Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
Danski leikhúsmaðurinn Ebbe Rode, forseti íslands frú Vigdís
Finnbogadóttir og dóttir hennar, Ástríður, á hátíðarsamkomunni
til .heiðurs forsetanum.
Barnakór Kársnesskóla flutti þrjú lög á hátíðarsamkomunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Forsetí íslands hylltur
í tilefhi 60 ára amiælis
FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, varð sextug á páskadag,
15. april. Henni til heiðurs hélt ríkisstjórnin síðdegisboð á laugar-
dag og um kvöldið var hátíðarsamkoma í Borgarleikhúsinu.
Ríkisstjómin hélt forsetanum
síðdegisboð á Hótel Sögu á laugar-
dag, 14. apríl. Ymsir boðsgestir
streymdu að klukkan 15 og frá
klukkan 16-17 var húsið opið al-
menningi. Fjöldi fólks kom til boðs-
ins að heiðra forsetann. Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, flutti stutt ávarp, í fjarveru
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, sem er á skíðum í
Sviss og forseti íslands þakkaði
fyrir sig með nokkrum orðum.
Á laugardagskvöld var hátíðar-
samkoma í Borgarleikhúsinu til
heiðurs Vigdísi sextugri. Samkom-
an hófst á söng bamakórs Kárs-
nesskóla undir stjóm Þómnnar
Bjömsdóttur. Þá las Valdimar
Flygenring, leikari, úr Yrkju ljóðið
„Ættjarðarást" eftir Vilborgu
Dagbjartsdóttur og Valgerður
Dan, leikari, las „Fjall bernsku
minnar" eftir Nínu Björk Áma-
dóttur, einnig úr Yrkju. Þá flutti
Kammersveit Reykjavíkur kafla
úr „Sögunni af dátanum" eftir
Stravinsky. Manuela Wiesler,
flautuleikari, flutti kafla úr verk-
um eftir Jolivette og Þorkel Sigur-
bjömsson og Hanna María Karls-
dóttir, leikari, las ljóðið „Blóm“
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og
Steindór Hjörleifsson las „Ljóð“
eftir Matthías Johannessen. Þessu
næst fluttu Stuðmenn tvö lög og
danski leikhúsmaðurinn Ebbe
Rode fór með eigið efni. Þá lásu
leikaramir Karl Guðmundsson,
Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún
Ásmundsdóttir úr Yrkju, „Gamall
maður á tali við einhyming", eftir
Hannes Pétursson.
Signý Sæmundsdóttir söng
verk, sem þeir Hjálmar H. Ragn-
arsson og Njörður P. Njarðvík
sömdu sérstaklega af þessu tilefni
og nefna „Emblu“. Undirleikari
Signýjar var Þóra Fríða Sæmunds-
dóttir. Þessu næst flutti Leikfélag-
skórinn tvö lög og íslenski dans-
flokkurinn flutti hluta verksins
„Vorvindar“ eftir Per Jonsson, en
verkið verður frumflutt í heild á
morgun.
Forseta Islands var afhent
fyrsta eintak Yrkju, rits sem gefíð
er út í tilefni afmælis hennar og
til ágóða fyrir skógrækt á íslandi,
en 30.000 nöfn fylgja bókinni.
Vigdís ávarpaði gesti og þakkaði
hlýhug þeirra í sinn garð. Hátíðar-
samkomunni lauk með því að kór
Kársnesskóla söng „Hver á sér
fegra föðurland". Að því loknu tók
forsetinn á móti gestum sínum í
Borgarleikhúsinu.
Forsetanum barst fjöldi gjafa á
afmælinu. Ríkisstjórnin færði
Vigdísi silfurlíkan af Bessastaða-
stofu eftir Paul Oddgeirsson gull-
smið og frá Alþingi barst málverk
af Bessastöðum eftir myndlistar-
manninn Jóhannes Geir. Á skrif-
stofu forsetans fengust þær upp-
lýsingar í gær, að fjöldi gjafa væri
mikill, en forsetanum hefði ekki
gefíst tími til að skoða þær áður
en hún hélt úr landi í fyrradag.
Forsetinn með Yrkju.
Ríkisstjórnin færði forseta Islands silfurlíkan af Bessastaðastofu. Á
myndinni skoða þær mæðgur, Ástríður og Vigdís, líkanið, ásamt
Paul Oddgeirssyni gullsmið og Halldóri Ásgrímssyni, starfandi
forsætisráðherra í fjarveru Steingríms Hermannssonar.
Ríkisstjórnin hélt forsetanum hóf á Hótel Sögu á laugardag og þangað lögðu margir leið sína til Leikararnir Karl Guðmundsson, Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún
að hylla Vigdísi sextuga. Ásmundsdóttir lesa úr Yrkju.