Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 52
MORGIJNÖLAÐIÐ LAUGARDAÓUR 7. AÍ’RÍI. 1990 52 Ovæntur smellur ÞEGAR LIFIÐ ER KVIKMYND Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Pottormur í pabbaleit („Look Who’s Talking"). Sýnd í Stjörnubíói. Aðalhlutverk: John Travolta, Kristie Allen, George Segal, Olympia Dukakis og rödd Bruce Willis. Myndin, sem komið hefur mest á óvart í Bandaríkjunum undan- farna mánuði, er Pottormur í pabbaleit, lítil grínmynd og ódýr að sjá með stjörnum er fáir höfðu trú á og síst hafa slegið í gegn nýlega. Skærasta stjarnan er Bruce Willis en hann sést raunar aldrei heldur talar fyrir bleiubarn. „Pottormur“ virtist því ekki hafa mikið að selja. Hún fjallar um einstæða móður og áður en Á bláþræði („Leviathan"). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: George Cosmatos. Aðalhlutverk: Peter Weller, Richard Crenna og Amanda Pays. í þessari þriðju undirdjúpa- mynd sem sýnd er hér á stuttum tíma grafa námumenn eftir góð- málmum á sjávarbotni þegar þeir komast í tæri við einkennilegan vökva fengnum úr sokknu rúss- nesku herskipi sem breytir þeim í eitthvað sem maður vildi síst hafa við morgunverðarborðið og áhöfnin týnir tölunni einn af öðr- um. Spennumyndin Á bláþræði („Leviathan" er tekið úr Biblíunni og þýðir gríðarstórt sjávardýr) tekur fullmikinn tíma í að und- hún kom til hafði John Travolta ekki átt metsölumynd frá dansár- unum heldur þvert á mótLleikið í hveijum mistökunum á fætur öðru; Kristie Alley er smástirni í sjónvarpi og bíómyndum og Ge- orge Segal hefur næstum horfið af sjónarsviðinu sem kvikmynda- leikari. Jafnvel kvikmyndaverið var á báðum áttum með hvort það ætti að setja myndina í alvarlega dreifingu, gerði það samt, og hún sló í gegn svo um munaði og er nú komin langt yfir 100 milljón dollara markið vestra. Hún á líka allt gott skilið þessi alltaf þekkilega og hlýlega og skemmtilega skrifaða gaman- mynd um raunir einstæðu móður- innar (hressileg Alley) sem eign- irbúa hasarinn og koma honum af stað en eftir að hann er kominn í gang drepur leikstjórinn George Cosmatos aldrei á honum og skap- ar hörkugóða spennu með leikur- um eins og Peter Weller og Ric- hard Crenna sem tekst að líta alvarlegar út en tölvuskjáirnir. Það má vera að ykkur fínnist þið hafa séð margt af þessu áður en eftir því sem neðansjávar- myndunum fjölgar sér maður bet- ur og betur hvílík grundvallar- mynd Alien eftir Ridley Scott er. Á bláþræði fær mikið að láni úr henni sem orðið er gamalkunnugt síðan, allt frá bijóstkössum sem bylgjast inn og út til eina vopns- ins sem dugar, eldvörpunnar. Þarna er hið einangraða og ast barn með yfirmanninum sínum (viðsjárverður Segal) og kynnist leigubílstjóra (mjúkur og heimilislegur Travolta) er verður heimilisvinur og barnapía. Barnið er andsetið af Bruce Willis og er sífellt með athugasemdir um lífíð og tilveruna í kringum sig en einn- ig bregður myndin upp ansi glúr- inni skopmynd af þeirri karlaver- öld sem einstæða móðirin finnur sig í með undirförulan Segal í forstjórahlutverkinu og furðulega vonbiðla í kringum sig. Óteljandi myndir hafa þurft að hafa svo miklu meira fyrir vin- sældum sínum en þessi, sem eins og læðir sér bakdyramegin efst á metsölulistann. Hún er helst til fyrirsjáanleg og ekki laus við væmni en hún reynir ekki að vera neitt meira en hún er, léttmelt og bragðgott skyndifóður og það ku meira vera á leiðinni með óbreyttri liðskipan. hættulega lokaða rými; spennan innan blönduðu áhafnarinnar en þú getur fljótlega séð út hver verður fyrstur að fara o.s.frv., einn kvenmaður, ódrepandi skrýmsli með talsverða greind sem bijótast útúr mannslíkömum, læðast með leiðslunum og skilja eftir sig slím. Allt er þetta fyrir hendi í undir- djúpamynd Cosmatos en hann fer ágætlega með það og það truflar ekkert þótt maður hafi séð margt af því áður, því hann hefur lag á að gefa harla lítinn tíma til um- þenkinga. Á bláþræði er á endan- um ágætis áfþreying sérstaklega fyrir þá sem aldrei fá nóg af slímugum skrýmslum í vélarúm- inu. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Paradísarbíóið - Cinema Para- diso Leikstjórn og handrit Giuseppe Tornatore. Framleiðandi Fran- co Cristaldi. Aðalleikendur Philippe Noiret, Jacques Perr- in, Salvadore Cascio. Itölsk. 1989. í þessari bráðlifandi og tilfinn- ingaríku mynd fylgjumst við með Toto, sem fellur fyrir hvítagaldri kvikmyndarinnar strax á unga aldri er hann fær að stelast í bíó hjá frænda sínum , sýningar- manninum Noiret, í kvikmynda- húsinu í smábænum hans á Sikil- ey. Pilturinn vex upp, tekur við sýningarstarfi frænda síns og áhrifavalds. Og lífið snýst um myndimar, sem breytast frá ári til árs einsog umhverfið. Innihald og stjömur frá Bergman til Bard- ot, Gabin til Gassman, kvikmynd- in er spegill samtímans og allt gengur vel, sýningarmaðurinn og áhorfendumir í Cinema Paradiso eru á sífelldu „kvikmyndakend- eríi“ um leið og ljósin slokkna. Toto kynnist æskuástinni held- ur beisklega, gengur í herinn og snýr síðan aftur í þorpið sitt þar sem hans gamli, góði uppalandi sendir piltinn umsvifalaust aftur útí hinn stóra heim — þar sem tækifærin er að finna. Og í loka- þættinum snýr Toto til baka til að vera viðstaddur jarðarför vinar síns. Þijátíu ár em liðin og nú er litli, skíri strákpjakkurinn sem með dulitlu svindli tróð sér inní töfra sýningarklefans orðinn frægur kvikmyndaframleiðandi. Fór að orðum frænda en eftirsjáin er fyrir hendi. Utanum þennan þráð spinnur Tornatore heillandi andrúmsloft og persónurnar era sprelllifandi. Við fylgjumst með reisn og hnign- un kvikmyndanna á hálfrar aldar tímabili, allt frá því að lífið var annaðhvort saltfiskur eða kvik- mynd uns sjónvarpið og mynd- böndin leggja Cinema Paradiso að velli, lóðinni skal breytt í mar- flöt bílastæði. Og þáttakendurnir í þessu mikla sjónarspili eru marg- ir og litríkir, allt frá þorpsbjálfan- um til bankastjóradótturinnar. Tornatore, sem vitaskuld er að endurskapa eigin reynslu að meira og minna leyti, fer á kostum inn- an veggja Cinema Paradiso, and- rúmsloftið þar minnir ekki lítið á kabarettatriðið í snilldarverki Fellinis, Amarcord, og er þá mik- ið sagt. Leikendur standa sig allir með prýði, þó enginn jafnvel og franski stórleikarinn Noiret. Tón- list og leiktjöld eru afbragðsgóð og í það heila tekið eru það mynd- ir einsog Pardaísarb'íóið sem halda nafni kvikmyndarinnar á lífi í fangbrögðum hennar við breyttar lífsvenjur og frítímaiðju fólks. Svo dæmalaust hrein og bein og til- gerðarlaus, unnin af fólki hel- teknu af listgreininni, hér er lífið kvikmynd. DAGUR Á HAFSBOTNI Danshljómsveitin okkar, ásamt Carli Möller, leikur íýrir dansi til kl. 03.00. Rúllugjald aðeins kr. 500,- Húsið opnað kl. 22.00. j^Staður hinna dansglöðu. sí RúnarÞór og hljómsveit halda uppi stuði Nillabar Hilmar Sverris sér um fjörió Jfl, DUUS-HUS ER OÐRUVISI UPPI: RÓLEG KRÁARSTEMMIMIIMG. IMIÐRI: DISKÓTEKIÐ Á FULLU. GRJÓTAÞORPS BESTU PIZZUR. OPIÐ TIL KL. 03.00. „Happy hour“ frá kl. 22.00-23.00. SANITASKYNNING. Aðg. aðeins 300 kr. eftir kl. 23.30. Fiuktnmli Hllómsveilin Stlómln leikur fyrir dansi Snyrtilegur klæðnaður (gallafatnaður bannaður) Á næstunni: Fegurðarsamkeppni íslands 18. apríl TOM JONES 8., 9., 10., 11. og 13. maí Miðasala og borðapantanir í síma 687111. Damleikuar í Ártáimi fkvöld frá kl. 22.00- 03.00 Hljómsveitin NÝJA-BANDIÐ leikur nýju og gömlu dansana ásamt Kristbjörgu Löve og harmonikusnillingnum Gretti Björnssyni. Dansstuðið er íÁrtúni Vagnhöfða 11, Reykjavík, simi 685090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.