Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 Breytingar á Þjóðleikhúsinu: Höfiim alltaf verið á móti núver- andi tillögu byggingarneftidar - segir húsameistari ríkisins ÞEGAR Arkitektafélagið gekkst fyrir undirskriftasöfnun gegn fyrir- huguðum breytingum á Þjóðleikhúsinu vakti það athygli að meðal þeirra, sem skrifuðu undir, var húsameistari ríkisins og allir samstarfs- menn hans, en það er hjá hans embætti sem unnið er við útfærslu á breytingartillögunum. Að sögn Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins, ætti skoðun hans og samstarfsmannanna ekki að koma þeim á óvart, sem til þekktu. Allt frá því að tillögur merktar B til F komu fram hafi verið uppi efasemdir hjá embættinu um ágæti þeirra og eftir að búið var að kanna þær nánar í september síðastliðnum voru fyrri efasemdir kynntar með formlegum hætti í byggingarnefnd og skömmu síðar menntamálaráðherra. Embætti húsameistara ríkisins hefur unnið tillögur að breytingum á Þjóðleikhúsinu frá því í apríl á síðasta ári og sagði Garðar að eftir að hann hefði, ásamt byggingar- nefnd, farið yfir hvaða möguleikar væru á breytingum í sal, hafi orðið samkomulag um tillögu A, það er sú tillaga sem embættið vill að farið verði eftir. „Það eru því útúrsnún- ingar og hártoganir að halda því fram að við höfum skipt um skoðun á framkvæmdum við Þjóðleikhúsið," sagði Garðar. í kynnisferð sem farin var um Norðurlönd skoðaði nefndin ásamt húsameistara breytingar, sem gerðar hafa verið á leikhúsum þar frá svipuðum tíma. Að þeirri ferð lokinni varð tillaga húsameistara- embættisins, sem þá var jafnframt tillaga byggingarnefndar, kynnt starfsmönnum Þjóðleikhússins." Erlendur sérfræðingur breytti ákvörðun byggingarnefiidar Þegar hér er komið er kallaður til erlendur sérfræðingur Miklos ÖI- verczky, þekktur leikhúsfræðingur, sem hefur verið viðriðinn breytingar á leikhúsum meðal annars á Norðurl- öndum. „Hann segir byggingar- nefndinni að það sé hans sannfæring að tillagan sem fyrir lá bæti ekki húsið frá því sem það er í dag og að hann telji því rangt að fara út í aðgerðir samkvæmt henni,“ sagði Garðar. „Æskilegt sé að salurinn ■ verði ein stór brekka og öllum svöl- um sleppt. Þegar búið var að skoða hvaða áhrif þessi tillaga hefði á húsið þá sá hann sjálfur að tillagan var óraunhæf. Hún kallaði á of mikl- ar breytingar á nærliggjandi rými. Hann dró tillöguna til baka og sam- einaðist með byggingamefndinni um að tillaga E, þar sem gert er ráð fyrir einum svölum, væri heppileg málamiðlun. Reyndar tók Mikios fram að hann legði ekki mat á ann- að en leikhústæknina.“ Eftir að nýju tillögumar komu fram var unnið fram í september hjá embættinu við að bera þær sam- an og kanna hvaða áhrif þær hefðu á annað rými í húsinu. „Það er ekki hægt að skila áliti fyrr en búið er að vinna tillögurnar,“ sagði Garðar. „Það er ekki þannig að menn dæmi fyrst og kanni síðan forsendurnar. Þó svo við hefðum alltaf látið okkar efasemdir í ljós munnlega var það ekki fyrr en í lok september, þegar búið var að safna saman forsendum og fara yfir þær, að efasemdir okkar komu fram á á prenti. Áður vildum við kanna hvort í þeim tillögum, sem við fundum að byggingarnefndin hafði áhuga á, fælust það góðir og miklir kostir að við gætum sætt okkur við þær, en við fundum þá ekki. Ég leyni því ekki að tillagan hefur ýmsa kosti, enda væri bygg- ingarnefndin ekki að leggja hana fram ef svo væri ekki, en við segjum að þeir kostir hafi ekki nægilegt vægi á móti þeim göllum, sem koma í kjölfar breytinganna. Að okkar mati er þessi tillaga því of dýru ver- ið keypt.“ Salurinn breytist í útliti „I tillögu byggingamefndar breytist ásýnd salarins og þá fyrst og fremst grunnhugmyndin," sagði Garðar. „Hugmynd Guðjóns byggir á barokk-leikhúsi og fyrirmyndimar em leikhús, sem byggð eru í Evrópu á síðari hluta síðustu aldar og fram yfir aldamótin. Guðjón fór í kynnis- ferðir og kynnti sér þær stefnur, sem þá voru uppi og það sem hann sér um 1920 eru „gluggaleikhúsin", eins og sumir vilja kalla þau. Þessir löngu mjóu salir með leiksviði í endanum. Þessi leikhúsgerð hefur átt undir högg að sækja á síðari áram þegar menn fóra að leggja aukna áherslu á nálægð leikara við áhorfendur. Sumir hafa talið að þessari ná- lægð væri betur borgið með meiri halla í sal, eins og til dæmis í Borgar- leikhúsinu, en á síðari áram hafa margir fagmenn farið að horfa til baka á gamla gluggaformið. Tillaga byggingamefndar hefur hins vegar þróast í þá átt að salurinn og neðri svalimar tengjast saman þannig að úr salnum verður hægt að ganga beint inn á sömu hæð og Kristalssal- urinn.“ svölum var gólfið nánast hallalaust eins og sjá má á þessari teikn- ingu, og þar af leiðandi ólíkt tillögu byggingarnefiidar. Hugmynd byggingarnefiidar gerir ráð fyrir að gengið verði neðst inn í áhorfendasalinn um dyr sitt hvoru megin og að ofan- verðu af sömu hæð og Kristals- salurinn. Nú eru sex inngöngu- dyr á sjálfum salnum og tvennar á neðri svölum. Enn hefiir ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvað verður í rými undir sætum í sal en rædd hefur verið hugmynd um að þar verði fata- hengi og þá brotin göt í vegginn, sem blasir við þegar gengið er inn úr anddyrinu. Hlutlaust mat Garðar sagði að þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir hefði honum ekki tek- ist að útskýra fyrir byggingarnefnd- inni að hann og samstarfsmenn hans væru tilbúnir sem fagmenn til að skoða alla valkosti, sem fram hefðu komið og vinna hlutlaust að mati á þeim, þó svo að þeir hefðu efasemd- Sameiginlegt í tillögunum • Sviðsopið er stækkað og breikkað frá því sem nú er. • Tekið er framan af stúkun- um í sal og þær minnkaðar. • Hljómsveitargryfjunni er breytt og hún stækkuð. • Leiksviðið dregið lengra fram, • Skyggnið fyrir ofan sviðið lagað og bættur hljómburður og lýsing inn á sviði. • Lýsing á sviðið innan úr sal verður bætt með ljósabrú og Ijósaturnum sem faldir verða inn í veggjunum. Prófkjör Nýs vettvangs: Sérstakur kjörbíll í ferðum OPIÐ próíkjör Nýs vettvangs fer fram í dag og á morgun. Nýmæli í framkvæmd prófkjörsins er starfræksla „kjörbíls", sem verður stanzlaust á ferðinni frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds og býður til dæmis vaktavinnufólki upp á að kjósa. Auk bílsins verða þrír kjörstaðir opnir. Kosningarétt í prófkjörinu eiga allir þeir sem kosningarétt eiga í Reykjavík til borgarstjórnar í vor og styðja framboð Nýs vettvangs. Kristján Ari Arason, kosninga- stjóri Nýs vettvangs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki yrði farið fram á það 'að þeir, sem kysu í prófkjörinu, undirrituðu stuðningsyfírlýsingu við listann. Þeir stuðningsmenn listans, sem búa í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi, eiga að kjósa í verzl- unarhúsinu Gerðubergi 1. íbúar austan Lönguhlíðar að Elliðaám eiga að kjósa í Kringlunni 4. íbú- ar vestan Lönguhlíðar kjósa í Vörðurskóla. Þessir kjörstaðir verða opnir frá kl. 9 til kl. 22 í dag og á morgun. Að sögn Kristj- áns verður auk þess utankjör- staðaatkvæðagreiðsla á öllum þessum stöðum, hafi menn ekki tök á að kjósa í sínu hverfi. Einn- ig verður utankjörstaðaatkvæða- greiðsla í Kolaportinu í dag milli kl. 10 tii 16 og svo auðvitað í kjörbílnum. Kristján sagði að yrði gott veður kæmi til greina að senda kjörbílinn í Bláfjöll, en hann verður einnig sendur á stóra vinnustaði, þar sem unnin er vaktavinna, til dæmis Áburðar- verksmiðjuna, sjúkrahúsin og Ál- verksmiðjuna. Kjörskrá verður íbúaskrá Reykjavíkur. Til þess að tryggja að ekki sé hægt að kjósa tvisvar, verða kjörskrár af öllum kjörstöð- um og úr kjörbílnum bornar sam- an við talningu, að sögn Kristjáns. Búizt er við úrslitum úr próf- kjörinu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Kristján sagði að aðstandendur Nýs vett- vangs ættu von á mikilli þátttöku í prófkjörinu, en vildi ekki néfna neinar tölur. „Við rennum blint í sjóinn með þetta,“ sagði hann. ir um niðurstöðuna. „Það er því alr- angt að halda því fram að þær hug- myndir, sem ég hef kynnt mennta- málaráðherra eftir að okkar tillaga var lögð til hliðar í júní, séu okkar hugmyndir,“ sagði Garðar. „Frá þeim tíma hef ég verið að kynna hugmyndir byggingarnefndar í úr- vinnslu okkar. Það getur ekki verið að nokkur hafi haft ástæðu til að ætla að verið væri að kynna fullmót- aða tillögu. Við kynntum bæði kosti og galla, en ráðherra hefur síðan gripið í það hálmstrá að þarna séum við ósamkvæmir sjálfum okkur með því að taka þátt í slíkri kynningu. Þegar ég fann að mér tókst ekki að hafa áhrif á byggingarnefndina eftir þeim leiðum, sem við erum vanir að fara, þá sendi ég ráðherra bréf, í lok nóvember, það er okkar síðasta vörn í málinu. Þá fannst okkur mikilvægt að skýra okkar afstöðu bréflega fyrir ráðherra, þó svo það hafí áður verið gert í bygg- ingarnefndinni. Það var svo í jan- úar, sem ráðherra lýsti því yfir að hann styddi tillögu byggingarnefnd- arinnar. Þá var hann nánast búinn að hafa í hótunum við mig, húsfrið- unarnefnd og leikara og virðist ætl- ast til að allir standi saman. Síðan virðist hann ekki sætta sig við að ekki er ekki hægt að beija fólk til hlýðni." Menntamálaráðherra ræður Garðar sagði að í þessu máli væri ljóst að öll ríkisstjórnin hefði tekið þá afstöðu að taka ekki fram fyrir hendur menntamálaráðherra. Hans embætti heyrði undir forsætisráðu- neytið og á fundum með forsætisráð- herra hefði komið fram að ríkis- stjórnin teldi rétt að menntamálaráð- herra ráði í þessu máli. „Við sem embættismenn vinnum áfram eftir þeirri forskrift, sem okkur hefur verið gefín,“ sagði Garðar. „Það er afskaplega mikilvægt atriði, sem menn vlrðast ekki skilja, að við sem fagmenn skulum geta unnið áfram Garðar Halldórsson Tillaga A í tillögu A, sem húsameistari styður, er gert ráð fyrir að útlit salarins breytist lítið. • Gólfhalla er breytt lítillega, eða sem nemur 60 sm á öftustu bekkjarröð og 20 sm á fremstu röð, frá því sem er í dag. • Hurðir inn í salinn verða óbreyttar, eða þijár hvora megin. • Sætaskipan lagfærð á svöl- unum án annarra breytinga. • Hljóðklefi, sem er á sömu hæð og Kristalssalurinn, fyrir aftan neðri svalir, flyst niður á fyrstu hæð undir svalirnar, en við það fækkar sætum í sal. • Með því að færa þennan klefa opnast fyrir gang framan við Kristalssalinn. • Byggingamefndin varfjúní sammála húsameistara um þess- ar breytingar og voru þær kynntar leikuram og öðram starfsmönnum Þjóleikhússins fyrir sumarfrí. á heiðarlegan hátt að verkefninu eftir forskrift annarra. Ég hef stund- um notað þá samlíkingu, að þegar menn spila brids, þá ráða menn ekki hvaða spil þeir fá, en spila þó úr þeim eftir bestu getu hveiju sinni. Þess vegna höfum við alla tíð talið okkur vera að vinna eins vel og hægt er úr framlögðum forsendum og leggjum okkar metnað í að vinna sem best úr þeim möguleikum sem í stöðunni eru. Þegar við erum síðan beðnir að skrifa undir lista arkitekta og lýsa yfír stuðningi við tillögu Eiðs Guðna- sonar á Alþingi, þá verð ég að segja að persónulega fannst mér ég ekki geta skorast undan að setja nafnið mitt á þann lista. Ég er ekki hvata- maður að honum, né hef ég unnið gegn byggingarnefndinni síðan í desember, en þegar skorað er á mig að vera með þá get ég ekki annað. Annars væri ég að vinna gegn eigin sannfæringu. Við erum þarna að taka afstöðu sem einstaklingar og fagmenn, en ekki sem embættis- menn.“ Höfundarrétturinn er embættisins Garðar sagðist líta svo á að húsa- meistaraembættið færi með höfund- arréttinn að hönnun Þjóðleikhússins. Það hefði verið skoðun fyrirrennara hans í starfi og þeirra verk, sem unnin voru á meðan þeir gegndu embætti, eru eign embættisins líkt og verk annarra starfsmanna. „Þess vegna er það að ég skrifa þetta bréf til menntamálaráðherra og forsætis- ráðherra og kynni mína afstöðu um leið á fundum með ráðherrunum og útskýri að ef húsameistaraembættið ætti að beita höfundarrétti í þessu máli þá þýddi það í raun að embæt- tið yrði að fara fram á lögbann á breytingarnar, en það yrði þá gegn menntamálaráðherra," sagði Garð- ar. „Það þýddi í reynd að við, sem stofnun undir forsætisráðuneytin- um, færum ekki í slíkar aðgerðir nema með stuðningi forsætisráðu- neytisins. Svo í reynd væri forsætis- ráðuneytið að fara í mál eða lögbann á hendur menntamálaráðuneytinu. Ég sé slíkt ekki gerast og þess vegna hef ég haldið fram þeirri skoðun, að úr því forsætisráðuneytið hafi beint og óbeint vísað málinu til menntamálaráðherra, þá ber hann stjórnarfarslega ábyrgð á verkinu. Ég mun því ekki beita höfundarrétt- inum að þessú sinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.