Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 45 Þorsteinn Bárðarson Grundarfírði - Minning Fæddur 13. apríl 1915 Dáinn 29. mars 1990 Þegar manni verður hugsað til Þorsteins Bárðarsonar, kemur upp í hugann hinn sterki og trausti maður — kletturinr. sem lætur sér öldugjálfur lítt varða. Hann var sjó- maður í eðli sínu, og var við sjó mesta sína starfsævi — en hafnar- vörður við Grundarfjarðarhöfn í ein fimmtán ár, eða þar til síðla á árinu 1985, að sá sjúkdómur sem hann þjáðist af gerði honum ófært að stunda vinnu sína, og varð hann þá að fara á St. Fransiskus-sjúkra- húsið í Stykkishólmi, og hefur allt verið gert þar sem hægt var til þess að líðan hans væri sem best, þar til yfir lauk. Þökk sé öllu starfs- fólki sjúkrahússins. Þorsteinn var stór og myndarleg- ur maður, og bar það utan á sér að þar fór maður þéttur á velli og þéttur í lund, sem haggaðist lítt við smámuni. Hann gat þó verið skemmtilegur í góðum félagsskap, og með afbrigðum orðheppinn, og hafði forn og hnittin tilsvör á reið- um höndum. Við vorum saman í stjórn Sparisjóðs Eyrarsveitar í mörg ár og var gott að vinna með honum. Hann gat verið beinskeytt- ur þegar hann vildi svo við hafa, en alltaf hinn besti félagi þarna sem annars staðar. Það fór svo að ég tók við hrepp- stjórastarfinu af Þorsteini þegar hann veiktist, en hann hafði gegnt því um átta ára skeið. Af hans lund- erni vildi hann aldrei titla sig hrepp- stjóra, heldur hafnarvörð. Við sjó- inn hafði hann verið allt frá ungl- ingsárum, lengst af sem stýrimaður og skipstjóri og í tengslum við sjó- inn vildi hann vera. Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. sýslunefndarmaður um árabil. Þorsteinn kvæntist Elnu Bárðar- son, finnskri stúlku, og hafa þau búið mest af sínum búskap í Gröf, Grundarfirði. Þau voru ólík um margt, hún fínleg og listræn, en hann hinn harðgerði sjómaður. Það var mikil breyting hjá Elnu að koma til Islands og fylgja manni sínum til Grundarfjarðar þar sem voru minni möguleikar fyrir hana að iðka list sína, en henni hefur tekist að gleðja marga með stein- myndum sínum sem eru svo rammíslenskar að álfar og tröll birt- ast í þeim, þó hún geri einnig hug- ljúfar myndir af vötnum og skógum Finnlands. Ég vil að lokum þakka samstarf- ið með Þorsteini, sem alltaf reynd- ist hinn besti drengur — og votta Elnu og drengjum þeirra mína dýpstu samúð. Guð blessi þau, og Guð blessi minningu um góðan dreng. Halldór Finnsson BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA, LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA OG HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Söfnunardagur 7. apríl Allar einnota öl- og gosdrykkjaumbúöir 7. apríl Skátar veröa viö dósakúlurnar og taka viö dósum og flöskum Viö veitum þjónustu þennan dag. Viö sækjum heim. Þú hringir — viö komum. Síminn er 26440 og 621390. Hentu ekki öl- og gosdrykkjaumbúðum. Notaðu dósakúlurnar, þannig styrkir þú okkur. Æ L.H.S w LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA . BANDALAG ISLENSKRA SKATA HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR B Y K O B R E I D D BAÐHERBERGIS DAGUR HREINLÆTISTÆKJA-, BLÖNDUNARTÆKJA- OG BAÐINNRÉTTINGADAGUR BYKO. KOMDU í HREINLÆTISTÆKJADEILDINA. GÓÐUR AFSLÁTTUR. BARNAGÆSLA Á STAÐNUM. MJÓDDIN ÍSllÉ I . __________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.