Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 14
14 ÍÍORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGtjR 22. MARZ 1990 Tveir sellókonsertar eftir Rafn Jónsson Fjögur tónverk eftir jafnmarga höfunda verða flutt á elleftu áskrift- artónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld og hefj- ast þeir kl. 20.30. Höfundar þeirra komu frá ólíkum löndum á ólíkum tímum, þannig að óhætt er að fullyrða, að mikil breidd er í verkefnavali þessara tónleika. Verkin sem flutt verða eru: Náttreið og sólaruppkoma eftir Jean Sibelius, Sellókonsert í C-dúr eftir Jósef Haydn, Sellókonsert nr. 2 eftir Aulis Sallinen og Rhapsody Espagnol eftir Maurice Ravel. Einleikari verður finnski sellóleik- arinn Arto Noras og hljómsveitar- stjóri Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri. I vetur hafa tónaljóð Sibeliusar verið flutt og er fyrirhugað að flytja þau öll í vetur. Á þessum tónleikum er bætt við einu tónaljóðinu. Eins og önnur verk Sibeliusar tengjast þau norrænni náttúru og lífi. Nátt- reið og sólaruppkoma er expressj- ónísk lýsing á tilfinningum knapans, sem ferðast einn að næturlagi. Sól- aruppkoman er lituð hrífandi litum norðurslóða. Sibelius var eitt virtasta tónskáld Finna. Eftir hann liggja fjölmörg verk, þótt hann hafi að mestu hætt tónsmíðum á miðjum aldri. Honum hefur verið sýndur margur virðing- arvottur í heimalandi sínu, m.a. er tónlistarháskólinn í Helsinki nefndur eftir honum, Sibeliusar akademían, þaðan sem margir snjallir tónlistar- menn hafa hlotið menntun sína, þ. á m. einleikari og hljómsveitar- stjóri þessara tónleika. Haydn skrifaði sellókonsertinn 1765, nokkrum árum eftir að hann gekk til þjónustu ungverska prinsins Esterházys, sem bjó rétt handan ungversku landamæranna í AusN urríki. í höll Esterházys bjó Haydn við mikið öryggi og velmegun og skrifaði þar flest verka sinna, 83 strengjakvartetti, 80 af 104 sinfón- íum og næstum allar 'óperurnar svo eitthvað sé nefnt. Nútímatónskáldið Aulis Sallinen var um tíma framkvæmdastjóri Arto Noras Finnsku útvarpshljómsveitarinnar, kennari við Sibeliusar akademíuna í Helsinki og skipaður prófessor í list- AUJAD 50%AFS dagana 22. - 23. - 24. mars LJÓS - GJAFAVARA - HÚSGÖGN ELOHÚSHÚSGÖGN, STAKIR STÓLAR, HÆGINDASTÓLAR, B0RÐST0FUB0RÐ, SÓFAR0.FL. 0.FL. OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10-4. VERSLUNIN VERÐUR L0KUD VIKUNA 26.-31. MARS VEGNA BREYTINGA. ÞAR SEM ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM Borgartún 29. Sími 20640 um af finnska ríkinu á árunum 1976-1981. Hann hefur m.a. skrifað þtjár óperur og fjórar sinfóníur auk fjölda annarra nútímaverka fyrir einstök hljóðfæri. Franska tónskáldið Maurice Ravel hefur oft verið líkt við Debussy. Hann bjó lengst af í Parísarborg, þar sem hann skrifaði flest verk sín. Hann samdi flest verk sín á unga aldri en átti erfitt með að hljóta við- urkenningu sem tónskáld hjá frönsk- um gagnrýnendum. Hann sóttist stíft eftir að fá inngöngu í franska flugherinn í fyrri heimsstyijöldinni, en var synjað, þar sem hann þótti ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann gegndi þó herþjónustu sem sjú- krabílstjóri, m.a. í orrustunni við Verdun, sem mannfallið varð meira en áður hafði þekkst í styijöldum. Vegna sjúkdóma hætti hann her- þjónustu 1916 og breyttist þá stíll hans og tónlistin varð alvarlegri. Flestir þekkja til verka Ravels, t.d. Bolero og Shéhérazade, svo eitthvað sé nefnt. Rhapsody Espagnol er eitt fárra verka hans, sem ekki var fyrst skrifað í píanóútsetningu og var það frumflutt í París í mars 1908. Einleikari á tónleikunum á fimmtudag verður finnski sellóleik- arinn Arto Noras. Hann er tæplega fimmtugur að aldri og hóf nám í sellóleik aðeins fimm ára. Hann er í dag talinn einn fremsti sellóleikari heimsins. Verkin tvö sem hann flyt- ur eru gjörólík og sýna breidd hans sem sellóleikara. Hann hefur hlotið fjöida verðlauna fyrir sellóleik, m.a. dönsku Sonning-verðlaunin. Einnig hefur hann kennt við Sibeliusar aka- demíuna. Auk þess að leika einleik á selló með hljómsveitum víða um heim, leikur hann reglulega kam- mertónlist með Kvartett Sibeliusar akademíunnar í Tríói Helsinkiborg- ar. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Samning- ur hans við hljómsveitina var nýlega endurnýjaður til vors 1992, enda hefur hann unnið mikið og gott starf hér. Petri Sakari stundaði nám við Sibeliusar akademíuna í hljómsveit- arstjórn og fíðluleik. Hann er nú eftirsóttur hljómsveitarstjóri á Norð- urlöndum og víðar. Jafnframt leikur hann kammertónlist á fíðlu með Kouianen-kammertríóinu. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Islands. - HÁRLOS - EXEM - FLASA - LITUN - PERMANENT Fæst í allflestum apó- tekum, rakara- og hárgreiðslustofum um land allt. Dreifing: ambrosia Sími 91-680630.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.