Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 11 50 ára aftnælis- tónleikar FÍT ________Tónlist____________ RagnarBjörnsson FÍT eða Félag íslenskra tónlistar- manna hélt upp á afmælið með tón- leikum sem fram fóru í íslensku óperunni sl. laugardag. Félagsskap- ur þessi hefur ekki gert mikið af því að beija bumbur í Jjölmiðlum og hefur félagið e.t.v. gengið of langt í hlédrægninni við að kynna sig, og því margir rekið upp stór augu þegar fjölmiðlar segja allt í einu frá því með feitletruðum fyrir- sögnum að félagið muni bjóða til margradda tónlistarveislu í tilefni hálfrar aldar afmælis félagsins. Félagið hefur eðlilega tekið breyt- ingum frá því að það hóf göngu sína með tónskáld og flytjendur sem stofnendur. Tónskáldin stofnuðu sín eigin samtök og FÍT urðu samtök flytjenda og þá fyrst og fremst ein- leikara og einsöngvara. Sem aðili að Samtökum einleikarafélaga Norðurlanda hefur FÍT getað haft töluverð áhrif á þróun mála og þá ekki aðeins hér heima. Tónlistar- réttimir í óperunni vom, eins og vera ber í slíkri veislu, margir en hvorki langir né langdregnir og af ýmsum gerðum. Formaður félags- ins, Kolbeinn Bjarnason, bauð gesti velkomna og sagði fram orð liðins vitrings að besta ráðið til þess að hafa áhrif á stjómmálamenn væri að spila fyrir þá og síðan bauð hann menntamálaráðherra, Svavari Gestssyni, orðið sem tók sterkt undir þá hugmynd að reyna mátt tónlistarinnar til áhrifa á stjórn- málamenn og nefndi það sem æski- lega byijun að hefja þingfundi og jafnvel ríkisstjómarfundi með tón- listarflutningi. Undir þessa hug- mynd var vel tekið og væri þá ekki óeðlilegt að FÍT hefði hönd í bagga um verkefnaval, flytjendur og sann- gjörn og réttlát þingfararlaun. Að þessu búnu hófust tónlistaratriðin og fyrstur kom Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar og söng sig strax inn í hjörtu áheyr- enda, Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Páll Eyjólfsson gítarleik- ari léku fyrir gesti í anddyri Oper- unnar áður en aðaltónleikamir hóf- ust. Helga Ingólfsdóttir lék á semb- alinn sinn 6 radda fúguna úr Tóna- fóminni eftir J.S. Bach, Pétur Jón- asson lék á gítarinn þrjú lög eftir Manuel de Falla, Tríó Reykjavíkur, þau Guðný, Gunnar og Halldór, léku annan þátt úr Tríói op. 49 í d-moll eftir Mendelssohn, Blásarakvintett Reykjavíkur, þeir Bernharður, Ein- ar, Daði, Hafsteinn og Joseph, fluttu skemmtilega parodíu á 5. Sinfóníu Beethovens, Guðni Franz- son lék tvær smellnar bagatellur eftir Atla Ingólfsson, Anna Júlíana Sveinsdóttir og Lára Rafnsdóttir fluttu lag, Hvíti trúðurinn eftir Jón- as Tómasson við ljóð Nínu Bjarkár Árnadóttur, Kammersveit Reykjavíkur, Selma, Rut, Unnur, Sarah og Inga Rós, fluttu 1. þátt úr Píanókvintett í f-moll eftir César Franck og sem síðasti réttur voru Zigeunerlieder op. 103 eftir J. Brahms í flutningi Hamrahlíðar- kórsins undir stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Þama hefði undirritaður frekar kosið verkefni sem hentaði þessum annars ágæta skólakór bet- ur. Megi FÍT lifa áfram sem vegvís- ir fyrir íslenska tónlist til hamingju okkur öllum. • • Orlög samvinnu- hreyfingarinnar eftir Hallgrím Sveinsson Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Samb. ísl. samvinnufélaga í marga áratugi, sem vel má kalla „nestor" íslenskra samvinnumanna, spyr um það í Morgunblaðinu 1. mars 1990, hvað sé til ráða í sam- vinnuhreyfingunni. Flestir vita að þar er við mörg og erfið vandamál að eiga. Erlendur ræðir um erfiðleika hreyfingarinnar af sjónarhóli hins reynda manns. Það virðist ljóst að skipulagi þessar- ar ágætu hreyfingar verður að breyta og það fyrr en síðar, ef ekki á illa að fara. Nýjustu upplýsingar um afkomu Sambandsins á nýliðnu ári taka þar af allan vafa. Hvort það verður með útgáfu á sérstökum samvinnuhlutabréfum til að auka innstreymi eigin fjár eða alfarið með stofnun hlutafélaga, verður tíminn að leiða í ljós. En í niðurlagi greinar sinnar talar Erlendur Ein- arsson um að það þurfi að aðlaga stjórnunarmálin í hreyfingunni. Nútíminn geri nýjar kröfur til þeirra sem eigi að stjórna samvinnufélög- unum. Auðnan í samvinnuhreyfíng- unni muni fara æði mikið eftir því hvemig haldið er þar um stjórn- völinn. Þama er auðvitað verið að tala um grundvallaratriði. Það er til lítils að auka eigið fé hreyfíngarinnar, stofna hlutafélög, skuldbreyta, selja eignir og þar fram eftir götunum, ef stjómendur hennar eru ekki þeim vanda vaxnir að sjá fótum hennar forráð. Á þetta að sjálfsögðu við í öllum fýrirtækjum. Með tilvísun til orða Erlendar hér að ofan, skal þess hér með farið á leit að hann tali skýrar og skilgreini orð sín betur. Því verður að spyija eftirfar- andi spurninga: Eru stjómendur Hallgrímur Sveinsson „Með tilvísun til orða Erlendar hér að ofan, skal þess hér með farið á leit að hann tali skýr- ar og skilgreini orð sín betur.“ samvinnuhreyfíngarinnar í dag ekki með á nótunum í því rekstramm- hverfí sem þeir búa við? Hafa stjórnir kaupfélaga og ann- arra samvinnufyrirtækja bmgðist í því að veita ráðnum framkvæmda- stjórum og öðmm stjórnendum að- hald á liðnum árum? Fyrrverandi forstjóri Sambands- ins situr nú á friðarstóli og horfir yfir sviðið. Það ætti að vera honum útlátalaust að skilgreina mistök lið- inna ára ef einhver eru. Það gæti orðið mörgum til gagns. Höfundur er formaður stjárnnr Kaupfélags Dýrfirðinga A Þingeyri. Mynd mars- mánaðar í _ Listasafni ís- lands er Mat- arlandslag eftir Erró. Mynd mánaðarins í Listasafhinu MYND marsmánaðar í Lista- safni Islands er Matarlandslag (Foodscape) eftir Erró. Hér er um að rgeða olíumálverk (201X302) frá árinu 1964. Mynd- in er í eigu Nútímalistasafnsins í Stokkhólmi. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sér- fræðings á fimmtudögum kl. 13.30 og er leiðsögnin ókeypis og öllum opin. AFMÆUSVERÐ I DAG ísfugl KJÖTVINNSLAN Nóatúni 17. 2-72-52 lll.ll l»s \i. \ SVARTA PANNAN Hraðrétta veitingastaóur ÁHORNITRVGGVAGÖTU OG POSTHÚSSTRÆTIS SIMI16480 ísfugl Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit Sími: 666103 1/4 pönnukjúklingur................. Kr. 175 Pönnuborgari........................ - 130 Pönnufiskur......................... - 130 Pönnusamloka......................... - 130 Franskar kartöflur.................. - 60 Salat............................... - 30 Sósur............................... - 30 Gos (með mat)....................... - 0 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.