Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 0 0 —v Honda Accord 1990 hlaut hina eftirsóttu viöurkenningu Gullna stýrið í Vestur-Þýskalandi. Greiðsluskilmálar við allra hæfi. Við tökum góða notaða bíla upp í nýja. Verð frá kr. 1.290.000,- stgr. U HONDA ÍIP rlhoro Sýning í dag kl. 13-17. HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 Skóli og íþróttamið- stöð í Kópavogsdal eftirLoga Kristjánsson í október sl. gerðu Kópavogur og UBK með sér ramma- og samstarfs- samning um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og uppeldis- og þjón- ustuhlutverk félagsins gagnvart bæjarbúum. Samkvæmt samningnum átti á næstu 5 árum að rísa æfingarhús (26x45 m), félagsheimili og heilsárs knattspyrnuvöllur. Á næstu 10-15 árum þar á eftir voru áform uppi um byggingu íþróttahúss fyrir 1.500 áhorfendur, aukna félagsaðstöðu, sal fyrir leikfimi og karate og hlaupabraut innanhúss fyrir ftjálsar íþróttir. Samkvæmt þessu var gert ráð fyrir byggingu um 4.500 fm húsnæðis, þar af um helmingur á næstu 5 árum. Upp úr áramótunum síðustu leit- aði ríkisstjóm íslands til Kópavogs um samvinnu um byggingu íþrótta- og sýningarhúss sem gæti nýst í HM-keppninni í handknattleik 1995. Ákveðið var að skoða strax mögu- leika á að nýta sér áform Breiða- bliks um byggingu félagsheimilis og íþróttahúss og leita lausnar þar sem notagildi og hagkvæmni færu sam- an. Fljótlega kom í ljós að til var bráðheppileg lausn á málinu fyrir alla aðila. Bygging sem hýsti fyrir- hugaða aðstöðu Breiðabliks og grunnskóla sem byggja átti á svæð- inu á næstu 4 árum og einnig HM ’95. Sl. fimmtudag skrifaði bæjar- stjórn Kópavogs undir samninga við HSÍ um HM-keppnina í handknatt- leik 95. Við ríkisstjórn íslands um þátttöku ríkisins í byggingu íþrótta- húss fyrir HM ’95 og við Ungmenna- félagið Breiðablik um aðild að bygg- Sælkerans Við kaup á þessum páskaeggjum styrkir þu barnaspítalasjóð Hringsins. Pau eru auðkennd með merki fSd Barnaspítalans. Þessi __ bragðgóðu páskaegg eru til tveimur gerðum og fjórum stærðum. Að sjálfsögðu er (g) íslenskur málsháttur og V leikföng í eggjunum. íþeim er svissneskt hágœðasúkkulaði frá Chocolate Bernraine. ,. Athugið að önnur páskaegg eru um 50% dýrari. „Og þeir þurfa ekki að vera margir unglingarnir sem væntanleg æskulýðs- og íþróttamiðstöð vísar veginn frá breiðgötum spillingarinnar inn á þroskavænlegri brautir til að það fjármagn sem ríkið, Kópavogur og Breiðablik leggja til upp- byggingar og reksturs stöðvarinnar skili góðum arði.“ ingunni og rekstri hússins að keppni lokinni. Hvað verður þá byggt? Ætlunin er að byggja tveggja handknattleiksvalla íþróttasal líkt og hjá FH í Kaplakrika en með að- stöðu fyrir 7.000 áhorfendur meðan á HM-keppninni ’95 stendur en með um 4.000 áhorfendur að keppni lok- inni. Þá verður húsinu breytt og fæst þá auk tvískipts salar, félagsað- staða fyrir Breiðablik, leikfimi- og karatesalur, salur sem er 10x65 m fyrir ftjálsar íþróttir, badminton o.fl. Grunnskóli sem byggja á í tengslum við íþróttahúsið fær um 1.100 fm undir kennslustofur. Sá hluti hússins sem verður fyrir íþrótta- og æsku- lýðsstarf í framtíðinni er um 5.200 fm. Logi Kristjánsson Hver er munurinn? Stærðarmunur fyrri hugmynda um byggingu félags- og íþróttaað- stöðu og þess em nú er ætlunin að ■ra ■ sm Staðreyndir um íþróttahöll í Kópavogi eftir Gunnar I. Birgisson Undanfarið hefur verið mikil fjöl- miðlaumræða um byggingu íþrótta- hallar í Kópavogi. Meirihlutaflokk- arnir í bæjarstjórn Kópavogs hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og hefur verið gert samkomulag við ríkissjóð um byggingu skóla og íþróttamiðstöðvar í Kópavogsdal. Samkomulagið er eftirfarandi (verðlag febrúar 1990): 1. íþr.hús fyrir 7.000 áhorf. 634 m.kr. 2. Skólahús 170 mkr. 3. Breyting á íþróttahúsi -í minna íþróttahús 84 mkr. 4. Bílast. fyrir 600 bíla 63 mkr. Samtals 951 mkr. Óafturkræft framlag ríkisins verður 300 mkr. sem er meðal ann- ars vegna byggingar íþróttahúss, flýtingu á framkvæmdum, bráða- birgðaaðstöðu af ýmsu tagi, breyt- inga á húsinu eftir á o.fl. Þessi upphæð greiðist á 4 árum. Einnig lofar ríkið að útvega Kópavogsbæ 354 mkr. lán sem greiðist á árununt 1996-2007. Upphaf málsins Undirritaður kom fyrstur manna með þá hugmynd að byggja þjóðar- höll í Kópavogi fyrir heimsmeistara- keppnina í handknattleik árið 1995. Sjálfsiæðismenn í Kópavogi eru því frumkvöðlar að byggingu íþrótta- hallar í Kópavogsdal og einlægir fylgismenn þeirrar hugmyndar. En við erum á móti því sámkomulagi sem meirihluti bæjarstjórnar hefur gert við ríkið. Við teljum að framlag ríkisins sé allt of lágt eins og sýnt verður fram á hér á eftir. Staðreyndir Ef Kópavogur myndi byggja íþróttahús sem fullnægði þörfum bæjarfélagsins og tæki 2.500 manns í sæti og skólahús ásamt bílastæðum myndi það kosta: 1. íþr.hús fyrir 2.500 áhorf. ásamt félagsaðstöðu 170 mkr. 2. Skólahús 170 mkr. 3. Bílastæði . 60mkr. Samtals 400 mkr. Ef ríkisframlaginu væri bætt of- an á þessa upphæð fást 700 mkr. þannig að Kópavogur þarf að leggja fram 250—300 mkr. til þess að fá að byggja íþróttahöllina samkvæmt fyrrgreindri áætlun. Þá er hægt að spytja hvort þjóðin öll eigi að kosta heimsmeistarakeppnina 1995 eða hvort ríkið og Kópavogur eigi að skipta kostnaðinum á milli sín. Oddvitar A-flokkanna í Kópavogi hafa haldið því fram að þetta sé lottóvinningur fyrir Kópavog. En eins og sjá má af framangreindu er þetta lottóvinningur fyrir ríkið. Hugmyndin að byggingu íþrótta- hallar í Kópavogi er góð, en ekki þýðir að láta stjórnast af augnabliks hrifningu án þess að hafa báða fætur á jörðinni hvað fjármálin varðar. Framgangur málsins í bytjun febrúar var bæjarfulltrú- um Sj álfstæðisflokksins sagt í al- gerum trúnaði og með fyrirskipun um algera leynd að viðræður væru hafnar við ríkið um byggingu íþróttahúss í Kópavogi. Það var síðan í seinni hluta mars að sam- komulagið var kynnt bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokksins, nokkrum dögum áður en átti að samþykkja það í bæjarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.