Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 NEYTENDAMAL igötið er geymt í kæli en ekki fryst. í afiurðirnar fer aðeins kjöt af nýslá- truðu. Kjötskrokkurinn er hlutaður í sundur eftir ákveðnum reglum. Svínasíður liggja á borði. Kjötið í kjötsaxara. Hráeftii í peparóni saxað og blandað. Pylsueftiið látið í gervigarnir og sett á rekka. afmyndar nef og gerir svínin við- kvæmari fyrir lungnabólgu. Bólu- efni er gefið gegn sýkinni. Ung- viði er sprautað með járni. Dýrin fæðast með háa járnprósentu í blóði sem dettur fljótt niður og þeim er því gefið járn. Einnig fá þau vítamín. Vígtennurnar eru klipptar svo þær skemmi ekki spenana. Aukeftii í svínaafurðum — Hvaða íblöndunarefni eru í svínaafurðum? „Það er fylgt öllum reglum í því efni,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að öll íblöndunarefni væru gefín upp á innihaldslýsingu mat- vælanna og hann kallaði aðstoðar- mann sinn, Einar Sigurðsson framleiðslustjóra, sér til fulltingis. Einar var spurður um notkun á kemískt umbreyttum sterkjuefn- um sem falla í E1400-flokkinn á aukefnalistanum. En þessi efni, sem margir þola illa, geta bundið mikið magn af vatni og fitu. Ein- ar sagði að þetta væri umdeilt efni og þeir notuðu það ekki. Margir hafa ofnæmi fyrir þriðja kryddinu, en það er monosodium glutamate (MSG) (E621). Þar sem fólk fær þetta efni í öllum kjötkrafti og kryddi eins og aro- mati, hefur fyrirtækið minnkað mjög notkun á því. (Ungum börn- um á ekki að gefa mat sem inni- heldur þriðja kryddið.) Fýrir nokkrum árum setti fyrirtækið á markað álegg sem ætlað er sér- staklega fyrir þá sem haldnir eru glúteinofnæmi. Þorvaldur sagði að umbúðirnar hefðu verið sér- staklega merktar, en áleggið hefði ekki selst. Fyrirtækið framleiðir nú fjórar tegundir af áleggi og bjórpylsur sem eru án hveitis. Reykt í beyki Gljáandi reykofn var í vinns- lusal og í gegnum glugga á ofnin- um mátti sjá hamborgarhryggi í reykingu. Blaðamaður hafði verið „heppinn með hrygginn í ár“ og spurði um reykinguna. í reykinn fer aðallega beyki og einir sem gefur bragðið. Reykurinn er fyrst hreinsaður í sérstöku tæki og só- tið fellt út og síðan settur í ofninn og eru hamborgarhryggimir 'reyktir í 4'/z tíma. Ilm lagði frá ofninum. Við skoðuðum einnig pökkun- arsal áleggs og voru starfsstúlkur að leggja síðustu hönd á pökkun lúxus-beikons sem Þorvaldur sagði að nyti vaxandi vinsælda neytenda. Að síðustu skoðuðum við kæli, þar sem álegg er geymt áður en það fer á markað. Vinnsla gæðavöru — Spurningunni um hvernig hægt sé að halda uppi vörugæð- um, svaraði Þorvaldur á þann veg, að varan væri mun stöðugri og betri þegar aðeins væri unnið úr einni tegund hráefnis og úr hráefni sem væri nýtt og hefði aldrei frosið. M. Þorv. Speki dagsins Aldrei er svo mögur steik að ei dijúpi nokkuð af. Svínakjöt var á borðum til forna Búfjárstofn og svínarækt NÚ UM nokkurt skeið hefur því verið haldið fram, bæði í ræðu og riti, að aðför sé gerð að íslenskum landbúnaði. Öll umræða um land- búnaðarafurðir er sögð vera til þess eins, að gera landsmenn frá- hverfa afurðunum landbúnaðar- ins, þ.e. lambakjötinu. Aðeins sauðkindin ein virðist nú talin til búfjár, annað fellur undir hlið- arbúgreinar. Þetta er reyndar misskilningur og tímabært að menn nái áttum í þessum málum. Sauðkindin í aldanna rás Sauðkindin er sögð hafa verið lífakkeri þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Talsvert mun það nú orðum aukið, eftir því sem sögubækur herma, enda var búfj- árstofninn fjölbreyttari fyrrum en hann telst vera í dag. Til forna voru nautgripir algegir í búfjár- stofni bænda og var nautakjöt daglega á borðum landsmanna, a.m.k. hinna efnaðri. Sauðkindin var aftur á móti ræktuð til mjólk- urframleiðslu en þó aðallega vegna ullarinnar. Alifuglarækt hefur verið hér og einnig svína- rækt eins og hin mörgu örnefni víða um land gefa til kynna. Aukning virðist hafa orðið í kindakjötsframleiðslu í landinu eftir að Danir gerðust kaup- mangarar hér á landi um 1600. Kjötið fengu þeir ódýrt og söltuðu fyrir heri Danaveldis. Landsmenn ekki fráhverfir góðum mat Sú fullyrðing að umræða geri landsmenn fráhverfa neyslu á einni matartegund eða annarri, stenst ekki. Það er í beinni and- stöðu við hið sanna eðli Islend- ingsins að láta slíkt hafa áhrif á sig. Við landar erum ekki vanir að láta einn eða neinn segja okk- ur hvað við eigum að borða og hvað ekki. Ef við á annað borð höfum hugsað okkur að borða eitt fremur en annað, þá gerum við það. Við bregðumst þversum við hverskonar ráðum og ábend- ingu og étum jafnvel óhollt til að sýna hinum aðilanum fram á að hann hafi haft rangt fyrir sér. Við látum þó gjaman álit okkar í ljósi þegar kemur að gæðum matvæla, jafnvel þó um lambakjöt sé að ræða. Þyki okkur kjötið feitt eða of seigt, þá snúum við okkur bara öðrum kjöttegundum eins og t.d. svínakjöti, rétt eins og menn gerðu til foma. Ali á hvers manns diski Svínakjöt er í auknum mæli á borðum landsmanna. Við brugð- um okkur bæjarleið, blaðamaður Mbl. og Þorkell Þorkelsson ljós- myndari, og heimsóttum höfuð- stöðvar „Ali“ við Dalshraun í Hafnarfirði, til að kanna hvemig staðið er að svínakjötsfamleiðslu í dag. Ali er eins og flestir vita vörumerki á svínakjötsafurðum frá fyrirtækinu Síld og fiskur. Við knúðum dyra og bauð eig- andi fyrirtækisins Þorvaldur Guð- mundsson okkur í kynnisferð um sali fyrirtækisins. Það vakti at- hygli okkar, þegar inn I þetta matvælafyrirtæki var komið, að málverk prýða þar alla veggi, vinnslusalir eru þó undanskildir. Ef til vill er það fyrir áhrif lista- gyðjunnar að svo lystilega hefur tekist til með framleiðsluna. En Ali-framleiðslan þykir hafa sýnt og sannað að hægt er framleiða matvæli í gæðaflokki hér á ís- landi. Ræktun Ali-svína Á vistlegri skrifstofu komum við beint að efninu og spurðum Þorvald hvenær hann hefði hafið ræktun Ali-svína. „Svínaræktin var hafin á Minni-Vatnsleysu árið 1954, sagði Þorvaldur. „Stofninn er blanda tveggja stofna. Annar var dansk- ur landsvínastofn frá Högna Hall- dórssyni sem var með svínabú á Langholtsvegi og hinn enskur Hampshire-stofn frá ísaki bóndi á Bjargi á Seltjarnanesi. Þessi blanda hefur átt mjög vel við að- stæður hér. í gegnum árin hefur verið reynt að velja það besta til Þorvaldur Guðmundsson: Okkar stolt er beikon, ham- borgarhryggir og allskonar álegg. undaneldis og er árangurinn Ali- grísinn, sem við teljum vera með betra svínakjöti sem er á mark- aðnum í dag.“ Þorvaldur sagði að þeir hefðu byijað með með 90 gyltur, nú væru þær 350 og hefði þeim ver- ið fjölgað eftir kröfum markaðar- ins. Svínakjöt er orðið mjög vin- sælt, einnig hefur aukist notkun á beikoni og skinku í allskonar rétti eins og t.d. í pizzur. Hann sagði að svínakjöt og svínafeiti væri nauðsynlegt í allar pylsur sem framleiddar eru í dag og á þann hátt getur svínakjötsfram- leiðslan orðið til að auka nýtingu á kýrkjöti. „Okkar stolt er beikon, ham- borgarhryggur og allskonar álegg,“ sagði Þorvaldur. „Við er- um með fjölmargar tegundir af áleggi, kæfu, pylsum og skinku, allt úr svínakjöti. Við erum einnig með frá gamalli tíð uppskrift af kindakæfu sem móðir mín lagaði þegar við vorum með „Síld og Fisk“ í Bergstaðastræti. Meðal nýrra afurða sem fyrirtækið hefur þróað eru léttsaltaðir svínahrygg- ir. Þeir hafa verið mikið notaðir í veislur og á veitingastöðum og hafa líkað vel.“ Sýking og lyf í svínarækt Við spurðum um lyfjanotkun í svínarækt. Þorvaldur sagði að íslenski stofninn hefði verið mikið til laus við þá sjúkdóma sem almennt herja í svínarækt t.d. í Evrópu. Dýralæknar fylgdust með svínabúunum og slátrun og væru til aðstoðar ef eitthvað kæmi upp á. Það sem helst hijáði svínastofn- inn væri halabit og nefsýki en hún Einar Sigurðson sýnir hamborgarhryggi í reyk. Morgu n blaðið/Þorkell Við pökkun áleggs eru 15 grömm dreg- in frá vigt vegna umbúða. Peparóni-pylsur eru ekki soðnar heldur þurrkaðar i ofni. Lúxus-beikon á leið á neytendamarkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.