Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 21
21 MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2,2, 'MAgZ, 1990 Fyrirlestur í boði heimspeki- deildar HÍ Dr. Karl-Ludwig Selig, fyrrum prófessor í spænskum bókmennt- um við Columbia-háskóla í Banda- ríkjunum, flytur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideiidar Háskóla íslands í dag, fimmtudag- inn 22. mars, kl. 17.30 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Don Quixote and the Art of the Novel“ og verður fluttur á ensku. Dr. Selig lét af starfi í fyrra vegna aldurs. Hann hefur verið útgáfu- stjóri fjölmargra bókmenntatímarita í Bandaríkjunum og er einkum kunn- ur fyrir fræðistörf og greinaskrif um verk Cervantes og Garcia Lorca. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sauðárkrókur: Hátíðarguðsþjónusta í Hóladómkirkiu Sauðárkróki. ÞEGAR Qölmargir gestir gengu til hátíðarmessu í Hóladómkirkju, sunnudaginn 11. mars, skartaði Hjaltadalur sínu fegursta vetrar- skarti. Þrátt fyrir slæma veðurspá fyrir helgina brást ekki, nú fremur en endranær, að veðursæld fylgir jafnan þeim kirkjuiegu hátiðisdögum sem fram fara á hinum fornfræga stað Hólum. Við hátíðarguðsþjónustu var því dóttir, Helga Kristjánsdóttir, Jónína Morgunblaðið/Bjðm Bjömsson Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sérstakur heiðursgestur við hátíðarmessu í Hóladómkirkju ásamt sr. Sigurði Guðmundssyni vígslubiskupi á Hólum og sr. Gísla Gunnarssyni í Glaumbæ. Stór markaður opnast í A-Þýska- landi í fyrsta lagi efltir 2-3 ár - segir Ari Halldórsson umboðsmaður í Bremerhaven „ÉG GET EKKI séð að í Austur- Þýskalandi opnist stór markaður fyrir okkur fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til þrjú ár, því Austur- Þjóðverjar eiga ekki peninga til að kaupa þá dýru vöru, sem við erum að selja hér,“ sagði Ari Halldórsson, umboðsmaður í Bremerhaven í Vestur-Þýska- landi, í samtali við Morgunblaðið. Ari sagði að vöruskortur væri í Austur-Þýskalandi og þar fengist ekki fiskur, nema á ströndinni, vegna þess að samgöngu- og simakerfið í landinu væru óvirk. Um 17 milljónir manna búa í Austur-Þýskalandi en um 60 milljónir í Vestur-Þýskalandi. „Á meðan ekki er búið að gera neinar breytingar í peningamálum í Austur-Þýskalandi er það einung- is markaður fyrir ódýra vöru, til dæmis Norðursjávarsíld," sagði Ari Halldórsson. Ari sagði að Austur- Þjóðveijar keyptu ekki karfaflök út úr búð fyrir 15 til 20 mörk, eins og Vestur-Þjóðverjar gerðu. „Við erum annars vegar með frosin karfaflök og hins vegar ferskan karfa. Ferski karfinn er flakaður og roðflettur hér og síðan er hann sendur beint á markaðinn. Verð á þessum karfa fer niður í 12 mörk í Norður-Þýskalandi en upp í rúm- lega 30 mörk í Suður-Þýskalandi.“ Ari sagði að kaupgeta Vestur- Þjóðveija hefði aukist verulega á undanförnum árum vegna töluverðs launaskriðs og lítillar verðbólgu. „Síld er hér á svipuðu verði í vest- ur-þýskri mynt og árið 1962, þann- ig að hún hefur i raun fallið gífur- lega í verði. Karfaverðið hefur hins vegar hangið í verðbólgunni. Evr- ópubandalagið greiðir niður land- búnaðarafurðir og hér hefur verð á landbúnaðarafurðum hækkað mun minna en verð á sjávarafurðum. Austur-Þjóðveijar verða því fyrst um sinn nauðbeygðir til að kaupa landbúnaðarafurðir, þar sem þeir hafa lág laun,“ sagði Ari. Hann sagði að Austur-Þjóðveijar gerðu út frystiskip, sem veiddu til dæmis karfa í Norður-Atlantshafi. Þeir seldu þennan fisk í Vestur- Þýskalandi, að vissu leyti í sam- keppni við okkar karfa. Ari sagði að mjög gott verð hefði fengist á fiskmarkaðinum í Bremer- haven frá miðjum nóvember í fyrra. „Enda þótt útflutningskvótar á ísfiski séu umdeildir, hafa þeir þó skilað þeim árangri að hér hefur fengist mjög gott verð,“ sagði Ari Halldórsson. fagnað að nú er að fullu lokið endur: gerð kirkjunnar að utan og innan, kirkjugarður hefur verið skipulagður og lagfærður og höfuðdjásn íslenskra kirkjugripa, altarisbríkin forna, sem Jón biskup Arason gaf kirkjunni á sínum tíma og hefur að undanfömu verið til viðgerðar, er nú komin á sinn stað yfir altarinu. Þá var við messuna vígt nýtt og vandað pípu- orgel af Fröebenius gerð. Sérstakur heiðursgestur á þessum hátíðisdegi var frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands. Við guðsþjónustuna prédikaði sr. Hjálmar Jónsson prófastur Skagfirð- inga á Sauðárkróki og tók hann til- efni af endurgerð kirkjunnar í prédik- un sinni, þannig að með líkum hætti skyldi fólk byggja upp líf sitt og samfélag, þar sem grundvöllur bygg- ingarinnar er Jesús Kristur. Fyrir altari þjónuðu sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Hólum og sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ. Sameinaðir kirkjukórar prófasts- dæmisins sungu undir stjóm Hauks Guðlaugssonar söngmálastjóra, en organleik önnuðust: Anna K. Jóns- Sigurðardóttir, Rögnvaldur Val- bergsson, Sólveig S. Einarsdóttir og Stefán Gíslason allt starfandi organ- istar í kirkjum prófastsdæmisins. Að lokinni hátíðarguðsþjónustunni fluttu ávörp sr. Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup, Oli Þ. Guðbjartsson kirkjumálaráðherra og Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri, sem haft hefur yfirumsjón með fram- kvæmdum þeim sem gerðar hafa verið við kirkjuna á Hólum. Eftir athöfnina þágu gestir veit- ingar í húsnæði Bændaskólans, en síðan skoðaði frú Vigdís Finnboga- dóttir kirkjuna undir leiðsögn heima- manna og Þorsteins Gunnarssonar . arkiteks, en hann hefur annast hönn- un framkvæmdanna við kirkjuna ásamt Ríkharði Kristjánssyni verk- fræðingi. Með athöfn þessari er endanlega xlokið öllum þeim umfangsmiklu framkvæmdum við Hóladómkirkju, sem hófust haustið 1986, og er það mál manna að nú sé Hóladómkirkja eitt fegursta og virðulegasta guðshús landsins. - BB éimsins vinsaelnstí fjórhjóladrifsbill 16 ventla, geysiöflug 1800 cc vél með beinni innspýtingu. 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. Sítengt fjórhjóladrif, það fullkomnasta fró Subaru. Sjólfstæð gormafjöðrun ó hverju hjóli. Fimm qíra eða sjólfskiptinq, sem er Aflstýri og veltistýri. Samlæsing í hurðum og afturhlera. Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. Rafdrifnir speglar. Höfuðpúðar ó aftursætum. Upphituð afturrúða með rúðuþurrku r>n cnrniitn um LITIÐ VIÐ HJA NEÐANGREINDUM UMBOÐSAÐILUM OKKAR: Björn Lórusson, Bjarkargrund 1 2, Akranesi. Flugfélagid Ernir, ísafjarðarflugvelli. Bifreióaverkstæðið Áki, Sæmundargötu lb, Sauðórkróki. Bifreiðaverkstæði Siguróar Valdimarssonar, Oseyri 5, Akureyri. Ogá verdi sem einungis Subaru getur boðid. Verð á Legacy Zedanfrá kr. 1.299.000,- Bifreiðaverkstæði Tryggvo Guðmundssonar, Haukamýri 1, Húsavík. Bifreiðaverkstæðið Lykill, Búðareyri 25, Reyðarfirði. Bílverk, Víkurbraut 4, Höfn í Hornafirði. BG bílasala, Grófinni 8, Keflavík. Aktu ekki út í óvissuna — aktu á Subaru Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2, sími 674000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.