Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 21 3) Fannborg 4, skrifstofuhús- næði, verður tekin í notkun á árinu. 4) Listasafnið. Þar liggja fram- kvæmdir niðri um skeið,*en þó eru ekki nema liðlega 3 ár síðan hafíst var handa um þessa stór- framkvæmd og mér vitanlega er í engu sveitarfélagi verið að reisa byggingu ætlaða slíku verkefni. Enn eitt dæmi um stórhug og menningarlegt átak. 5) Vogatunga. Þar hafa nú verið teknar í notkun 57 íbúðir fyrir aldraða á aðeins þremur árum, allt sérbýli, ýmist leiguíbúðir, hlutdeildaríbúðir eða eignaríbúð- ir. Lognmolla nefnist sú fram- kvæmd ekki, heldur Grettistak. Aðrir verkþættir sem borið hafa hátt að undanförnu í bæjarfélaginu, eru m.a. umhverfismál, ræktun og frágangur opinna svæða og lóða m.a. skólalóða. Gífurlegt átak hefur verið unnið í byggingar- og skipulagsmálum. Segja má að hafið se landnám í Kópavogsdal og hafa lönd verið skipulögð. Gatna- og holræsagerð er þar í fullum gangi og brátt taka að rísa hús. Margt fleira mætti nefna, skólabyggingar, félagslegar íbúðir, einkum verkmannabústaðir og í hafnarmálum hafa orðið stakkaskipti á örfáum árum. Skattaálögur Þá er það söngurinn um skatta- gleðina. Utsvarsálagning er hvergi á landinu lægri en í Kópavogi. A miðju næsta sumri fær hver útsvars- greiðandi í Kópavogi endurgreitt 0,24% af útsvarsgreiðslum sínum á árinu 1989. Fasteignaskattur er lægri eða jafnhár og í 23 öðrum kaupstöðum, en þeir eru samtals 30 á landinu öllu. Lokaorð Nú er mál að linni. Mér hefur sámað það mjög á blaðaskrifum um Kópavog að undanförnu, hversu neikvæðnin hefur riðið þar við ein- teyming. Flest er lagt út á versta veg. Er ekki ástæða til að láta af þessum leik og giíma fremur við undirstöðuþætti í stjórnun bæjarfé- lagsins, framtíðarstefnumið og leið- ir? Eitt að lokum: Hvergi þar ég þekki til í sveitarstjórnum er lögð jafn rík áhersla á að manneskjan sitji í öndvegi og í bænum okkar Kópavogi. Mín von er sú, að þetta markmið verði áfram leiðarljós stjórnenda bæjarfélagsins. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. arnir í Breiðholtinu Indíánagil. Nafngiftin sýnir leiftrandi hug- myndaflug þeirra. Við höfum verið að ganga um friðland Reykjavík- urborgar. Þama föram við á göngubrú yfir syðri kvíslina og síðan inn undir Höfðabakkabrú, þaðan fram hjá stífluni og eftir gamla Vatnsveituveginum sunnan lónsins. Sá vegur er gott dæmi um elstu gerð bílvega á íslandi. Við njótum hér útsýnis til nýrra hverfa í Árbæ og Breiðholti, en Esjan trónir yfir í norðurátt. Spölkom innan við lónið göngum við yfir Elliðaárnar á gamalli brú en síðan þvert á fyrri stefnu. Þá komum við á stað með rústum sumarbústaða frá miðju aldarinnar. Bústaðirnir eru nú all- ir horfnir en rústirnar, víðirúnnar og nokkrir tijálundir bera vitni á sinn hljóða hátt um þá lífsfyllingu, sem dvöl þar veitti. Þarna er kjör- ið að staldra við stundarkorn og fá sér nesti. Að því loknu göngum við eftir Fylkisvöllum norður í Rofabæinn og síðan eftir göngu- braut meðfram Suðurlandsbraut og Rauðavatni austur að hliði skógræktargirðingarinnar. Þar minnumst við upphafs skipulegrar skógræktar á Islandi. Hér lýkur göngu fyrsta dags í raðferðunum 12, Reykjavík - Hvítárnes sem famar verða í til- efni 60 ára afmælis Hvítárnes- skála, elsta sæluhúss Ferðafélags íslands. VBIUHÁRMÖGNUN - ný þjónusta fyrir nútíma rekstur! rlendis hefur notkun Veltufjármögnunar leitt til þess að útistandandi kröfur hafa minnkað verulega vegna markvissra vinnubragða við inn- heimtuna. Minni fjárbinding í útistandandi viðskiptakröfum stuðlar að bættri lausafjárstöðu og lægri fjármagnskostnaði. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSIANDSBANKA Ármúla 7,108 Reykjavík sími: (91) 681040 Telex: 3003 ibank, Telefax: (91) 687784 jeltufjármögnun felur í sér að Glitnir annast innheimtu útistandandi viðskiptakrafna seljenda og hefur eftirlit með þeim. Jafnframt býðst seljendum lán gegn veði í kröfunum til að fjármagna lánsviðskiptin. Markmiðið er að draga úr vinnu fyrirtækja við innheimtu svo að meiri tími verði fyrir sölu og þjónustu við viðskiptavini. I^Lekkun kostnaðar með aukinni hagræðingu er lykilatriði í íslensku atvinnulífi. Verkaskiptingu þar sem Sérhæfing og hagkvæmni vegna stærðar nýtist til lækkunar á kostnaði er nú gefinn gaumur í vaxandi mæli. Með þessari þjónustu Glitnis býðst þér slík sérhæfing og hagkvæmni. Veltufjármögnun gefur að auki möguleika á sveigjanlegri fjármögnun. Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.