Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 39 Þjálfim knattspyrniunanna eftirBjarna Stefán Konráðsson I íþróttablaðinu sem kom út skömmu fyrir síðustu jól er grein eftir Þráin Hafsteinsson, íþrótta- fræðing, um þjálfun knattspyrnu- manna á svonefndu undirbúnings- tímabili sem stendur yfirleitt frá janúar og fram í maí hér á landi. Það er vissulega góðra gjalda vert að skrifað sé um þessa hluti því það er alltof sjaldan gert en e.t.v. vantar vettvang til þess arna. Að sama skapi eru tækifæri þjálf- ara til að fræðast og auka þekkingu sína alltof fá en aukin þekking er forsenda allra framfara. Ég fagna vissulega grein Þráins þótt ekki sé ég sammála henni í öllum atriðum. Sú er ástæða þess að ég skrifa þessar línur. Höfum við rætt grein hans og drepið á helstu ágreiningsefni. Aðalviðfangsefni Þráins eru hraði og sprengikraftur og einnig kemur þol við sögu. Ég get ekki látið hjá líða að gera nokkrar at- hugasemdir við þessa þætti í grein hans. Hraði Hraði, venjulega nefndur snerpa hjá knattspyrnumönnum, skipar réttilega veglegan sess í æfinga- áætlun Þráins en æfingarnar sem hann velur til að auka hana á tveim- ur fyrstu tímabilunum, hafa því miður þveröfug áhrif, þ.e. draga úr henni vegna þess að sprettirnir eru þá alltof langir eða allt að 1.000 m. Hver einasta rannsókn undanfar- inna 6-8 ára, eða allt frá því að farið var að rannsaka áhrif langra spretta, sýnir að áhrifin eru mjög neikvæð vegna þess að við slíka þjálfun myndar líkaminn mikla mjólkursýru en hún er úrgangsefni sem verður til við loftfirrða vinnu (vinnu án súrefnis) í vöðvunum. Hún safnast þar fyrir og veldur því að menn verða „súrir“ eins og oft er kallað. Þetta er mjög óæski- legt vegna þess að mjólkursýran dregur úr afkastagetu og árangri af þjálfun. Slík þjálfun, þ.e. há- marksálag í meira en 10-15 sek., er óþörf í knattspyrnu og ætti að hverfa með öllu úr þjálfun. Rannsóknir sýna að einn einasti 100 m sprettur á æfingu veldur mjólkursýrumyndun sem nemur 10-12 mmol/1. Mælingar á knatt- spyrnu-, hokkí-, handboltamönnum o.fl. í keppni hafa hins vegar allar sýnt að mjólkursýrumagn hefur aldrei farið svo hátt. Meðalmjólkur- sýrumagn íþróttamanna í þessum greinum í keppni er 6-8 mmol/1. Það hníga því engin skynsamleg rök að því að hlaupa 100 m spretti eða lengri á æfingum. Til að rökstyðja þetta enn frekar skal einnig nefnt að álagið sem líkaminn verður fyrir við slíka þjálfun, er aðallega loftfirrt með mjólkursýru- myndun en í keppni er það aðallega loftfirrt án mjólkursýrumyndunar. Þetta er grundvallaratriði sem menn verða að taka tillit til. Lengi hefur þjálfun langra spretta verið rökstudd með því að menn hlaupi 100 m spretti og lengri í leikjum, t.d. þegar hlaupa þarf fram í sókn og strax aftur í vörn. Þessu er tæplega þannig farið og til að rökstyðja það skulu hér nefnd- ar niðurstöður rannsókna um lengd spretta í nokkrum leikjum í Evrópu- keppni landsliða 1988. 1. 0-5 m sprettir algengastir; 2. 5-10 m sprettir 2 sinnum sjaldgæ- fari en 1; 3. 10-20 m sprettir 2 sinn- um sjaldgæfari en 1; 4. yfir 20 m sprettir 5 sinnum sjaldgæfari en 1. Þótt þessar tölur séu úr leikjum atvinnumanna bendir ekkert til þess að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á áhugamenn og þær gefa ótví- ræðar bendingar um hvernig haga skuli sprettþjálfun. Flestir sérfræðingar og þjálfarar, þ.e. þeir þjálfarar sem hafa horfið frá löngu sprettunum, mæla með því að æfa snerpu án bolta vegna þess að því aðeins ber snerpuþjálfun tilætlaðan árangur að sprettirnir séu hlaupnir með hámarks álagi (á hámarks hraða) og slíkt er erfitt ef hlaupið er með bolta. Um þjálfun þessa eiginleika (snerpunnar) mætti hafa fleiri orð, sérstaklega um líffræðileg áhrif þjálfunar,' hvað virkilega gerist í vöðvunum við snerpu- og snerpu- þolþjálfun en það yrði of langt mál hér og sný ég mér því að næsta atriði. Sprengikraftur Þetta orð, sprengikraftur, virðist vera eitthvað tískuorð, gott ef ekki allsheijar lausnarorð, i nokkrum íþróttagreinum á íslandi í dag. Ef menn halda það, er það mikill mis- skilningur, a.m.k. hvað knattspyrnu varðar. Oðru máli gegnir eflaust um ýmsar aðrar greinar. En í knatt- spyrnu hefur sprengikraftur ekki þau „afgerandi áhrif“ sem Þráinn segir að hann geti haft fyrir „fram- farir og árangur" knattspyrnu- manna. í knattspyrnu er sjaldnast talað um sprengikraft, hvorki í ræðu né riti, heldur um snerpukraft. Vera má að um sama eða svipað atriði sé að ræða en það skiptir ekki máli vegna þess að snerpukraftur er aðeins annar tveggja undirflokka krafts (hinn er hámarkskraftur) sem þýðingu hafa fyrir knatt- spyrnumenn og það má vissulega leiða að því rök að kraftþjálfun hafi strangt til tekið ekki eins mikla þýðingu fyrir knattspyrnumenn eins og þol, snerpa, tækni og leik- skipulag og jafnvel fleiri þættir. Kraftþjálfun knattspyrnumanna á undirbúningstímabilinu er yfirleitt skipt í þrennt: uppbyggingu, sam- hæfingu og snerpukraft.. Uppbygg- ingin þýðir að verið er að auka vöðvamassann. Eru þá notaðar til- tölulega miklar þyngdir, endurtekn- ingar eru fáar og æfingarnar gerð- ar hægt. Með samhæfingu er átt við að nýta betur þá vöðva sem fyrir hendi eru, fá fleiri þræði í hveijum vöðva til að vinna betur saman. Loks er endað á snerpu- kraftþjálfun þar sem hinir hröðu þræðir þeirra vöðva sem þurfa að vinna hratt, aðallega fótavöðvar, eru virkjaðir. Loks má nefna að þörfin fyrir kraftþjálfun er mjög einstaklings- bundin. Hún fer mikið eftir líkams- byggingu hvers og eins og miðað við áðurnefnd orð um hugsanlegt ofmat manna á þýðingu snerpu- /sprengikrafts fyrir knattspyrnu- menn, leyfi ég mér að setja spurn- ingamerki við umfangið og tímann sem eytt er í þennan þátt í tillögum Þráins. Þol Það er mjög mikilvægt fyrir knattspyrnumenn að búa yfir góðu þoli. En hvað er þol? Þol er hæfileik- Sýna í Norræna húsinu LAUGARDAGINN 17. mars kl. 15 hefst sýning í Norræna húsinu á verkum Kristins G. Harðarson- ar, Sólveigar Aðalsteinsdóttur, Ingólfs Arnarssonar og Eggerts Péturssonar. Sólveig sýnir skúlptúra unna í ýmis efni, svo sem við, stein, járn og gifs. Kristinn sýnir skúlptúra og ljós- inn til að halda út ákveðið álag í langan tíma. Þoli skiptum við í tvennt í knattspyrnu: annars vegar í grunnþol (almennt þol) og hins vegar í sérhæft þol en það byggir á hinu fyrrnefnda. Æfingar fyrir gmnnþol eru t.d. langhlaup, ratleikur, hraðaleikur og þolhringir. Þráinn útskýrir hraða- leik þannig í grein sinni að „um sé að ræða langhlaup í ákveðinn tíma með sprettum inn á milli, upp eða niður brekkur eða eitthvað í þeim dúr“. Skv. mínum skilningi er ekki endilega um spretti að ræða, heldur er hlaupið hraðar upp brekkur en niður og millivegurinn farinn á jafn- sléttu. Enda eiga vöðvar að vinna sem mest loftháð í þolæfingum og það gera þeir ekki þegar sprett er. Sérhæft þol fæst t.d. með því að spila fótbolta. Það sem er efst á baugi núna varðandi þolþjálfun er hvaða hlutfall milli þessara tveggja flokka þols er æskilegast í þjálfun og hvort hægt sé að þjálfa sérhæft þol eingöngu með ýmsum æfingum með bolta. Engar tölur er hægt að nefna varðandi þetta en menn hall- ast að því að minnka grunnþols- þjálfun á kostnað þeirrar sérhæfðu en sú fyrrnefnda má þó aldrei hverfa vegna þess að aðeins er hægt að byggja upp sérhæft þol ef hitt er fyrir hendi. Hitt er svo annað mál að ýmis- legt bendir til þess að gi'unnþol megi öðlast án langhlaupa og úti- hlaupa yfirleitt og eru það eflaust gleðifréttir fyrir marga því að bæði eru aðstæður oft erfiðar til slíks hér á landi á veturna og einnig eru margir lítt hrifnir af þeim. Á síðasta keppnistímabili urðum við Gísli Jón Magnússon, þáverandi þjálfari Gróttu, sammála um að gera „tilraun" með þetta á liði hans, þ.e. hann lét leikmenn sína æfa allt þol eingöngu innandyra með þolhringjum og spili. Kvaðst hann mjög ánægður með þetta og leik- menn sínir einnig. Á hann sérstakar þakkir skilið fyrir áræðni og fram- sýni varðandi þetta. Ef hlaupin eru langhlaup eru 5 km algjört hámark að mínu mati og jafnvel óþarfi að fara svo hátt. Hins vegar má nota 5 km hlaup til að mæla þjálfunarástand manna á keppnistímabilinu og ég hvet þjálf- Bjarni Stefán Konráðsson ara til að nota það frekar en 12 mín. hlaupið sem notað hefur verið um árabil til þessara hluta en hefur lítið ef nokkurt gildi fyrir knatt- spyrnumenn. Ástæðan er sú að þetta hlaup gerir kröfur um loft- firrt álag með mjólkursýrumyndun, einmitt það sem knattspyrnumenn hafa ekkert með að gera. í 5 km hlaupinu hlaupa menn á fyrirfram ákveðnum tíma sem er auðvitað misjafn eftir deildum og þar með getu. Annað í lokin vil ég gera athugasemdir við tvennt. í fyrsta lagi það að ekk- ert þýðir að ætla að æfa tækni eft- ir að hafa æft kraft fyrr á æfing- unni. Það hefur engin áhrif. Þetta gæti misskilist í greininni í íþrótta- blaðinu vegna þess að þær eru allt- af nefndar í lok hvers kafla og við hliðina á teygjuæfingum sem vissu- lega eiga að vera í lok hverrar æfingar. Æskileg röð er þessi: Tækni (hana má gjarnan flétta inn í upp- hitun), snerpa, kraftur, leikskipulag og þol. Þolið skal ævinlega vera síðast ef nokkur kostur er. Alltaf skal byija á upphitun og teygjum og enda á skokki og teygjum. í öðru lagi eru maga- og bakæf- ingarnar sem sýndar eru á myndum á bls. 37 og 38 alls ekki góðar og ættu að hverfa. Skv. því sem Þráinn tjáði mér nýverið valdi hann þær ekki enda gat það varla verið. Magaæfingin missir alveg marks vegna þess að fæturnir eru fastir og fyrir vikið er þetta engin maga- æfing. Hún styrkir aðeins mjaðma- vöðva og af þeim hafa knattspyrnu- menn yfirleitt meira en nóg því þeir hafa gert þessa æfingu í ára- tugi og meira að segja svo sam- viskusamlega að meiðsli má rekja til hennar. Liggið á bakinu með bogin hné (90 gráður) og hafið fæturna í lausu lofti. Éf eitthvað er haft undir má það ekki hjálpa til við átakið. Oþarfi er að fara með ennið alla leið að hnjám. Sama er að segja um bakæfing- una hvað meiðsli varðar nema hvað þau eru heldur alvarlegri sem geta og hafa hlotist af henni. Ástæðan er sú að álagið sem lendarliðir hryggjarins og mót þeirra við kross- bein verða fyrir er mjög óeðlilegt og það myndast fetta í bakinu sem fráleitt er til góðs. Einföld lausn er að liggja með bolinn uppi á kistu, láta fæturna hanga út af henni og lyfta þeim svo upp í lárétta stöðu. Oþarfi er að fara hærra og eins að nota þyngingar, a.m.k. í flestum tilfellum. Að síðustu vil ég benda á að margt er vel sagt í grein Þráins þótt ekki sé tekið fram hér. Lengur mætti ræða og rita um hana og þjálfun knattspyrnumanna almennt í framhaldi af henni en ég læt stað- ar numið hér. Ég hvet menn aðeins til skoðanaskipta og einnig til að fræðast sem mest um fag sitt og starf því knattspyrnan á það skilið. Gangi ykkur vel. Heimildir: Binz, C.: Þrekpróf í knattspyrnu; Fussballtraining 4/5, 1985. Binz, C/Wenzel, J.: Gefið þjálfun viðbragðs og snerpu meiri gaum; Fussballtraining 8, 1987. Freiwald, J.: Ahrifarík snerpuþjálfun: Fussballtra- ining 9, 1988. Grosser, M./Ehlenz, E.: Kraftþjálfun fyrir knatt- spyrnumenn; Fussballtraining 1 og 2, 1984. Hollmann/Hettinger: íþróttalæknisfræði, 1980. Liesen, H.: Snerpuþolþjálfun í knattspyrnu frá íþróttalæknisfræðilegu sjónarmiði; Fussballtrain- ing 5, 1983. Knebel/Harbeck/Hamsen: Starfræn knattspyrnu- leikfimi, 1988. Rutemöller, E.: Hugleiðingar um þolþjálfun áhuga- manna; Fussballtraining 6, 1988. Te Poel, H./Eisfeld, H.: Að bæta snerpu; Fuss- balltraining 11, 1987. Höfundur er íþróttafrædingur og knattspyrnuþjálfari. J Electrolux C,e fð* & Seljum myndir. í þrívíðu verkunum tengj- ast ýms efni og myndhlutar svo sem málverk, texti, ljósmynd, gifs, viður og þurrkaðir fíflar. Eggert sýnir tvívíð verk unnin með olíu á striga og ljósmyndir. Ingólfur sýnir blýantsteikningar og lágmyndir. Sýningin stendur til 1. apríl. Opið frá kl. 14—19 alla dagana. útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.