Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 Varð fyrir vélsleða og beið bana DRENGURINN, sem varð fyrir vélsleða á veginum skammt frá Nesjavallavirkjun í fyrrakvöld, var látinn af áverkum sinum við komu á sjúkrahús. Hann hét Grétar Þór Sigurðsson, 11 ára gamall, til heimilis að Kársnes- braut 90 í Kópavogi. Drengurinn var einn á gangi á veginum skammt frá virkjuninni þegar hann varð fyrir sleðanum, sem ekið var eftir veginum. Skyggni var lélegt. Þyrla Landhelg- isgæslunnar flaug austur og sótti drenginn, en hann var látinn við komu á sjúkrahús í Reykjavík. Ökumaður vélsleðans hlaut einn- ig áverka, en þeir voru ekki taldir lífshættulegir. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi. Umhverfísráð- herra hafíiar samkomulagi JÚLÍUS Sólnes umhverfisráð- herra haihaði í gær samkomulagi forsætisráðherra við stjórnarand- stöðuna um framgang stjórnar- frumvarps um verkefni umhverfis- málaráðuneytisins. Sjálfstæðismenn og fijálslyndir hægri menn stóðu að samkomulags- gerðinni við forsætisráðherra. Þeir gera kröfur um að felldar verði niður eða frestað verði gildistökU sjö greina frumvarpsins, sem fjalla um færslu mengunardeildar Siglingamálastofn- unar, Geislavama ríkisins og Holl- ustuvemdar undir umhverfísráðu- neytið. Gildistöku greinanna verði frestað þar til heildarendurskoðun laga um þessar stofnanir lýkur. Stjómarandstæðingar vildu ekki fall- ast á tímamórk endurskoðunar og mun forsætisráðherra hafa verið til- búinn að gefa þetta atriði eftir. Umhverfísráðherra, sem staddur er í Genf, harðneitaði hins vegar að samþykkja að tímamörk féllu út. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði í gærkvöldi að hann ætti von á að samkomulag næðist við umhverfisráðherra, þegar hann kæmi heim. ísland viðurkenni sjálfetæði j^tháens: ForsðÞtisráð- herra alhent áskorun 600 Islendinga JÓN Valur Jensson guðfræð- ingur afhenti Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra í gær áskorun rúmlega 600 ís- lendinga til ríkisstjórnarinnar um tafarlausa viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Lithá- ens. Jón Valur Jensson átti frum- kvæði að undirskriftasöfnuninni, sem stóð í 4 daga. Hann safnaði sjálfur rúmlega 80% undir- skrifta. Listar lágu einnig frammi á fáeinum stöðum en söfnunin fór aðeins fram í Reykjavík. I samtali við Morgun- blaðið sagði Jón Valur að undir- tektir við undirskriftasöfnuninni hefðu verið geysilega góðar. Jón Valur sagði að forsætis- ráðherra hefði veitt undirskrift- unum viðtöku með þeim orðum að viðurkenning Dana fyrir hönd íslendinga frá 1921 á fullveldi og sjálfstæði Litháens væri enn í gildi og sér sýndist sem Lithá- ar mætu 'yfirlystan stuðning Al- þingis við málstað þeirra. Framkvæmdir Landsvirkjunar vegna nýrrar álbræðslu; Fj áríestingíu' að meðaltali 7,7 milljarðar á ári næstu fimm ár FJÁRFESTINGAR Landsvirkjunar á tímabilinu 1990-1994 eru áætlað- ar 7,7 milljarðar króna á ári að meðaltali ef samningar takast um byggingu Atlantal álbræðslu hér á landi. Ennfremur er gert ráð fyrir að aðrir í orkugeiranum fjárfesti fyrir um 1 milljarð að meðaltali á ári á sama tímabili. Á sama hátt er áætlað að vinnuaflsþörf í orkufram- kvæmdum á næstu fimm árum gæti numið um 600-650 ársverkum að meðaltali á ári með mannafla sem gæti numið um 1300-1400 mönnum þegar mest væri umleikis á árunum 1992-1993. í ræðu Jóhanns Más Maríussonar, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins í gær kom fram að áætluð orkuþörf Atlantal bræðslu mæld í orkuveri muni nema um 3 þúsund gígawattsstundum. Samkvæmt orkuspá fyrir núverandi markað að viðbættri áætlaðri af- gangsorkusölu er áætlað að heildar- orkuvinnsla á þennan markað muni SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu verkamanna í álverinu í Straums- vík og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun var árangurslaus og lauk án þess að til nýs væri boðað. Sáttasemj- ari tók sér frest til að hugsa mál- ið og hefúr samband við deiluað- ila í dag. Deiluaðilar ræddu við forsætis- og iðnaðarráðherra síðdegis í gær. Jakob Möller, starfsmannastjóri íslenska álvers- ins, segir að það sé ljóst að for- svarsmenn ISALs muni í engu hvika frá fyrri afstöðu og þeim samningum sem gerðir hefðu ver- ið. Að óbreyttu kæmi því til fram- leiðslustöðvunar. „Við ætlum ekki að breyta samningnum," sagði Jakob. Þetta var fyrsti fundurinn eftir að verkamennirnir, sem eru félags- menn í verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, felldu kjarasamninga, sem tekist höfðu við starfsmenn í álverinu, en þeir eru alls í tíu verka- lýðsfélögum. Samningamir voru nema um 5 þúsund gígawattsstund- um árið 1995. Þannig myndi hin nýja álbræðsla auka núverandi orku- markað um 60%. Til að mæta orkuþörfum Atlantal bræðslunnar og aukningu hins al- menna markaðs er reiknað með Biönduvirkjun, stækkun Búrfells- virkjunar og tilheyrandi aðgerðum á Þjórsársvæðinu og Fljótsdalsvirkjun. samþykktir með miklum meirihluta í hinum félögunum, en þeir voru bomir upp í fyrradag. Verkfall Hlífar heldur því áfram, en það hefur stað- ið í viku. Eftir viku til viðbótar storknar álið. í kerunum og fram- leiðsla álversjns stöðvast, hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma, en samkomulag er milli aðila um tveggja vikna niðurkeyrslutíma, til að minnka þann skaða sem verður ef framleiðslan stöðvast. Jakob Möller sagði að í gærmorg- un hefði straumur til keranna síðast verið minnkaður og straumurinn væri nú kominn niður í 90 kílóamp- er úr 104,5. Straumurinn yrði ekki minnkaður frekar, en það yrði hald- ið áfram að lækka álhæð í kerunum. Þannig yrði tekið 50 tonnum meira úr þeim á sólarhring en framleitt væri. í lok næstu viku yrði álhæðin komin eins neðarlega og hægt væri. Framleiðslutap á niðurkeyrslutíman- um næmi nokkur hundruð tonnum'. Sólarhringsframleiðslan væri nú 88-89% af því sem hún væri þegar Til viðbótar er einnig gert ráð fyrir að virkja 30 megawött til raforku- framleiðslu á Nesjavöllum auk þess sem stækkun Kröflu um 30 mega- wött myndi koma fljótt í kjölfarið. Jóhann sagði að til að geta séð þessari áliðju fyrir nægjanlegri orku yrði stækkun Búrfellsvirkjunar að geta ásamt Nesjavallavirkjun tekið til starfa á fyrstu mánuðum ársins 1994 og Fljótsdalsvirkjun yrði að vera komin í gagnið haustið 1994. Til þess að unnt væri að standa við þessar tímasetningar væri nauðsyn- legt að hefjast handa nú þegar við útboðsgagnagerð við vatnsaflsvirkj- anír og tilheyrandi flutningskerfi og þegar líða tæki á árið yrði að hefja verksmiðjan væri rekin með fullum afköstum. Fyrir verkfall var fram- leiðsla á sólarhring 242 tonn. Hann sagði tjónið ef verksmiðjan lokaði skipta mörg hundruð milljón- um, þrátt fyrir þessar undirbún- ingsráðstafanir. Því mætti skipta í beint framleiðslutap, kostnað við aðgerðir samfara gangsetningu verksmiðjunnar aftur, en meginhluti þess kostnaðar væri fólginn í því að hreinsa kerin. í þriðja Iagi styttist endingartimi keranna og sum þeirra eyðilegðust. Það tæki nokkra mán- uði að ná fullum afköstum aftur, en ef samningar takast í næstu viku tæki svipaðan tíma að keyra verk- smiðjuna í full afköst og tók að minnka þau. Hins vegar sýni reynsl- an frá síðasta hausti, þegar verkfall stóð í tvær vikur áður en samningar tókust, að það yrði ójafnvægi í ker- ganginum, sem tæki um tvo mánuði að jafna. Það þýddi eitthvað fram- leiðslutap, en aukna vinnu og um- stang og erfiðari vinnuskilyrði að ýmsu leyti fyrir starfsmenn. byijunarframkvæmdir við þær. Áætlað er að á fyrsta ársþelmingi þessa árs þurfí að veija um 70 millj- ónum króna til þessa undirbúnings en á seinni helmingi ársins um 330 milljónum eða samtals 400 milljón- um króna. Þá kom fram hjá Jóhanni að viðræður um orkuverð hefðu leitt í ljós að hægt yrði að ná yið\jnandi samningum fyrir báða aðila, hvað varðaði orkuverðið, verðtrVgginar- skilmála og endurskoðunarákvæði. Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, sagði m.a. í ræðu sinni á ársfundinum að þegar hinar miklu framkæmdir sem búast mætti við næstu ár yrðu skipulagð- ar, myndi Landsvirkjun sérstaklega gefa gaum að því að dreifa fram- kvæmdum þannig að eftirspurn eftir vinnuafli yrði sem jöfnust allan framkvæmdatímann. Til að forðast óeðlilegt álag á byggingariðnaðinn og jafna framkvæmdaálag væri hugsanlegt- að Landsvirkjun tæki hluta af framkvæmdafé sínu á bygg- ingartíma virkjananna að láni innan- lands og greiddi það aftur á skömm- um tíma þar á eftir. Jafnvel væri hugsanlegt að fá hluta af þessu fé að láni hjá öðrum framkvæmdaaðil- um t.d. vegagerð og sveitarfélögum, sem frestuðu framkvæmdum sínum um tíma, en fengju svo lánsféð end- urgreitt frá Landsvirkjun með full- um vöxtum tveimur til þremur árum síðar. Seyðisfiörður; Fiskvinnsl- an var slegin Byggðasjóði FISKVINNSLAN hf. á Seyðis- firði, ásamt öllum vélum, tækjum og búnaði fyrirtækisins, var sleg- in Byggðasjóði á 47 milljónir króna á uppboði í gær, fóstudag. Stærstu kröfuhafar voru Byggðasjóður, Fiskveiðasjóður og Landsbankinn. Norðursíld hf., sem Fiskvinnslan atti, er hins vegar sérstakt skuldafrágöngubú og verð- ur boðið upp síðar í þessum mánuði. Sáttafiindur í áldeilunni skilar engum árangri: Hvikum í engn frá fyrri afstöðu okkar - segir Jakob Möller starfsmannastjóri fslenska álversins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.