Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 12
1 i1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 Um breytingar á Þj óðleikhúsinu Opið bréf til Svavars Gestssonar menntamálaráðherra eftir Skúla H. Norðdahl Inngangur Svavar Gestsson menntamálaráð- herra boðaði til fundar í Þjóðleikhús- inu — til að ræða breytingar á hús- inu samfara fyrirhuguðum viðgerð- um og endurbótum. Hann var að koma til móts við óskir og yfirlýsingu stjórnar Bandalags íslenskra lista- manna. Illu heilli skýrðu fjölmiðlar af einhverjum ástæðum svo einhliða frá þeim fundi að nálgast rangfærsl- ur um hvað þar gerðist. Sagt var greinilega frá undirbún- um stuðningsræðum nokkurra eldri leikara við tillögu nefndarinnar og gamansemi hans Flosa. Þess var ekki getið að tilgangur fundarins átti að vera að skýra rök fyrir breyt- ingatillögu „byggingamefndar húss- ins“ og ræða með frjálsri jákvæðri umræðu. Það fór á annan veg. Þegar á fundinn kom var dreift fjölriti með á annan tug fullyrðinga nefndarinnar ásamt smækkuðum teikningum án tilvísunar í mæli- kvarða þeirra. í þessum gögnum var hvorki að sjá skýringu á einu eða neinu né að uppdrættir yrðu að gagni notaðir til athugana. Þá ber að geta þess að ræðutími var takmarkaður þegar að lokinni ræðu ráðherra. Ráðherra flutti aðfaraorð í upp- hafi fundar. Lét hann fundarmönn- um skiljast að komið væri í slíka tímaþröng að umræða (deila) um ákvarðanir gæti stefnt málinu í sjálf- heldu svo að ekkert yrði gert. Þeir peningar, sem hann með harðfylgi hafði útvegað til framkvæmda feng- just ekki. Slíkum málflutningi var mótmælt, vegna þess að hann er notaður af valdsmönnum til að hræða viðmæ- lendur frá að ræða rökrænt um við- fangsefnið, ef sú umræða gæti rask- að þegar teknum ákvörðunum valds- ins; í fundarlok gaf ráðherrann þijár yfírlýsjngar: 1. Ákvörðunin hefur ekki verið tekin.^ 2. í skýrslu nefndarinnar eru m.a. úttektarskýrslur um brunavarnir o.fl. 3. Ég hringi í þig, Skúli, og boða þig upp á skrifstofu mína til að ræða við þig og svara spurningum þínum. Vegna þess að ráðherrann hefur ekki boðað til þess fundar þrátt fyrir áminningar af minni hálfu, og margir hafa spurt mig um árangur fundarins, er ég knúinn til að fjalla um málið með þessum hætti. Skýrslan Svavar, þú lýstir því yfir að þú hefðir ekki tekið ákvörðun, en hefðir látið sannfærast um að tillaga bygg- ingarnefndarinnar sé hin besta. Ég vænti þess að sannfæringin byggist á mati og rökfærslum í skýrslunni. Hvemig er þá skýrslan? Skýrsla þessi er torfengin til lestr- ar og gagnrýni. Hún er aðeins til í fáum eintökum og utan um þau er haldið. Þó hefi ég fengið tækifæri til að rýna í hana. Hver er árangur- inn? í skýrslunni eru ekki birt þau ákvæði í skipunarbréfi nefndarinnar, er skilgreinir verkefni hennar utan þess að þar stendur að ráðherra hafi skipað „byggingamefnd sem skipuleggja skal framkvæmdir við endurreisn Þjóðleikhússins". í fyrsta kafla er lauslega fjallað um breytingar sem á undanfömum ámm hafa almennt orðið á búnaði á leiksviði, geymsluþarfir og aðbúnaði starfsliðs. „Þeim breytingum þarf að mæta með auknu húsrými í framtíð." Þá er því lýst yfir að „öll tæknikerfi hússins eru eðlilega úr sér gengin og úrelt“. „I nýtingaráætlun þeirri, sem hér fer á eftir em hinar ýmsu þarfir skilgreindar og settar fram lausnir til úrbóta." Um nýtingaráætlunina segir: „í apríl 1988 tók embætti húsa- meistara ríkisins saman greinargerð að beiðni Þjóðleikhússtjóra um hugs- anlega endurbyggingu Þjóðleikhúss- ins.“ Þar kom fram „að nauðsynlegt væri að endurhanna húsið í heild sinni“. Þá er talað um að tölvuteikna húsið eins og það er. „Það auðveldar einnig að færa inn allar breytingar auk þess að varðveita, hvemig Þjóð- Skúli H. Norðdahl leikhúsið er fyrir sem og eftir breyt- ingar.“ Frá árinu 1988 virðast menn vera í alvöm famir að gæla við hugmynd- ir um endurhönnun og viðamiklar breytingar á gestasvæðum hússins. Þetta virðist vera það veganesti, sem núverandi byggingamefnd legg- ur upp með, ásamt orðalagi við skip- un nefndarinnar. Um verndunarstig hússins er sagt „þó byggingin falli ekki undir lög um húsfriðun, þá hljóta allar meiri- háttar breytingar á húsinu að mæta nokkurri tregðu. Sú stefna hefur ríkt gagnvart viðhaldi Þjóðleikhússins, allt frá byggingu þess, að halda uppmnalegri gerð hússins, svo sem nokkur kostur er.“ Því er þetta rakið hér, að gmnd- völlur að skilgreiningu verkefnis byggingarnefndar virðist vera algjör endurhönnun Þjóðleikhússins ásamt stækkun þess og uppbygging um- hverfís húsið. Slík hönnun byggist á þeim forsendum, sem valdar em og hlýtur að verða önnur, ef þær for- sendur em valdar að varðveita húsið í öllum megin atriðum eins og það er upprunalega, en byggist ekki á því að gjörbreyta húsinu. Án þess að meta og rökstyðja ástæður til að gjörbylta húsinu er skilgreint og áfangaskipt verkefni að bijóta og bylta húsinu og umhverfi þess. Þó að rétt sé að í upphafi skuli endinn skoða, snýst vandamálið um upphafíð, hveijar forsendur eru vald- ar vegna þess að þar í liggja leiðirn- ar að endinum. Hér skal ekki rakinn næsti kafli um verkfræðilega staðla og reglu- gerðir, lýsingu á fyrirhuguðum fram- kvæmdum eða minnislista fyrir hönnun þ.m.'t. brunatæknilegar lausnir. Skal komið að því síðar. Ekki verður annað séð af þessum kafla en að endurhönnun og end- umýjun lagna byggist fyrst og fremst á breytingum hússins fremur en á rannsókn á ástandi þeirra og mati á því. Næst kemur kafli er nefnist „Framkvæmda- og fjármagnsáætlun 7, Heildarverk". Er þar um að ræða minnislista fýrir hönnun og hönnunarforsögn með nýtingar-, húsrýmis- og starf- semislýsingu. Þar er húsinu ekki lýst eins og það er, til viðmiðunar um hvar skórinn kreppir og úrbóta er þörf. Skyldi maður þó ætla að í svona verkefni sé það höfuðviðfangs- efni þegar velja skal forsendur breyt- inga og annarra athafna. Rökstuddar forsendur fyrir tillögum nefndarinn- ar eru nauðsynlegar svo að ráðherra og fjárveitingavald geti tekið ákvarð- anir um aðgerðir. Þá kemur kafli er kallast „Teikn- ingar 31, núverandi fyrirkomulag". Þar er skýrt frá hvaða húsrými Þjóðleikhúsið hefur til umráða. Þar eru herbergjalistar er tilgreina stærð hvers rýmis, eins og nú er og hver er áætluð stærðarþörf. Þá er dálkur er nefnist „raunhæf stækk- un“. Þessi dálkur er auður, vegna þess að ekki er metið hvaða stækkun er raunhæf m.t.t. ástæðna, sem geta hindrað möguleika á stækkun og hinu hver er munur á óskum, sem áætlun byggist á og hver er óhjá- kvæmileg þörf. Hér er farið fljótt yfir meginhluta Fín á fermingardaginn KAUPSTADUR söSss-*-- n9\a vK\ ®re o\\ana öfl*3.89S*Ur- jyx 4ÍIKUG4REHIR Skokkur/hjólabuxur úr velúr. Litir: Svart og fjólublátt. S-M 6.995,- Drengjaskyrta m.slaufu. ’ ein'it. 'n9ja. ÍMJÓDD 2.HÆÐ markaðurviðsund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.