Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 32
IrfORGÚftÖLAÐlÐ LAÚGARDAGUR 7. APRÍL 1990 32 ■ M-HÁTÐIN í Stykkishólmi hefst kl. 14.00 í dag, laugardaginn 7. apríl, með hátíðardagskrá í Fé- lagsheimili Stykkishólms. Þar flytur Sturla Böðvarsson bæjarstjóri ávarp, Svavar Gestsson mennta- 'málaráðherra flytur erindi, barna- kór Grunnskólans í Stykkishólmi syngur undir stjórn Jóhönnu Guð- mundsdóttur, Asgeir Asgeirsson sagnfræðingur flytur erindi sem hann kallar „Sögu bæjarins", Ron- ald W. Turner syngur einsöng, nemendur 8. og 9. bekkjar grunn- skólans flytja dagskrá undir leik- stjórn Guðjóns Inga Sigurðssonar og kór Stykkishólmskirkju syng- ur undir stjórn Ronalds W. Turn- ers. Stjómandi hátíðardagskrárinn- ar er Rikharður Hrafhkelsson. Kl. 17.00 opnar Ellert Kristins- son forseti bæjarstjórnar sýningu friðarveggspjalda í grunnskólanum sem unnin voru af nemendum skólans undir kjörorðinu „Friður á jörð“. Gunnar Gunnarsson mynd- menntakennari annaðist umsjón og uppsetningu með aðstoð félaga úr Lionessuklúbbnum Hörpu og Lions- klúbbi Stykkishólms. Kl. 20.30 verður hátíðarfrumsýning Leikfé- lagsins Grímnis á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson. Leik- stjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Fjölmargir menningarviðburðir verða í Stykkishólmi í tengslum við M-hátíðina allt fram að 23. júní. Ber þar hæst hlut heimamanna, en ?einnig mun Skagaleikflokkurinn koma í heimsókn og stefnt er að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og leikför Þjóðleikhússins í Stykkishólm á þessu tímabili. ■ DANSKA hljómsveitin Fp. Jar Band mun spila á Borginni á morg- un, sunnudaginn 8. apríl. Þessi hljómsveit er skipuð fjórum dönsk- Danska hljómsveitin Fp. Jar Band. um unglingsstrákum og einum íslenskum. Þeir hafa undanfarið spilað í Danmörku við góðar undir- tektir og spila þeir lög í anda rokk- áranna. Á morgun mun vera sann- kölluð fjölskyldustemming á Borg- inni þar sem þessi hljómsveit spilar og boðið verður upp á veitingar í hádeginu og fram eftir degi. Hægt verður að fá góðan mat fyrir lítinn pening. Hljómsveitin mun spila milli kl. 15—17. Mánudags- og þriðju- dagskvöld mun Hótel Borg halda unglingadansleik þar sem aldurs- takmarkið verður 13 ára. Þar mun hljómsveitin einnig spila. Þessi dansleikur bytjar kl. 20 og lýkur um miðnætti. Á páskadag verður danskt hlaðborð á boðstólum í há- deginu og þá munu Fp. Jar Band spila fyrir matargesti. ■ SKÁKÞING íslands í áskor- endaflokki og opnum flokki verður haldið í Skákheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12 í Reykjavík, dagana 7,—16. apríl. 1. umferð verður tefld laugardaginn 7. apríl kl. 14.—20, biðskákir sama dag kl. 21—23, 2. umferð sunnu- daginn 8. apríl kl. 14—20, biðskák- ir sama dag kl. 21—23, 3. umferð mánudaginn 9. apríl kl. 18—24, biðskákir þriðjudaginn 10. apríl kl. 20— 24, 4. umferð miðvikudaginn 11. apríl kl. 18—24, 5. umferð fimmtudaginn 12. apríl kl. 14—20, biðskákir sama dagskl. 21—23, 6. umferð föstudaginn 13. apríl, bið- skákir sama dag kl. 21—23, 7. umferð laugardaginn 14. apríl kl. 14—20, biðskákir sama dag kl. 21— 23, 8. umferð sunnudaginn 15. apríl, biðskákir kl. 21—23 sama dag, 9. umferð mánudaginn 16. apríl og biðskákir sama dag kl. 21. 9 umferðir verða tefldar, 2. klst. á 40 leiki og 1 klst. á næstu 20 leiki áður en skákin fer í bið, síðan 1 klst. á 20 leiki eftir bið. Skráning í áskorendaflokki og opnum flokki hefst á mótsstað klukkustund áður en 1. umferð hefst. Signý dóttir Sæmunds- Þóra Fríða Sæmundsdóttir ■ SIGNÝ Sæmundsdóttir söng- kona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg, sunnudaginn 8. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir ýmsa höfunda, m.a. Mozart, Mahler, Ginastera, Atla Heimi Sveinsson og R. Strauss. Signý stundaði söngnám við Tónlistar- skólann í Kópavogi, Tónlistar- skólann í Reykjavík og Söngskól- ann í Reykjavík áður en hún fór utan og lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Vínar- borg 1988. Hún hefur síðan tekið þátt í óperuflutningi og tónleika- haldi jafnt innanlands sem utan. Þóra Fríða lauk námi fi-á Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1978 og stundaði síðan íram- haldsnám við tónlistarháskólana í Freiburg og Stuttgart. Hún hefur írá 1984 starfað sem pianó- leikari og kennari í Reykjavík. Þóra Fríða er félagi í Islensku hljómsveitinni. ■ BORGARSKIP ULA G Reykjavíkur stendur fyrir sýningu á kortum hverfaskipulags fyrir borgarhluta 1, Gamla bæinn, þ.e. svæðið vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar, dagana 10. til og með 17. apríl nk. Vinnsla kortanna er nú á lokastigi og verða þau send út til heimila og vinnu- ■ staða í borgarhlutanum seinni hluta aprílmánaðar. Kortin eru þijú að þessu sinni og verður eitt þeirra, Miðbæjarkortið, sent út til allra heimiia í borginni. Hverfaskipulag fyrir borgarhluta 4 (Laugarnes, Lækir, Kleppsholt, Laugarás, Sund, Heimar og Vogar) og hverfaskipu- lag fyrir borgarhluta 5 (Múlar, Háaleiti, Hvassaleiti, Kringla, Smá- íbúðahverfi, Bústaðahverfi, Foss- vogur og Blesugróf) hefur þegar verið gefið út og sent íbúum í hlut- aðeigandi hverfum. Sýningin verður haldin á Gailerí Borg og opin dag- lega milli kl. 10.00 og 18.00. Einn- ig verða til sýnis hugmyndir um glerbyggingar í Austurstræti og nágrenni ásamt líkani og teikning- um af skipulagi Laugardalsins. ■ HJÓNIN Magnús Baldvinsson bassi og Kathryn Stanton sópran halda sína fyrstu sameiginlegu tón- leika þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30 í íslensku óperunni ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleik- — KOMINN TIL AÐ VERA — — A LLT BREYTT NEMA ÚTLITIÐ — Hægt að velja um þrjár gerðir — Allar með sérbúnaði fyrir norðlæg iönd - * Verð frá kr. 577.000,- Útborgun frá 165.000,- Eftirstöðvar í 12-24 mánuði (bankavextir) H HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500 S.H. segir m.a. í blaðadómi í DV um Ibiza SXI: ,,Ljónviljugur borgarsportbíll" . . . Hann liggur frábærlega vel, líka á malarvegi. Hann hefur stinna og sportlega fjöðrun án þess að vera hastur." Magnús Baldvins- Katryn Stanton son ara. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Puccini, Mozart, Verdi, Bell- ini, Offenbach, Sigftís Einarsson og Sigfús Halldórsson. Magnús stundaði söngnám hjá Guðmundi Jónssyni og Dóru Reyndal við Söngskólann í Reykjavík og siðan við Indiana University School of Music undir leiðsögn prof. Roy Samuelsen. Magnús víða komið fram opinberlega, m.a. við óperuna í Louisville í Kentucky og við háskólann í Indi- ana. Fyrstu sjálfstæðu tónleika sína hér á landi hélt hann í Nor- ræna húsinu í september sl. Hann mun koma fram sem einsöngvari í h-moll messu Bachs sem flutt verður í maí nk. Kathryn Stanton er frá Indiana í Bandaríkjunum. Frá 14 ára aldri hefur hún verið að koma fram sem söngkona, í söngleikjum sem atvinnumaður og einnig í uppfærslum við Denson University þar sem hún hlaut styrk .til náms og einnig við Indiana Uni- versity School of Music. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsöngstón- leikum en sína fyrstu sjálfstæðu tónleika hélt hún í Bandaríkjunum í júní sl. Miðar verða seldir í ís- lensku óperunni og einnig við inn- ganginn. ■ KLÚBBUR 17, samtök ungra ökumanna, efnir til fundar um málefni ungra ökumanna og hvern- ig fækka megi slysum í þeirra hóp á Hótel Lind við Rauðarárstíg í dag, laugardag, kl. 11. Fundurinn er öllum opinn er sérstaklega eru velkomnir þeir sem eru í þann mund að öðlast ökuréttindi eða hafa öðl- ast þau undanfarin misseri. Meðal efnis á fundinum verður afhending verðlauna í samkeppni um merki og slagorð samtakanna; kynning á Klúbbi 17; rætt verður um æfinga- svæði fyrir ökumenn; flutt verða erindi um um hvort rétt sé að færa ökukennslu inn í skólakerfið og um samstarf Klúbbs 17 og framhalds- skólanna. ■ NÝJA skóla-, íþrótta- og menningarmiðstöðin í Smára- hvammslandi íKópavogsdal verð- ur kynnt á opnum fundi í Félags- heimili Kópavogs mánudagskvöldið 9. apríl kl. 20.30. Þar verður gerð grein fyrir þeim möguleikum í skóla-, íþrótta- og menningarstarfi sem væntanlegt hús býður upp á og farið yfir fjárhagslega hlið máls- ins. ■ í GÆR birtist í Morgunblaðinu mynd af styttu Jóns Arasonar á Munkaþverá, en þá láðist að geta þess að hún er eftir Guðmund frá Miðdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.