Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.01.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróWlr Grétar Norðfjörð formaður KÐR AÐALFUNDUR KDR fyrir starfsárið 1958 var haldinn í félagsheimili Vals að Hlíðar- enda 8. febrúar. í stjórn voru kjörnir eftir- taldir rnenn: Einar Hjartarson formaður, Gunnar Aðalsteinsson varafor- maður, Grétar Norðfjörð ritari, Páll Pétursson gjaldk., Bjarni Jensson meðstjórnandi. Vara- stjórn: Helgi H. Helgason, Guð björn Jónsson. Að'alverkefnið, er lá fyrir hinni nýkjörnu stjórn, var að koma dórnarava ndamál inu í sem fastast form, og var þegar hafizt handa um að undirbúa starfið fyrir sumarið. Var með- al annars ákveðið að skipa dóm ai’a á leiki aðeins í mánuð í senn, en ekki yfir allt keppn- istímabilið í einu, eins Og tíðk- azt hefur undanfarin ár. Einn- ig var ákveðið að nota heimild í lögum til handa stjórn KDR aö svipta dómara, er vanræktu starfið, dómaraskírteini sínu um lengri eða skemmri tíma og einnig að notfæra sér KRR í lögum ÍBH um frímiða með að svipta dómara þá, er missa skír tcini sín, einnig frímiðum sín- um. Eins og fyrr segir, var að- alverkefni stjórnar að raða dómurum niður á leiki f hér- aði. Raðað var niður 56 dóm- urum á 232 leiki, auk nokkurra aukaleikja, er fram fóru. Þá störfuðu dómarar félagsins víða um landið á vegum dóm- aranefndar KSÍ. Þá tók stjórn- in upp þá nýbreytni, að einn af meðlimum hemiar, ásamt ein- um dómara, var ætíð til st:aðar á iþróttavellinum, e. h. á laug- ardögum og f. h. á sunnudögum til.að fylgjast með þeim dóm- urum, er áttu að. starfa hverju sinni og dæma fyrir þá, er brugðust. Einnig var tekinn upp fastur þáttur í nokkrum dagblöðum borgarinnar, sem var skrá y'fir þá dómara, er áttu að starfa í hverri viku og annaðist ritari félagsins hann. Viil stjórnin nota tækifærið og þakka íþrótta fréttariturum dagblaðanna fyr ir mjög ánægjulegt samstarf .á árinu. Þá um leið vill stjórnin nota t-ækifærið og þakka stjórn KRR fyrir þá ómetanlegu aðstoð, er hún veitti dómarafélaginu á liðnu starfsári. Hér á eftir fer smáútdráttur úr skýrslu KRR um dómaravandamálið og starfsemi fráfarandi stjórnar KDR: „... niunu störf stjórnár KDR ekki orðlengd hér ... en árangurinn varð næsta ótrúleg- ur. Af 232 leikjum, sem KDR skipaði dómara á, þurfti ekki að fresta einurn einasta vegna þess að dómari hefði brugðizt. Enda þótt mörg verkefni knatt- spyrnudómara séu enn óleyst ■ má telj's. að þessi árangur út af fyrir sig sé svo góður, að oft áður í knattspyrnusögu höfuð- staðarins hafi ekki verið lyft stærra Grettistaki á einu ári. Mættu komandi stjórnir KDR bera gæfu til að viðhalda þeirri braut, sem þessi stjórn hefur r-utt á lið-nu ári. Stjórn KRR vill þakka formanni dómarafélags- ins, Einari Hjartarsyni, og stjórn hans, fyrir ómetanleg störf reykvískri knattspyrnu ti} handa, án þess að nokkurri rýrð sé kastað á aðra dugmikla stjórnarmenn KDR. Vill stjórn ráðsins sérstaklega þakka Grét. ari Norðfjörð fyrir hans fram- lag, en á honum mun að mestu hafa hvílt eftirlit með því að dómarar mættu til leiks. Einnig færir stjórn ráðsins þeim 56 dómurum og línuvörð- um beztu þakkir fyrir þeirra árvekni í starfi og það starf, er þeir unnu fyrir knattspyrnu- mát héraðsins.“ KDR hélt dómaranámskeið á árinu með góðri þátttöku. Kenn ari þess var Hannes Sigurðs- son, en prófnefnd skipuðu eft- irtaldir menn: Guðbjörn Jóns- son formaður, skipaður af dóm aranefnd KSÍ, og þeir Magnús Pétursson og Hannes Sigurðs-, son, skipaðir af stjórn KDR. Á námskeiði þessu voru út- skrifaöir 17 unglingadómarar, en það er í fyrsta sinn er út- skrifast dórnarar undir þessu stigi. ' Einum meðlim félagsins voru veitt iandsdómararéttindi, Grét ari Norðfjörð. Fimmtudaginn 1. desember var aðaifundur félagsins hald- inn fyrir starfsárið 1959. Mikl- ar breytingar urðu á stjórninni, en í hinni nýkjörnu stjórn eiga eftirtaidir menn sæti: Grétar Norðfjöð formaður, Einar Hjartarson varaformað- ur, Baldur Þórðarson ritari, Jón Baldvinsson gjaldkeri, Gunnar Aðalsteinsson með- stjórnandi. Varamenn í stjórn eru: Guð- jón Einarsson og Björn Karls- son. r Arbók íþróífamanna kqmin óf ÁRBÓK íþróttamanna fyrir árin 1955 cg 1958 er nýkomin út. Nokkurt hlé hcfur verið á útkomu bókarinnar, en nú hef- ur verið ákveðið að brúa bilið, þannig að á þessu ári komi út bók fyrir árin 1956—1957 og svo bókin fyrir 1958. v Skilyrði þess, að slíkt tak- ist er undir því kornið, að í- þróttamenn kunni að meta þessa útgáfu og kaupi bókina. í bókinni er yfirlit um eftir- taldar íþróttagreinar: Badmin- ton, eftir Friðrik Sigurbjörns- son, frjálsíþróttir, eftir Brvn- jólf Ingólfsson; Golf eftir Ólaf Gíslason; Glíma eftir Kjartan Bergmann; Handknattleikur eftir Hauk Bjarnason; Hnefa- leikar eftir Þorkel Magnússon; Knattspyrna eftir Sigurgeir Guðmannsson; Körfuknattleik- ur eftir Ásgeir Guðmundsson; Róður eftir Franz E. Siemsen; Skautaíþróttin eftir Jón D. Ár- mannsson: Skíðaíþróttin eftir tlarald Sigurðsson og Einar Kristjánsson og Sund eftir Kagnai' Vigni. Ritstjóri bókarinnar er Kjarl an Bergmann, en útgáfunefnd skipa Þorsteinn Einarsson (form.), Jens Guðbjörnsson og Hermann Guðmundsson. LeiSir allra, sem ætla að kaupa eða selja B í L liggja til okkar B í 1 a saIa n Klapparstíg 37. Sími 19032. Oscar Clausen: Með góðu fólki. Endurminningar. — Prentsiniðjan Oddi. Bók- fellsútgófan 1958. SJÁLFSÆVISÖGUR og end urminningar eru fyrirferða- miklar í íslenzkum bókmennt- um síðustu ára. Þær eru fyrir marga hluti merk sagnaritun. Þær eru margar ríkar af lýs- ingum af samtíðinni og sam- tíðarmönnum, sem hvergi er að fá annars staðar. Einnig geyma þær mikið af aldar- háttalýsingum og ýmiss konar venjum. Þessi kjörsvið endur- minninganna eru auðvitað ékki alltaf sett þeim kjörvið, sem mönnum er lesa þær eru helzt að skapi. En flestar eru þekkar í allri frásögn, svo menn kjósa heldur að lesa þær en margar aðrar bækur. Endurminningar Ciausen eru f.yrir marga hluti nijög eftir- tektarverð bók. Lýsingar hans á fólki samtíðarinnar eru bæði skýraf og þekkar og mikil gleði er að, hvað hann sér gott við hvern mann, sem hann kynn- ist og hefur skipti við. Frásögn hans er öll þrungin svipmiklu lifandi máli, m'áli, sem er tungu tak þess, er segir sögur af kunn áttu og leikni. Bókin öll er mótuð af því fyrst og fremst að höfundur hennar er sögu- maður, er nýtur bess af innri gleði að segja sögur, svo að jafnt lesandinn og áheyrand- inn hrífst og gleðst af frásögn- inni. held, að flestir, sem byrja á bók hans hætti ekki' fyrr en þeir hafi lokið við hana í einni lotu. Mannlífs- og mannlýsingar ' Clausens eru mjög skírar. í kaflanum um Þuríði Kúld tekst honum í mjög skemmti- legri frásögn að lýsa þessari stórbrotnu og gáfuðu konu, svo að hún verður lesandanum ó- gleymanleg. Sögurnar, sem hann segir af henni, eru þrungn ar lýsingum á skapgerð hennar og gáfum. Sarna er að segja í mannh'fslýsingunum í kaflan- um Harðsporar. Mannlýsing- arnar þar eru mjög vel ritaðar og ég held, að Clau.sen lýsi þessu fólki af sérstakri velvild og samúð, sem er alveg einstæð hjá íslenzkum rithöfundi um slíkt fólk. Langskemmtilegasti hluti bókarinnar er Hestarnir og mannfóikið. Þar er hestum lýst af ótrúlegum skiiningi og kunn áttu. Mér finnst að þessi kaíli sé sá langskemmtilegasti, sem ég hef lesið um hestá, að öllu öðrum hestaskrifum ólöstuð- um. Aðaleinkenni hestalý-singa Clausens eru þær, hvað hann lýsir hestum af mikilli góð- vild. Það verða allir hestar vinir hans. Hann sér f hverj- um hesti gullkorn eins og mannfólkinu. Þessi skoðun er mjög að mínu skapi. Ég held, að hestalýsingar Clausens eigi einmitt erindi til æskáfólks nú á dögum, þegar hesturinn er ekki lengur eins nátengdur mannfólkinu í landinu og áður var. Lestur þeirra mun göfga hugsunarhátt þess og víkkai hugarheim þess að miklumj mun. Endurminningar Clau- sens um hestana rnunu ein- hverntíma verða metnar, sem ein merkasta lýsing á íslenzk- um hestum. Eg held, að endurminningar Clausens, Með góðu fólki, sam- eini fleiri kosti heldur en marg ar aðrar endurminningar ís- lenzkar gera. Þær eru ríkar af lýsingum á samtíðinni, merk- um mönnum og atburoum. Leifturmyndir þeirra eru marg ar gerðar af þeirri leikni, að hrifnæmi þeirra og frásagnar- gleði öll er alveg einstæð. Góð- vild hans í garð samferðafólks- ins er alveg sérstök. Hann sér alltaf eitthvað gott í fari hvers og eins. Heiti bókarinnar er því fullkomið sannnefni og smekk- legt í alla staði. Bókfellsútgáían hefur vand- að mjög útgáfu þessarar bókar. Iiún er til fyrirmyndar í hví- eina. Myndir eru margar og vel prentaðar. Frágangur á bandi er bæði smekklegt og mjög listrænt. Með góðu fólki er bók, sem er tákn þess, hvað íslenzk bókagerðarlist er í mik- illi framför. Jón Gíslason. Lýsingar Clausen eru jafn hugþekkar, þegar hann segir frá frændfólki sínu, vinum og venzlafólki eða umkomulausu fólki, sem varð á vegi hans. Lýsingin af æskuheimili hans í Stykkishólmi er gerð af snilld og leikni. Hún er fyrst og fremst mótuð af gleði af því að minnastheimilisforeldranna, þar sem hann mótaðist á ung- lingsárunum. Æskuheimilið hans Clausens er táknrænt, sem heimili efnafólks í hinum ungu þorpum 19. aldarinnar, Kaupmenn á Snæfellsnesi á síðustu öld eru fyrir marga hluti eftirtektarveroir menn. En sérstaklega fyrir það, að þeir voru íslenzkari en margir aðrir innlendir kaupmenn á þeim tíma. Og fyrir hitt, að þeir voru góðgjarnir og hjálp- samir. Ég veitti þessu athygli, þegar ég fyrir fáum árum at- hugaði lífsferil Sigurðar Breið fjörðs á Snæfellsnesi. Þar kem ur greinilega fram, að kaup- menn snæfellskir unnu þjóðleg um fróðleik og skáldskap meira heldur en margir samtíðar- menn þeirra. Þessi arfur varð undirstaða að því, að í Stykk- ishólmi og víðar annars staðar við Breiðafjörð varð til þjóð- leg sagnamenning. Ég held, að sagnaritun Clausens sé grein af þeim meiði. í bókinni Með góðu fólki er margt af athvglisverðum frá- sögnum. Hún er rík af svip- myndum af atburðum og fólki, sem gaman er að fá vitneskju um. Clausen er sérstaklega lag- ið að rita, svo að frásögn ha;is verður mjög myndræn. Frá- sagnargleði hans er svo mikil, að ég held, að sá sé mjög frá- bitinn skemmtilegri frásögn, sem ekki hrífst af frásögnum hans. Mér fannst á stundum við lestur bókar hans eins og cg sæi mynd líða framhjá á tjaldi af atburðunum, sem hann lýsir og löngu eru horfnir. Ég lönó lönó í kvöld klukkan 9. * ÓSKALÖG * ELLY VILIIJÁLMS * KAGNAE BJARNASON og * K.K, sextettinn leikur nýjustu calypsó, rock og dægurlögin. >«? Aðgöngumiðasala frá kl. 4—6. Komið timanlega og tryggið ykkur miða og borð. Alþýðublaðið — 3. jan, 1959 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.