Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 7 Tilraunir með flotvagn í Vík Vík í Mýrdal. NÝLEGA var prófuð ný aðferð við sjósetningu og landtöku smábáta frá hinni hafnlausu strönd í Vík í Mýrdal. Annar hjólabátur Mýrdæl- ings hf. var notaður við að draga flotvagn með trillunni Elínborgu VS-7 á flot. Þegar komið var spölkorn út fyrir brimið var trillunni bakkað úr vagninum og hjólabáturinn dró vagninn í land aftur. Trillan kom að landi með um 600 kg afla og var þá siglt inn í flot- vagninn sem hjólabáturinn dró svo með sér í land. Undanfarið hefur verið róið á hjólabátum eða bílbátum Mýrdæl- ings þegar hefur gefið á sjó en gæftir hafa verið mjög stopular. Afli hefur verið frá nokkur hundruð kílóum upp í tæp tvö tonn í róðri. Sjósetningarvagninn eða flot- vagninn var smíðaður fyrir nokkr- um árum og átti að notast við Dyr- hólaey, en vegna mikillar andstöðu frá Náttúruverndarráði fékkst ekki að ljúka framkvæmdum þar. Hefur sá búnaður og þær fram- kvæmdir sem þar voru unnar verið þar gagnslaust, til leiðinda bæði þeim sem að unnu og á móti börð- ust. Má segja að eina gagnið að fram- kvæmdunum við Dyrhólaey hafi verið vegur sá sem lagður var að Dyrhólaey og lendingarbæturnar austast á eynni. Þó er sá galli á að Náttúruvernd- arráð lokar eynni fyrir allri umferð frá 1. maí til 26. júní. Morgunblaðið/Reynir Ragnarsson Ný aðferð við sjósetningu og landtöku smábáta í Vík. Hjólabátur var notaður við að draga flotvagn með trillunni Elínborgu VS-7. Þarna sérðu Andrés, áhugamann um flug. Hann er frjáls og kann að njóta þess. Andrés er skynsamur maður sem þekkir gullnu tækifærin þegar þau bjóðast. Hann var t.d. fljótur að taka við sér þegar nýir spamaðarmöguleik- ar litu dagsins ljós með tilkomu Kjara- bréfanna. - Hann gerði samning við sjálfan sig-Lífskjarasamning. Andrés átti sér nefnilega draum.. draum um nægan tíma til að sinna áhugamáli sínu, fluginu, áhyggjulaus með traust- an varasjóð í bakhöndinni. í 5 ár hefur hann mánaðarlega lagt fyr- ir upphæð sem nemur 40.000 kr. á núvirði hjá Verðbréfamarkaði Fjár- festingarfélagsins. Á þeim tíma hefur hann sannreynt að öryggi og góðir vextir geta farið saman, því nú á hann þrjár milljónir króna sem veita honum og fjölskyldu hans öryggi og svigrúm til að njóta hluta sem annars væm að- eins til í gömlu draumunum. Helstu hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslandshf.: íslandsbanki hf. Eimskipafélag íslands hf. Lífeyrissjóður verslunarmanna. VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINCARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI10100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.