Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 Kína; Framlög til hersins stóraukin Ráðamenn segja efiia- hagsástandið slæmt Peking. Reuter, dpa. KÍNVERSKA stjórnin ætlar að auka verulega útgjöld til varn- armála og einnig niðurgreiðslur og styrki til ríkisrekinna fyrir- tækja. Kom þetta fram þegar Qárlögin voru kynnt þinginu en Wang Bingqian flármálaráð- herra sagði, að ástandið í kínversku efiiahagslífi væri mjög slæmt. Framlögin til hersins eiga að hækka um 15,2% og segja vest- rænir stjómarerindrekar, að með hækkuninni sé augljóslega verið að þakka hemum atlöguna að námsmönnum og öðmm, sem kröfðust lýðræðis í landinu. Kínverskir ráðamenn hafa nú meiri áhyggjur en áður af hemum sem pólitísku afli, ekki síst eftir að rúmenski herinn steypti Ceau- sescu af stóli. Bingqian fjármálaráðherra sagði, að ástandið væri slæmt og erfiðir tímar framundan og boðaði aukna styrki við ríkisfyrirtæki og meiri niðurgreiðslur á almennu vöruverði. Tekjur ríkisins á þessu íjárhagsári era áætlaðar 68,6 milljarðar dollara en í niðurgreiðsl- ur og styrki fara um 22 milljarðar. Kínverska stjómin greip til strangra aðhaldsaðgerða í fyrra af ótta við vaxandi verðbólgu en Zou Jiahua áætlunarmálaráðherra sagði, að ráðstafanimar hefðu einnig valdið miklum samdrætti í iðnframleiðslu, markaðsstöðnun, Qárskorti og uppsögnum og jafn- vel lokunum margra fyrirtækja. Kvaðst hann vita, að margir ættu erfitt með að draga fram lífið og atvinnuleysið færi vaxandi. Þrír biðu bana í Tirgu Mures Þrír menn biðu bana í átökum, sem brotist hafa út á milli Ungveija og Rúmena í rúmenska bænum Tirgu Mures, að því er talsmenn hersins sögðu í gær. Um 500 hermenn og tólf skriðdrekar vora sendir til bæjar- ins eftir að að lýst hafði verið yfir neyðarástandi í bænum á þriðjudag. Á myndinni veifa rúmenskir þjóð- emissinnar fána landsins á útifundi sem haldinn var í Tirgu Mures í fyrradag. Breski íhaldsflokkurinn: Reglum um leiðtoga- kjör breytt St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. REGLUM um framboð í leiðtoga- kjöri breska íhaldsflokksins verð- ur breytt fyrir haustið. 1922- nefiidin svokallaða, sem er helzta valdanefhd þingflokks íhalds- flokksins, hefúr að undanförnu athugað, hvemig bezt sé að breyta reglunum um framboð í leiðtoga- kjöri flokksins. Ástæðan til þessa er framboð Sir Anthonys Meyers gegn Thatcher á sl. hausti, en það þótti vonlaust frá upphafi. Samkvæmt núgildandi regl- um þarf þingmaður, sem hyggst bjóða sig fram til leiðtoga, einungis að tryggja sér stuðning tveggja þing- manna og njóta þeir nafnleyndar. Talið er að þær breytingar verði gerðar, að nafnleyndinni verði aflétt og krafízt stuðnings að minnsta kosti 25 þingmanna við hvern frambjóð- anda eða 5% þingflokksins. George Younger, fyrrum vamar- málaráðherra, sagði um helgina að stöðugar gróusögur í fjölmiðlum um væntanleg framboð gegn forsætis- ráðherranum á haustdögum græfu undan stjórnvoldum. Namibía loks sjálfstætt ríki: SWAPO hvetur hvíta menn til að yfirgefa ekki landið Windhoek. Reuter, dpa. TUGÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á götum Windhoek, höfuð- borgar Namibíu, í gær til að fagna sjálfstæði sem tók gildi á miðnætti á þriðjudagskvöld. Skömmu síðar var suður-afríski fáninn dreginn nið- ur, athöfnin tafðist um nokkrar mínútur af ýmsum ástæðum. „Niður, niður,“ hrópaði óþolinmótt fólkið og átti við gamla fánann. Almenning- ur fyllti íþróttaleikvanginn þar sem sjálfstæðisathöfnin fór formlega fram í viðurvist fjölda erlendra gesta. Svartur hermaður dró nýjan fána Sem kostað hefur þúsundir lífið var lýðveldisins að hún; 75 ára yfirráðum Suður-Afríku var lokið og meira en tveggja áratuga sjálfstæðisbarátta Bjartsýni ríkir og miklar væntingar —segir Dóra Stefánsdóttir í Windhoek DÓRA Stefánsdóttir býr í höfúðborginni Windhoek. Hún er búin að vera i mánuð í landinu til að kynna sér hvernig Þróunarsam- vinnustofnun íslands geti best liðsinnt nýja lýðveldinu sem var ein af siðustu nýlendum Evrópumanna í Afríku; Spánverjar ráða enn tveim litlum svæðum á norðurströnd álfúnnar. í símaviðtali við Morgunblaðið síðdegis í gær sagði Dóra hátíðar- höldin hafa farið einstaklega vel og skipulega fram, mikill myndar- bragur á öllu. Sumum hefðu þótt ræður erlendu gestanna, þ. á m. Perez de Cuellars, framkvæmda- stjóra SÞ, og F.W. de Klerks, for- seta Suður-Afríku, í Iengra lagi, og sjálfstæðisyfirlýsingin hefði taf- ist nokkrar mínútur fram yfir mið- nætti. Margir hefðu verið komnir á leikvanginn strax um daginn, þá rigndi nokkuð, og því verið orðnir óþolinmóðir. „Þingið hóf störf snemma um morgunínn, Nujoma setti það, og eftir Hádegið flutti hann ræðu á fjÖldafundi í borginni og var ákaft fagnað. Hann varaði fólkið við þvi að búast við of miklu, ekki væri hægt að gera allt í einu. Hér í Windhoek ríkir mikil bjart- sýni og norður í Ovambo-landi, þar sem meirihluti blokkumannanna býr, er hún sögð enn meiri, mér er sagt að þar búist fólk við því að allir fái hús af himnum ofan og vinnu strax.“ Að sögn Dóru telja hvítir menn líkur á að þróunin verði friðsamleg í Namibíu; mun meiri hætta sé á borgarastyijöld í Suð- ur-Afríku. Dóra sagði ljóst að íslendingar gætu helst aðstoðað Namibíumenn í sambandi við hafrannsóknir. Er- lend fiskiskip, einkum spænsk, sov- ésk.og rúmensk en einnig japönsk, hafa um árabil stundað ægilega rányrkju við landið. „Spánveijamir fóðra pokana að innan með þétt- riðnasta neti sém fínnst. Útlendu skipin eru hér sum á grannslóð alveg uppi í kartöflugörðunum, eins og sagt væri á íslandi, þau sjást vel úr landi. Taldar eru líkur á að stjómin lýsi fijótlega yfir 200 mílna físk- veiðisögu en vandinn er sá að þeir eiga aðeins einn varðbát, auk tveggja smábáta. Varðbáturinn er reyndar gömul lystisnekkja og mjög vont sjóskip. Skipstjórinn er alltaf grænn og gulur í framan þegar hann kemur í land! Samning- ar standa yfír við Norðmenn og mögulegt að þeir fái einkafyrir- tæki, sem tekið hefur að sér land- helgisgæslil á Kyrrahafi, til að að- stoða Namiþíumenn en Norðmenn greiði kostnaðinn." Dóra sagði líkur á að Spánverj- um tækist að fá veiðiheimildir hjá stjómvöldum, staða þeirra væri sterkari en A-Evrópuþjóðanna vegna aðildar hinna fyrmefndu að Evrópubandalaginu og þeirri'efna- hagsaðstoð sem bandalagið gæti / boðið. loksins á enda. Margir viðstaddra grétu en aðrir lyftu steyttum bar- áttuhnefa. Framtíðarhorfur virðast að mörgu ieyti betri í Namibíu, sem var þýsk nýlenda fram í fyrra heimsstríð, en í flestum Afríkulöndum. Erfítt verður þó fyrir Sam Nujoma forseta að upp- fylla allar væntingar landsmanna. Stjómarflokkur SWAPO hefur und- anfama mánuði breytt áherslum sínum og lagt af sósíalíska miðstýr- ingarstefnu. Hann boðar ekki lengur þjóðnýtingu en þess í stað frjálst framtak einstaklinga og hvetur hvíta menn eindregið til að fara ekki úr landi. Flestar námur og búgarðar eru í höndum hvíta minnihlutans, um 80.000 manna, en alls eru landsmenn um 1,5 milljón. Nujoma hefur skipað marga óháða sérfræðinga, þar af tvo hvíta, í fyrstu ríkisstjóm sína sem sór embættiseiða í gær og þykir það lofa góðu um framhaldið. Namibía hefur nú lýðræðislegustu ríkisstjóm í allri Afríku, Sameinuðu þjóðimar sáu um fyrstu kosningarnar, en mörg vandamál eru enn óleyst. Suður- Afríkumenn ráða áfram yfír helstu höfn landsins, Walvis Bay, en segj- ast vilja ræða framtíð hennar við Namibíumenn. Reuter Sam Nujoma sver embættiseið sem fyrsti forseti Namibíu i gær en Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, les honum eiðstafinn. Suð- ur-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela og kona hans, Winnie, áttu að vera með öðrum fyrirmennum á heiðurspalli. Vegna gífúrlegra þrengsla á pall- inum vísuðu samviskusamir ör- yggisverðir nokkrum gestum frá og voru Mandela-hjónin meðal hinna óheppnu. Shamir harðorður um Verkamannaflokkinn; Likud-flokkurinn sakar Peres A um að stofiia Israel í hættu Jerúsalcm. Reuter. Likudflokkurinn í ísrael gerir nú hvað hann getur til að hindra, að Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins, takist að mynda ríkis- stjórn en hann hefur þrjár vikur til að afla sér stuðnings 61 þing- manns. Sakar Likudflokkurinn Peres meðal annars um tilræði við land og þjóð með áætlunum sínum um friðarviðræður við Palestínumenn. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra og leiðtogi Likudflokksins, hafnaði í gær boði Peresar um stjómarsam- starf og flokksbróðir hans, Moshe Katsav samgönguráðherra, sagði, að stefna Peresar leiddi augljóslega til stofnunar ríkis Paiestínumanna, sem væri stórhættulegt fyrir ísrael. Peres hefur fallist á tillögu Bandaríkja- stjórnar um viðræður við Palestínu- menn í Kairó en Likudflokkurinn er andvígur þeim og á þessu máli klofn- aði stjórnin. Verkamannaflokkurinn hefur 39 þingmenn sjálfur en nýtur stuðnings 60 þingmanna í stjómarmyndunar- viðræðunum eða helmings þingsins. Vantar þá ekki nema einn þingmann til að formlegur meirihluti sé fyrir hendi en talið er, að það geti reynst Peres þrautin þyngri að finna hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.