Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 félk í fréttum STJÖRNUKORT * PERSÓNULÝSING * FRAMTÍOARKORT * SAMSKIPTAKORT Afgreidd á meðan beðið er eða send f póetkröfu. beuR^jliji VERSLUN I ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi 66-101 Reykjavík - Símar: (91) 623336 - 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasfmar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 TONLIST Whitney Houston heiðruð Bandarísku söngvararnir Whit ney Houston og Bobby Brown brosa hér til ljósmyndara á árshátíð bandarísks sjóðs, sem styrkir 41 einkaháskóla fyrir blökkumenn. Söngkonunni voru þar afhent „Fred- erick D. Pattersson-verðlaunin" fyrir mikinn og góðan stuðning við þetta málefni. Þrátt fyrir frægðina hefur hún ekki gleymt blokkum bræðrum sínum og systrum og hefur gefíð fé í sjóðinn í áraraðir eða frá því hún komst í álnir. / anda nýrraraldar BREYTING Eins ólíkur 007 o g hugsast getur Það má með sanni segja, að hlutverk Rogers Moore í kvik myndum hafi tekið stökkbreyt ingum síðan að hann lék hinn glerfína og harð- skeytta 007 í hverri myndinni af annarri. Ævin- lega verður deilt um hver hafi verið „besti Bond- inn“, en æði margir hallast að Roger Moore. Timot- hy Dalton tók við af Moore, en þykir hafa gætt spæjarann fræga alvöruþunga og kímnigáfuleysi með þeim afleiðingum að hann tapar líklega stöð- unni. En Moore hefur getað valið úr hlutverkum enda hefur hann flest það til brunns að bera sem gæðir góðan Holiywoodleikara. Og það er í nýjustu mynd hans sem hann kemur fram eins og sést á meðfylgjandi mynd, eins ólíkur 007 og hugs- ast getur. Hann fer með aðalhlutverkið í ævintýramyndinni „Fire, ice and dynamite" og aðalkvenhlutverkið á móti honum er í höndum Shari Bela- fonte. Vorum að taka upp stóra bókasendingu, m.a. eftirtaldar bækur: Bækur DI0N F0RTUNE: ES0TERIC 0RDERS PSYCHIC SELF DEFENSE GLAST0NBURY, AVAL0N 0F HEART ★ SLÖKUNARTÓNLIST OG HUGLEIÐSLUÆFINGAR Á SPÓLUM í MIKLU ÚRVALI. ★ VANDAÐ REYKELSI OG ILMOLÍUR ★ ORKUSTEINAR OG KRISTALLAR ★ MONDIAL ARMANDIÐ, SKARTIÐ, SEM BÆTIR, FÆST AÐ- EINS HJÁ OKKUR. ★ SÉRSTÆÐIR SKARTGRIPIR OG GJAFAVÖRUR WHITE EAGLE bækurnar: GENTLE BR0THER GOLDEN HARVEST HEAL THYSELF JESUS, TEACHER & HEALER QUIET MIND PATH 0F THE S0UL PRAYER IN THE NEWAGE SPIRITUAL UNFOLDMENT bækur 1-4 WISD0M FR0M WHITE EAGLE 11IK Xf B Uffth riMLS HfSTSH Lf R Bækur um heilsuvernd og heilsufæði: ACUPUNCTURE WITH0UT NEEDLES CANDIDA ALBICANS YEAST FREE C00KB00K CANDIDA ALBICANS - C0ULD YEAST BE Y0UR PR0BLEM THE YEAST C0NNECTI0N GINSENG: WHAT IS IT AND WHAT D0ES IT D0 ITALIAN VEGETARIAN C00KING MEXICAN VEGETARIAN C00KING NUTRITION 0F CANCER PATIENT VITAMINS AGAINST CANCER og margar fleiri Ýmsar athyglisverðar bækur af söluhæstu listum Bandaríkjanna: HEALiNG THE CHILD WITHIN HEALING 0F PLANET EARTH WAY 0F THE RAINB0W WARRI0RESS ALLAR BÆKUR LYNNE ANDREWS THE DANCE OF ANGER HANDBOOK TO HIGHER CONSCIOUSNESS EMMANUEL’S BOOK I OG II YOU CAN HEALYOURLIFE AFTER WE DIE, WHATTHEN? Einnig tímarit um heilsuvernd og Nýaldarmál: BALANCE MAGAZINE BODY, MIND & SPIRIT CLARION CALL DAWN MASSAGE MACROBIOTICS TODAY SHAMAN'S DRUM VEGETARIAN TIMES YOGAJOURNAL Sean Conery í hlutverki sovésks uppreisnarmanns. KVIKMYNDIR „Rauði október“ o g leitin að sovéska kafbátnum Herforingi í sovéskum kafbáti og nokkrir samverkamenn hans læsa skipstjórann í klefa sínum, binda aðra skipvetja og sigla bátnum vestur á bóginn í von um að fá þar hæli sem pólitískir flótta- menn. Heryfirvöld frétta af upp- reisninni og kafbátar, herskip og flugvélar veita uppreisnarmönnun- um eftirför. Er þetta ekki tilvalið efni í spennusögu og kvikmynd? Jú, því þegar sovéska dagblaðið íz- vestín skýrði frá þessari uppreisn nýlega kom í ljós að metsölubókin „The Hunt for Red October" (Leitin að Rauða október) eftir Tom Clancy var ekki tómur skáldskapur heldur byggð á atburðum sem höfðu gerst í raun. Uppreisnarmaðurinn hét Valeríj Sablín og var á sovéska kafbátnum Storzhevoj. Samkvæmt Ízvestíuvar uppreisnin gerð í nóvember árið 1975 þegar flestir skipveijanna, sem voru 250, höfðu farið í land í Riga, höfuðborg Lettlands, til að sletta ærlega úr klaufunum. Einn skipveijanna, sem gætti bátsins, slapp frá uppreisnarmönnunum og stökk í sjóinn. Oðrum tókst að vara herinn við í talstöð og hrópaði: „Uppreisn um borð; kafbáturinn stefnir til hafs!“ Talið er að upp- reisnarmennirnir hafi ætlað til Svíþjóðar. Herflugmenn gerðu árás á kafbátinn og þeim tókst að stöðva hann skammt frá ströndum Svíþjóð- ar. Uppreisnarmennirnir voru dregnir fyrir herrétt og Sablín var síðan tekinn af lífí. Clancy las fyrst um uppreisnina árið 1976 er bandaríska dagblaðið Washington Post birti óstaðfesta frétt af atburðinum, Hann fékk síðan nákvæmari upplýsingar úr ritgerð eftir námsmann í háskóla bandaríska sjóhersins árið 1982. Rithöfundurinn viðurkennir þó að hafa tekið sér skáldaleyfi. I bók hans kemst söguhetjan til Banda- ríkjanna eftir að hafa sýnt mikinn hetjuskap. „Bókin er byggð á at- burðum sem áttu sér raunverulega stað, en þetta er samt sem áður skáldsaga," segir rithöfundurinn. Kvikmynd, sem gerð var eftir bók- • • KARLMANNAFOT Jakkar - úlpur Stakar buxur, allar stærðir, nýefni, nýsnið Skíða- og æfingagallar og fl. Andrés y Skólavörðustíg 22a, sími 18250. inni, er nú sýnd í Bandaríkjunum og er Sean Connery í hlutverki Sablíns. KVIKMYNDIR Leikur BB Elenu Cea- usescu? Vestur í Bandaríkjunum er að sjálfsögðu í bígerð að gera kvikmynd um feril rúmenska harð- stjórans Nicolais Ceausescus, ævi hans, ástir, ráðamennsku og bylt- inguna. Kvikmyndin er á byijunar- stigi og enn sem komið er eru það getgátur einar hveijir muni fara með hlutverk hinna óvinsælu Ceau- sescu-hjóna. Athyglisvert er þó að heyra, að farið hefur verið þess á leit við kynbombuna gamalkunnu Brigitte Bardot, að hún taki að sér hlutverk Elenu Ceausescu. Látið hefur verið í veðri vaka að BB hafi áhuga á að taka hlutverkið að sér, en hún vill ekkert um það segja opinberlega. Talsmaður Brig- itte Bardot-stofnunarinnar í París segir hins vegar að hvað svo sem BB vildi og vildi ekki gera, þá sé stórkostlega vafasamt að hún hafi nokkurn tíma aflögu til að leika í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.