Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 35T Jarðgöng umBreiðadals- og Botnsheiðar Lánasýsla ríkisins: Aukin hagræðing eða nýtt ríkisbákn? Þingmenn taka stjórnarfrumvarpi með varhug Fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um Lána- sýslu rikisins, sem ætlað er að „fara með lántökur ríkissjóðs og ríkis- stoíhana innan lands og utan, útgáfii og sölu ríkisskuldabréfa á inn- lendum markaði og aðra skuldaumsýslu fyrir ríkissjóð, svo og endurl- án lánsfjár og ríkisábyrgðir". Þingmenn, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, tóku frumvarpinu með varhug og létu í ljós ótta um, að hér væri verið að setja nýtt ríkisbákn á jötu skattgreiðenda. bæði á innlendum og erlendum lá- Ölafiur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði meðal annars að hér væri verið að flytja á eina hendi þrenns konar starfsemi, sem væri þegar til staðar. Hér væri um að ræða hliðstætt fyrirkomulag og í grannríkjum og frumvarpið tæki mið af breytingum, sem orðið hefðu Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að flýta jarðgangagerð á VestQörðum. Þingsályktunartillaga frá ríkisstjórninni: Gerð jardganga á Vest- fjörðum verði hafín 1991 RÍKISSTJÓRNIN hefur Iagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um að gerð jarðganga á VestQörðum verði flýtt. Samkvæmt tillög- unni á að haga undirbúningi þannig að framkvæmdir geti hafíst 1991 og að verkinu verði lokið á 4 til 5 árum.' í þingsályktunartillögunni segir, að flýtt skuli framkvæmdum við fyrirhugaða jarðgangagerð á Vest- íjörðum, umfram það sem fyrirhug- að sé samkvæmt fyrirliggjandi vegaáætlun. Hraða skuli öllum und- irbúningi verksins, þannig að fram- kvæmdir geti hafist á árinu 1991, en ekki 1992 eins og miðað sé við í vegaáætlun. Einnig skuli heimilt að auka framkvæmdahraða við verkið þannig að því ljúki á 4 til 5 árum í stað að minnsta kosti 7 árum, eins og áformað hafi verið. í tillögunni er enn fremur sagt, að ríkissjóði skuli heimilað að taka lán í þessu skyni, allt að 1.300 milljónum króna, á árunum 1990 til 1994, samkvæmt nánari ákvæð- um, sem sett verði í lánsfjárlög, og skuli lánin, ásamt verðbótum, end- urgreiðast af því fjármagni, sem varið er til stórverkefna samkvæmt vegaáætlun. Vextir og lántöku- kostnaður skuli greiðast árlega úr ríkissjóði sem sérstakt byggðafram- lag. Að lokum segir í þingsályktunar- tillögunni, að ríkisstjórnin skuli láta kanna möguleika þess að afla sér- staklega lánsfjár og/eða tekna til að standa straum af kostnaði vegna ákvörðunar um að flýta fram- kvæmdum og skila áliti til næsta Alþingis. í athugasemdum við til- löguna kemur fram, að ýmsir mögu- leikar hafi verið ræddir í því sam- bandi. Meðal þess sé staðbundin gjaldheimta í formi sérstaks elds- neytisgjalds, útgáfa sérstakra skuldabréfa og að heimamenn greiði hugsanlega að einhveiju leyti af lánum, sem tekin yrðu til að flýta framkvæmdum, með vegatekjum kjördæmisins á næstu árum eftir gangaframkvæmdirnar. namarkaði. Eyjólfur Konráð Jónsson (S- Rv) sagði sjálfgefið að athuga frumvarpið gaumgæfilega í nefnd og geyma endanlega dóma unz það hafi fengið eðlilega skoðun. Það væri hins vegar eðlilegt, að gjalda vissan varhug við hugmyndaauðgi ráðherra varðandi nýjar ríkisstofn- anir. Salome Þorkelsdóttir (S-Rn) vitnaði til greinar í Pressunni um nýtt „fésýsluapparat" eður ríkis- bákn, sem þegar hafi verið efnt til, og haldi sig ríkmannlega. Hún krafði ráðherra sagna um, hvort þar væri átt við þá Lánasýslu ríkis- ins, sem þetta stjórnarfrumvarp fjallaði um. Ef svo er þá væri hér um kostuleg vinnubrögð að ræða. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Rv) sagði það sína reglu að trúa engu sem Pressan segði. Trúlega fylgdu því kostir að sameina þá starfsemi, sem frumvarpið fjallaði um. Hins vegar þurfi að fara með gát í þessu efni og standa þann veg að verki, að ríkisbáknið bólgni ekki frekar út en orðið er. Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) spurði, hvort hér væri verið að vekja upp Framkvæmdasjóð íslands, sem Stuttar þingfréttir: ■ GJALDÞROT: Samtals bárust 1.328 beiðnir um gjaldþrotaskipti árið 1988 og 2.305 árið 1989 í Reykjavík. Beiðnum einstaklinga fjölgaði úr 997 1988 í 1.687 árið 1989 og beiðnum lögaðila úr 331 1988 í 618 1988. Þetta kemur fram í nýlegu svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Margréti Frí- mannsdóttur (Abl-Sl). Greiðslur til bú- og skiptastjóra í Reykjavík námu 12,4 milljónum króna 1988 en 24 milljónum króna árið 1989. ■ BARNSMEÐLÖG: Guðmundur Agústsson og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Borgaraflokki, flytja frumvarp til laga, þess efnis, að stjórn Innheimtustofnunar sveitar- félaga skuli „heimilt að fella niður barnsmeðlög að hálfu eða öllu leyti ef um sérstaka félagslega erfiðleika er að ræða hjá skuldara. Nánari ákvæði um þetta atriði skul sett í reglugerð." ■ VÍSAÐ TIL RÍKISSTJÓRN- AR: Félagsmálanefnd leggur til að tillögu til þingsályktunar um menn- ingarsamskipti við byggðir Vestur- Islendinga í Kanada verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Tillagan gekk út á að kjósa sérstaka nefnd til að styrkja þessi samskipti. Rökstuðn- ingur: þegar er starfandi nefnd að þessu verkefni. Nefndin leggur einnig til að til- lögu um köhnun á aðstöðu einstakl- inga með glúten-óþol verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Það er gert í trausti þess að heilbrigðisráðuneyt- ið kanni þessi mál sérstaklega, án þingsályktunar þar um. Frumvarp um meðferð opinberra mála: Skilið á milli ákæru- valds og dómsvalds LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um meðferð opinberra mála. Meðal helstu nýmæla í því er að skilið verði til fiills milli ákæruvalds og lögreglu annars vegar og dómsvalds hins vegar og meðferð opinberra mála verði færð nær meðferð einkamála en nú er. Hlutafélag sjái um veg- tengingu um Hvalíjörð LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir að ríkisstjórninni verði heimilað að fela hlutafélagi, sem stofiiað yrði í því skyni, að annast að nokkru eða öllu leyti undirbúning, fjármögnun og fram- kvæmdir við vegtengingu um ut- anverðan Hvalfjörð, svo og rekst- ur um tiltekinn tíma. í athugasemdum við frumvarpið er vísað til álits starfshóps á vegum samgönguráðherra um að vegteng- ing undir eða yfir utanverðan Hval- fjörð, á svæðinu frá Hnausaskeri inn undir Hvalfjarðareyri, væri þjóð- hagslega hagkvæin og líkleg til að hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar á Vesturlandi. Starfshópurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að væn- legast væri að stofnað yrði félag, sem annaðist mannvirkjagerðina og fjár- mögnun hennar, eða fjármögnunina eina, gegn rétti til að taka veggjald af umferðinni. Tekið er fram í athugasemdunum, að í frumvarpinu felist engar fjár- hagslegar skuldbindingar af hálfu ríkissjóðs. í athugasemdum við frumvarpið kemur fram, að það sé liður í heildarendurskoðun á dómstóla- kerfi landsins og réttarfarsreglum, sem grundvöllur hafi verið lagður að með lögum um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði. í frumvarpinu sé gert ráð fyrir því, að skilið verði til fulls milli ákæru- valds og lögreglu annars vegar og dómsvalds hins vegar. Rannsókn mála verði að öllu leyti í höndum ákæruvalds og lögreglu og dómari eigi aldrei frumkvæði að, né stýri rannsókn. Dómsrannsóknir leggist niður og hlutverk dómara á rann- sóknarstigi máls takmarkist eink- um við úrlausn ágreiningsefna, sem aðilar beri undir hann. í athugasemdunum kemur einnig fram, að ákærandi skuli, samkvæmt frumvarpinu, að jafnaði vera við- staddur málsmeðferð. ~Hann mæli fyrir um það hvaða gögn verði lögð fram í máli af hálfu ákæruvaldsins, en ekki dómari. Vegna hins aukna hlutverks ákærenda, sé meðal ann- ars gert ráð fyrir ákæruvaldi lög- reglustjóra. Málshöfðunarvald þeirra verði takmarkað við mál vegna brota gegn umferðarlögum og áfengislögum, svo og öðrum lög- um, nema almennum hegningarlög- um, þar sem eigi sé lögð þyngri refsing við broti en sektir og varð- hald. Ennfremur kemur fram í athuga- semdunum, að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að meðferð opinberra mála verði færð nær meðferð einka- mála en nú sé, og að réttarstaða sakbornings sé gerð skýrari og rétt- arstaða málsvara hans bætt. Ólaftir Ragnar Grímsson málaráðherra. lagður var af á sfðasta kjörtímabili. Karvel Pálmason (A-Vf) sagði ósamræmi í síbylju ráðherra um nauðsyn sparnaðar hjá landsmönn- um, ekki sízt láglaunafólki, og end- urteknum tillöguflutningi þeirra á Alþingi um sitthvað, sem kalli á margra milljóna aukin útgjöld. Ég hef allan fyrirvara á um það hvort ég styð þetta frumvarp, sagði þing- maðurinn. Halldór Blöndal (A-Ne) vitnaði til greinar Jóns Sigurðssonar ráð*^' herra í Morgunblaðinu. Þar viður- kenni ráðherra að lífskjör hafí rýrn- að um 15-20% frá 1988 talið, auk þess sem atvinnuleysi hafí vaxið verulega. Það skjóti því skökku við þegar ráðherrar standi í því að flytja þingmál um viðvarandi þenslu ríkisbáknsins á kostnað þessa sama launafólks. Ólafiir Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra staðhæfði að Lána- sýsla ríkisins þýddi hagræðingu fremur en aukinn kostnað. Ljóst væri engu að síður að sala spariskír- teina og ríkisvíxla, samningar við lífeyrissjóði um kaup á skuldabréf- um og lántökur ríkissjóðs hérlendis og erlendis kalli á nokkurt mannai ~ hald. Fram kom í máli ráðherra að um 4.000 landsmenn hefðu fasta, mánaðarlega áskrift að spariskír- teinum ríkissjóðs. Fleiri tóku til máls, þótt það verði ekki frekar rakið hér. SPARISJOÐUR VÉLSTJÓRA Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður hald- inn laugardaginn 7. apríl kl. 13.30 í Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins starfsárs. 2. Staðfesting á endurskoðuðum ársreikn- ingi og ráðstöfun tekjuafgangs af fengn- um tillögum sparisjóðsstjórnar, sbr. 42. gr. laga nr. 87/1985. 3. Kosning sparisjóðsstjórnar og tveggja skoðunarmanna. 4. Þóknun stjórnarmanna og skoðunar- manna. 5. Breytingar á samþykktum sparisjóðsins sbr. 12. gr. samþykkta sparisjóðsins. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir sparisjóðsaðilum við innganginn. Stjórnin. vt~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.