Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ PIMJWTUDAGUR 22. MARZ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú hefur frumkvæði við að skipu- leggja vinafagnað. Varastu til- hneigingu til að vera ráðríkur. Gættu þess að áætlanir þínar varðandi heimilið fari ekki úr böndunum. Láttu hagkvæmnina ráða ferðinni. Naut (20. apríl - 20. maí) Leynd getur átt rétt á sér þegar mikið er í húfi. Ýttu ekki um of á stöðuhækkun þér til handa. Þú verður að forðast ýkjur af fremsta megni. Þú færð gott ráð úr óvæntri átt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú getur lent í fjárhagslegú kvik- syndi ef þú gætir þín ekki. Þú ert ferðafús og nú kann tæki- færið að koma upp í hendurnar á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þér gengur glimrandi vel í við- skiptum í dag, en spenntu bogann samt ekki of hátt. Viðræður ganga vel ef þú hefur stjóm á eigingiminni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kynnist rómantíkinni í dag. Mættu fólki á miðri leið, en beittu það ekki harðýðgi. Nú er lag að skrifa undir samninga. Meyja (23. ágúst - 22. september) Farðu varlega með peninga ef þú ferð út að skemmta þér. Taktu daginn snemma. Þú afkastar miklu í vinnunni. Vog (23. sept. - 22. óktóber) Láttu hagkvæmnina ganga fyrir f viðskiptum dagsins. Betur sjá augu en auga, ekki síst ef við böm er að eiga. Ætlaðu áhuga- málunum sinn tíma. Gerðu þér eitthvað til skemmtunar í kvöld. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) 9)jj0 Ráðskastu ekki með aðra í ijöi- skyidunni. Morgunstund gefur gull í mund. Þú slakar á þegar líður á daginn. Þú færð fréttir símleiðis í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú erí, ef til vill einum of hvatvís í athugasemdum þínum í dag. Þú stefnir beint að ákveðnu marki. í kvöld verður þú í skínandi skapi. Gættu pyngjunn- ar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Þú hefur skynsemina með þér í verki þegar þú tekur ákvarðanir í peningamálum í dag. Kæruleysi einhvers í Qölskyldunni gæti þó farið í taugamar á þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Byrjaðu á einhveiju nýju í dag. Þú ert sérlega drífandi og ættir að láta eðlisávísunina ráða ferð- inni. Sanngimi þín og sannfær- ingarkraftur snúa málunum þér í hag. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'fS* Peningar koma og fara í dag. Þú tekur þátt í viðræðum sem lofa góðu að því er fjármálin varð- ar. Þó skaltu gæta þess að forð- ast óhófseyðslu ef þú ferð að skemmta þér. AFMÆLISBARNIÐ er hug- myndaríkur og hagsýnn einstakl- ingur, en á stundum í erfíðleikum með að samræma þessa hæfileika sína. Það nær bestum starfs- árangri þegar hugsjónir þess koma við sögu. Það hefur til að bera innsæi og er oft á tíðum efagjamt. Tónlist, tækni og byggingarlist eru hugsaniegur starfsvettvangur þess. Því hættir oft til að hlýða eðlisávísun sinni blint, en mundi græða mikið á því að læra að sérhæfa sig. Það getur náð árangri bæði í listum og vísindum. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GRETTIR FERDINAND THI5 F0RTRE55 15 IMPREöNABLEÍ KI0TUIN6 CAKI DESTROY ITl NO OKIE CAN 6ET BY ! NO ON£-H /- H-9o 1989 United Feature Syndlcate, Inc Þetta virki er óvinnandi! Ekkert getur grandað því! Enginn kemst fram hjá því! ENGINN!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Oft er erfitt að fóta sig í spil- um þar sem möguleikamir eru margir. Settu þig í spor sagn- hafa og reyndu 'að fínna bestu leiðina til að koma heim sex hjörtum: Norður ♦ 765 V G94 ♦ K76 ♦ ÁKG2 Suður ♦ ÁK42 ♦ ÁKD32 ♦ Á98 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður — - 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: tígulþristur. Þú tekur fyrsta slaginn heima og leggur niður hjartaás. Ekkert óvænt gerist. Hver er besta áætlunin? Ýmislegt kemur til greina. Einn möguleiki er að spila ÁK og þriðja spaðanum. Ef hann fellur 3-3 er málið leyst og einn- ig ef austur á fjórlitinn, því þá er óhætt að trompa þann fjórða. En það er verra þegar vestur á fjóra spaða og spilar honum áfram. Laufliturinn gefur einnig viss fyrirheit, en vandinn er að sameigna möguleikana sem best. Þetta er hættulegasta leg- an: Vestur ♦ D983 ♦ 5 ♦ 10532 ♦ 10654 Norður ♦ 765 ♦ G94 ♦ K76 ♦ ÁKG2 Austur „„„ *G10 II J10^6 ♦ DG4 Suður ♦ D873 ♦ ÁK42 ♦ ÁKD32 ♦ Á98 ♦ 9 Sennilega er best að taka strax ÁK í laufi og henda tigli. Trompa svo lauf smátt. Drottn- ingin fellur ekki, svo næsta skref er að spila tígli á kóng og trompa tígul. Þá fyrst er tímabært að spila spaða þrisvar. Nú er hægt að trompa fjórða spaðann með gosa blinds, því heima er ekkert eftir nema KD í trompi. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi snaggaralega skák var tefld á svæðamóti A-Evrópu án Sovétríkjanna, sem lauk í síðustu viku: Hvítt Zsuzsa Polgar (2.500) (Ungveijalandi). Svart: Hracek (2.390), Tékkóslóvakíu, drottn- ingarpeðsbyijun, 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. e3 - b6, 4. Bd3 - Bb7, 5. 0-0 - c5, 6. c4 - Be7, 7. Rc3 — cxd4, 8. exd4 — d6, 9. d5 - e5, 10. Rg5 - Rbd7, 11. f4 - g6? 12. f5! - h6. 13. Re6! - fxe6, 14. £xe6 - Rf8, 15. Da4+ - R6d7, 16. c5! - Bc8, (16. — bxc5, 17. Bb5 var einnig mjög slæmt). 17. exd7+ — Bxd7, 18. c6 og svartur gafst upp. Svæðamótið var teflt í tveimur riðlum og var teflt um tvö sæti á millisvæða- móti í hvorum riðli. Tékkneski stórmeistarinn Ftacnik varð efstur á A-riðli, með 8 v. af 12 möguleg- um, en Búlgaramir Kir. Georgiev og Dimitrov, sem hlutu 7 Av., verða að tefla einvígi um hitt sætið. í B-riðli sigraði Rúmeninn Marin nokkuð óvænt með 7‘Av.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.