Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990
47
VIÐURKENNIN G
Selfyssingar heiðra handboltafólk
Handboltinn hefur mikinn með-
byr á Selfossi eftir að bæði
kvenna- og karlalið Selfoss náðu
þeim árangri að tryggja sér sæti í
fyrstu deild á næsta keppnistíma-
bili. Bæjarstjórn Selfoss hélt liðun-
um samsæti og þar afhenti íþrótta-
og tómstundaráð handknattleiks-
deild Ungmennafélags Selfoss 300
þúsund krónur sem viðurkenningu
fyrir árangurinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá
Selfossi ávinna sér keppnisrétt í
fyrstu deild. Kvennaliðið sigraði i
annarri deild, en piltarnir urðu í
öðru sæti í sinni baráttu. Þá náðu
stúlkur, sem keppa í þriðja aldurs-
flokki, öðru sæti á íslandsmóti síns
flokks.
Fjórar stúlkur frá Selfossi hafa
verið valdar til að leika með ungl-
ingalandsliði kvenna 17 ára og
yngri, á Benelux-mótinu, þær
Hulda Bjarnadóttir, Auður Ágústa
Hermannsdóttir, Inga Fríða
Tryggvadóttir og Guðrún Herborg
Hergeirsdóttir. Þá var Erlingur
Reyr Klemenzson valinn í unglinga-
landslið 17 ára og yngri og Gústaf
Bjarnason og Einar Gunnar Sig-
urðsson í landslið 21 árs og yngri.
Aðalstjórn Ungmennafélags Sel-
foss heiðraði leikmenn, þjálfara og
stjórnendur deildarinnar fyrir góð-
an árangur og afhenti deildinni
framlag úr afreksmannasjóði fé-
lagsins. Elínborg Gunnarsdóttir,
formaður félagsins, gat þess meðal
annars í sínu ávarpi að íþróttastarf-
semin á Selfossi væri orðin það
umfangsmikil að brýn þörf væri á
öðru íþróttahúsi á staðinn.
- Sig. Jóns.
: BRÉFA- £ CO 2 UJ to £
mjK ' 1 BINDIN 3 £ i
i snu'frnrnf‘i frá Múlalundi... 2 2
mm f FSi ÍUJ.J ... þar eru gögnin á góðum stað. > £ z>
H|| Múlalundur 'Sfs SlMI:62 84 50 D I
Hi'/ -— £
Þá er komið að því
að velja fermingargjöfina í ár.
Heimilistæki bjóða upp á fjölmargar, skemmtilegar og spennandi lausnir.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Leikmenn, þjálfarar og stjórnendur handboltans á Selfossi.
SKELVEIÐI
Komið úr róðri
Skelveiðin heldur áfram, segir
Eggert Björnsson í Stykkis
hólmi, sem er nýkominn af sjó og
í öllum „gallanum" þegar ljós-
myndari smellir af honum mynd.
„Það er bara stundum erfitt að
komast á miðin, því veðrið hefir
ekki leikið við okkur nú um skeið.
Við erum nú með 3,5 tonn og það
má teljast gott og við höldum
áfram, en hvað lengi vitum við
ekki, en sjáum bara til.“
Eggert er með bát sinn, Gísla
Gunnarsson, og ég held að flestir
bátar sem hann hefír átt og róið á
séu með því nafni. Já, það er far-
sælt nafn, segir Eggert og hann
veit hvað hann syngur.
- Árni
-MQCgunblaðið/Árni-H&lgason
Eg’gert' Björnssonr nýkominn' i land.
Lánv PHILIPS
► PHILIPS ferðageislaspilari, svo litill og handhægur
að hann nýtist nánast alls staðar. Vegur aðeins 1 kg. með raf-
hlöðum. Geislaspilaranum fylgir straumbreytir svo hægt er að
tengja hann rafmagni og nýtist þá sem fullkominn geislaspilari
við hljómtækin heima fyrir. -----Sssiji
\
\
► PHILIPS rafmagnsrakvél. Rakvél fyrir ungu mennine
Meðtveimurfjaðrandihnífum.Bæðifyrir110og220V.(Einnig
fáanleg með rafhlöðu.)
► PHILIPS hárþurrkari. Tvær hitastillingar. Blásturinn er
viðfemur og gefur hárlokkunum mjúka, hæfilega sveigju; jafnt
permanent-lokkum og þeim eiginlegu.
► PHILIPS vasadiskó. Steríóskil í fisléttum heyrnartólum.
Hraðspólun. Stoppar sjálft. Beltisklemma.
gas-fer&akrullujárn. Þú geturtekið það með
þér hvert sem er, hvenær sem er og það er fljótt að hitna. Áfylling
er venjulegt kveikjaragas. Góður ferðafélagi.
► PHILIPS hárþurrkara. Tvær hitastillingar. Lágvær og
fer vel i hendi.
► PHILIPS útvarpsklukkan. Þessi býr yfir mörgum
kostum; Næmt útvarp, ný einföld stilling fram og aftur. Vekur
tvisvar með útvarpi og/eða suðandi tóni. öðruvísi stillihnappar,
nýjung frá Philips.
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMI691515 . Kringlunni SÍMI6915 20
'isoMKÍKgum,
't't'l '■ ''i'{i: vcv'i i ; .11 i ■
i.i / ■•'U I') J I ! 'i i 'I '