Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 39

Morgunblaðið - 18.04.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 39 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú efnir til vinafagnaðar. íhug- aðu vandlega tillögu sem lögð verður fyrir þig. Farðu ekki of- fari í félagslífinu í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert lifandi í starfinu, en veist lítið um það sem er að gerast á bak við tjöldin. Vertu ekki eins og opin bók sem allir geta flett upp í að vild sinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ferðaáætlun sem þú hefur gert kann að reynast nokkuð dýr f framkvæmd. Vinir og peningar fara ekki saman eiiis og stendur. Þér verður boðið til vinar sem býr í fjarla;gð. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) HSB Þú hefur næga krafta í kögglum núna til að koma hlutunum á hréyfingu. Vertu tillitssamur við þína nánustu. í kvöld verða erfið- ar freistingar á vegi þínum. Haltu þéttingsfast um budduna þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þið þjónin eruð að skipuleggja útivistarferð. Hversdagsleikinn fer svolítið í taugamar á þér um þessar mundir. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér hættir til að eyða of miklu í afþreyingu. Einbeittu þér betur við vinnuna og árangurinn mun ekki láta á sér standa. Nú er um að gera að hafa frumkvæði. Vog (23. sept. - 22. október) Þú lætur reka á reiðanum heima fyrir núna. Þér gengur betur á rómantfska sviðinu. Nú er heppi- legur tími til stefnumóta og frístundastarfa. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú kemur miklu í verk heima fýrir. Sumir fá freistandi verkefni að glfma við. Vertu ekki með óþarfa viðkvæmni i ástarsam- bandi þínu og taktu tillit til til- finninga annarra. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Þetta er góður dagur til útivistar- ferða svo framarlega sem alls hófs er gætt. Gerðu þér eitthvað til skemmtunar og taktu þátt í skapandi tómstundastarfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gerir umtalsverð innkaup vegna heimilisins. Smá misskiln- ingur getur komið upp. Láttu maka þinn ganga fyrir í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ferð ýmislegt núna og gerir hitt og þetta, en vinnan situr á hakanum. Dreifðu kröftunum ekki um of. Hafðu samband við annað fólk og láttu hendur standa fram úr ermum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fjármálaþróunin er þér f hag, en þér hættir til að eyða of miklu um þessar mundir. Þú hefur rúm fjárráð, en rekur þig á að það er erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess . AFMÆLISBARNIÐ er hugvits- samt en stundum taugaspennt. Það er umbótasinnað og laðast gjarna að opinberum þjónustu- störfum. Það nýtur sín best í störfum sem endurspegla hug- sjónir þess. Bæði listir og vísindi höfða til þess. Stundum vottar fyrir óþolinmæði i fari þess og mundi vænn skammtur af sjálfs- aga koma því einkar vel. Það er duglegt og drffandi þegar sá gáll- inn er á þvf, en oft á eldmóðurinn til að dvína á miðri leið. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR TDFRAHRKvJGlJK , LAA105, FDC1M6JA Mlh 'ATTAVITI 06 YAKN- /VI Ialslvk.il L ! TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMAFOLK l'VE 0FTEN U10NPEREP WMV TOU DECIPEP TO BEC0ME A CACTU5 WMEN V0U MlGHT MAVE BEEN AN 0RAN6ETREE.. Ég hef oft velt því fyrir mér af Nei, þetta er allt í lagi... hverju þú ákvaðst að verða kaktus, þegar þú hefðir getað orðið app- elsínutré. Ég skil að þú skulir ekki vilja ræða það. 4- BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson íslandsmótið í sveitakeppni verður æ sterkara, ár frá ári. í þetta sinn gátu reyndustu sveit- irnar ekki gengið að sigri vísum í einum einasta leik. Það var því kannski engin tilviljun að hinn sókndjarfí stíll fimmmenríing- anna í Modern Iceland skilaði flestum stigum. Þeir físka sem róa. Allir eru þeir frægir slemmuhaukar, ósparir á doblin, og ekki tilbúnir til að eftirláta andstæðingunum of mikið sagn- rými. íslandsmeistarar í sveita- keppni 1990 eru þeir Magnús Ólafsson, Páli Valdimarsson, Einar Jónsson, Sigurður Vil- hjálmsson og Valur Sigurðsson. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K854 V93 ♦ Á85 ♦ KD106 V Vestur ♦ ÁG93 ¥ 107652 ♦ 94 ♦ 98 Austur ♦ D1076 ¥4 ♦ 10873 ♦ G543 Suður *2 ¥ AKDG8 ♦ KDG2 ♦ Á72 Sömu spil voru spiluð í öllum . leikjum og það kom ekki á óvart að algengasti samningurinn skyldi vera sex hjörtu í suður. Víst eru sex grönd í norður besta slemman, en það er ekki auð- velt að komast að þeirri niður- stöðu í sögnum. í leik Modern og Flugleiða enduðu Magnús og Páll f sex hjörtum og áttu ekki von á að græða á spilinu. En á^ hinu borðinu opnaði Valur á tveimur hjörtum í austur eftir tvö pöss. Það átti eftir að hafa áhrif á gang mála: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 2 hjörtu 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Opnunin á tveimur hjörtum sýnir einhveija tvo liti (5—5!) og 7—11 punkta. Mjög beitt varnarsögn, sem Svíar nota mik- ið. Valur ákvað að teygja aðeins úr litunum í ljósi þess að hann var í þriðju hendi utan hættu. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen lentu síðan í misskiln- ingi varðandi ásaspuminguna. Fimm lauf sýndu þijá ása, en ekki var á hreinu hvort hjarta- kóngurinn væri inni í þeirri mynd. Þeir spila svokallaðan „fímm-ása-Blackwood“ þegar tromplitur hefur verið ákveðinn, en í þessu tilviki var óljóst hvort hjarta væri samþykkt sem tromp. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í v-þýzku Bundesligunni í febrúar í viður- eign rúmenska alþjóðameistarans Armas (2.395) og Boris Spassky (2.560), fyrrum heimsmeistara, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 21. Hal - dl? ÁáAii 13 I 21. - Bxh3!, 22. gxh3 - Rxh3+, 23. Kg2 - g4, 24. Rg3 - Rf4+, 25. Kfl - gxf3, 26. Hxfá - Rg4, 27. Kel — Rh2 og hvíturt gafst upp, því hann ræður ekkert við SVðrtu dfddarana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.