Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 52

Morgunblaðið - 26.04.1990, Side 52
Reykjavík- urborg ger- *ir tilboð í Hótel Borg DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefiir gert eigendum Hótel Borgar tilboð í eignina. Tilboðið borgarinnar er sam- hljóða því sem eigendur hótels- ins gerðu Alþingi nýverið, eða 120 milljónir króna, en í tilboði borgarinnar er gert ráð fyrir að hluti kaupverðsins verði greiddur út á þessu ári. Tilboð- ið stendur til hádegis í dag. Morgunblaðið/Bjarni Starfsmaður Olíufélagsins hf. fannst látinn eftir árás í bensínstöð félagsins við Stóragerði í gærmorgun. Arásarmaðurinn komst undan á biíreið starfsmannsins, með á þriðja hundrað þúsund króna ráns- feng. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Lögreglan fann bifreið starfsmannsinsj hvíta Mözdu 323, R-22528, á stæði við Vesturgötu 3 klukkan 9.10. I jeppabifreiðinni í bakgrunni myndarinnar er sporhundur, sem leitaði árásarmannsins, en án ár- angurs. Lögreglan leitar manns sem varð öðrum að bana Óskað upplýsinga um ferðir hvítrar Mazda-bifreiðar STARFSMAÐUR Olíufélagsins hf., Þorsteinn Guðnason, tæplega 48 ára gamall, fannst í gærmorgun látinn á bensínstöð félagsins við Stóragerði og höfðu honum verið veittir miklir áverkar á höfði. A þriðja hundrað þúsund krónur hurfú úr bensínstöðinni, en árásarmað- urinn hvarf á brott í bifreið starfsmannsins. Hún fannst síðar yfirgef- in á stæði í miðbænum. Árásarmaðurinn, eða mennirnir, var ófund- inn þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt, en rannsóknarlögregl- an óskar eftir því að þeir, sem kynnu að hafa upplýsingar um ferð- ir hvítrar Mazda-bifreiðar hins látna, gefí sig fram. Að sögn rannsókn- arlögreglu ríkisins hafði fjöldi ábendinga borist frá almenningi seint í gærkvöldi og voru þær allar teknar til athugunar. „Borgin ætlar að sjálfsögðu ekki að hefja hótelrekstur heldur verður hótelið leigt eða selt í því skyni að tryggja að þarna verði áfram starf- rækt hótel. Hugsanlegt er að byggð verði 40 herbergi á bakióð hótelsins þannig að þetta verði öflugt og gott hótel í hjarta borgarinnar. Hótel Borg er elsta hótei bæjarins og við teljum að missir yrði af því úr bænum,“ sagði Davíð. Hann sagði að flyttist starfsemi __Alþingis yfir á Hótel Borg yrði hót- elið yfírgefið og mannlaust á sumr- in þegar þing liggur niðri og ekki yrði það til að lífga upp á miðbæinn. „Málið er á síðasta afgreiðslustigi í þinginu og það kemur mér óneit- anlega á óvart að þetta mál skuli vera komið upp. Eg lái þó Davíð Oddssyni það ekki að hann skuli sýna Hótel Borg áhuga, það geri ég h'ka. En mér finnst að hann hefði getað sýnt þjóðþingi landsins þá virðingu að láta það vita að þetta stæði til,“ sagði Guðrún Helgadótt- ir, forseti sameinaðs Alþingis. Guðrún sagði að hún hefði beðið eigendur hótelsins að bíða með að taka afstöðu til tilboðsins fram á -í^iunnudag og fengi hún svör þeirra i dag. „Ef borgarstjóri krækir í Hótel Borg er hann klókari stjórn- málamaður en þingmenn þessa lands eru,“ sagði Guðrún. Lagt er til, að sveitarfélög fái for- kaupsrétt að kvóta fiskiskips, sem selja á úr sveitarfélaginu. Þá er lagt til að Hagræðingarsjóði sjávarút- ■'jfcægsins verði árlega fengnar til ráð- ■ stöfunar aflaheimildir, sem ekki nýtt- ust árið á undan vegna skerðingar á aflamarki við ísfiskútflutning, þó Málsatvik eru þau, að klukkan 7.39 í gærmorgun var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að innbrot hefði verið framið í bensínstöð Olíufélags- ins við Stóragerði. Þegar lögreglan kom á vettvang voru tveir starfs- menn stöðvarinnar þar fyrir. Þeir höfðu komið að læstum dyrum, en annar þeirra hafði séð bifreið hins látna ekið frá stöðinni um klukkan 7.15. Starfsmaðurinn var þá sjálfur á gangi all fjarri og sá ekki hver aldrei meira en svarar til 12.000 tonna af þorski. Helming þessara aflaheimilda á að framselja árlegs og veija andvirðinu til að kaupa skip til úreldingar. Hinum helmingnum á að verja til að aðstoða einstök byggð- arlög. Verði verulegt atvinnuleysi í var í bifreiðinni. Þar sem starfs- menrtirnir sáu að í bensínstöðinni var umhorfs eins og átök hefðu átt sér stað og að auki hafði verið átt við peningakassann, ákváðu þeir að kalla á lögreglu. Annar ók af stað, en í Lönguhlíð stöðvaði hann við biðstöð leigubiíreiða og bað leigubifreiðastjóra að hringja í lög- reglu úr bílasíma. Þegar lögreglan kom að bensín- stöðinni braut hún upp hurð á suð- byggðarlagi vegna sölu fiskiskipa milli útgerðarstaða er stjórn Hag- ræðingarsjóðsins heimilt, samkvæmt breytingartillögum stjórnarforyst- unnar, að bjóða fram hluta þessara veiðiheimilda gegn því skilyrði að aflanum verði landað á viðkomandi stað, og eiga sveitarstjórnir að hafa forkaupsrétt að þessum veiðiheimild- um. Neyti þær hans ekki, á að fram- selja heimildirnar til einstakra skipa. Þær heimildir, sem ekki verður ráð- stafað til að mæta staðbundnum vandamálum, verða seldar hæstbjóð- anda. Samkomulagið var kynnt í stjórn- arþingflokkunum síðdegis í gær. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafði töluverðar athugasemdir við það, og munu formennirnir hafa orð- ið sammála um að breyta samkomu- laginu nokkuð til samræmis við þær. urhlið hússins. Lögreglumennirnir fundu Þorstein síðan liggjandi fyrir neðan stiga í kjallara stöðvarinnar. Hann var með mikla áverka á höfði og var látinn. Lýst var eftir bifreið hins látna, þar sem einsýnt þótti að árásarmað- urinn hefði tekið hana traustataki. Allt tiltækt lögreglulið á höfuðborg- arsvæðinu svipaðist um eftir bif- reiðinni, sem fannst yfirgefin á stæði við Vesturgötu 3 klukkan 9.10. Rannsóknarlögregla ríkisins var þá tekin við rannsókn málsins og óskaði hún eftir því við lögregl- una í Reykjavík að kallaðir yrðu út liðsmenn sérsveitar lögreglunnar með leitarhunda, til að reyna að hafa uppi á árásarmanninum. Sú leit bar ekki árangur. Þá var leitað fingrafara í bifreiðinni, en niður- stöður lágu ekki fyrir í gær og Alþýðubandalagsmenn eru þó enn ekki ánægðir, og sátu á löngum þing- flokksfundi í gærkvöldi að ræða málið. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var þar ákveðið að sam- bykkja að hleypa frumvarpinu í gegn um þingnefnd, en þingflokkurinn mun ekki hafa ljáð samkomulagi formannanna fullt samþykki sitt. Að kröfu sjálfstæðismanna verða hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í dag kallaðir á fund sjávarútvegsnefndar efri deildar til samráðs og umsagnar um Hagræðingarsjóð. Þar er mikið verk fyrir höndum, enda er sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mikil óánægja meðal ýmissa hags- munaaðila með hugmyndir um Hag- ræðingarsjóðinn. Samkvæmt sam- komulagi stjórnar og stjórnarand- stöðu er stefnt að því að afgreiða frumvarpið úr nefndinni fyrir laugar- dag, svo að önnur umræða í efri deild geti þá farið fram. Stefnt er að fyrstu umræðu í neðri deild á mánudag. sja miðopnu enginn hafði verið handtekinn vegna málsins. Hjá rannsóknarlögreglunni feng- ust þær upplýsingar í gærkvöldi, að árásarmaðurinn hefði haft á þriðja hundrað þúsund krónur á brott með sér. Rannsóknarlögregla ríkisins bið- ur þá, sem hafa orðið varir við bif- reið hins látna um morguninn, að gefa sig fram. Bifreiðin er af teg- undinni Mazda 323, hvít að lit, ár- gerð 1987. Hún er af sedan-gerð, ijogurra dyra, með skráningarnúm- erinu R-22528. Þorsteinn Guðnason var fæddur 19. júní 1942, til heimilis að Skaftahlíð 26 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig konu og fjögur upp- komin börn. Sigurjón Óskarsson. 1.000 tonn- unum fagnað ÁHÖFNIN á Þórunni Sveins- dóttur VE fagnaði í gær er afli skipsins fór yfir 1.000 tonn frá upphafi vertíðar. I tilefni dagsins var efnt til hátíðar um borð og borðuð rjómaterta sem eiginkona stýrimannsins hafði bakað. Skipið var statt austur á Með- allandsbugt og hafði aflað 40 tonna af vænum þorski þegar Morgunblaðið hafði samband við aflakónginn Siguijón Óskarsson skipstjóra í gærkvöldi. „Við erum að fiska í siglingu núna. Við ætl- um að selja í Hull eftir um það bil viku,“ sagði Siguijón. „Annars hefurþetta verið frek- ar tregt að undanförnu og leið- indatíðarfar. Núna er norðaust- anbræla,“ sagði Siguijón. Heirn- komin fer Þórunn Sveinsdóttir á dragnótaveiðar. Samkomulag formanna sljórnarflokkanna um stjórn fískveiða: Samkomulag á þingi um að afgreiða málið úr nefiid Hagræðingarsjóður selji kvóta - sérstakt ákvæði um að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt SAMKOMULAG náðist um það milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi í gærkvöldi að afgreiða úr sjávarútvegsnefhd elri deildar frum- varp stjórnarinnar um fiskveiðar. Nefndin kemur saman fyrir hádegi í dag og verða þá kynntar endanlegar breytingartillögur við íyrirliggj- andi frumvarp, sem formenn sfjórnarflokkanna liafa náð samkomulagi um. í þeim felast ekki miklar breytingar á kvótafrumvarpinu sjálfu, en til viðbótar koma tillögur um að breyta Úreldingarsjóði fiskiskipa í „Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins", sem fela í sér verulegar breyting- ar á stjórn fiskveiða. Þá er lagt til að bæta við fyrstu grein frumvarps- ins ákvæði um að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt því myndi ekki ^••öignarrétt á fískistofhum eða skerði forræði löggjafans til að ákveða ' síðar breytingu á fyrirkomulagi á sfjórn fiskveiða. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra scgist ekki telja sérstaka fyrirstöðu við málið í stjórnarflokkunum og að það fari í gegn fyrir þinglok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.