Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ F1MMTUJ)AGUK 22. MARZ 4990 89 Helga Lovísa Kemp — Minning Enginn veit hvað skammt er milli gleði og harms nema sá sem reynt hefur. Hvern gat grunað að sú sem kvödd var að kvöldi dags alheil og með gleðimál_ á vörum hvíldi örend þegar nýr dagur rann. Samt er þetta veruleikinn sjálfur í öllu sínu miskunnarleysi. Staðreynd sem vinir og hinir nánustu verða að lúta, örlagadómur sem enginn fær haggað. Svo undrafljótt skipað- ist veður í lofti að við sem héldum í átt mót sumri og sól urðum að snúa aftur með sorg í hjarta og full af söknuði. Lovísa var mikill vinur vina sinna, aldrei reyndist hún mér betur en þegar ég þurfti mest á hjálp að halda og aldrei kom bet- ur í ljós hvern mann hún hafði að geyma en þegar þörfin var mest fyrir góðsemi hennar og mann- gæsku. Hún var ekki einungis skemmtileg og glæsileg. Sú gull- trygging mannkosta og mannlegrar u hlýju sem að baki bjó var samt miklu meira virði. Við fráfall henn- ar verður þeim sem þekktu hana best líkt innanbijóst og skáldinu sem kvað: Eftir ein á strönd við stöndum, störum eftir dökkum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum lætur út á hafið dökkva. Eftir lifir minningin um kæra vinkonu sem hvarf svo skyndilega og óvænt. Hennar verður saknað sárt og lengi, en jafnframt ber okk- ur sem eftir lifum að þakka fyrir þá gleði og gæfu sem því var sam- fara að hafa þekkt hana og notið návistar og alls þess góða sem hún gaf okkur. Drífa Garðarsdóttir Með hryggð í huga skrifa ég þessi kveðjuorð um kæra vinkonu mína. Andlát hennar bar brátt að, þar sem þau hjónin voru á ferðalagi erlendis. Glöð og hress að vanda kvaddi hún ntig tveim dögum fyrir brottför, kom því þessi harmafregn okkur á óvart, þar sem við vinir hennar vissum ekki annað en hún væri heil heilsu. En dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér, þess urðum við óþyrmilega vör nú. Við Lúlla kynntumst ungar að árum — glæsileg ung stúlka sem tekið var eftir hvar sem hún fór. Vinátta okkar hefur staðið í um 40 ára skeið, þrátt fyrir búsetu er- lendis um árabil hélst tryggð henn- ar. Gott er að minnast ótal margra samverustunda, sem aldrei bar skugga á. Lúlla var gæfumanneskja í einkalífi sínu, hún átti góðan mann Hrafnkel Helgason, yfirlækni á Vífilsstöðum. Þar hefur rausnarlegt heimili þeirra staðið um árabil. Lúlla átti stóra ijölskyldu, sem var henni mjög kær, gerði hún sitt til að halda við fjölskyldutengslum, og naut þess að taka á móti og veita af rausn. Dugnaði hennar og hjálpsemi var viðbrugðið. Lúlla og Hrafnkell eignuðust þrjú mannvænleg börn. Þau eru Helgi skipstjóri, kona hans er Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, börn þeirra eru 3; Stella Stefanía hjúkr- unarfræðingur, maki Einar Sigur- geirsson skipstjóri, börn þeirra eru fjögur;. Hrefna Lovísa, maður hennar er Gunnar Karl Guðmunds- son, barn þeirra — óskírð stúlka. Barnabörnin voru Lovísu sér- stakur gleðigjafi og naut hún þess að hafa þau hjá sér og gæta þeirra hvenær sem þörf og tækifæri gafst. Litla óskírða dóttir Hrefnú Lovísu fer á mis við að kynnast ást og umhyggju ömmu sinnar. Að leiðarlokum minnumst við, systur minar, Dóra og Hædy, Lúllu og söknum vinar í stað, þökkum fyrir góðar stundir saman á lífsleið- inni. Ykkur ástvinum hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Halla Bergþórsdóttir Síst hvarflaði það að okkur, þeg- ar við kvöddum gestgjafa okkar, þau Helgu Lovísu Kemp og Hrafn- kel Helgason yfirlækni, í lok góðrar veislu á Vífilsstöðum nokkrum dög- um fyrir Spánarferð þeirra hjóna, að þetta væri síðasta skiptið sem við nytum samvista við Helgu Lovísu. Sú er þó raunin — Helga Lovísa andaðist suður á Spáni hinn 8. marz sl. Ótímabært fráfall góðs vinar, sem ekki var vitað að kenndi sér nokkurs meins, kemur mikið og illa á óvart og skilur eftir sársauka. Helga Lovísa, vinkona okkar, var glæsileg kona, greind og skemmti- leg. Hún var ein af níu börnum Elísabetar Stefánsdóttur og Lúðvíks Kemp vegavinnuverk- stjóra, sem kennd voru við Illuga- staði í Skefilsstaðahreppi í Skaga- firði. Þar fæddist Helga Lovísa. Hún var mikil Skagfirðingur og taldi, eins og margir aðrir, það hér- að hið fegursta og sagnaríkasta á landinu. Við ætlum ekki að rekja æviferil Helgu Lovísu í þessum orðum, að- eins að bregða upp nokkrum minn- ingabrotum og segja frá kynnum okkar af henni. Við höfum átt því láni að fagna Guðjón Árnason vélstjóri - Minning Fæddur 22. febrúar 1909 Dainn 13. marz 1990 Þriðjudaginn 13. marz bárust okkur þær sorgarfréttir að afi okk- ar, Guðjón Árnason vélstjóri, hefði dáið þá um kvöldið, 81 árs að aldri. Sú fregn kom eins og reiðarslag, því þrátt fyrir að hann hefði átt við veikindi að stríða var hann farinn að hressast á ný þegar kallið kom. Afi var alla tíð hvers manns hug- ljúfi, hress og kátur og fórum við bræðurnir ekki varhluta af því. Með þessum fáu línum viljum við þakka honum fyrir samverustundirnar sem voru margar og ánægjulegar. Minninguna um hann munum við ávallt geyma í hjörtum okkar og vitum að vel verður tekið á móti honum á nýjum samastað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Megi Guð geyma minninguna um afa. Guðjón, Magnús og Jónas Árnasynir. að vera í hópi vina Helgu Lovísu og Hrafnkels og eigum margar bjartar minningar um gleðilegar samverustundir með þeim. Árlega höfum við verið boðin í mikla gæsa- veislu á Vífilsstöðum og var til- hlökkunin ætíð jafnmikil. Hús- bóndinn skaut gæsir á haustin, húsfreyjan gerði að þeim, safnaði þeim í frystikistuna og átti föng i nokkrar veislur á ári. Sátu að jafn- aði 12 til 20 manns þessar veislur, setið var til borðs og nutu gestir í ríkum mæli frábærs matar, gest- risni, hlýju og rausnar húsráðenda. Við höfum ferðast saman m.a. til Austurlanda fjær í hópi vina og skólafélaga. Hæst ber þó í minning- unni hópferð í Skagafjörðinn, þegar Helga Lovísa bauð okkur í sextugs- afmæli sitt 17. júní 1985. Við mátt- um enga afmælisgjöf færa henni, gjöfin átti að vera sú að taka þátt í ferðalagi til Skagafjarðar, á æsku- stöðvar hennar og meðal annars að fara út í Drangey. Helga Lovísa kvaðst þess fullviss að forsjónin myndi sjá okkur fyrir góðu veðri og það gekk svo sannarlega eftir. Leigð var rúta með bílstjóra, og í för voru — auk Helgu Lovísu og Hrafnkels — börn þeirra, tengda- börn, barnabörn, skyldfólk og góðir vinir. Haldið var norður og gist þijár nætur í Varmahlíð en farið á daginn inn í Skagafjarðardali og um allt úthéraðið. Minnisstætt er til dæmis, að í námunda við Örlygs- staði lýsti Hrafnkell Örlygsstaða- bardaga með slíkum ágætum að áheyrendum fannst næstum sem þeir hefðu sjálfir orðið vitni að at- burðunum. Ferðin var eitt samfellt ævintýri og skartaði Skagafjörður sínu fegursta, afmælisbarninu og gestum hennar til heiðurs. í þessari ferð sátum við veislu á heimili bróður og mágkonu Helgu Lovísu á Sauðárkróki. Höfðu þá fleiri bæst í hópinn, því að nokkuð af skyld- og venslafólki býr fyrir norðan. Leigðum við Hótel Mælifell til kvöldfagnaðar, þar sem mikið var sungið að skagfirskum sið og ræður fluttar. Við klifum Drangey á fögrum degi. Þar las Hrafnkell Illugadrápu en Ragna, systir Helgu Lovísu, flutti drápu eftir föður þeirra systra um sigmann í Drang- ey. Einnig var Grettisbæli skoðað. Utsýni frá Drangey verður vart með orðum lýst, spegilsléttur haf- flöturinn og tign og fegurð Skaga- fjarðarfjalla er okkur ógleymanleg. Síðar um daginn voru Illugastaðir heimsóttir og bál kynt og kjöt glóð- að í Sævarlandsvík. Rétt fyrir fram- an okkur reis Drangey í allri sinni dýrð úr hafi í mildri kvöidsólinni. Það var tignarleg sjón og veislu- gestir voru allir glaðir og kátir, ekki síst afmælisbarnið sem ljómaði af góðvild og glettni. Til að full- komna dýrðina sáum við miðnætur- sólina speglast í haffletinum, þegar við ókum heim að Varmahlíð um nóttina. Ótal fleiri minningar eigum við frá samfundum, t.d. frá afmælis- mótum stúdenta frá M.A. 1947, þorrablótum og gönguferðum og mörgu öðru. Við söknum Helgu Lovísu mjög mikið og hugur okkar er fullur þakklætis til hennar og Hrafnkels. Við samrhyggjumst vini okkar, Hrafnkeli. Hann, börn þeirra, tengdabörn og barnabörn, sem og aðrir ættingjar Helgu Lovísu hafa misst mikið við óvænt fráfall henn- ar. Minningin um hana er björt. Hún var sannarlega góð kona, hreinlynd, kát og hispurslaus. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir ást- vinum hennar. Hólmfríður og Jón Kveðja frá starfsfólki Vífil- staðaspítala Á Vífilsstöðum er ein elsta byggða jörð á íslandi. Þar settist að Vífíll, leysingi Ingólfs Arnarson- ar, sá er fann öndvegissúlur hans reknar í Reykjavík. Án efa hefur alltaf verið myndar'egt bú á Vífils- stöðum og það hefur sjálfsagt verið fyrir landkosti jarðarinnar og hæfi- legt nábýli við höfuðstað þjóðarinn- ar, að þar var reistur berklaspítali sem tekinn var í notkun 1. septem- ber 1910. Á þeim tíma var spítala- húsið á Vífilsstöðum stærsta bygg- ing landsins og veitti ekki af, því berklaveikin var þá einn mesti ógn- valdur þjóðarinnar. Fyrr en varði varð þetta stóra hús orðið yfírfullt af sjúklingum. Samhliða spítala- rekstrinum var rekið bú á Vífils- stöðum, og smám saman risu upp starfsmannahús í nágrenni spítal- ans og er yfirlæknishúsið í sömu húsaröð og spítalinn, myndarlegast þessara bygginga. Þeir, sem enn þá muna þá tíma meðan berklaveikin fyllti herbergi og ganga spítalans- af sjúklingum, geta borið vitni um þann heimilis- lega anda, sem ríkti á staðnum,’ þrátt fyrir ógnvekjandi aðstæður margra þeirra, sem þar dvöldust. Á þeim áttatíu árum, sem liðin eru frá því að Vífilsstaðaspítali var reistur, hefur margt breyst í þjóð- félaginu. Ein mikilvægasta breyt- ingin í heilbrigðismálum er sigurinn sem vannst á berklaveikinni á sjötta áratug aldarinnar. Innan veggja breyttu Vífilsstaðir óhjákvæmilega um hlutverk, þótt svipmót staðarins héldist hið sama og áður. Sennilega hafa fáir læknar á Is- landi verið jafn ástsælir af sjúkling- um og öllum almenningi og Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á Vífilsstöð- um. Þegar hann lét af störfum fyr- ir aldursakir 1968 var komið að því að marka spítalanum nýtt verksvið. Það var því vandasamt hlutverk sem beið þeirra, sem fluttust í yfír- læknisbústaðinn á eftir honum, að setjast í sæti jafn vinsælla hjóna og Helga Ingvarssonar og frú Guð- rúnar Lárusdóttur, og þurfa að leiða þær breytingar sem óhjákvæmilega voru á staðnum. Þetta varð hlut- verk frænda Helga, Hrafnkels Helgasonar, og konu hans, Lovísu Kemp. Lovísa ólst upp á barnmörgu sveitaheimili. Faðir hennar, bóndi, vegaverkstjóri og orðlagður hag- yrðingur, var mikið að heiman vinnu sinnar vegna. Hún þurfti í æsku að taka þátt í harðri og erf- iðri lífsbaráttu. Það gefur kjark og staðfestu, sem voru ríkir eiginleikar í fari hennar. Æskuheimilið hefur, eins og algengt var um góð sveita- heimili, bætt upp með andlegum auði það sem á skorti í veraldlegum gæðum. Á Vífilsstöðum var Lovísa myndarleg húsmóðir staðarins og rausnarlegur gestgjafi. Þau tuttugu og tvö ár, sem liðin eru frá því að Hrafnkell og Lovísa settust þar í húsbændasæti, hefur spítalinn þró- ast í takt við tímann, en staðurinn haldið persónulegu svipmóti, líkt og stórt sveitaheimili, þar sem hús- móðirin fylgt vökulum augum með sínu fólki. En skyndilega er hún horfin og kemur ekki aftur. Við starfsfólkið erum harmi slegin yfir óvæntum dauða hennar. Vífilsstaðir hafa misst drætti úr ásjónu sinni. En þeim sem mest hafa misst, Hrafn- katli, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum skyldmenn- um færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. t BJARNVEIG SIGBJÖRNSDÓTTIR, Torfufelli 21, lést aðfaranótt 19. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KAREN GESTSSON, Reynivöllum 10, Selfossi, andaðist árla morguns 21. mars í sjúkrahúsi Suðurlands. Hjalti Gestsson, Margrét Hjaltadóttir, Kristján Guðmundsson, Ólafur Hjaltason, Steinunn Ingvarsdóttir, Unnur Hjaltadóttir, Friðrik Páll Jónsson, Gestur Hjaltason, Sólveig Ragnheiður Kristinsd. og barnabörnin. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON, bifreiðastjóri, Mávahlið 2, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 23. mars kl. 13.30. Lilja María Petersen, Birna Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Hans Pétur Jónsson, Guðrún Margrét Jónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR kaupmaður, Kriunesi 5, Garðabæ, verður jarðsungin föstudaginn 23. mars kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Sigurðsson, Svanlaug Bjarnadóttir, Eydís Guðrún Sigurðardóttir,Páll Rúnar Ingólfsson, Lilja Rós Sigurðardóttir, Óli Guðjón Ólafsson, Þórir Sigurðsson og barnabörn. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.