Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 54

Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 Brunirin í Áburðarverksmiöjunni Yfirlýst hættu- ástand varðií sex mínútur YFIRLÝST hættuástand í Áburðarverksmiðjunni í Gufiinesi varði í sex mínútur. Að sögn Guðjóns Petersen, framkvæmdastjóra Al- mannavarna ríkisins, var hraði á öllum aðgerðum mun meiri en áætlanir gera ráð fyrir, og telur hann að um metviðbragð hafí verið að ræða iyá Almannavörnum sé miðað við að atburðurinn átti sér stað á helgidegi þeg- ar allir starfsmenn stofhun- arinnar voru heima. Samkvæmt frásögn Guðjóns var atburðarásin eins og hún snéri að Almannvörnum ríkis- ins með eftirfarandi hætti: 17.58 Lögreglan í Reykjavík hringir í neyðarsíma Almanna- varna ríkisins og tilkynnir um eld í ammoníaksgeymi í Gufu- nesi og biður um að Almanna- varnir fari í viðbragðsstöðu, en setji ekki neyðaráætlun í gang að sinni. 17.59 Vaktmaður hjá Al- mannavömum hefur samband við bakvakt, sem tafarlaust hefur samband við alla starfs- menn Almannavarna og kallar þá til starfa í stjórnstöð. 18.06 Boð koma frá lögregl- unni um að rélt sé að setja í gang aðgerðir samkvæmt al- mannavarnaskipulagi. Á þess- um tíma eru starfsmenn Al- mannavarna á leið til stjórn- stöðvar. 18.07 Starfsmönnum Al- mannavarna er tilkynnt um að aðgerðir samkvæmt almanna- varnaskipulagi hafi verið settar í gang. 18.12 Starfsmenn koma í stjórnstöð Almannavarna. Til- kynning berst um að hættu- ástandi í Áburðarverksmiðjunni sé aflýst. Á grundvelli þess eru frekari aðgerðir ekki settar í gang, og aðeins þeim æðstu yfirmönnum Almannavarna ríkisins og Almannavarna Reykjavíkur tilkynnt um hvað skeð hefur. Á tímabilinu frá kl. 17.47 til 18.06 unnu lögregla og slökkvi- lið eftir ákveðnu kerfi sem er liður í aimannavarnaskipulagi. Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Yfirlýst hættuástand vegna brunans í Áburðarverksmiðjunni varði í sex mínútur. Að sögn Guðjóns Petersens framkvæmdasljóra almanna- varna ríkisins hefði þurft tvær til þrjár mínútur til viðbótar til að ljúka mati á því, hvort grípa ætti til frekari ráðstafana eða ekki. Þessi mynd var tekin, þegar slökkvistarfið stóð sem hæst. Ammoníakgasið hefði ekki náð að nærliggjandi byggð segir Guðjón Petersen framkvæmdastj óri Almannavarna ríkisins GIJÐJÓN Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, segir að þó leki hefði komið að ammoníaktankinum við Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi hafí aðstæður verið þannig þá, að ammoníakið hefði aldrei náð að nærliggjandi byggð. „Eflaust hefði fúndist sterk lykt af ammoníakinu og sumum orðið ómótt, en það hefði ekki valdið lífshættu í Grafarvogshverfinu,“ segir hann. Að sögn Guðjóns hefði gasið far- hvellsoðið og streymt mjög hratt út ið tæplega 300 metra á mínútu, og mjög fljótlega farið að stíga upp miðað við ríkjandi aðstæður, en vindur var um 350 gráður og 10 hnútar þegar eldurinn á tankinum kom upp. „Ammoníakið var geymt undir 5 kg þrýstingi til að halda því í fljótandi formi, en hefði komið gat á tankinn þá hefði þrýstingurinn fallið skyndilega og ammoníakið í andrúmsloftið. Við það að hvell- sjóða kólnar það mjög hratt niður og myndar ískristalla. Það er ein- mitt þessi ískaldi úði sem skríður með jörðinni þar til hann hefur tek- ið í sig varmann úr andrúmsloftinu og lyftir sér upp,“ sagði hann. Guðjón sagði að ef talin hefði verið hætta á að ríkjandi ástand gæti versnað, þá hefðu fyrstu við- brögð Almannavarna ríkisins verið að fá upplýsingar um vindhraða og vindstefnu hjá Veðurstofu íslands, en þangað er tengd bein neyð- arlína. Síðan hefði verið gangsett sjálfvirk útboðun á öllu starfsliði Álmannavarna, og með einu útkalli hefðu verið gefin boð til allra sjúkrahúsa, lögreglustöðva og björgunarmiðstöðva á höfuðborgar- svæðinu um að vera til taks. Næsta skref hefði síðan verið að taka ákvörðun um hvort gefa ætti út viðvörun til íbúanna á grundvelli ástandsins á svæðinu, en við það hefði verið tekið mið af vindhraða og vindstefnu, ammoníakmagninu Ég taldi okkur ekki vera í meiri hættu en aðra - segir Halldór Úlfarsson á Fannarfold 101 HALLDÓR Úlafarsson og Inga Birgisdóttir voru ásamt syninum Úlafari Þór heima hjá sér á Fannarfold 101 þegar kviknaði í ammón- íaksgeyminum. „Við sáum slökkviliðið fara hérna niðureftir, en velt- um því ekki alvarlega fyrir okkur,“ sögðu þau í samtali við Morgun- blaðið. „Við fylgdumst þó með í kíki, sáum þetta vel út um gluggann. Þau sögðu að ekki hafi hvarflað að þeim að fara í burtu. Þau höfðu kveikt á útvarpi til að heyra ef ein- hveijar tilkynningar bærust um hættu. „Ég vissi af því síðan um- ræða var um þetta fyrir tveimur árum, að ef eitthvað gerist er meira en Grafarvogurinn í hættu, Vogarn- ir til dæmis,“ sagði Halldór. „Þess vegna gæti Grafarvogurinn sioppið alveg en önnur hverfi verið í hættu. Meðan á þessu stóð hringdi ég í mann sem ég þekki vel og hefur mikið vit á svona, ég vissi ekki hvort ég ætti að hringja í lögregl- una eða eitthvað annað. Hann sagði mér það að ef þessi tankur færi, þá væri hálf borgin í hættu, þannig að ég taldi okkur ekki vera í neitt meiri hættu en aðra. Þannig hugs- aði ég.“ Þau sögðust þó vita til þess að nágrannar þeirra hefðu flúið heim- ili sín. Á að loka verksmiðjunni? „Ég vil loka henni, alveg örugg- lega, sagði Inga. „Það er þó ekki vegna þess að við búum hér,“ sagði Halldór, „skiptir ekki öllu máli hvort við erum hér eða til dæmis í Smáíbúða- hvefínu. Er ekki upplagt að fara með þessa verksmiðju austur á land, vantar ekki vinnu þar? Fara með hana þangað og hafa hana mátu- lega langt frá mannabyggðum þar?“ sagði Halldór Úlfarsson. Halldór Úlfarsson, Úlf^r Þór og Inga Bi Fannarfold 101, út uiíi gluggánn sest í Áh Morgunblaðið/J ulius smu, sem í geyminum var, og líkunum fyrir því að hann gæti rofnað. „Ástæðan fýrir því að þetta mat þarf að fara fram fyrst er sú að það gífurlega vald sem stofnunin hefur til að setja þetta allt í gang getur jafnvel valdið íbúunum meiri hættu en sú vá sem yfirvofandi er. Það verður því að meta hve hún er mikil á móti því óskaplega raski sem verður. Neyðarupplýsingarnar hefðu verið þær að fólk á ákveðnum svæðum ætti tafarlaust að fara inn í hús og loka öllum gluggum og hurðum og slökkva á loftræsting- um, en brottflutningur fólks hefði verið óhugsandi þar sem aðeins er verið að tala um mínútur. Búast hefði mátt við því að allt að 800 manns hefðu sturlast úr hræðslu, og það má ætla að 5-10% af íbúunum hefðu brugðist við af skelfmgu og til dæmis hlaupið út og hafíð leit að börnum sínum. Þarna er því verið að tala um gífur- legan fjölda fólks sem hefði átt um mjög sárt að binda í langan tíma á eftir, auk þeirrar slysahættu sem skapast hefði. Mat á aðstæðum verður því að vera mjög ígrundað áður en þetta er sett í gang, en vissulega verður það að gerast sé yfirvofandi hætta talin það mikil. Þetta eru þau viðbrögð sem beitt yrði ef slík ógnarvá snéri að borgur- unum að hún réttlætti beitingu þeirra. Ef síðan eitthvað færi úr- skeiðis kæmu til björgunar- og hjálparaðgerðir, sem eru gífurlega vel skipulagðar, þegar hættan væri liðin hjá og afleiðingarnar lægju fyrir,“ sagði Guðjón. Guðjón sagði að í Almannavarn- aráði hefði verið talið álitamál hvort ekki hefði átt að segja frá því í fjöl- miðlum hvað gerst hefði og hverjar lyktir málsins hefðu orðið, til þess að upplýsa fólk fyrr en gert var í fréttatíma Ríkisútvarpsins kl. 19. Hann sagði að ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið gert væri sú að svo stutt' iiafi • verið *!<■ frétta- Ltfnrann.---------—-------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.