Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Þrettán ára unglingar tengjast fíkniefinamáli : FÍKNIEFNAMÁLIÐ, sem kom upp þegar lögreglan handtók tvo bræður á heimili þeirra í Breiðholti fyrir nokkru, teygir anga sína víða. Um 100 manns, búsettir í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi og á Suðurnesjum, tengjast málinu. Þeir yngstu, sem fíkniefnadeild lögreglunnar hefiir þurft að hafa afskipti af í þessu máli, eru 13 ára gamlir. Lögreglan handtók bræðurna, sem eru 18 ára gamlir, vegna rök- studds gruns um að þeir hefðu selt kannabisefni og við húsleit á heimili þeirra fundust slík efni. Hjá fíkniefnadeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar, að alls tengdust um 100 manns þessu máli, bæði sem neytendur og dreif- endur. Flestir eru búsettir í . Reykjavík, eða 60. Þá eru um 20 búsettir á Suðurnesjum og við rannsókn málsins hafa 20 í viðbót verið nefndir sem kaupendur, án þess að hægt hafi verið að nafn- greina þá. Nokkrir þeirra, sem iögreglan hefur haft afskipti af, eru aðeins 13 ára og alls eru tíu ósakhæfir vegna aldurs, eða undir 15 ára aldri. Flestir eru við 18 ára aldur og nokkrir eldri. Meðalaldur þeirra, sem koma við sögu hjá fíkniefnadeildinni á ári hverju, er 27 ár. Landsvirkjun: Kostnaður við upp- græðslu 350 milljónir LANDSVIRKJUN hefur á 25 ára starfsferli sínum grætt upp rúmlega 3000 hektara lands og hefur kostnaður fyrirtækisins vegna þessa numið alls um 350 milljónum króna á núverandi verðlagi. Langveigamesta upp- græðsluverkeftii Landsvirkjun- ar á síðustu árum hefur verið Þjóðleikhúsið: Framkvæmd- ir fara fram úr ~>fj;írveiting'iim SAMSTARFSNEFND um opin- berar framkvæmdir hefur vísað áætlun um framkvæmdir við Þjóðleikhúsið til fjármálaráð- herra eftir að í ljós kom að kostn- aður vegna fyrsta áfanga fer verulega fram úr fjárveitingum. Samstarfsnefndin vill fá úr því skorið hvort framkvæmdir verða skornar niður, þeim frestað eða verklokum breytt. Rúmlega 300 milljónum króna hefur verið veitt til framkvæmdanna. Sjá samtal við húsameistara ríkisins bls. 24 vegna Blönduvirkjunar. Frá því uppgræðsla hófst vegna hennar hefiir verið sáð í og borið á um 1600 hektara af örfoka landi á Auðkúlu- og Eyvindarstaða- heiði af þeim 2.200 hekturum sem talið er að rækta þurfi upp vegna lónsins sem myndað verð- ur. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, greindi frá upp- græðsluverkefnum á ársfundi fyr- irtækisins í gær. Hann sagði að rannsóknir sem farið hefðu fram á vexti og viðgangi uppgræðslunn- ar vegna Blönduvirkjunar hefðu leitt í ljós að þrátt fyrir gífurlegt beitarálag hefðu uppgræðslusvæð- in heppnast mun betur en nokkur hefði þorað að vona í upphafi. Vegna fækkunar búfjár á svæðinu og afstöðu heimamanna hefði það hinsvegar orðið að samkomulagi milli Landsvirkjunar að fresta frekari uppgræðslu til ársins 1991 og myndu aðilar taka afstöðu til málsins fyrir áramót. Halldór sagði að tijárækt hefði lengi verið liður í uppgræðslu Landsvirkjunar og væri hugmyndin að auka þann þátt verulega. Þannig hefðu verið gróðursettar um 40 þúsund tijá- plöntur á síðastliðnum þremur árum á virkjunarsvæði Blöndu. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Aætlunarsiglingar nýja Baldurs hafhar Baldur, hin nýja Breiðafjarðarferja Flóabátsins Baldurs hf., fór sína fyrstu áætlunarsiglingu á milli Stykkishólms og Bijánslækjar á Barða- strönd í gær, föstudag, og reyndist skipið í alla staði vel i þessari siglingu, að sögn Guðmundar Lárussonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Yfírtaka Landsbankans á Samvinnubanka: Búnaðarbanki kaupi úti- bú af Landsbankanum Forsenda viðræðna er að leyfí ráðherra fyrir samrunanum fáist, segir Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbanka BANKASTJÓRAR Landsbanka og Búnaðarbanka hafa hitzt und- anfarið til þess að ræða um hugs- anleg kaup Búnaðarbankans á einhveijum útibúum Landsbank- ans þegar hann sameinast Sam- vinnubankanum. Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans, segir að til þess að hægt sé að fara að ræða þessi mál af alvöru verði að fást leyfi fyrir samrunanum frá bankamálaráð- herra fyrir aðalfund Samvinnu- banka, sem er 27. þessa mánaðar. „Aðalfundur Samvinnubankans er framundan og þar var hugmynd okkar að bera upp til samþykktar tillögu um samruna stofnananna," sagði Sverrir Hermannsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það getum við ekki nema með leyfi ráð- herrans. I því falli að það fengist ekki, er staða okkar allt önnur, mjög ill og erfið til að eiga í nokkrum viðræðum um til dæmis sölu útibúa til annars banka. Við getum ekki keypt af öllum hluthöfum Samvinnu- bankans nema hafa samrunaleyfið og þá höfum við ekki leyfi til að gera neitt sem gæti skaðað stöðu og hag þeirra,“ sagði Sverrir. Um er að ræða 1.300-1.400 hluthafa, sem eiga alls um 14% hlutafjár í Samvinnubankanum. Davíð hlaut að sigra Golíat - segir Patrick Duffy, fyrrum flotamálaráðherra Breta, um síðasta þorskastríð FYRRUM flotamálaráðherra Breta, Patrick Duffy, segir að hann og yfirmenn breska flotans hafi verið andvígir því að nota herskip gegn íslenskum varðskipum í landhelgisdeilunni 1975 — 1976. Dufly, sem var ráðherra síðustu mánuði deilunn- ar segir í viðtali við Morgunblaðið að Bretar hafi borið þyngri sök á deilunni en Islendingar hefðu getað sýnt andstæðingum sínum meiri skilning. Hann leggur áhersu á hernaðarlegt mikil- vægi Islands fyrir varnir vestrænna ríkja. „Þetta voru aðstæður þar sem Bretar hafi verið í verstu aðstöðu Davíð myndi í öllum tilvikum sigra, Golíat,“ segir Duffy sem er þingmaður fyrir Verkamanna- flokkinn og formaður þing- mannasamtaka Atlantshafs- bandalagsins. Hann segir að sem herveldi geti lent i; átt í deilu við fámenna vinaþjóð, sem ekkert hafi verið hægt að setja út á, og aflsmunurinn hafi kom- ið að engu gagni. Duffy segir ljóst að íslendingar hafi haft betri málstað, um það sé ekki deilt lengur. „Það sem mér finnst verst við afstöðu okkar í Bret- landi er að við skildum ekki nógu fljótt hve hagsmunir þjóðanna tveggja, vinaþjóða, sem báðar voru aðilar að vestrænu varnar- samtarfi, fóru saman varðandi verndun auðæfanna á Norður- Atlantshafi." Duffy segist ekki geta skýrt frá því hver hafi gefið skipun um að láta herskip og dráttar- báta herða baráttuna gegn varð- skipunum, en Bretar brutu sem kunnugt er alþjóðasiglingareglur og reyndu að kafsigla íslensku skipin. Breskir embættismenn undirrita eiðstaf, er þeir hverfa úr þjónustu, þar sem þeir heita að ljóstra ekki upp ríkisleyndar- málum. Aðspurður um mikilvægi ís- lands fyrir varnir vestrænna ríkja sagði Duffy að ekkert ein- stakt land hefði jafn mikilvæga legu frá hernaðarlegu sjónarmiði og ísland nú á tímum. Sjá viðtal við Duffy í miðopnu. Sverrir sagði að Landsbankamenn hefðu áhuga á að ræða við Búnaðar- bankann og fleiri banka þegar þeir hefðu gert sér grein fyrir útibúa- kerfi bankans og afgreiðslustöðum eftir samrunann við Samvinnubank- ann. Er hann var spurður hvort hann hefði þá íslandsbanka í huga sagði hann að ef til þess kæmi að Lands- bankinn seldi einhver útibú, yrðu þau að sjálfsögðu seld hæstbjóðanda. Viðræður við íslandsbanka hefðu hins vegar ekki farið fram. Jón Sigurðsson bankamálaráð- herra sagði að erindi Landsbankans um samruna væri í athugun í ráðu- neytinu. Óskað hefði verið eftir áliti bankaeftirlits og Seðlabanka og væru þau ókomin. „Ég bíð eftir þessum álitum. Jafn- framt tel ég mjög mikilvægt að þetta tækifæri til endurskipulagningar í bankakerfinu verði nýtt á sem hag- kvæmastan hátt. Því er eðlilegt að Landsbankinn og Búnaðarbankinn ræði sín á milli um það, hvort í sömu andrá sé ekki rétt að líta á útibúa- málin í heild. Hugsanlegt væri að einhver viðskipti með fasteignir, útibú og fleira eigi sér stað á milli þeirra um leið og Landsbankinn yfir- tekur Samvinnubankann," sagði ráðherra. Jón taldi líklegt að hann myndi verða búinn að svara Landsbankan- um fyrir aðalfund Samvinnubank- ans. Hann sagðist ekki hafa lagt fram neinar tillögur fyrir bankana um skiptingu útibúa. „Það er ekki mitt mál. Eg hvet til þess að þetta tækifæri verði nýtt, þau gefast ekki svo oft. Það er svo bankaráðanna að ráða framúr þessu," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.