Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 32

Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 Karlakórinn Fóstbræður heldur tónleika í Langholtskirkju. Arlegnr samsöngur Fóstbræðra KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur hina áriegu samsöngva fyrir styrktarfélaga sína í Langholtskirkju fimmtudag 19., föstudag 20. og laugardag 21. þessa mánaðar. A fimmtudag og fiistudag hefj- ast tónleikarnir kl. 20.30, en á laugardag hefjast þeir kl. 15.00. Á tónleikunum verður frum- flutt tónverk eftir Ragnar Björns- son sem er samið við ljóð eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Verkið ber nafnið „Altaristaflan í Skálholtskirkju". Að sögn höf- undar er það samið undir áhrifum af listaverki Nínu Tryggvadóttur, altaristöflunni í Skálholtskirkju. Við flutning á verkinu aðstoða nokkur börn úr skólakór Garða- bæjar. Með einsöngshlutverk fer Hjalti Guðmundsson. í kórnum eru nú 50 söngmenn. Á síðari árum hefur orðið mikil endurnýjun meðal kórmanna. Því þótti við hæfi að hafa á efnisskrá ýmsar gamlar perlur er Fóstbræð- ur hafa flutt á löngum ferli sínum. Af innlendum lögum má nefna syrpu íslenskra þjóðlaga í útsetn- ingu Emils Thoroddsen, Búðar- vísur eftir sama höfund og fimm lög eftir Gyifa Þ. Gíslason. Af erlendum lögum má nefna vinsæl lög eins og Um sumardag, Spinn spinn og Þú komst í hlaðið. Á efnisskránni eru norræn lög, þ. á m. Berceuse eftir A. Jarne- felt, Úr „Bondbröllop" eftir A. Södermann og Domaredansen eft- ir O. Olsson. Sú nýjung verður að á tónleik- unum koma fram tveir sönghóp- ar, kvartett og tvöfaldur kvartett, sem syngja nokkur lög. Nokkrir einsöngvarar koma fram á tónleikunum. Einsöngvar- ar utan raða kórmanna verða Erna Guðmundsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson og Þorgeir Andrésson. Söngstjóri kórsins er Ragnar Björnsson. Undirleik á píanó annast Lára Rafnsdóttir. (Fréttatilkynning) Lagnafélag Islands með fræðslufund og tæknisýningu NÝLEGA var haldinn fræðslufundur á vegum Lagnafélags íslands um viðhald og rekstur lagnakerfa á Hótel Loftleiðum. Á fundinum var í fyrsta sinn lögð fram „Handbók fyrir lagnakerfi“ sem ætlað er að vera leiðbeinandi við gerð rekstrarbókar um lagna- kerfi fyrir hönnuði. Á fundinum ræddu margir fyrir- lesarar um vandamál og lausnir húskerfa, meðal annars um hlut- verk og samvirkni tækja, mælingar ■ DAGANA 18.—30. apríl sýnir Grétar Þ. Hjaltason frá Selfossi 45 pastel- og vatnslitamyndir í Eden, Hveragerði. Myndirnar eru héðan og þaðan af landinu. Grétar hefur áður sýnt á staðnum. og stillingar og viðhald. Auk fram- sögumanna sátu svo frammámenn um lagnamál fyrir svörum í fundar- lok. Samhliða þessum fræðslufundi var nokkuð stór tæknisýning þar sem um 30 aðilar sýndu tæki og kynntu þjónustu sinna fyrirtækja. „Handbók fyrir lagnakerfi" má fá hjá félaginu. Aðalfundur félags- ins verður haldinn hjá Hampiðjunni í Stakkholti 4 20. apríl næstkom- andi. Auk aðalfundarstarfa mun Hampiðjan kynna starfsemi sína og bjóða fundarmönnum upp á veiting- ar. — Jón Siguijónsson, formaður LAFI Hugrún Linda Guðmundsdóttir, fegurðardrottning íslands, opn- aði tæknisýninguna 3. mars siðastliðinn með því að klippa á borðann. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 17. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í I Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- uerð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 86,00 82,00 83,99 43,603 3.662.427 Lúða 250,00 100,00 178,06 0,253 44.961 Ýsa 114,00 103,00 105,77 18,127 1.917.365 Hrogn 135,00 135,00 135,00 1,536 207.360 Karfi 41,00 38,00 38,98 19,933 776.953 Ufsi 43,00 40,00 42,65 6,902 294.387 Samtals 76,40 90,355 6.903.453 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(st) 83,00 49,00 79,52 62,735 4.988.918 Skata 10,00 10,00 10,00 0,014 140 Ýsa 98,00 92,00 96,85 42,725 4.138.059 Ýsa(ósl.) 120,00 118,00 119,00 3,538 421.012 Karfi 34,00 33,00 33,82 9,147 309.342 Ufsi 40,00 36,00 37,44 45,586 1.706.549 Steinb./hlýri 44,00 44,00 44,00 1,024 45.056 Langa 48,00 46,00 46,58 1,138 53.026 Lúða 295,00 190,00 247,15 0,792 195.745 Skarkoli 39,00 39,00 39,00 0,050 1.950 Sólkoli 36,00 36,00 36,00 0,027 972 Keila 33,00 33,00 33,00 0,133 4.389 Undirmál 47,00 47,00 47,00 0,599 28.153 Hrogn 200,00 200,00 200,00 3,701 740.200 Samtals 73,79 171,210 12.633.512 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 111,00 66,00 80,72 37,770 3.048.668 Keila 27,00 27,00 27,00 0,200 5.400 Ýsa 124,00 95,00 110,54 5,850 674.250 Undirmál 50,00 50,00 50,00 0,400 20.000 Karfi 34,00 34,00 34,00 0,042 1.428 Ufsi 32,00 18,00 31,78 0,508 16.144 Steinbítur 44,00 35,00 41,80 0,410 17.140 Langa 54,00 54,00 54,00 0,200 10.800 Lúða 355,00 355,00 355,00 0,032 11.360 Skarkoli 50,00 50,00 50,00 0,702 35.100 Samtals 82,69 46,114 3.813.290 .. ■ K VENFÉLA GIÐ Selljörn heldur sína árlegu kaffisölu í Fé- lagsheimili Seltjarnarness á sum- ardaginn fyrsta. Húsið verður opn- að kl. 14.30. Að venju mun ágóði renna til góðra málefna í bæjarfé- lagi okkar. ■ FÉLAG íslenskra sjúkraþjálf- ara efnir til ráðstefnu um heilbrigð- ismál, dagana 20.—21. apríl næst- komandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um heilbrigði og fyrirbyggj- andi aðgerðir í anda Alþjóðaheil- brigðisstofiiunarinnar um heil- brigfði fyrir alla árið 2000. Ráð- stefnan verður haldin í Borgartúni 6, Reykjavík. Á ráðstefnu þessari verða fluttir fjölmargir fyrirlestrar um efni sem snertir alla íslendinga á einn eða annan hátt. Meðal ann- ars verður fjallað um slitsjúkdóma í atvinnulífinu og gildi þess að til- einka sér réttar vinnustellingar. Einnig verður fjallað um neyslu- venjur, mataræði og reykingar. Seinni ráðstefnudaginn verður barnið í brennidepli en þann dag verða fluttir fyrirlestrar um ung- barnið og foreldrafræðslu. Auk þess verða fyrirlestrar um íþróttir, bæði innan skólakerfisins og í íþróttafé- lögum. Félag íslenskra sjúkraþjálf- ara minnist þeirra tímamóta um þessar mundir að fimmtíu ár eru liðin frá því félagið tók til starfa. Þessi ráðstefna er liður í fjölþættu fræðsluátaki tengdu afmæli félags- iris. Ráðstefnan er öllunfopin. A-Húnavatnssýsla: Húnavaka hefst í dag Blönduósi. HÚNAVAKAN, hin árlega menningarhátíð Ungmennasambands A- Húnvetninga (USAH), hefst í kvöld, síðasta vetrardag, með Vöku- draumi, sem er skemmtidagskrá og dansleikur. Húnavöku lýkur síðan laugardaginn 21. apríl með stórdansleik í félagsheimilinu á Blöndu- ósi hvar fyrir dansi Geirmundur og félagar úr Skagafírði Ieika. Eins og fyrr greinir þá hefst Húnavaka á Vökudraumi og mun hin landsfræga Rósa Ingólfsdóttir vera kynnir á þeirri skemmtidag- skrá. Á Vökudraumi koma meðal annars fram stórsveit Vesturlands. Danssýningar verða og krúttmagar frá Akureyri skemmta. Félagar úr Leikfélagi Blönduóss verða með létt söngatriði og Vökudraum lýkur með dansleik þar sem heimamenn- irnir í hljómsveitinni Ottó stýra. Á sumardaginn fyrsta verður fjölskyldumessa og sumarskemmt- un grunnskólans á Blönduósi. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar þennan dag. Annarsvegar ersýning á vegum Alþýðusambands íslands og hinsvegar opnar Hjördís Bergs- dóttir myndmenntakennari á Blönduósi sýningu á Hótel Blöndu- ósi. Á föstudag verður söng- skemmtun á vegum kóranna í A- Húnavatnssýslu og að söng- ■ KARLAKÓRINN Stefnir í Kjósarsýsluheldur um þessar mundir sína árlegu vortónleika. Þeir verða haldnir sem hér segir: Fólkvangi á Kjalarnesi á sumar- daginn fyrsta kl. 20.30, Langholts- kirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 17, Hlégarði í Mosfellsbæ, þriðju- daginn 24. apríl kl. 20.30. Sigrún Hjálmtýsdóttir, óperusöngkona, er einsöngvari með kórnum, en auk hennar syngja nokkrir kórfélagar einsöng eins og undanfarin ár. Að þessu sinni eru það þeir Ármann Ó. Sigurðsson, Stefán Jónsson og Þorgeir H. Jónsson. Stjórnandi Stefnis er Lárus Sveinsson, trompetleikari og undirleikari Guð- rún Guðmundsdóttir. Söngmenn í Stefni eru nú 58. ■ SKÁTAMESSA verður í Hallgrímskirkju á sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11. Séra Karl Sigurbjörnsson mun þjóna til altaris. Predikari verður Eiður Guðnason, alþingismaður og org- anisti verður Hörður Áskelsson. Skátar munu ganga í skrúðgöngu frá Skátahúsinu við Snorrabraut, halda niður Laugaveginn og síðan upp Skólavörðustíginn sem leið liggur að Hallgrímskirkju. Skrúð- gangan hefst kl. 10. H JYRKI Uusitalo, sérfræðingur við Rannsóknarstoftiun Finn- lands um löggjöf og lagafram- kvæmd í Helsinki, mun í dag, mið- vikudag kl. 18, halda opinberan fyrirlestur _ á vegum lagadeildar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn, sem nefnist „Evolution, Revolu- tion and the Epistemology of Legal Analysis", verður fluttur í stofu'201 í Lögbergi, húsi laga- deildar og er öllum opinn. í fyrir- lestri sínum mun Jyrki Uusitalo gera grein fyrir nokkrum nútíma- hugmyndum um þróun vísinda og skýra hvernig þær varpa ljósi á ýmsar kennisetningar sem lúta að lögum og rétti. Einkum ætlar hann að ræða um gagnsemi þróunar- þekkingarfræði á þessu sviði. Jyrki Uusitalo hefur verið starfsmaður Rannsóknarstofnunar Finnlands um löggjöf og lagaframkvæmd siðan 1986. Áður kenndi hann rétt- arheimspeki, aðferðafræði, vísinda- heimspeki, heimspeki félagsvísinda, og stjómspeki við Helsinki- háskóla, og henn hefur einnig kennt við Hagfræðiháskólann í Helsinki og Lapplands-háskóla í Rovaniemi. Jyrki Uusitalo heim- sækir nú ísland til að taka þátt í sameiginlegu verkefni íslendinga og finna um undirstöðuatriði í refsi- rétti, en þetta verkefni er unnið á vegum Samtaka háskóla á norður- slóðum. skemmtun íokinni munu Þórir og félagar leika fyrir dansi. Húnavöku lýkur síðan á laugardag eins og fyrr er greint frá með dansleik í félagsheimilinu á Blönduósi og leik- ur hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar fyrir dansi. Auk þess sem að framan er talið verður ýmislegt fleira við að vera á Húnavöku og má þar nefna kvikmyndasýningar og girnilegan mat á hverju kvöldi á Hótel Blönduósi. Jón Sig. Afmæli í DAG, 18. apríl, er sjötug frú Una Þorgilsdóttir, Olafsbraut 62, Ólafsvík. Á laugardaginn kemur, 21. þ.m., ætlar hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Sigmarsson, að taka á móti gest- um í Kiwanishúsinu í Hafnar- firði, Dalshrauni 1, kl. 15—19. ■ DANSK-ÍSLENSKA félagið mun gangast fyrir skemmtikvöldi í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Munu þar koma fram gestir félags- ins þeir Erik Clausen, leikstjóri og félagi hans leikarinn Leif Sylvester Petersen. Dagskrána kalla þeir „En aften með Clausen og Petersen pa slap linie. Dansk kulturliv nar det er værst.“ Eins og mörgum er kunnugt hafa þeir félagar í fjölda ára troðið upp víðsvegar um Norð- urlönd með dagskrá kennda við hinn alræmda danska húmor. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn. (Fréttatilkynning) ■ END URMENNTUNAR- NEFND Háskóla íslands mun þann 20. apríl og 3. og 4. maí næstkomandi, standa fyrir nám- skeiði um stefnumótun í félags- málaþjónustu sveitarfélaga. Nám- skeiðið er einkum ætlað starfs- mönnum í stjórnunarstöðum við félagsþjónustu, nefndarmönnum í félagsmálaráðum eða annars konar nefndum, er fást við félagsmál og sveitarstjórnarmönnum almennt. I félagsþjónustu sveitarfélaga, svo sem dagvistarmálum, þjónustu við aldraða, við fatlaða, barnavernd, félagslegum húsnæðismálum, at- vinnumálum, æskulýðsstarfi o.s.frv., er ekki síður en í öðrum efnum æskilegt að vinna í samræmi við mótaða stefnu að ljósum mark- miðum. Námskeiði þessu er ætlað að kenna almennt, verklag við stefnumótun á þessu sviði í kaup- stöðum eða kauptúnum, þannig að þátttakendur geti að því búnu, stað- ið fyrir slíkri stefnumótun í heima- byggð sinni. Megináhersla verður lögð á hagnýt vinnubrögð,fræðileg umfjöllun verður í nauðsynlegu lág- marki. Leiðbeinandi verður Jón Björnsson, sálfræðingur, félags- málastjóri Akureyrarbæjar. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunarnefnd Háskóla Is- lands. . i ( i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.