Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 4
4 MökGukBLABEÐ FIMMTUDAGUR' 22. MARZ Í990 -( Eignasala upp á um 500 milljónir í burðarliðnum Álafoss hf: ÁLAFOSS hf. hefur náð óformlegu samkomulagfi um að selja húseignir að verðmæti á fimmta hundrað milljóna króna og er salan liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. „Þetta er ekki endanlega frágengið, heldur liggur fyrir að við munum ná samningum um söl- una,“ segir Ólafúr Olafsson framkvæmdastjóri Álafoss. Hann segir nú vera beðið eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um viðbótarfyrirgreiðslu til fyrirtækisins, en í fyrra var komið loforð frá Atvinnutryggingar- sjóði og Illulafjársjóði um 300 miHjónir króna. Verði af sölu eignanna, fyrir- greiðslu sjóðanna og ríkisstjómar- innar, segir Ólafur að bjartara verði framundan. „Þá erum við komnir með fyrirtækið á raunhæfan grund- völl,“ segir hann, „þá fáum við loks- ins frið til að fara að vinna.“ Ólafur segir vera um að ræða verksmiðjuhúsnæði sem nýtist fyrir- tækinu ekkert í rekstri þess og er að verðmæti á bilinu 400 til 500 milljónir króna. Húsnæðið, sem verið er að selja, er bæði á Akureyri og í Mosfellsbæ, alls 7-8 þúsund fermetr- ar, þar af tæplega tvö þúsund fer- metrar í Mosfellsbæ. Ólafur kvaðst ekki geta greint frá því enn, hveijir væru kaupendur. Hann segir þó að um nokkra aðila sé að ræða og að ríkissjóður eða ríkisstofnanir séu ekki þeirra á meðal. „Þetta er hluti af þeim aðgerðum sem við stöndum í til að rétta fyrir- tækið við. Það fyrsta var að koma rekstrinum í eðlilegt horf og annað er að reyna að losna við fjárhagsleg- ar skuldbindingar, því að reksturinn, eiginlega í hverri mynd sem hann kann að vera, getur ekki staðið undir þessum gríðarlegu fjármagns- gjöldum, sem eru fyrst og fremst vegna of mikillar fjármagnsnotkunar í rekstri og taps undanfarinna tveggja ára. Tapið náum við eðlilega ekki að hala inn aftur, en við náum að snúa rekstrinum í eðlilegt horf og losna við þessa ijárbindingu í eignum sem skila engu af sér,“ segir Ólafur. Hjá ríkisstjórninni er nú til um- ljöllunar beiðni Álafoss um aðstoð sem felst í um 200 milljóna króna fyrirgreiðslu úr Atvinnutryggingar- sjóði, 100 milljónum úr Hlutafjár- sjóði, sem áður hafði verið heitið á síðasta ári, auk viðbótar við þessar upphæðir sem ríkisstjómin þarf að taka ákvörðun um. Ólafur segst ekki vita hvaðan sú viðbót komi, enda sé það ríkisstjórnarinnar að ákveða hvaða sjóðir muni leggja það fjár- magn fram. Ríkisstjómin ætlaði að fjalla um málefni Álafoss á þriðjudag, en því var frestað til föstudags. Eftir því er beðið, því að fyrirgreiðsla sjóðanna kemur ekki fyrr en ljóst er hvað ríkis- stjómin vill gera, að sögn Ólafs. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 22. MARZ YFIRLIT í GÆR: Skammt austur af landinu er 965 mb lægð á hreyf- ingu norðaustur. Á vestanverðu Grænlandshafi er 985 mb smá- lægð á hraðri hreyfingu austur og mun verða við Vesturland um miðnætti. SPÁ: Norð- og norðvestanátt, Víöast kaldi. Él eða snjómugga á víð og dreif norðanlands og sums staðar syðst á landinu. Hiti rétt ofan við frostmark að deginum sunnanlands, en annars frost á bilinu 1—6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og norðaustanátt um mest allt land. Slydda á Suður- og Suðausturlandi, en víða snjókoma og skafrenningur í öðrum landshlutum. Hiti rétt ofan við frostmark syðst á landinu, en annars frost á bilinu 1—5 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan- og norðaustanátt, éljagangur norðanlands, en víða bjart veður syðra. Frost 2—7 stig. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * . ' V E‘ == Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður rjsm ÉKT m % T ▼' / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +4 snjókoma Reykjavík 2 skýjað Bergen 8 skýjað Helsinki 7 skýjað Kaupmannah. 8 þokumóða Narssarssuaq +10 léttskýjað / Nuuk +14 snjókoma Osló 7 rigning á s. klst. Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 6 rigning Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 13 rigning á s. kist. Barcelona 19 mistur Berlín 16 inistur Chicago 2 alskýjað Feneyjar Frankfurt 19 15 þokumóöa skýjað Glasgow 8 skúr á s. klst. Hamborg 17 rigning á s. klst. Las Palmas 27 hálfskýjað London 14 skýjað Los Angeles 13 heiðskirt Lúxemborg 13 skýjað Madríd 21 heiðskírt Malaga 18 mistur Mallorca 19 skýjað Montreal 2 skýjað New York 4 skýjað Orlando 9 heiðskírt París 17 skýjað Róm 18 heiðskirt Vín 19 léttskýjað Washington 2 heiðskírt Winnipeg | +8 skýjað ## Morgunblaðið/Þorkell Örtröð hjá Ijónadeildum „Síðustu tvær helgar og vikan þar í milli eru með því versta sem menn muna hvað tjón á bifreiðum varðar,“ sagði Þorgeir Halldórs- son forstöðumaður ökutækjatryggingadeildar Vátryggingafélags ís- lands í samtali við Morgunblaðið í gær. Undanfarið hefur verið ör- tröð hjá tjónadeildum og skoðunarstöðvum tryggingafélaganna, ekki síst eftir tjónaflóðið í óveðrinu í fyrradag. Þorgeir sagði, að sam- kvæmt þumalputtareglu væri meðaltjón á ökutækjum eftir árekstur um 100 þús. krónur. Talið er að um 100 bflar hafí skemmst á þriðju- dag, og er skotið á að eignatjón hafí verið nálægt 10 milljónum. Nýr vettvangur: Mínníhluta flokkunum boðin aðild að prófkjöri Bjarni P. og Ólína stefiia bæði á fyrsta sæti BJARNI P. Magnússon borgarfúlltrúi Alþýðuflokksins segist stefna á 1. sætið í prófkjöri sem Nýr vettvangur og Alþýðuflokkurinn efíia til helgina 7.-8. apríl, í þeim tilgangi að fulltrúi Alþýðuflokksins eigi þar sæti. Ólína Þorvarðardóttir segist einnig stefíia á það sæti. Sfjórn Nýs vettvangs heftir sent Alþýðubandalagi, Borgaraflokki, Framsóknarflokki og Kvennalista bréf og boðið þeim aðild að próf- kjörinu. Bjami P. Magnússon borgarfull- trúi Alþýðuflokksins sagði við Morg- unblaðið að hann gæfi kost á sér í 1. sætið í prófkjöri Nýs vettvangs og Alþýðuflokksins í þeim tilgangi fulltrúi Alþýðuflokksins hljóti það sæti. í grein sem Bjami skrifar í Alþýðublaðip í gær, segist hann telja að Kristín Á. Olafsdóttir borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins eigi einnig að stefna á 1. sætið þar sem eðlilegt sé að borgarfulltrúar mismunandi afla skipi efstu sætin á listanum. Bjarni segir einnig í greininni að vel megi vera að það sé vilji ein- hverra að ráða niðurstöðum próf- kjörsins fyrirfram. Bjami sagði við Morgunblaðið að hann vildi ekki úti- loka að einhvers staðar hafi það verið tilfínning manna, að samkomu- lag yrði um í hvaða sæti menn byðu sig fram, en hann hefði engum lofað neinu í því sambandi. Ólína Þorvarðardóttir, sem lýst hefur yfir þátttöku ' í prófkjörinu, sagðist ekki hafa heyrt að það kæmi til greina að gera bandalög um sæti á framboðslista Nýs vettvangs. „Ég hef alltaf skilið það þannig, að þetta yrði opið og lýðræðislegt prófkjör þar 'sem atkvæðamagn réði uppröð- un. Þar af leiðandi hef ég verið ófeim- in við að lýsa því yfír að ég stefndi á 1. sæti en mér er það ekki geð- þekk tilhugsun að farið sé að makka með röðun sæta fyrir prófkjör. Ef svo fer, er alls óvíst að ég sendi inn formlega þátttökutilkynningu í próf- kjörinu, því það þarf að vinna þetta á heiðarlegum og lýðræðislegum forsendum, og frambjóðendur bjóði sig ekki eingöngu fram í eitt sæti. Það væri í andstöðu við hugmynda- fræði listans að einhverjir flokks- hundar telji sig sjálfkjöma í trygg sæti,“ sagðr Ólína, Stjórn Nýs vettvangs sendi Al- þýðubandalagi, Borgaraflokki, Framsóknarflokki og Kvennalista, bréf sl, mánudag þar sem þeir voru beðnir að endurskoða afstöðu sína um áð bjóða fram hver í sínu lagi. Ragnheiður Davíðsdóttir formaður stjófnar Nýs vettvangs sagði að ekki hefði borist formlegt svar við neinu þessara bréfa. Raddir hafa verið um að Alþýðu- bandalagið í Reykjavík íhugi að ganga til liðs við Nýjan vettvant. Stefanía Traustadóttir formaður Abr. sagði ekkert hæft í þeim fullyrð- ingum; það hefði ekki verið rætt innan stjórnar og kjörnefndar. Hins vegar væri ljóst, að nokkrir félagar í Abr., sem urðu undir í atkvæða- greiðslu á félagsfundi um sameigin- legt framboð, hefðu snúist á sveif með Nýjum vettvangi. Mjög erfíðlega mun ganga að fá fólk í forval fyrir framboðslista Al- þýðubandalagsins. Þannig hafa þrír af fimm, sem tilnefndir vom til fram- boðs, dregið framboð sitt til baka. Gunnar H. Gunnarsson og Amór Pétursson gerðu það vegna óánægju með störf kjömefndar Abr. Sú þriðja, Auður Sveinsdóttir, sagði við Morgunblaðið, að hún hefði verið tilnefnd án hennar samþykkis, en hún var í útlöndum þegar tilnefning- ar voru sendar inn. Þegar hún kom til landsins aftur tilkynnti hún kjör- nefnd að hún ætlaði ekki að taka þátt í forvalinu. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjör Nýs vettvangs og Alþýðu- flokksins rennur út 31. mars en próf- kjörið verður helgina 7.-8. apríl. Frambjóðendur hafa heimild til að ákveða hvaða ofarlega þæeir vilja taka sæti á framboðslistanum. Próf- kjörið verður bindandi fyrir fyrstu 8 sætin. Patreksfjörður: Vinna haf- in í hrað- fiystíhúsinu Oddi hf. gengur í SH FRYSTING er nú hafin hjá Odda hf. á Patreksfirði, í húsi er áður hét Hraðfrystihús Patreksfjarð- ar. Sigurður Viggósson, frysti- hússtjóri, segir frystinguna hafa gengið vel, en hún hófst á laugar- dag. Þá hefur Oddi hf. gengið inn í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Oddi hf. á nú tvö skip, Patrek og Látravík, áður Þryip, en tekur einnig við afla Vestra. Oddi keypti fyrir nokkru þrotabú Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar og skipin Pat- rek og Þrym. Sigurður Viggósson segir að álit stjórnar fyrirtækisins hefði verið það, að rétt væri að ganga til samstarfs við SH, þann styrkari af stóru útflytjendunum tveimur, og fyrirtækið vonaðist eft- ir góðum árangri af samstarfinu. --j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.