Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 + Móöir okkar, MARGRÉT BJARNADÓTTIR, Laufvangi 7, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 5. apríl. Jarðarförin fer fram í Víðistaða- kirkju þriðjudaginn 17. apríl. Dætur hinnar látnu. t Elskulegi drengurinn okkar, GRÉTAR ÞÓR SIGURÐSSON, Nesjavöllum, Grafningi, lést af slysförum að kvöldi hins 5. apríl. Sigurður Jónsson, Ester Hannesdóttir, Hanna Björk Sigurðardóttir, Jón Matthias Sigurðsson, Guðbjörg Guðsteinsdóttir og aðrir vandamenn. + Ástkær eiginmaður minn, EINAR ÞORGEIRSSON rafverktaki, Sævangi 28, Hafnarfirði, lést af slysförum 3. apríl. Helga Bjarnadóttír, Sigrfður Margrét Einarsdóttir, Einar Geir Einarsson, Bjarni Þór Einarsson. + Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HARALDURJÓNSSON, Þórufelli 20, sem lést 4. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni miðvikudag- inn 11. apríl kl. 15.00. Svanborg Sighvatsdóttir, Auður Agnes Haraldsdóttir, Ingvi Pétursson, Þorsteinn Jón Haraldsson, Bjarney Þórarinsdóttir, Haraldur Ingvason. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall sonar okkar, fóstur- sonar, bróður og barnabarns, SVEINS HUPFELDT ÁRNASONAR, Heiðargerði 50, Reykjavík. Herdís Hupfeldt, Þorvaldu Árni Baldursson, Arnþór Hupfeldt, Elfsabet Þorvaldsdóttir, Reynir Berg Þorvaldsson Dóra Guðmundsdóttir, Arnþór Þórðarson. r Finnbogason, + Eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÍDA NIKULÁSDÓTTIR, Smárahvammi 13, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þann 5. apríl. Karl Finnbogason, Elfsabet Karlsdóttir, Magnús Hrund Magnúsdóttir, Gunnar Magnússon, Þröstur Magnússon, Richard Magnús Elliott, Elfsabet Ásta Magnúsdótl ' Gunnarsson, ir. + Móðir okkar, ANNA MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Skarðshlíð 31E, Akureyri, sem lést 31. mars sl., verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudag- inn 9. apríl kl. 13.30. Björn Baldursson, Guðlaugur Baldursson, Anna P. Baldursdóttir, Ingunn Baldursdóttir, Agnes B. Morrison og fjölskyldur. Minning: Vigfús Guðmunds- son í Eystri-Skógnm Fæddur 15. mars 1934 Dáinn 30. mars 1990 Hvað gildir mest á grafarbarmi? Hvað græðir best hin leyndu sár, ef loft er þrungið hryggð og harmi og hvergi fellur vonartár? Hvað stoðar? Ekkert gap fær gert, ef Guðs orð reynist lítils vert. (Stefán Hannesson) í dag komum við saman á grafar- barmi og kveðjum í hinzta sinn móðurbróður minn, Vigfús Guð- mundsson í Eystri-Skógum. Já, mað- urinn með ljáinn hefur enn einu sinni unnið ótímabæran sigur, kallað burt úr þeirri tilveru sem við lifum og hrærumst í, góðan dreng og mikinn heiðursmann, sem mun verða sárt saknað af öllum sem fengu tækifæri til þess að kynnast honum, þau eru eflaust mörg „hin leyndu sár“ sem lengi verða að gróa, nú þegar örlög- in leika okkur svo grátt, og „loftið er þrungið hryggð og harmi", er við fylgjum honum síðasta spölinn. Viffi, eins og við ávallt kölluðum hann, fæddist í Eystri-Skógum 15. mars 1934, elstur sex systkina, og ólst þar upp til unglingsára, er þau systkinin misstu föður sinn sem var í blóma lífsins og á besta aldri er hann féll frá. Það kom í hlut Viffa, sem unglings, að axla ábyrgð á búi og yngri systkinum. Þetta hlutverk rækti hann af trúmennsku og ábyrgðartilfinningu, en kannske umfram allt æðruleysi, en þetta voru allt kostir sem prýddu Viffa í ríkum mæli og einkenndu hann ef til vill umfram annað. Kynni mín af Viffa ná eins langt aftur og mínar fyrstu bernskuminningar. Það færðist ávallt eitthvert fjör og eftirvænting í leikinn hjá okkur krökkunum, þeg- ar Viffí var í nánd, það þarf enda ekki annað en hinir fullorðnu veiti krökkum eftirtekt og setji sig í sam- band við þau á jafnréttisgrundvelli, til þess að það léttist brúnin á smá- fólkinu, það var eins og Viffí væri með innbyggt auka-skilningarvit gagnvart nærveru og tilfínningum bama og beitti því óspart, með góð- um árangri. Ekki svo að skilja að hann stæði sjálfur í hávaðasömum eða fyrirferðarmiklum uppákomum, ónei, heldur hafði hann sérstakt lag á því, með sínu rólynda fasi, að ving- ast við krakka og hæna þau að sér, nokkrar augnagotur og svipbrigði á vel völdum augnablikum hafa glatt margt barnshjartað í gegnum árin. Eftir því sem árin liðu, lærðist mér að bera djúpa virðingu fyrir frænda mínum, bóndanum, mann- vininum, hinum gegnheila persónu- leika þessa yfírlætislausa manns, sem aldrei fann hjá sér hvöt til að Upphefja sjálfan sig á kostnað með- borgara sinna né lagði illt orð til nokkurs manns. Viffí hafði hins veg- ar næmt skopskyn og glöggt auga fyrir sérkennum samferðamanna sinna og broslegum uppákomum í hinu daglega amstri. Hann kom mér alla tíð fyrir sjónir sem hinn traust- byggði, óhagganlegi og sterki drangur sem stendur upp úr öldu- róti mannlífsins, og engar öldur, hvorki stórar né smáar, fá hróflað við. Nú hins vegar stöndum við frammi fyrir þeirri köldu, nöktu staðreynd að til var brotsjór svo stór og kröftugur að engum vömum var við komið, þrátt fyrir hetjulega bar- áttu, baráttu sem hann háði með dyggum og ómetanlegum stuðningi Siggu, allt til enda. „Hvað stoðar? Ekkert gagn fær gert...“ segir í ljóðinu, já, við stöndum ósköp mátt- vana frammi fyrir hinum æðri mátt- arvöldum. Ég bið, að góður Guð græði „hin leyndu sár“ og lini sorg og söknuð Siggu og krakkanna vegna þessa óbætanlega missis. Ég votta ykkur svo og öðmm ástvinum mína dýpstu samúð. Við, sem þekktum Viffa og urðum honum samferða um lengri eða skemmri leið á götuslóða lífsins, getum litið með þakklæti til baka, hann skilur eingöngu eftir hjá okkur bjartar minningar hjá öllum sínum ferðafélögum, að ég mundi halda, og sólskinið mun varpa birtu og yl á þessar minningar hjá okkur öllum, eins og segir í kvæðinu hér á eftir, hvenær sem við kjósum að taka þær út úr fylgsnum huga okkar og ylja okkur við þær. Og vertu nú sæll. Það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þig breiði, og sætt er það þreyttum að sofa’ eins og þú með sólskin á minning og leiði. (Þorsteinn Erlingsson) Guðmundur Sigþórsson Elsku Viffí okkar er dáinn. Við segjum okkar því fyrir Vigni og Veigari var hann sem besti faðir. Hjá þeim sæmdarhjónum Siggu og Viffa áttu þeir mörg ánægjuleg sum- ur í sveitinni, þar hafa þeir notið hjartagæsku og hlýju í 8 ár. Veigar var tveggja ára þegar hann kom að Eystri-Skógum til sumardvalar með Vigni bróður sínum sem þá var sex ára. Börn þeirra hjóna, Guðmundur þá sjö ára og Rósa 10 ára, tóku þeim eins og systkinum og hefur ætíð ríkt góður vinskapur þeirra á milli. Sjálf sótti ég mikið til þeirra t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu okkar, ÁRÞÓRU FRIÐRIKSDÓTTUR, Borg, Stykkishólmi. Sérstakar þakkirfærum við öllu starfsfólki á St. Fransiskuspítalan- um og dvalarheimili Stykkishólms fyrir góða hjúkrun, vináttu og alúð við hina látnu. Guð blessi ykkur öll. Bæring Elísson, Jón Bæringsson, María Bæringsdóttir, Gróa Bæringsdóttir, Högni Bæringsson, Þorbergur Bæringsson, Guðný Jensdóttir, SvavarJensson, Þórður Haraldsson, Bjarndís Þorgrímsdóttir, Hugi Pétursson, Hansa Jónsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Steinar Ragnarsson, Þóra Elísdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hjóna sem voru mér sem mínir aðrir foreldrar, alltaf gat ég leitað til þeirra því í sambandi við mína vinnu þurfti ég oft að fara utan. Voru þau þá ætíð boðin og búin að taka strák- ana mína til sín. Ég man sérstaklega hve yngri strákurinn minn leitaði í faðm Viffa í bamssakleysi sínu í leit að hlýju sem Viffí átti til í ríkum mæli, öll börn löðuðust að Viffa því barngóður var hann mjög. Elsku Sigga, Rósa og Guðmund- ur, megi guð gefa ykkur styrk því missir ykkar er mikill. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Gunna, Vignir og Veigar í dag, laugardag, kl. 14 fer fram frá Éyvindarhólakirkju undir A-Eyjafjöllum útför Vigfúsar Guð- mundssonar frá Eystri Skógum. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Viffa, eins og hann var oft- ast kallaður, en hann lést í Lands- pítalanum 30. mars sl. eftir þungbær veikindi. Vigfús var sonur hjónanna Guð- mundar Vigfússonar frá Eystri- Skógum og Onnu Guðjónsdóttur frá Skarðshlíð, elstur sex systkina. Hann tók við búinu í Eystri Skógum að föður sínum látnum aðeins 16 ára gamall og bjó þar alla tíð. Árið 1962 steig hann gæfuspor er hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Núpi undir V-Eyjafjöllum. Þeim varð tveggja bama auðið, Rósu og Guð- mundar. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að alast upp í Eystri- Skógum, var sendur þangað í sveit eins og gengur og gerist. Er skemmst frá því að segja að mér líkaði vistin þar svo vel að Eystri- Skógar urðu mitt heimili næstu átta árin, jafnt sumar sem vetur. Ég gleymi aldrei fyrsta degi mínum í Éystri-Skógum, þá aðeins átta ára gamall, hafði kvatt móður mina klökkur með tárin í augunum og horfði á bílinn fjarlægjast í ryk- mekkinum. Þá kom Viffí, tók mig í fang sér og saman fórum við akandi úr hlaði á gamla Fergusoninum. Upp frá því var engin ástæða til að láta sér leiðast. Þar sem ég var eina bamið á bænum fyrstu árin var ég eins og gefur að skilja mikið einn með Viffa við hin ýmsu störf og hef sjálfsagt oft flækst fyrir en alltaf tók hann mig með sér, austur á Trippatanga, vestur í Stakkatún, suður á fjöru, og alla þessa staði er koma upp í hugann og er ég varð eldri kenndi hann mér flest þau störf er til féllu, ungur nemur, gamall temur. Ótal ljúfar endurminningar koma upp í hugann nú við fráfall Viffa. Hann var eftirminnileg per- sóna og lífshlaup hans varð ekki langt en gæfuríkt. Viffi var yfirleitt mjög hógvær en gat þó í góðra vina hópi slegið á létta strengi. Mér verða þau alltaf minnisstæð kvöldin forðum í bað- stofunni í gamla bænum svokallaða þegar félagar Viffa af næstu bæjum komu í heimsókn eftir mjaltir. Þá var oft tekið í spil eða bara rabbað saman fram eftir kvöldi og stundum fram á nætur og var oft glatt á hjalla því Viffí var búinn þeim hæfí- leikum að vera framúrskarandi góð eftirherma og gerði oft góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum. Eg man það að ég hafði alveg óskaplega gaman af þessum stundum en þess- ir tímar eru því miður liðnir og koma aldrei aftur. Þegar ég heimsótti Viffa fyrir fáum dögum grunaði mig alls ekki að þetta væri okkar síðasta stund saman, mér fannst hann það hress, og þrátt fyrir slæman sjúkdóm bjóst ég alltaf við því að hann kæm- ist yfír hann. En þegar ég leiði hug- ann að því nú og minnist þess hvern- ig hann kvaddi tvær ungar dætur mínar sem fóru með mér til að heilsa upp á afa eins og þær kölluðu hann ævinlega held ég að hann hafi gert sér ljóst hvert stefndi, og hann var að kveðja þær hinstu kveðju. Það er stórt skarð höggvið, en sagt er að tíminn lækni öll sár og ég veit að sá tími verður langur. En minningin verður ekki frá okkur tekin og hana munum við geyma um ókomin ár. Elsku Sigga, Rósa og Guðmund- ur, missir ykkar er mikill og ég sendi ykkur og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Vigfúsar Guð- mundssonar. Halldór Benóný Nellett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.