Morgunblaðið - 18.04.1990, Síða 40
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990
Kveðjuorð:
Gunnar Jónsson
frá Breiðabólstað
Fæddur 2. janúar 1927
Dáinn 9. apríl 1990
Hann Gunnar Jónsson frá
Breiðabólstað í Borgarfirði er dáinn.
Ég trúi þessu tæplega enn. Þessi
prúði elskulegi maður, horfínn svo
skyndilega. Hann sem alltaf var
boðinn og búinn til að rétta sína
'F traustu hjálparhönd.
Það munu aðrir rekja sögu þessa
mæta manns.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka honum, alla hans vin-
áttu og hjálpsemi í minn garð.
Ég bið guð að blessa hann og
leiða í nýjum heimkynnum.
Elskulegri eiginkonu hans og
öðru vandafólki votta ég innilega
samúð. Guð veiti þeim styrk í þeirra
saru sorg.
Marta Þorsteinsdóttir
Páskahelgin er tími vonar og til-
beiðslu í hugum allra kristinna
manna. Fráfall nákomins vinar í
páskavikunni, ber því að á þeim
tíma, þegar atburðir páskahelginn-
ar í Jerúsalem, minna okkur ein-
mitt á það enn einu sinni, hvernig
við öll, vegna pínu og upprisu Jesú,
eigum fyrirheit um eilíft líf, þegar
veraldarvafstrinu lýkur.
Við kveðjum vin okkar Gunnar
Jónsson frá Breiðabólsstað í Reyk-
holtsdal, nú í lok páskahelginnar,
þegar við höfum minnst upprisu
frelsarans, fórnar og gjafar guðs
til allra manna.
Gunnar Jónsson fæddist á
rBreiðabólsstað í Reykholtsdal 2.
janúar 1927. Hann átti sín æsku-
spor í fögrum sveitum sögufrægra
Borgarfjarðardala, á heimili for-
eldra og systra á landnámsjörðinni
í Reykholtsdal.
Bærinn stendur hátt í hlíð, þar
sem sést til flestra bæja í dalnum.
Þar er sumardýrðin ólýsanleg á
björtum og kyrrum sumarkvöldum.
Reykir stíga hátt til lofts frá heitum
hverum, grænar grundir og grónir
hálsar. Fljótið liðast um dalinn, en
blá fjöll í fjarska, og hvítir jökulkoll-
ar mynda umgjörð þessa dýrðlega
listaverks náttúrunnar. Og kyrrð
þessara ljúfu, björtu sumarkvölda
dalsins er oft svo algjör að heyra
► má hljómkviðu búpenings og
mannamáls, vítt og breitt um dal-
inn.
Á slíkum kvöldum verða örlög
íslandssögunnar lifandi vettvangur
í Reykholtsdal. Enn rýkur úr laug-
inni hans Snorra, þar sem íslenskur
héraðshöfðingi færði í letur atburði
í lífi þjóðar sinnar og gaf að auki
frændþjóð, okkar Norðmönnum,
hornsteina í þeirra sögu. Sagnfræði
og heimildir Reykholtsbóndans eru
afreksverk, sem mölur og ryð fá
ekki grandað. Heimskringlu hans
geta ungir Reykdælir enn þann dag
í dag notað sem leiðsögubók í
Miklagarði.
Gunnar Jónsson varð þeirra gæfu
aðnjótandi, að fæðast og alast upp
og lifa sín manndómsár í faðmi
þessara fögru sögufrægu byggða.
Hann ólst upp í foreldrahúsum
ásamt tveimur eldri systrum sínum.
Foreldrar hans voru Jón óðalsbóndi
Ingólfssonar, Guðmundssonar
kirkjusmiðs og bónda að Breiða-
bólsstað og konu hans Valgerðar
Erlendsdóttur frá Sturlu-Reykjum
í Reykholtsdal. Eftirlifandi systur
Gunnars eru Unnur Jónsdóttir hús-
freyja, Deildartungu í Reykholts-
dal, og Sigrún Jónsdóttir húsfreyja
f Reykjavík.
Gunnar ólst upp við trausta bú-
skaparhætti forfeðra sinna og tók
við búsforráðum er faðir hans dró
sig í hlé. Gunnar var traustur bóndi,
sem rak bú sitt með fyrirhyggju
og af dugnaði og reglusemi. Hann,
eins og faðir hans áður, fylgdist vel
með öllum nýjungum í búskapar-
greinum, nýtti sér það besta, sem
tæknin bauð á hveijum tíma. Hélt
hann áfram traustu samstarfi við
nágrannana, skólastjóra og kenn-
arabændur í Reykholti, enda liggja
túnin saman. Ríkti þar skemmtileg
samvinna um nýtingu dýrra land-
búnaðarvéla, sem faðir hans hafði
tekið upp með Reykholtsbændum
og byggðist það samstarf á langri
og traustri vináttu.
Gunnar gekk ungur í héraðsskói-
ann í Reykholti, sem jafnan hefir
reynst ungu fólki dijúg og haldgóð
menntunarbraut.
Gunnar giftist 30. desember
1965 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Sigríði J. Valdimarsdóttur, oggekk
í föðurstað tveimur, þá ungum, son-
um hennar, Brynjólfi og Valdimar,
og tengdist einnig börnum þeirra
innilegum „afa“ böndum. Fyrir um
það bil fimmtán árum fór heilsa
Gunnars að gefa sig, og líkamlegir
burðir þessa hrausta og gjörvilega
manns urðu aldrei samir eftir það.
Lét Gunnar fljótlega af búskapar-
störfum, og stundaði eftir það störf
við verslun og þjónustu, þar til fyr-
ir fáum árum, eftir að þau hjónin
fluttu til Reykjavíkur, að hann
ásamt konu sinni tók að sér gæslu
og umsýslustörf við dvalarheimili
aldraðra við Bólstaðarhlíð í
Reykjavík. Þeim störfum sinnti
Gunnar eins og öðru af alúð og
árvekni, sem eldri borgarar þessar-
ar fjölmennu byggðar kunnu vel
að meta. Gunnar kunni vel við sig
í „borginni við Sundin“, en oft mun
hugurinn hafa reikað upp til Borg-
aríjarðardalanna, og þá yljuðu ljúf-
ar minningar bjartra sumardaga og
vetrarkyrrðar, góðra stunda í
byggðum og upp til heiða.
Gunnar kenndi skyndilega
hjartameins á pálmasunnudag og
var þá fluttur á Borgarspítalann,
þar sem hann lést að kvöldi næsta
dags.
Ættingjar og vinir Gunnars Jóns-
sonar syrgja, og sakna hins góða
drengs við skyndilega brottför hans.
Þeir eru þakklátir fyrir samveru-
stundirnar með Gunnari, því fram-
koma hans og viðmót og vammlaus
drengskapur, á öllum sviðum hafði
mannbætandi áhrif á alla þá, er
áttu því láni að fagna að eiga með
honum samleið. gþ.
Félagsbróðir, granninn góði,
greiði ég þér í smáum óði
hlýja kveðju hinsta sinn.
Lít ég yfir líf til baka
lítið meir en næturvaka
sýnist forni ferillinn.
Þetta erindi úr ljóðinu, Sigurður
Gíslason frá Kletti, eftir Kristleif á
Stóra-Kroppi vildi ég gera að
mínum orðum þegar ég er nú sest-
ur niður til að minnast vinar og
nágranna míns Gunnars á „Breiða“.
í raun og veru segir þetta erindi
allt sem segja þarf og því e.t.v.
best að hafa þessi orð ekki fleiri.
En þar sem vinátta og samstarf
okkar Gunnars var með nokkuð
sérstökum hætti langar mig til að
bæta nokkrum orðum við.
Gunnar var fæddur á Breiðabóls-
stað í Reykhoítsdal 2. janúar 1927
sonur hjónanna Jóns Ingólfssonar
bónda þar og konu hans Valgerðar
Erlendsdóttur. Ingólfur Guðmunds-
son bóndi á Breiðabólsstað, faðir
Jóns, var frá Helludal í Biskups-
tungum en kona hans var Halla
Pálsdóttir frá Koti á Rangárvöllum.
Erlendur Gunnarsson bóndi á
Sturlureykjum, faðir Valgerðar, var
frá Geirshlíð í Flókadal. Erlendur
var tvíkvæntur. Seinni kona hans
hét Andrea Jóhannesdóttir frá
Akranesi og var hún móðir Valgerð-
ar. Báðir afar Gunnars voru ann-
álaðir hagleiks- og dugnaðarmenn
og kappsfullir að hveiju sem þeir
gengu. Hér verður ætt Gunnars
ekki rakin frekar. Það verða aðrir
mér færari að gera.
Gunnar ólst upp ásamt tveimur
systrum sínum, Unni og Sigrúnu,
hjá foreldrum sínum á Breiðabóls-
stað; og átti þar heima til ársins
1984 að hann fiutti til Reykjavíkur
og stundaði þar ýmiss konar vinnu
til hinsta dags. Ekki hef ég trú á
að Gunnar hafi kunnað vel við sig
á mölinni, til þess var hann of mik-
ið barn sveitarinnar. Grunur minn
er sá að hugurinn hafi ærið oft
hvarflað upp í Dalinn þó að hann
segði það ekki berum orðum, enda
ekki hans máti að flíka tilfinningum
sínum eða bera þær á borð fyrir
aðra. En hvenær og var sem fund-
um bar saman barst talið fljótlega
að afkomu manna á æskustöðvun-
um, högum þeirra og háttum, tíðar-
fari og afkomu svo auðfundið var
hvar hugurinn dvaldi. Einkum var
þetta áberandi þegar vora tók og
loftið fylltist gróðurilmi. Þá munu
vafalaust hafa liðið um huga hans
minningar um iðjagræn tún,
grænkandi móa og lömbin hoppandi
á þúfnakollunum.
Já, Gunnar var vissulega barn
sinnar sveitar þótt örlögin höguðu
því á þann veg að hann fluttí burtu.
Þá fennir í fornar slóðir, göturn-
ar sem áður voru fljótfarnar gróa
upp, hverfa og gleymast en minn-
ingarnar lifa. Þar var ekki löng leið
eftir gömlu götunni sem lá upp tún-
ið í Reykholti og skáhallt upp háls-
inn að Breiðabólsstað. Þessa götu
gekk ég oft þegar ég var barn og
ekki lengdist leiðin við að finna að
á Breiðabólsstað var maður alltaf
velkominn. Átti það eftir að sann-
ast betur síðar.
Það mun hafa verið nokkru fyrir
jól árið 1941 að skarlatssótt kom
upp í Héraðsskólanum í Reykholti.
Ég vann þá við íþróttakennslu víða
um land á vegum UMFÍ en Steini
y bróðir minn var í skóla í Reykjavík.
Ekki kom til mála að við færum
heim um jólin og ættum síðan á
hættu að bera veikina út um allt
land. Vissum við bræður varla hvar
við vildum helst eyða jólunum.
Fengum við þá skilaboð um að okk-
ur væri velkomið að vera á Breiða
um jólin og eftir það kom enginn
annar staður til greina a.m.k. ekki
í mínum huga. Dvöldum við svo þar
um jólin og fram yfir áramót og
voru móttökurnar þannig að mér
fannst ég vera orðinn einn af fjöl-
skyldunni. Slíkur vinargreiði verður
seint fullþakkaður. Tíminn líður.
Árið 1947 fer ég að búa með föður
mínum í Reykholti og nokkrum
árum síðar fer Gunnar að búa með
föður sínum á Breiða. Gott sam-
komulag ríkti alla tíð milli þessara
bæja og samstarf var mikið. Þegar
vélvæðingin hélt innreið sína í
íslenskan landbúnað varm ikið
kapphlaup um að ná í þær fáu drátt-
arvélar sem í boði voru. Var þá
brugðið á það ráð að Breiðabóls-
staður og Reykholt keyptu eina
dráttarvél saman og stóð þá ekki á
afgreiðslu. Var það stór stund er
gripurinn kom. En nú fjölgaði bæði
dráttarvélum og tækjum smátt og
smátt, einkum heyvinnutækjum og
samtímis fór samvinna okkar við
heyskapinn vaxandi sérstaklega við
hirðingu. Við sáum að með því að
vinna saman nýttust tækin mun
betur og um leið sparaðist tími. Var
fyrst farið með öll tækin á annan
bæinn og síðan á hinn og ekki hirt
um að halda bókhald þó unnið væri
einum eða tveimur tímum lengur á
öðrum bænum en hinum og er sá
reikningur því óuppgerður. Um slíkt
var ekki hugsað heldur aðeins að
ná sem mestu heyi inn á sem styst-
um tíma. Vagnarnir þutu fram og
aftur allan daginn og árangurinn
minnti á gömlu þjóðsöguna „Heim
í garð til Sæmundar". Þetta voru
vinnubrögð sem Gunnari líkaði og
í fullu samræmi við áhuga hans og
kapp. Eitt atvik er mér sérstaklega
minnisstætt frá þessum árum.
Góður þerrir hafði verið í nokkra
daga og mikið hey þurrt á báðum
bæjunum, ýmist flatt eða í beðjum.
Ákveðið var að fara í hirðingu dag-
inn eftir enda veðurspá góð. Byijað
var á Breiða um morguninn og allt
gekk vel eins og venjulega. Um
hádegi fór þó veðurútlit að verða
tvísýnt svo búast mátti við síðdeg-
isskúrum. Vildi Gunnar þá ólmur
að við flyttum okkur í Reykholt svo
að við næðum einhveiju inn þar líka
ef illa færi. Við aftókum með öllu
að eyða tíma í að flytja „vélaher-
deildina“ eins og við kölluðum tæk-
in okkar á milli, milli bæja og vorum
sannfærð um að við myndum
sleppa. Svo varð þó ei því að næst-
um á sama tíma og heyið af síðasta
vagninum var komið inn í hlöðu á
Breiða gerði mikla rigningargusu
svo auðséð var að ekki yrði meira
hirt daginn þann. Tækin voru þó
flutt að Reykholti og allir í góðu
skapi nema Gunnar. Greinilegt var
að hann var ekki ánægður með
árangur dagsins, en það breyttist
næsta dag. Var þá komið glamp-
andi sólskin og besti þurrkur. Ann-
aðhvort hefur Gunnar farið
snemma á fætur eða gleymt að
mjólka kýrnar sínar morguninn
þann þvl að hann var mættur með
sitt lið fyrir allar aldir í Reykholt
til að ryðja úr blautum beðjum og
snúa því heyi sem flatt var. Er
ekki að orðlengja það að um kvöld-
ið var allt hey af Reykholtstúni
komið inn í hlöðu og nú var enginn
kátari en Gunnar. Hann hafði greitt
skuldina frá deginum áður, jöfnuður
var kominn á. Þetta atvik lýsir bet-
ur en mörg orð manninum Gunnari
á Breiða. Það skaðast enginn á
samstarfi við slíkan nágranna.
Fyrstu árin eftir að Gunnar hóf
búskap bjó hann með ýmsum bú-
stýrum en árið 1965 kvæntist hann
Sigríði Valdimarsdóttur sem ættuð
er vestan af Skógarströnd. Þeim
Gunnari og Sigríði varð ekki barna
auðið en Sigríður á tvo syni af fyrra
hjónabandi, Brynjólf og Valdimar
Einarssyni. Brynjólfur býr nú á
Breiðabólsstað en Valdimar í
Grindavík.
Það var aldrei ætlun mín að rekja
ævisögu Gunnars hér. Aðeins að
geta nokkurra atriða úr margra ára
vináttu og samferð og verða þessi
orð því ekki fleiri.
Nú þegar Gunnar er horfinn yfir
móðuna miklu, lagður upp í þá för
sem okkur er öllum áskapað að
fara fyrr eða síðar, þökkum við
hjónin margra ára vináttu og
tryggð og sendum Sigríði eiginkonu
hans, systrunum Unni og Sigrúnu
svo og öllum öðrum vandamönnum
hans og vinum innilegar samúðar-
kveðjur og er ég viss um að ég
mæli fyrir munn allra systkina
minna og barna okkar hjóna.
Þó að maðurinn hverfi lifir minn-
ingin um góðan dreng.
Jón Þórisson