Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Mikið um „aula“á vertíðinni Töluvert er nú um rígaþorsk, svokallaðan aula, í afla vertíðarbáta við Reykjanes og fyrir Suðurlandi austur um til Hafnar. Á Höfn er aflinn heldur minni nú en í fyrra, en þorskurinn mjög vænn. í Garð- inum hafa menn verið að vinna óvenju stóran þorsk, allt upp undir 30 kílóa fisk. Magnús Björgvinsson, fiskverkandi þar, segir þorskinn mjög vænan og fallegan, bæði af línunni í janúar og febrúar svo og úr netunum. „Sá guli er í vænna lagi í vetur og það er ánægjulegt. Þá fæst hærra verð fyrir hann og vinnslan verður fljótlegri," segir Magnús. Myndin er tekin um borð í Lyngey SF og eru það Maggi bryti og Guðfinna fyrsti vélstjóri, sem draga af dráttarkarlinum. Fiskeldislán: Samkomu- lag ráðherra og stjórn- arandstöðu var staðfest SAMKOMULAG sem ijármála- ráðherra og fulltrúar meirihluta íjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis gerðu um breytingatil- lögur við stjórnarfrumvarp um ábyrgðardeild fiskeldislána var staðfest við atkvæðagreiðslu í neðri deild í gærkvöldi. Sam- flokksmenn ráðherra og alþýðu- ^okksmenn sátu hjá, en þing- menn Sjálfstæðisflokks og Kvennalista og flestir þingmenn Framsóknarflokks greiddu at- kvæði með breytingartillögun- um. Við lok umræðu um frumvarpið á þriðjudagskvöld gaf Ólafur Ragn- ar Grímsson fjármálaráðherra í skyn að hann væri tilbúinn að semja um viss efnisatriði breytingatil- lagna meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar. Að þeim stóðu full- . _4púar stjórnarandstöðu ásamt Guð- mundi G. Þórarinssyni. Vitað var og um stuðning nokkurra þing- manna Framsóknarflokksins. í gærmorgun var gengið frá sam- komulagi fjármálaráðherra og meirihluta nefndarinnar. í sam- komulaginu er fallist á eftirfarandi tillögur: í fyrsta lagi að ábyrgðar- deild fiskeldislána geti veitt sjálf- skuldarábyrgð fyrir lánum að há- marki 50% af verðmæti eldisstofns, í stað 37,5% hámarks í frumvarp- inu. í öðru lagi að slíka sjálfskuldar- ábyrgð væri hægt að fá í allt að 4 ár í stað 3 ára samkvæmt frum- varpinu. I þriðja lagi að ábyrgð framkvæmdasjóðs falli niður sam- -^hða því að tryggingasjóður fiskeld- 'Solána verði lagður niður. Gegn þessu drógu nefndarmenn aðrar til- lögur sínar til baka. Þegar koma atti til atkvæða- greiðslu klukkan 14 í gær kom í ljós að einstakir stjórnarliðar voru ekki tilbúnir að standa við sam- komulag fjármálaráðherra. Fundur var kallaður saman í fjárhags- og viðskiptanefnd, og í gærkvöldi kom í ljós að minnihlutinn ákvað að láta málið afskiptalaust. Við atkvæðagreiðsluna sátu þingmenn Alþýðubandalagsins hjá, þar á meðal aðstoðarmaður ijár- málaráðherra, Svanfríður Jónas- dóttir. Þingmenn Alþýðuflokks og -^páll Pétursson greiddu ekki at- 'kvæði, og þingmenn Fijálsiynda hægri flokksins greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. Fjölgun hjartaaðgerða og kransæðavíkkana: Tugir milljóna sparast verði aðgerðirnar allar hér á landi STEFNT er að því að fjölga hjartaaðgerðum á Landspítalanum á þessu ári úr þremur í fjórar á viku, ef Qárveiting fæst. Ef frá eru dregnar þær vikur, sem ber upp á hátíðir og reiknað með ýmsum öðrum forfollum, er búist við að hægt verði að framkvæma um 185 aðgerðir á ári, sem myndi anna þörfinni. Kostnaður við rekstrarvörur vegna hverrar aðgerðar er nú rúmar 300 þúsund krónur, en heildarkostnaður við hveija aðgerð var um 570 þúsund á síðasta ári. Kostnaður Trygginga- stofnunar ríkisins vegna aðgerðar erlendis er hins vegar rúmlega ein milljón. Þá fer kransæðavíkkunum einnig fjölgandi. Efniskostnaður við þær er um 80 þúsund krónur hér á landi, en kostnaður við utanför um 400 þúsund krónur. Talið er að ef allar víkkanir yrðu gerðar hér á landi mætti spara eina milljón króna á hveijum 3-4 víkkunum. Því má gera ráð fyrir að tugir milljóna sparist með því að allar hjartaaðgerðir, svo og kransæðavíkkanir, verði gerðar hérlendis. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar upplýsingar hefðu komið fram á fundi stjórnar- nefndar Ríkisspítala fyrir skömmu. Hjartaaðgerðir hófust á Landspítal- anum í júní 1986 og voru í fyrstu tvær í viku hverri að meðaltali. Á síðasta ári var aðgerðunum fjölgað í þijár á viku. Árið 1988 voru gerðar 87 aðgerðir á Landspítalanum, en 83 erlendis. í fyrra voru aðgerðirnar hérlendis 97, en reiknað er með að 70 hafi farið til útlanda í aðgerð. Þörfin fyrir aðgerðir er því áætluð 160 til 190 á ári. Samkvæmt útreikningum áætl- anadeildar Ríkisspítala kostaði hver hjartaaðgerð hér árið 1989 um 570 þúsund krónur. Fimm hjartaskurðlæknar í fjórum stöðugildum sinna hjartaaðgerðun- um. Að auki eru þeir í viðbragðs- stöðu vegna kransæðavíkkana, sem læknar á lyflækningadeild sinna. Kransæðavíkkanir hófust hér tæpu ári eftir að skurðaðgerðir hófust, eða í maí 1987. Þeim hefur farið ört fjölg- andi, voru í fyrra 47, árið 1988 voru þær 38 og fyrsta árið 12. Biðlisti hefur myndast og eru nú á þriðja tug sjúklinga sem bíða aðgerðar. Vegna þess þurfti að vísa sjúklingum til útlanda síðasta sumar. Efniskostnaður við víkkanir er um 80 þúsund krónur hér á landi, en kostnaður vegna sjúkiinga sem fara utan er um 400 þúsund krónur, auk t.d. ferðakostnaðar og dvalarkostn- aðar fylgdarmanns. Talið er að ef aliar víkkanir yrðu gerðar hér á landi mætti spara eina milljón króna á hveijum 3-4 víkkunum. Þorbergur næsti lands- liðsþjálfari Andri BA seldur til Færevia íslenska úthafsútgerðarféiagið: ^ t'RYSTITOGARINN Andri BA var seldur til Þórshaínar í Færeyj- um í gær, að sögn Haraldar Haraldssonar, stjórnarformanns Is- lenska úthafsútgerðarfélagsins hf., sem gerði skipið út. Haraldur sagði í samtali við Morgunblaðið að skipið hefði verið keypt á vegum PK-bankans. í gær voru öll veðbönd, sem hér voru fyrir hendi, leyst af frystitog- ^iranum. Þá var hann afskráður 'hér, en hann var skráður með heimahöfn á Bíldudal. Haraldur Haraldsson sagði að ekki væri ljóst hversu mikið tapið á útgerð frystitogarans yrði. ,-,Við munum reyna að standa skil á þeim skuldum sem við höfum stofnað til. Við ætluðum okkur að reyna að auka þjóðartekjur íslend- inga með þessari útgerð, en sú ætlan mistókst. Því verðum við að taka eins og hveiju öðru hunds- biti,“ sagði Haraldur. Andri BA kom á miðin við Al- aska í desember á síðastliðnu ári. Skipið fékk leyfi til að vinna kola við Alaska en eigendur skipsins höfðu reiknað með að það fengi að vinna þorsk. Hins vegar voru einungis unnin um 18 tonn af biönduðum afla um borð í skipinu á þessu ári. LANDSLIÐSNEFND og fram- kvæmdastjórn HSÍ ákváðu í gær- kvöldi að leita til Þorbergs Aðalsteinssonar um að hann taki að sér þjálfun íslenska landsliðsins í handknattleik í stað Bogdans Kowalczyk, sem hefur sagt starfi sínu lausu. Þorbergur hefur verið þjálfari og leikmaður hjá sænska liðinu Saab undanfarin ár. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þjálfara- starfið væri mjög spennandi. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og erfitt að skorast undan þessu verkefni. Það er ljóst að það verða miklar breyting- ar á íslenska landsliðinu og það verð- ur að leggja áherslu á að byggja upp nýtt lið fyrir heimsmeistarakeppnina á íslándi 1995,“ sagði Þorbergur. Sjá nánar á íþróttasíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.