Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 4
Ára mótaávarp Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta íslands. i Góðir íslendingar! VIÐ HJÖNIN sendum yður , öllum, hverjum og einum og . þjóðinni í heild, beztu kveðj- , ur og árnaðaróskir héðan frá Bessastöðum á þessum fyrsta • mjallhvíta degi hins nýbyrj- . að'a árs. Við þökkum fyrir . gamla árið, sem á svo marg- . an hátt hefur verið okkur á- nægjulegt og þjóðinni heilla- drjúgt. Það er ilmur og bjarmi frá æskudögum yfir i þessari miðsvetrarhátíð, sem - hefst þegar Jesúbarnið liggur nýfætt í jötunni, og lýkur 5 þegar vitringarnir hylla kon- ■- ung hins tilkomandi ríkis. . Sólin fer hækkandi á lofti, og frá þessuni degi teljum vér 1959 ár eftir Kiústs burð. Vér . þökkum hið liðna, en á þess- um degi líturn vér þó meir i fram í tímann, og vonin um , ár og frig g'æðist í brjósti. Miðsvetrarblót eru afiögö . fyrir 959 árum. Vér teljum . ekki, að það þurfi bióð fórn- ' ardýra til að blíðka gooin, a lyfta sólinni á braut sinni og tryggja vetrarafla og vorgróð ur. En fórnin er þar fyrir ekki fallin úr gildi. Kristnir ménn fórna sínu eigin lífi með auðmjúku og þó öruggu , hjarta í samstarfi við hin skapanai öfl, Heitstrengingar i breytast í lofgjörð og bæn, • og drengiiega baráttu fyrir bættum hag og gróandi þjóð- , lííi. Fórn þýðir hjálp, sem beint er að þeim náunga, sern , vér náurn til. Vér höfum öll margs að '< minnast og rnargt að þakka frá liðnu ári, einmuna tíð og árgæzku til lands og sjávar, ■> og þó er jafnan skuggi ein- ; hvers staðar á; að þessu sinni , iandnvrðingurinn á Norðaust , urlandi og stopul síldveiði. ; Það er íslands náttúra, að ár- , ferði er breytilegt eftir lands- hlutum. Sjaldan, ef nokkru sinni, hafa íslendingar haft i betur til hnífs og skeiðar og j -annarar afkomu. en þó eru þar einnig skuggablettir, sem ekki má gleyma. Minnir þetta hvort tvegg’ja á nauðsyn sí- vakandi skilnings og samúð- ar. Samhjálpin, í hvaða mynd sem er, orkar miklu til j öfn- unar. Þrátt fyrir árgæzku eigum vér íslendingar við fjárhags- erfiðleika að stríða, og allir viðurkenna að kosningarétt megi jafna frá því sem nú er. Hvorugt á skylt við árferði, og er þjóðinni í sjálfsvald sett, hvernig' leysist, og þarf þó bæði þekking, vit og góð- an vilja til að vel fari. Um stjórnarskiftin, orsakir og út- iit ræði ég ekki, en öllum er oss skylt að árna ríkisstiórn góðs farnaðar og styðja hana í því, sem þjóðarheill krefur. Stjórnmálaviðureignin er háð í návígi á hösluðum velli að- kallandi viðfangsefna, og ork- ar margt tvímælis meðan yfir stendur. Ég er ekki einn um þá ósk, að stundum ætti að glíma léttar og liðlegar en raun vill á vera. í bænda- giímu margra flokka hafa all- ir starfað einhvern tíma með öllum hinum og skyldu þeir hinir sömu minnast þess, að í framtíðinni mun einnig skipta um glímubræður. Er þá mik- ils um vert að illindi „úldni ekki í hiartanu“, eins og meistari Jón orðar það, og að ekki sé spillt málum fyrir þeim, sem síðar eiga við aö taka. Þjóðareining og lýðræo- isskipulag þolir ekki, að nein- ir séu taldir óalandi og óferj- andi, og óráðandi öllum bjarg ráðum. En sleppum því. Hins vil ég minnast, að um eitt er- um vér íslendingar allir sam- mála, en þaö er nauðsyn þjóð- arinn&r á rúmgóðri landhelgi. Það er lífsskilyrði framtíðar og farsældar, og vor náttúr- legi réttur, sem brýtur hvorki í bág við alþjóðalög né sam- þykktir, sem sett hafa verið. Vér eigum þar nú í harðri og ótrúlegri baráttu, sem ég óska og vona að létti fyrr en varir, ekki eingöngu sjálfra okkar vegna, heldur og engu síður vegna þeirra, sem 'nú traðka á rétti vorum. Að öðru leyti vísa ég til þeirrar ræðu, sem ég hélt við setningu Al- þingis, þess sem enn stendur yfir. Góðir íslendingar! Ég hef þakkað hið liðna ár, en að þessu sinni er sérstök ástæða til að bakka öll hin liðnu ár, síðan við hjónin komum hing að tii Bessastaða. Á síðasta sumri var lokið hringferð okk ar umhverfis landið. Hin íyrsta heimsókn var að Rafns- eyri við Arnarfjörð og hin síða§ta til Bolungarvíkur við ísafjarðardjúp. Þá var hring- urinn læstur. Að vísu munum við gera nágrannakaupstöð- um betri skil, en þar eigum við oft leið um, og þarf engra skýringa. Margt hefur borið fyrir augu, og margt borið á góma í þessum ferðum. Finnst mér nú að ég hafi allt ísland fyrir hugskotssjónum, líkt og horft væri úr háloftum. Náttúra landsins er söm og allar kyn- slóðir hafa haft fyrir augum —- en hitt er nýtt að g'eta nú hsimsótt flesta hina merk- ustu sögustaði, öll helztu hér- uð, skoðað fjöll og fossa, farið um skóga, heiðar og fjalla. skörð á einum fimm árum. Og einna nýstárlegast er þó víð- sýnið úr lofti, hinir mildu lit- ir og hin listilegu mynstur, sem vindur og vatn dregur upp á öræfi og eyðisanda. Fjölbreytt, fögur og sterk er náttúra lands vors, og ólík öllu öðru, sem ég hef séð. Hennar „heimalandsmót ber- um við í hug og hjarta“. Um eitt hefur svipur lands- ins breytzt: vegirnir, brýrnar, ræktunarlönd, skurðgröftur og traust og varanleg bænda- býli. Alls staðar er unnið að ræktun og bygging, og vél- arnar skila margfaldri vinnu á við mannsaílið, sem oft var áður útslitið og ætíð takmark að af lélegum amboðum. Ríð- andi fóik er nú jafn fáséð og bílarnir voru fyrir fjörutíu árum. Leifarnar af því, sem við ólumst upp við fyrir hálfri öld, eru nú tíhdar saman á byggðasöfn. Vöxtur kauptúna og kaup- staða er að sama skapi hvað hið ytra snertir og um alla útgerð. Þangað hefur fólks- fjölgunin safnazt, og á skömm um tíma verður að sjá fyrir miklum félagsþörfum, kirkj- um, samkomuhúsum, sund- laugum og fleiru. Margt er enn ógert, en áfram heldur með ómótstæðilegu afli — og má þó ekki hraðar fara en fjárhagur og vinnuafl leyfir á hverjum tíma. Það er eitt höfuðviðfangsefni .stjórnmál- anna á síðari árum, og mun reynast fullerfitt meðan flokkskapið er ríkara en samvinnulipurðin. En mikill þjóðararfur safnast komandi kynslóðum á þessum árum. Það hafa miklar breytingar og snögglegar orðið á síðustu áratugum. Öll aðbúð batnað um fæði og klæðþ hús og heimili. Vélarnar margfaldað mannsaflið — 0g hafa næst- um útrýmt hestaflinu, þó enn sé það mælikvarðinn. ísland er endurnumið til lands og sjávar, og byrjun stóriðju jnr* ^ Friðurirm § \ endurreisíur. | í! i . NÝR HIMINN — NÝ JÖRÐ ■■ Um ofanritað efni talar O. J. Olsen í Aðvent- m&':' V kirkjunni annað kvöld J m éís-. (surmudaginn 4. jan. * | , 1959) kl. 20:30. Guðmundur Jóns- il mmm son syngur. Allir velkomnir. Alþýðublaðið Vantar ungling til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum : MELUNUM LINDARGÖTU Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. Ásgeir Ás'geirsson, forsetj hafin, í áburði áður og sem« enti á síðasta ári, 0g enn verð* ur haidið áfrarn. í sjálfstjórnar- félags- 0g mannréttindamálum eru stór sigrar unnir. Viðfangsefnia eru gerbreytt. „Ekki lízt méí| á þetta“, sagði gamall þing-< maður við mig fyrir mörgun® árum, „áður ra;ddum við ura frelsi 0g ipannréttindi, en nú er eingöngu talað um kjöt og kaup, brýr 0g vegi“. Breyt- ingin er eðlileg en svo snögg, að vér höfum ekki enn náð föstum tökum á þeim lögmál- um hófs og jafnvægis, sern liggja á bak við ihin miklu af- skipti ríkisvaldsins af ölluni þjóðarbúskap f fjárfesting„ endurgreiðslum, niðurgreiðsl- um, verðlagsákvörðunum o. s. frv. En þetta verður óhjá- kvæmilega að lærast. Full- veldið gerir oss djarfa, en gætni og forsjá þarf jafn- framt í öllum hlutum til að fuliveldið fái staðizt til lang- frama. Vér liíum á erfiðum tím- um, og er það bæði margsagí cg margskýrt á ýmsa vegu. En býsna ósnortið hefur land vort og þjóð verið af þeim hörmungum, sem víða hafa gengið yfir, heimsstyrjöld- um, borgarastyrjöldum, kúg- un, pyntingum og landflótta. Mættum vér fvrir því halda jafnvægi og heilbrigðri hugs- un. Þróun atvinnuveganna hefur verið ótrufiuð, og hin ytri iífskjör eru í bezta lagi. Og þá liggur eitthvað í loft- inu sem truflar. Mér kemur í hug, að það megi líkja heimsástandinu við lífið í Álftaveri, þegar von er á Kötlugosi. Óhemju orka, sem er hvorki góð né vond í sjálfu sér, hefur verið leyst úr læð- ingi, og það er undir mann- legri náttúru, sem getur ver- ið ýmist góð eða ill, komið, hvert þessu ógnarafli er stefnt. Aldrei höfum vér átt meir undir mannlegum þroska, vitsmunúm og dreng- lund þeirra, sem með æðstu völd fara. Vonina höldum vér því eins fast í og nokkru sinni áður, og göngum aS þeim störfum og viðfangsefn- um, sem næst liggja, og' þjóo- in á framtíð sína og farsæld undir. Mér er kunnugt um að þeir fara svo að í Álftaverinu, og leggja ekki árar í bát, þótt þeir eigi blind náttúruöfl yfir höfði sér. Oss ér falinn þessi reitur til umönnunar, sem heitir hinu kalda nafni ísland, sem Wýjar oss þó um hjartarætur, hvenær sem það er nefnt. Nýi tíminn hefur leitt í ljós, að landið er betra og björgu- legra en talið var um langan aldur. Vér höfum og tekið mikinn arf { þjóðlegum verð- mætum, bæði andlegum og stjórnarfarslegum. Kynstofn- inn er kjarngóður. Fr það þá ofætlun, að ís- lendingar geti orðið öndveg- isþjóð um lífskjör, stjórnarfar og alla andlega menningu? Þetta er spurning Fjallkon- unnar til barna sinna. Allt frá tímum Eggerts Óiafsson- ar, er Fjallkonan Madonna íslands, ýmist jarðnesk raóð- ir, „sem á brjóstum borið og blessað hefur mig“, eða Fjalla drottningin með viðkvæmt og varmt hjarta,, þó varirnar fljóti ekki í gælum“. Og með þeim orðum vil ég ljúlia máli mínu, að Fjallkonan hefur ríkulega blessað sín börn, og ætlast til nokkurs af þeim. Að svo mæltu kveð ég með beztu nýársóskum. 3. jan. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.