvíxlum 18,7% (17%), 3) 225 m.kr. af mark- aðsskráðum spariskírteinum (32%), 4) nettógreiðsla á við- skiptareikningum var 1.298 m.kr. (21,6%). Samanlagt námu vaxtagreiðslur með verð- bótum 2.570 m.kr. sem er um 25% af samveginni stöðu. Aðstaða fólks með glúten- óþol könnuð Hreggviður Jónsson (B/Rn) legg- ur það til að Alþingi álykti að fela ríkisstjóminni að skipa nefnd til þess að kanna aðstöðu einstaklinga með glúten-óþol. Er lagt til að sérstaklega verði hugað að aukakostnaði þeirra við matargerð og fæðukostnað. Þá verði kannað með hvaða hætti ein- staklingar með glúten-óþol njóti að- stoðar hins opinbera annars staðar á Norðurlöndum, svo sem með greiðslum frá almannatryggingum og hvaða skattalega meðferð þeir fá. Einnig er lagt til að kannað verði hvort gera megi glúten-óþol að skráningarskyldum sjúkdómi hér'á landi. ÞIIMGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Frelsi í gjaldeyrismálum Aðlögun að íjármagnsmarkaði Evrópu „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gefa gjaldeyri- sviðskipti frjáls í samræmi við alþjóðlega þróun í þeim efnum og tryggja að ísland taki þátt í sókn nágrannalandanna til aukinnar hagsældar og fram- fara. Jaftiframt er ríkissljórninni falið að falla frá sérstökum fyr- irvara sem gerður var af Is- lands hálfu við Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989-1992, sem hamlar á móti því að eðlileg tengsl skapist við viðskipta- og fjármálalíf í nálægum Iöndum.“ Þetta er þingsályktunartil- laga Þorsteins Pálssonar og sjö annarra þingmanna Sjálfstæð- isflokks og Fijálslynda hægri flokksins um frelsi í gjald- eyrismálum og aðlögun að sam- eiginlegum (jármagnsmarkaði Evrópu. I Ákvörðun Evrópubandalagsins um afnám allra hafta í fjármagns- viðskiptum tekur gildi 1. júlí 1990, en Spánn, Portúgal, Grikkland og Irland hafa frest til ársloka 1992 til að framfylgja ákvæðum henn- ar. Nokkur EB-ríki hafa þegar afnumið hömlur á gjaldeyrisvið- skipti. Þessi þróun — sem og ákvörðun EB um sameiginlegan markað frá árinu 1992 — hafa gerbreytt við- horfum í viðskipta- og atvinnulífi Evrópu. Þetta á jafnt við lönd utan bandalagsins sem innan. Það á sér í lagi við um Island, sem hefur mikilla viðskiptahagsmuna að gæta í V-Evrópu; hagsmuna sem hafa mikinn þunga á vogar- skálum lífskjara í Iandinu. II A þingi Norðurlandaráðs í fyrra var samþykkt áætlun um efna- hagsmál; Efnahagsáætlun Norð- urlanda 1989-1992. Aætlun þessi speglar eðlileg viðbrögð við ákvörðunum EB og framvindu mála í Evrópu. Aætlunin gerir ráð fyrir því að Norðuriönd muni á tilgreindu árabili rýmka verulega heimildir gjaldeyrisreglna. Þetta á við um: 1) kaup á er- lendum hlutabréfum og hlutdeild- arskírteinum verðbréfasjóða, sem fjárfest hafa í erlendum hlutabréf- um, 2) kaup erlendra aðila á hlutabréf- um í innlendum fyrirtækjum og hlutdeildarskírteinum verðbréfa- sjóða sem fjárfest hafa í slíkum bréfum; 3) fasteignakaup erlend- is, 4) rekstrarlán fyrirtækja í er- lendum gjaldeyri til lengri tíma en eins-árs, 5) lán í innlendum og erlendum gjaldeyri til allt að eins árs til að fjármagna innflutn- ing og útflutning, 6) lán gjaldeyr- isbanka í erlendri mynt til er- lendra aðila, 7) heimildir fyrir- tækja til að geyma gjaldeyristekj- ur tímabundið á erlendum reikn- ingi. Fjármálaráðherra Islands sá ástæðu til að gera sérstakan fyrir- vara af Islands hálfu við þann kafla hinnar norrænu áætlunar, sem varðar aukið fijálsræði í fjár- málaviðskiptum og fjármagns- hreyfingum. Forsætisráðherra tók undir þennan fyrirvara og gerði hann að sínum á Alþingi 9. marz 1989. III í greinargerð með framan- greindri tillögu segir orðrétt: „Endurteknir fyrirvarar bera með sér að ríkisstjórnin treysir sér ekki til að vera nágrannaþjóð- unum samferða í aðlögun að breyttum aðstæðum í evrópsku fjármála- og viðskiptalífi. Þessi fyrii'varastefna er misráðin og hættuleg. Islenzk fyrirtæki í mörgum greinum atvinnurekstr- arins eiga líf sitt undir því að geta staðizt erlendum keppinaut- um snúning. Aðgangur að fjár- magni á samkeppniskjörum getur ráðið úrslitum í þessu efni . . . Af öllum þessum ástæðum ber að fella brott hinn sérstaka fyrir- vara sem gerður var af Islands hálfu við hina norrænu áætlun. Islendingum er heillavænlegast að eiga samstarf við nágranna- þjóðirnar í aðlögun að breyttum aðstæðum í Evrópu og verða þeim samferða að því marki. Leggja ber áherzlu á það sem Island á sameiginlegt í efnahagslegu tilliti með nágrönnum sínum sem er miklu meira en það sem skilur á milli. Jafnframt er eðlilegt að fella á brott almennan fyrirvara sem gerður er af Islands hálfu við samþykkt Efnahags- og fram- farastofnunarinnar , í París [OECD] um aukið frelsi í fjár- magnshreyfingum. Island er eina aðildarland stofnunarinnar sem gerir slíkan fyrirvara við sam- þykktina í heild, en önnur lönd styðjast við fyrirvara við einstök atriði samþykktarinnar og hafa miðað að því að fækka slíkum fyrirvörum jafnt og þétt. Gildandi lög um gjaldeyris- og viðskiptamál geyma víðtækar heimildir til að auka frelsi í gjald- eyrisviðskiptum. A grundvelli þeirra má stíga öll þau skref í fijálsræðisátt sem hin norræna áætlun gerir ráð fyrir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.