Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 68. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov skipaði svo fyrir að sala veiðibyssna yrði bönnuð og að allir Litháar létu af hendi öll vopn, annars væri lögreglu heimilt að gera þau upptæk. í tilskipuninni var einn- ig kveðið á um að ferðir útlendinga til Sovétríkjanna yrðu takmarkaðar og gripið yrði til aðgerða til að koma í veg fyrir að reglur varðandi dvöl þeirra í landinu yrðu brotnar. Inn- anríkisráðuneytinu var heimilað að vísa úr landi öllum þeim sem brytu reglurnar. Landamæravörðum öryggislög- reglunnar KGB var skipað að grípa til „nauðsynlegra aðgerða til að auka eftirlitið við landamæri Sovétríkj- anna og stöðva lögbrot". Markmið tilskipunarinnar er að tryggja að A-Þýskaland: Vilja kanna skýrslur Stasi um þingmenn Dregur úr flótta- mannastraumnum Austur-Berlín. Reuter. NEFND sem vinnur að uppræt- ingu austur-þýsku öryggislög- reglunnar, Stasi, hefur skrifað öllum flokkum á hinu nýkjörna þingi landsins bréf þar sem mælst er til þess að tengsl allra þing- manna við Stasi verði könnuð. Tilefhið eru fiillyrðingar um að allt að 10% nýkjörinna þingmanna hafí áður verið útsendarar Stasi. Gottfried Forck biskup, sem á sæti í nefndinni um upprætingu Stasi, sagði í gær að æskilegt væri að rannsóknin á fortíð þingmanna færi fram áður en hið nýkjörna þing kemur saman. Forck sagðist hafa leitað ráða hjá Richard von Weiz- sacker, forseta Vestur-Þýskalands, en mönnum ber saman um að hann sé mjög dómbær á siðferðisleg efni. Sagði Forck að forsetinn hefði stutt hugmyndina um ítarlega rannsókn. Rainer Eppelmann, formaður Lýðræðisvakningar, bandalags- flokks kristilegra demókrata, sagði í viðtali sem birtist í gær í vestur- þýska dagblaðinu Bild að allt að 10% nýkjörinna þingmanna hefðu ein- hvern tíma unnið fyrir Stasi. Eppel- mann tók við formennsku Lýðræðis- vakningar í síðustu viku eftir að Wolfgang Schnur forveri hans viður- kenndi að hafa árum saman veitt Stasi upplýsingar um andófsmenn. Dregið hefur úr flóttamanna- straumnum frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands eftir kosning- arnar síðastliðinn sunnudag. 1.156 fluttu á milli landanna á þriðjudag en voru 2.275 viku áður. 344.000 Austur-Þjóðveijar flýðu til vesturs á síðasta ári og á þessu ári hafa kom- ið að meðaltali 2.000 á dag. Vestur- þýska ríkisstjórnin tilkynnti á þriðju- dag að frá og með byijun júlí yrði móttökubúðum fyrir flóttamenn lok- að og ennfremur yrði þá hætt að greiða flóttamönnum fé til að hefja nýtt líf. Nunnur í Belgiu valda uppnámi: Gorbatsjov kallar inn skotvopn allra Litháa Boðar hertar reglur um ferðir útlendinga til Sovétríkjanna Moskvu. Reuter, dpa. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétfor- seti fyrirskipaði í gær Litháum að láta af hendi öll vopn, auk þess sem hann boðaði hertar regl- ur um ferðir útlendinga til Sov- étríkjanna og aukið eftirlit við landamæri Litháens. Tveimur dögum áður rann út frestur sem Gorbatsjov gaf Litháum til að aft- urkalla sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því fyrir rúmri viku en þeir hafa hvergi hvikað frá henni. Leiðtogar Litháens fordæmdu til- skipun Gorbatsjovs og sögðu hana ihlutun í innanríkismál Litháa. farið verði eftir stjómarskrá landsins og vernda réttindi sovéskra borgara í Litháen, að sögn Gorbatsjovs. Breska útvarpið BBC skýrði frá því að Gorbatsjov hefði gripið til þessara aðgerða eftir að leiðtogar Litháa hefðu kallað út sjálfboðaliða til að annast vörslu landamæra ríkis- ins að Póllandi. Liðsmenn öryggis- lögreglunnar KGB hafa séð um vörsluna til þessa. Sojuz, hreyfing afturhaldssamra þingmanna í Æðsta ráði Sovétríkjanna, hafði einnig hvatt Gorbatsjov til að grípa í taumana og afstýra því að Litháen yrði sjálfstætt ríki. „Vofa stalinismans.gr enn á kreiki í Kreml og varpar löngum skugga í vesturátt,“ sagði Vytautas Lands- bergis, forseti Litháens, er hann var spurður um tiskipunina. Marlin Fitz- water, talsmaður Bandaríkjaforseta, kvað Bandaríkjastjórn hafa miklar áhyggjur af aðgerðum Gorbatsjovs. Seldu klaustríð sitt og keyptu kastala Brussel. Daily Telegraph, Reuter. BELGÍSKA lögreglan yfirheyrir nú átta nunnur, sem höfðu selt klaustur sitt og keypt kastala í Suður-Frakklandi. Nunnurnar seldu klaustrið, sem er 600 ára gamalt og í hjarta Brúgge-borgar í Belgíu, og dýr- mæta listmuni þess fyrir tæpar 140 milljónir króna. Kaupendurnir eru eigendur vefnaðarfyrirtækis í bænum. Fyrir peningana keyptu nunnurnar kastalann, sem er skammt frá bænum Lourdes í suð- vestanverðu Frakklandi, bifreið af gerðinni Mercedes Benz, bóndabýli og nokkra veðhlaupahesta. Sjö nunnanna fóru til Frakk- lands á Benzinum og sú elsta, 93 ára, var flutt í sjúkrabifreið, en hún er bæði sjón- og heyrnarlaus og getur ekki gengið. Biskupinn í Brugge hefur reynt að kaupa klaustrið aftur en án árangurs. Nunnurnar verða ekki ákærðar en þær verða yfirheyrðar í franska kastalanum vegna fjár- haldsmanns þeirra, sem hefur ver- Klaustur í Briigge í Belgíu, sem átta nunnur seldu til að geta keypt kastala í Suður-Frakklandi. ið handtekinn fyrir falsanir, flár- svik og trúnaðarbrot. „Þær hlýddu honum í blindni. Hann gerði 74 ára gamla nunnu að fjármálastjóra klaustursins og hún skrifaði undir allar ávísanir sem umboðsmaður hinna nunnanna,“ sagði talsmaður belgíska ríkissaksóknarans. Fjár- haldsmaðurinn lét nunnuna skrifa undir ávísanir fyrir Benzinum og hestunum. Hann sannfærði einnig nunnurnar um að þær þyrftu á kastalanum að halda til að geta verið í nágrenni við Lourdes, sem er mikill helgistaður kaþólskra manna. Shevardnadze ræðir við de Klerk: Tímamót í samskiptum ríkjanna Windhoek. Reuter. F.W. DE KLERK, forseti Suður- Afríku, og Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ræddust við í hálfa aðra klukku- stund í Namibíu í gær en ráða- mennirnir komu til landsins til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna sjálfstæðis landsins. Svo háttsettir menn frá löndunum tveim hafa ekki ræðst við fyrr og er þetta talið merki um verulega bætt samskipti rikjanna. „Þetta var nauðsynlegur fundur," sagði Shevardnadze að loknum við- ræðunum. De Klerk sagði ljóst að margt væri líkt með þeim vanda sem Míkhaíl Gorbatsjov forseti stæði frammi fyrir í Sovétríkjunum og því sem við væri að fást í Suður-Afríku. Forsetinn bætti því við að hann ósk- aði Gorbatsjov sigurs í baráttunni fyrir umbótum. Sovéski utanríkis- ráðherrann sagðist myndu greina nánar frá viðræðunum á frétta- mannafundi í dag, fimmtudag. Ríkin tvö hafa ekki stjómmálasamband. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Baker, er einnig í Namibíu og skýrði hann frá því að hann myndi halda til fundar við de Klerk i Höfðaborg í dag. Namibía sjálfstætt lýðveldi Reuter Unglingar í Namibíu fagna sjálfstæði landsins sem varð lýðveldi í gær eftir 75 ára stjórn Suður-Afrfku- manna. A spjaldi í baksýn er hvatt til þjóðarsáttar hvítra og svartra. Landið er í suðvesturhluta Afríku og hefur hálfa aðra milljón íbúa sem flestir eru blökkumenn. Sjálfstæðishreyfingin SWAPO barðist í rúma tvo áratugi gegn herliði Suður-Afríkumanna í Namibíu og leiðtogi hreyfingarinnar, Sam Nujoma, varð fyrsti forseti lýðveldisins. sjá fréttir . b]s 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.