Morgunblaðið - 28.04.1990, Page 10

Morgunblaðið - 28.04.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 Konur koma upp listaverki eftir Gerði í Kópavogi Líkan af brgnslistaverkinu, sem ætlunin er að koma upp í Kópavogi. Á það að standa vestan við nyja listasafiiið. Þegar Gerður Helgadóttir myndhöggvari lést vorið 1975, 47 ára að aldri, stóð eftir í vinnu- stofu hennar í París stórt brons- listaverk, sem henni entist ekki aldur til að ljúka. Þetta verk átti að standa i háskólaborginni Caen í Norður-Frakklandi. Grindin að verkinu var svo flutt til Þýska- lands til vinnslu, þar sem tilboð komu í verkið, en niðurstaðan var sú að flytja það heim til Is- lands, í von um að hægt yrði að ljúka því þar. Nú hefur Kvenfé- lagasamband Kópavogs ráðist í að láta vinna þetta verk, sem verður þriggja metra há kopar- stytta og hefúr þvi verið valinn staður vestanvert við nýja Iista- safiiið. Hafa konurnar myndað listaverkasjóð KSK, opnað gíró- reikning (396400) fyrir þá sem vilja koma framlagi til hans og eru að hefja skipulega fjársöfn- un. Vonast þær til að verða vel tekið þegar þær koma í hús í Kópavogi. Gerði Helgadóttur var það mikið áhugamál að þessi bronsstytta fyndi leið til íslands, þegar hún sá fram á að hún gæti ekki lokið henni. Hún hafði endurgreitt Gerður Helgadóttir, myndhöggv- ari. franska aðilanum, sem átti að fá hana, efnið. Þetta er kúla, 2,50 m í þvermál og undir er stallur, verk- ið unnið úr bræddum kopar. Hún hafði unnið minni styttu sem fyrir- mynd og gengið frá stækkun. Framkvæmdanefnd Kvenfélaga- sambands Kópavogs hefur leitað samninga við listamenn og fag- menn og hefur Ivar Valgarðsson myndhöggvari tekið að sér verkið, sem gert er ráð fyrir að verði unn- ið næsta sumar. Tildrögin að þessu átaki eru þau, að á 20 ára afmæli Kvenfélagasam- bands Kópavogs vorið 1987 gaf K.K. sambandinu nokkra fjárhæð, sem var fyrsta framlag til að kosta afsteypu af listaverki eftir Gerði Helgadóttur á lóð listasafnsins, sem á að hýsa hið merka safn verka hennar. Árið eftir var skipuð fram- kvæmdanefnd, en hana skipa þijár konur, ein frá hveiju félagi í sam- bandinu, þær Katrín Oddsdóttir frá Freyju, félagi framsóknarkvenna, Valgerður Sigurðardóttir frá Eddu, félagi sjálfstæðiskvenna og Þóra Davíðsdóttir frá Kvenfélagi Kópa- vogs. Var þetta verk valið í sam- ráði við Snorra Helgason, bróður Gerðar, sem hefur sýnt málinu mik- inn velvilja. Hefur Snorri fyrir hönd erfingja sýnt þann höfðingskap að bjóða KSK verkið og efnið endur- gjaldslaust. Og einnig hefur verið haft samráð við arkitekt listasafns- ins Benjamín Magnússon. En þótt KSK eigi nokkurn sjóð til fyrsta undirbúnings, hrekkur hann skammt til að koma verkinu upp. Vonast konurnar til þess að Kópa- vogsbúar sýni sama rausnarskap og oft áður þegar safnað er til fram- kvæmda á því sem horfir til al- mannaheilla eða til fegrunar- og menningarauka. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem konur í Kópavogi 'sýna áhuga og dugnað við að koma verki eftir Gerði Helgadóttur fyrir auglit almennings. A árinu 1963, þegar Kópavogskirkja var í bygg- ingu, gengust þær fyrir söfnun til að fá steinda glugga eftir hana í tvær hliðar kirkjunnar, svo að hægt yrði að ljúka öllum steindu gluggun- um í kirkjuna fyrir vígslu hennar og brugðust Kópavogsbúar þá vel við söfnunarátaki þeirra. Sjá eflaust ekki eftir því er þeir sitja í kirkj- unni. Nú líður að því að verk þessarar mikilhæfu listakonu, Gerðar Helga- dóttur, sem erfingjar hennar gáfu Kópavogsbæ, komist í framtíðar- hús. En listasafnið er í byggingu. Samkvæmt útboði í þriðja áfanga byggingarinnar er gert ráð fyrir að húsið verði fullfrágengið að utan á næsta ári og lóð jöfnuð. Ætti því ekkert að vera til fyrirstöðu að koma myndinni upp næsta haust, segja kvenfélagkonur. Elín Pálmadóttir ■ Framboðslisti Óháðra á Sigluflrði, til bæjarstjórnarkosn- inganna 26. maí, liggur nú fyrir. Listinn skipa eftirtalm 1. Ragnar Ólafsson skipstjóri, 2. Ólafur Mar- teinsson framkvæmdastjóri, 3. Brynja Svavarsdóttir útgáfustjóri, 4. Guðmundur Davíðsson kaup- maður, 5. Björn Valdimarsson verkefnisstjóri, 6. Hörður Júlíus- son bankamaður, 7. Stefán Aðal- steinsson verslunarmaður,_ 8. Jak- ob Kárason rafvirki, 9. Örlygur Kristfinnsson kennari, 10. Stein- unn Jónsdóttir bókari, 11. Friðrik Már Jónsson vélstjóri, 12. Sigurð- ur Ingimarsson útgerðarstjóri, 13. Steinunn Árnadóttir húsmóðir, 14. Sigurður Baldvinsson sjómað- ur, 15. Lilja Eiðsdóttir verkakona,- 16. Ríkeý Sigurbjör'nsdóttir kenn- ari, 17. Þórhallur Jónasson rekstrarstjóri, 18. Jónas Tryggva- son fyrrverandi húsvörður. ■ FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæð- isflokksins í Bolungarvík við sveit- arstjórnarkosningarnar 26. maí nk. var samþykktur í einu hljóði á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Bolungarvik. Listann skipa: 1. Ólafúr Kristjánsson, bæjarstjóri. 2. Anna G. Edvardsdóttir, kenn- ari. 3. Ágúst Oddsson, heilsugæslu- læknir. 4. Þóra Hallsdóttir, skrif- stofumaður. 5. Sölvi Rúnar Sól- bergsson, tæknifræðingur. 6. Hálf- dán Óskarsson, stýrimaður. 7. Jón S. Ásgeirsson, verkstjóri. 8. Gunn- ar Hallsson, verslunarstjóri. 9. Sig- urður Hjartarson, skipstjóri. 10. Jón E. Guðfínnsson, innkaupa- stjóri. 11. Jensina Sævarsdóttir, húsmóðir. 12. Kristján Ágúst Kristjánsson, menntaskólanemi. 13. Björg Guðmundsdóttir, skrif- stofumaður. 14. Einar Jónatans- son, framkvæmdastjóri. 120 fm íbúðir til sölu sem henta vel fyrir eldra fólk Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Skjólgóðar suðursvalir, stórar stofur og þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast tilbúnar og sameign fullfrágengin. íbúðirnar verða til sýnis fullbúnar á næstu dögum. Örn Isebarn, byggingameistari, sími31104. 7 011 Kfl 01 07fl LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmoastjóri ul I wU"t I V I v KRISTINNSIGURJÓNSSOIM,HRL.loggilturfasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma: Endaíbúð við Espigerði 4ra herb. ibúð um 100 fm á efri hæð. Mikil og góð harðviðarinnr. Parket. Stórar sólsvalir. Sérþvottahús. Ágæt sameign. í tvfbýlishúsi í Skerjafirði 2ja herb. ibúð 53,5 fm nettó við Einarsnes lítið niðurgrafin. Endurbygg- ingu ekki lokið. Stór eignarlóð. Laus strax. Húsnæðislán kr. 1,2 millj. Verð aðeins 3,3 millj. Bjóðum ennfremur til sölu við: Stelkshóla 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Ágæt sameign. Útsýnisst. Gautland 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Sérhiti. Stórar sólsvalir. Ounhaga 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Tölvuert endurn. Ágæt sameign. Hringbraut 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Öll ný endurnb. Góð geymsla. Austurbrún 2ja herb. ibúð á 11. hæð 56,3 fm. Lyftuhús. Fráb. útsýni. Dvergabakka 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Öll eins og ný. Laus strax. Sporhamra 3ja og 4ra herb. glæsilegar íbúöir í smíðum. Sérþvh. Bílsk. • • • Opiðídagkl. 10-16. Ágæt einbýlis- og raðhús til sölu fborginni og nágrenni. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 535. þáttur Atviksorð heitir á latínu ad- verbium, en verbum á latínu er sögn. Latneska nafngiftin er engin tilviljun, því að atviksorðin standa tíðum með sögnum til þess að tákna hvar, hvenær og hvemig eitthvað gefist. Þau geta þá verið staðaratviksorð (hér, þarna), tíðaratviksorð (seint, snemma) eða háttarat- viksorð (vel, mátulega). Atviksorð geta líka staðið með öðrum orðum en sögnum til þess að tákna á hve háu stigi eitt- hvað er. Þá nefnast þau stigsat- viksorð: Hann varð nyög glað- ur, en hún ákaflega reið. Hins vegar geta mjög, ákaflega og fleiri stigsatviksorð verið háttar- atviksorð: Henni þótti mjög. Hann barðist um ákaflega. Það er nú svo. Miklu skiptir oft í íslensku hvoru megin atviksorð stendur með sögn. Meginreglan er að hafa atviksorðið á eftir: Þetta gerist oft á morgnana. Hann birtist skyndilega. Skilur hér mjög á milli ensku og íslensku, og þarf aðgæslu við að láta ensk- una ekki fipa sig. (This fre- quently happens in the morning. When he suddenly appeared.) Oft má finna andstæðu- tvenndir meðal atviksorða: vel- illa, seint-snemma, og þá ekki síst meðal þess hluta staðarat- viksorða sem réttast væru nefnd stefnuatviksorð: aíitur-fram, upp-niður, út-inn. Stefnuat- viksorðin stýra ekki falli, enda gera fæst atviksorð svo. Þegar við segjum fram dalinn, niður fjallið, út veginn, stýrast þol- föllin ekki af atviksorðinu á und- an. Við gætum sem best tekið þau burt, og þolföllin stæðu eft- ir sem áður: Hann fór dalinn, fjallið, veginn. Þessi þolföll eru aukafallsliðir. Þarna er lifandi komið svonefnt leiðarþolfall (á lat. accusativus viae). Náskylt því er mæliþolfall (accusativus mensurae): Hann stökk Qóra metra. Hann synti fimm ferðir. Það er hins vegar eðli og eftir- læti nokkurra atviksorða að stýra falli, þótt í miklum minni hluta séu, sbr. það sem fyrr sagði. Aldrei stýra atviksorð þó þolfalli. Fáein staðaratviksorð stýra aftur þágufalli: Fjandinn Qarri mér. Hún var nálægt þessu. Þá stýra sum tíðaratviks- orð eignarfalli: Árla morguns, síðla dags. Og enn eru þau at- viksorð sem hefjast á forskeyt- unum jafh- og sam-, og er þeim tamt að stýra þágufalli: Þessi maður var hér samtímis mér, og ekki stóð ég jafnfætis hon- um. ★ Og sagan segir, hann seig í blóð á mistarvegi - en merkið stóð. Og þetta sama skal sérhver gera, ef merkið frama vill maður bera. Ef bila hendur, er bættur galli: ef merkið stendur, þótt maðurinn falli. (Úr þýðingu Matthíasar Joch- umssonar (1835-1920) á kvæð- inu Þórður Fólason eftir Per Sivle (1857-1904).) ★ Ólafur Hauksson í Reykjavík skrifar: „Vegna umræðu um telefax í þáttum þínum langar mig að koma eftirfarandi á framfæri: Ég tel símbréf klaufalegt og óþjált orð yfir telefax. Fleira er sent með telefaxi en bréf. Betra er að tala um mynd- sendi og myndsendingu. Þetta tæki getur sent mynd af hveiju sem er, til dæmis bréfi, skýrslu eða teikningu. Þá mætti kalla númer tækisins í símkerfinu myndsíma, líkt og rætt er um síma og farsíma, þeg- ar átt er við númerið (í hvaða síma ertu?). Með kveðju.“ Umsjónarmaður er ósammála bréfritara og undrast smekk- (leysi) hans, að telja símbréf „klaufalegt og óþjált orð“. ★ Áslákur austan sendir: Mér leiddist í lífvana hokri og lét snemma freistast af pokri, svo ég teygaði af lindum sem töldust með syndum og telst eiga hreppsmet í okri. ★ Emerentíana (Emreciana, Emerentia) er úr latínu, af sögn- inni emereri=verðskulda. Róm- verjar fengu eitt og annað pro meritis=að verðleikum. Emer- entíana er sú sem mikla verð- leika hefur, á gott skilið. Kona með þessu nafni var helg mær og píslarvottur, dáin um 304. Helgisagan af henni segir hana fóstursystur Agnes- ar, og á Emerentíana að hafa verið grýtt til dauðs, þar sem hún baðst fyrir á gröf Ágnesar. Dagur Agnesar var 21. janúar, en Emerentíönu 23. sama mán- aðar. Þetta langa og óþjála latínu- nafn varð um tíma furðu al-_ gengt á íslandi og veit ég ekki hveiju gegnir. Árið 1703 hétu Emerentíana 24 íslenskar kon- ur, þar af 13 í Skaftafellssýslu, flestar þeirra ungar. Nafnið var stundum skrifað og Iíklega sagt Emrisíana. Konum með þessu heiti fækk- aði svo jafnt og þétt, 15 1801, 10 1910, engin skírð svo 1921-50. En a.m.k. ein Emer- entíana er enn á lífi hérlendis, þegar þetta er skrifað, Emerent- íana Kristín Jónsdóttir, f. 23. apríl 1900. Nafn hennar hefur ekki komist heilt til skila í þjóð- skránni, svo að ég hélt um tíma að hið merkingargóða nafn, Emerentíana, væri dautt hér- lendis. ★ Ur prófi. Spurt var um „laus- málsbókmenntir á Lærdóms- öld“. Svar: Jón Vídalín þýddi Heilaga ritningu á íslensku. Heitir hún síðan Jónsbók og hefur náð ótrúlegum vinsældum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.