Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 48
mm:\ FLUGLEIÐIR irrgminMaliilí 3 ffiyDI Kaffipokar FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. íslenska járnblendifélagið: Hagnaður 323 milljónir í fyrra HAGNAÐUR af rekstri íslenska járnblendifélagsins nam um 323 milljónum króna á síðasta ári. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var i gær var ákveðið að greiða hluthöfiim 5% arð samtals að fjárhæð 100 milljónir króna. Hlutur íslenska ríkisins er 55 milljónir króna en auk þess fær það rúmar 2 miiyónir í skatt af arði hinna hluthaf- anna eða samtals rúmlega 57 milljónir króna. Auk þess fær Lands- virkjun 4,4 milljónir í hagnaðarhlutdeild samkvæmt sérstökum samn- ingi þar um. Framleiðsla fyrirtækisins á síðasta ári nam 72 þúsund tonnum af 75% kísiljárni sem er tæplega 3% meira en árið áður. Útflutningur nam hins vegar einungis rúmum 58 þúsund tonnum sem er veruleg- samdráttur frá fyrri árum og stafar að hluta til af seinkun skips í flutningum fyrir áramótin. Rekstr- artekjur voru alls rúmlega 2,5 millj- arðar. Eigið fé nemur nú rúmum 3,2 milljörðum og eiginfjárhlutfall er 65,6%. í frétt frá íslenska járnblendifé- laginu kemur fram að afkoma fyrir- tækisins stendur í járnum á fyrstu mánuðum ársins 1990. Hins vegar er talið að verðfall hafi þegar náð botni og að verð fari hækkandi á ný á næstunni. Sjá viðskiptablað bl. Forsætisráðherra: Byggðastofiiun endur- ^sldpuleggi fóðurstöðvar STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefur falið Byggðastofnun að gera tillögur um endurskipulagningu fóður- framleiðslu fyrir loðdýr og gera Halldór Blöndal: RÚV breytt í hlutafélag HALLDÓR Blöndal greindi frá því í þingræðu í efri deild í gær að ^jann hyggðist fljótlega leggja .ram frumvarp um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór að samning frumvarpsins væri langt komin og að hann myndi innan tíðar leggja það fram. Sjá nánar á bls. 29. það sem í hennar valdi stendur til að tryggja fóðurframleiðsl- una á meðan verið sé að vinna að skuldbreytingum hjá bænd- um. Forstjóri Byggðastofhunar hefúr svarað erindinu á þá leið að vandamálið sé svo stórt að það sé ekki á færi stofnunarinn- ar að leysa það. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að erfið- leikar fóðurstöðvanna séu miklir. Þar dugi ekki að veita lán heldur þurfi einnig styrki og það sé ekki á færi stofnunarinnar að leysa það fjárhagsdæmi. Guðmundur sagði að ekki hefði unnist tími til að ræða vanda loðdýraræktarinnar nema lítillega á fundi í stjórn Byggðastofnunar í gær en þó væri ljóst að ekki væru allir stjórnar menn sammála sér í þessari af- stöðu. íleikhúsferð Morgunblaðið/Bjöm Blöndal 540 6-10 ára krakkar úr Myllubakkaskóla í Keflavík fylltu Borgarleikhúsið síðdegis í gær og sáu þar sýningu á Töfrasprotanum ásamt kennurum sínum. 10 rútur þurfti til að flytja þennan fríða hóp á milli og að sögn Vilhjálms Ketilssonar skólastjóra var ekki annað að sjá en að leikritið hefði fallið í góðan_ jarðveg. Bensínafgreiðsla fyrir varnarliðið: Utanríkisráðherra vill bjóða afgreiðsluna út ESSO neitar að leigja afgreiðsluaðstöðu sína „VIÐ höfúm ákveðið að bjóða út afgreiðslu á olíu og bensini fyrir varnarliðið", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið í gær, en samningur Olíufélags- ins hf., ESSO, og varnarliðsins rennur út 31. marz n.k.. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefúr Olíufélagið hf., ESSO, neitað að leigja aðgang að afgreiðsluaðstöðu sinni, en félagið hefúr hingað til haft einkarétt á þessari afgreiðslu. Utanríkisráðherra vildi fá fram yfirlýsingu frá Esso þess efnis að 0&&F/ÁSi’tWS Breiðþotur af gerðinni Boeing-747 í litum E1 A1 og British Airways en þotur sömu gerðar frá þessum flugfélögum skullu nærri saman 37 mílur suður af Grindavík 15. febrúar sl. Mörg hundruð farþegar voru um borð í þotunum. Lá við árekstri tveggja breið- þotna suður af Grindavík FLUGMÁLASTJÓRN hefúr til rannsóknar atvik sem varð 15. febrúar síðastliðinn um 37 mílur suður af Grindavík er Boeing 747 breiðþotu frá ísraelska flug- félaginu E1 A1 var flogið í veg fyrir sams konar þotu frá breska flugfélaginu British Airways. Breska þotan var á leið frá Heat- hrow til New York en sú ísra- elska var á leið frá Heathrow til Chicago. Nokkur hundruð metr- ar skildu vélarnar að þegar leið- ir þeirra skárust í 33 þúsund feta hæð. Þá hafði ísraelska þot- an villst 80-90 mílur norður fyrir áætlaða flugleið en var að reyna að komast aftur á rétta flugleið án nokkurs samráðs við íslenska flugumferðarstjórn er hún flaug í veg fyrir bresku þotuna. Óljóst er hve margir farþegar voru í vélunum en hvor um sig ber um það bil 300 farþega. Breski flugstjórinn sá hvar þeirri ísraelsku var flogið í veg fyrir hann og breytti stefnu sinni til að forð- ast árekstur. Hann sá að um þotu frá E1 A1 væri að ræða og til- kynnti atvikið flugumferðarstjórn. Loftferðaeftirlit og flugumferðar- stjórn rannsaka nú málið í sam- vinnu við flugslysanefnd en skýrsla þeirra liggur enn ekki fyrir þar sem allar umbeðnar upplýsingar hafa enn ekki borist frá ísraelska flugfé- laginu. Að sögn Guðmundar Matt- híassonar framkvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn hefur rannsóknin verið unnin í nánu samráði við bresk og ísraelsk flugmálayfirvöld. Hefur l>eim verið kunnugt um málið og framvindu þess frá fyrsta degi og munu fá niðurstöður rann- sóknarinnar í hendur um leið og skýrsla liggur fyrir. félagið væri reiðubúið til að leigja aðgang að aðstöðu sinni við slíkt útboð. Það mun hafa vakið reiði forráðamanna ESSO að utanríkis- ráðuneytið bauð 300 þús dollara, jafnvirði rúmlega 18 milljóna króna, fyrir að leigja aðstöðuna. „Okkur var einfaldlega tjáð, að ef við höfnuðum þessu tilboði, þá yrðum við útilokaðir frá þátttöku í útboðinu," sagði Vilhjálmur Jóns- son forstjóri Esso í samtali við Morgunblaðið. Veðursjá við Sandgerði VEÐURSTOFA íslands fær í haust svonefiida veðursjá til afiiota, tæki sem nemur úrkomu í 250 km fjar- lægð og sendir upplýsingar til Veðurstofunnar. Ráðgert er að veðursjáin verði á veginum milli Sandgerðis og Keflavíkur. Veðursjáin sem hér um ræðir er sérhannaður radar sem sendir lát- laust til Veðurstofunnar myndir af úrkomu á 250 km svæði. Á næstu vikum verður tekinn í notkun símsvari sem gerir öllum landsmönnum kleift að fá nýjustu veðurspá gegn sama símagjaldi. Með haustinu er ráðgert að hefja skipulegar aðvaranir um hálku á vegum. Aðvaranirnar verða sendar með veðurspám í útvarpi. Þá stendur til að veita ferðamönnum á hálendinu auknar upplýsingar um veður, en nokkur þörf er talin á slíkri þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.