Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 20
20 MdRGUNBIAÐlÐ FlMMÍUDAtíÚÍt 22. MARZ 1990 Sovéskar herflugvélar við ísland: Ferðum fækkaði um helming' í fyrra ORRUSTUÞOTUR frá varnarstöðinni í Keflavík flugn í veg fyrir 65 sovéskar herflugvélar á síðasta ári. Borið saman við árið 1988 lætur nærri að helmingi færri sovéskar flugvélar hafi verið á ferð við ísland í fyrra. Kemur þetta fram í nýjasta fréttabréfi Öryggismálanefhdar. Árið 1988 flugu orrustuþotur vamarliðsins í veg fyrir 120 sovéskar herflugvélar en hámarkið var árið 1985 er 170 sovéskar vélar voru á ferð í nágrenni landsins. í fréttabréf- inu kemur einnig fram að engin sveit í flugher Bandaríkjamanna hefur flogið í veg fyrir fleiri sovéskar her- flugvélar og flugsveitin í Keflavík. Hvað varðar ferðir sovéskra kaf- báta í nágrenni landsins er vísað til vitnisburðar yfirmanns Atlantshafs- herstjómar Bandaríkjanna fyrir her- málanefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings þann 7. feb. síðastliðinn er hann lýsti yfír því að ferðir sov- éskra kafbáta út á Atlantshaf væm orðnar „mjög fáar. Þykir líklegt að upplýsingar þessar eigi einnig við hafsvæðið í námunda við ísland. Vikið er að vörnum flutningaleiða Atlantshafbandalagsins (NATO) yfír Norður-Atlantshaf og segir að ekki verði séð að grundvallarbreyting hafí orðið á hernaðarlegu mikilvægi ís- lands í augum aðildarríkja banda- lagsins. Þvert á móti telji margir jafnvel að það fari vaxandi er samið hefur verið um fækkun í hefðbundn- um heijum í Evrópu. í sérstökum kafla er fjallar um afvopnun í höfunum kemur fram að þegar er hafín einhliða fækkun skammdrægra kjamavopna í skipum og kafbátum Bandaríkjamanna. Er ráðgert að fækka vopnum þessum um þriðjung. Þá er vikið að áætlun- um um fækkun í flota Bandaríkja- manna og fækkun skipa og kafbáta í flota Sovétmanna vegna úreldingar og minni nýsmíða. Er niðurstaða rit- stjóra fréttabréfsins, Alberts Jóns- sonar, framkvæmdastjóra öryggis- málanefndar, sú að spumingin sé ekki sú hvort fækkað verði í sjóherj- um heldur hvort staðið verði að slíkum niðurskurði með einhliða að- gerðum eða með gagnkvæmum samningum. Verði í fyllingu tímans samið um traustvekjandi aðgerðir í höfunum muni eftirliti með þeim samningum m.a. verða haldið uppi frá Keflavíkurstöðinni. Nú er unnið að viðamiklum breytingum á Fossvogskirkju. Morgunblaðið/Þorkell Breytingar á Fossvogskirkju NÚ ER unnið að viðamiklum endurbótum og breytingumá inn- viðum Fossvogskirlq'u. Að sögn Ásbjörns Björnssonar forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur verður skipt um gólf og einangrun í kirkjunni, nýir bekkir settir í hana og svalir stækkaðar. Þá MAGNÖSMA^Ö^J felandseldítf e^rUtsntum aUar Guðmunösson e ^ vjrKareldstoðvara^rtog hundruðUtnty^ pAnstöV-bóld nunuiuu G\nS’ sKýrvngarmynau. * ns. söaurnar eliu' ^ iSan og g og ^ ae8SSumVaa^ a áhUga Gunnat8800" . 2.480,* isvelg«reft'rG Galldór úaxness 3 to3,, — v.' v:.. 3',o3>- mun verða sett upp nýtt altari og aitaristafla. í kjölfar breyting- anna íjölgar sætum i kirkjunni úr 300 í 350, en markmið þeirra er að gera hana hlýlegri og bjart- ari. Kostnaður við breytingarnar er áætlaður um 45 milijónir króna, og er þá ótalinn kostnaður við altaristöfluna. Ásbjörn sagði að óverulegar breytingar yrðu gerðar á ytra útliti kirkjunnar. Hann sagði að breyting- amar hafi verið í bígerð um nokk- urra ára skeið. „Það var komið fram slit í einangrun og gólfí,“ sagði hann. „í stað gamla gólfsins kemur eikarparkett undir bekkina, en grá- steinsflísar á ganginn. Kórinn verð- ur að mestu óbreyttur, nema hvað nýju altari og 4 metra hárri altaris- töflu, verki Helga Gíslasonar mynd- höggvara, verður komið fyrir.“ Til að fá aukið pláss og birtu inn í kirkjuskipið verður hliðarveggjum þess að hluta til breytt að neðan- verðu. Þar verður glersteini hlaðið upp nokkm utar en núverandi vegg- ir standa. Þá verða svalir kirkjunn- ar stækkaðar, og gengið verður upp á þær úr kirkjuskipinu sjálfu, en ekki úr forstofu líkt og verið hefur. Ásbjöm sagði að kistulagningar fæm eftir sem áður fram á vegum kirkjugarðanna í nýju Fossvogskap- ellunni meðan á breytingunum stendur, en .útforum væri sinnt frá sóknarkirkjum prófastdæmisins. Ríkið árið 1989: 24.264 starfsmemi með 25,8 milljarða í laun HEILDARLAUNAGREIÐSLUR ríkissjóðs með launatengdum gjöldum á árinu 1989 voru 25.796.634.714 kr. Stöðugildi hjá rikinu með öllum afleysingarstörfúm voru 17.364 frá janúar til september 1989 og þar af 10.611 í fúllu starfi allt tímabilið. Heildar starfsmannaQöldi var 24.264. Hæstu meðaldagvinnulaun hafa félagar í Skipstjórafélagi fs- lands, kr. 172.964 á mánuði. Hæstu heildarlaunin hafa félagar í Fé- lagi íslenskra atvinnuflugmanna, 225.786. Þessar upplýsingar komu fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Unnars Þórs Böðvarssonar fyrir nokkru. Tölur um mánaðarlaun miðast við september. Heildaríjöldi stöðugilda hjá ríkinu er 17.364 og er í yfirliti sem fylgir svari ráðherra þeim skipt upp eftir stéttarfélögum. Þau fjölmennustu eru þessi: Starfsmannafélag ríkis- stofnana 4.676 (3.644,97 stöðu- gildi), Kennarasamband íslands 3.027 (2.534,67 stöðugildi), utan félaga 1.859 (233,35 stöðugildi) og 1.195 í Póstmannafélagi íslands (755,54 stöðugildi). Meðallaun fyrir dagvinnu er æði mismunandi. Félagar í Skipstjórafé- lagi íslands hafa 172.964 kr. að meðaltali á mánuði, atvinnuflug- menn 162.587, starfsmenn utan fé- laga í kjaradómsröðun 161.975 og flugvirkjar 144.188. Hæst heildarlaun á mánuði að meðaltali eru greidd til félaga í Fé- lagi atvinnuflugmanna, 225.786, næstir eru flugvirkjar með 220.292, flugumferðastjórar með 215.957 og sjúkrahúslæknar með 199.748. Áætlunarbíll frá Keflavík: Var 2 V2 tíma frá Garða- bæ til Reykjavíkur ■ ■ Keflavík. ÁÆTLUNARBÍLL frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur sem var í áætlun til Reykjavíkur var 2 1/2 tíma að komast um 7 km leið frá Garðabæ til Reykjavíkur í illviðrinu s.l. þriðjudagsmorgnn. Að sögn Sveins Guðnasonar bifreiðastjóra voru 14 farþegar í bílnum og tóku þeir töfinni með stakri ró. Lagt var af stað frá Keflavík kl. 11:30 og gekk ferðin vel þar til komið var í Garðabæinn rúm- lega tólf. Þar hafði myndast Iöng bílalest á báðum akreinum frá Arnarneshæð og náði lestin marga kílómetra. Erfiðlega gekk að greiða úr flækjunni sem varð vegna ófærðarinnar og árekstra sem urðu á Arnarneshæð. Sveinn Guðnason sem hefur ekið hjá SBK í 28 ár sagði að þetta væri með því lengsta sem hann hefði verið á leiðinni til Reykjavíkur. Hann myndi eftir 6 tíma ferðum á gamla veginum, en nú væri Arnarneshæðin versti kaflinn á leiðinni og þar væri oft erfitt að komast leiðar sinnar í illviðrum eins og gert hefði í gærmorgun. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.