Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990 Umh verfis vemd afbestatagi eftir Katrínu Fjeldsted Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í heiminum um um- hverfismál. Almenningur er orðinn vel að sér um mengun og umhverf- isspjöll af völdum eitraðra efna og um þá sóun sem á sér stað á auð- lindum jarðar. Borgarstjórn Reykjavíkur undir stjórn sjálfstæðismanna hefur í vaxandi mæli sinnt umhverfismál- um og er nú svo komið að stór- átaki hefur verið hrundið af stað í hreinsun strandlengjunnar, með- ferð sorps og mælingum á loft- mengun. Ég vil gera þessi þrjú stór- mál að umræðuefni hér. Hreinsun strandlengjunnar Hafin er stórsókn í því að hreinsa Ijörur Reykvíkinga. Nú þegar hefur norðurijaran fyrir framan Skúla- götu og inn eftir sundum verið hreinsuð, byggð ný ræsi og þijár dælustöðvar teknar í notkun. Fjaran í Nauthólsvík hefur verið hreinsuð Reykjavíkurmegin víkur- innar og gæti nýst Reykvíkingum nú þegar sem baðstaður ef ekki kæmu til 6 útrásir skólps frá Kópa- vogi norðanmegin frá. Komið hefur fram hjá einu framboðinu til borg- arstjórnar í vor að á stefnuskrá þess sé að gera Nauthólsvík að baðstað og útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga. Nú eru framkvæmdir hafnar við Ægissíðu. Þeim á að ljúka á næsta ári, ræsi verða sameinuð og síðan leidd þvert norður yfir Eiðisgrand- ann og langt út í sjó. Hreinsi- og dælustöðvar eru liður í endanlegum frágangi og að sjálfsögðu verður séð til þess að eiturefnum og hættu- legum efnum öðrum verði fargað á tryggan hátt en þau fari ekki út í skolpræsi hjá fyrirtækjum og í iðn- aði í borginni. Nauðsynlegt er að hafa náið samstarf við slíka aðila og virkt umhverfiseftirlit af hálfu sveitarfélagsins. Meðferð og flokkun sorps Eins og borgarbúar flestir vita hefur borgarstjórn skipulagt gjör- byltingu í meðferð sorps. í stað sorphauga í Gufunesi, sem hætt verður að nota á þessu ári, verður sorpið flokkað og reynt að endur- nýta talsverðan hluta af því. Nú þegar hefur skilagjaid á einnota drykkjarumbúðum orðið til þess að draga úr því magni sorps sem til fellur og brotajárn svo sem bílhræ er ekki lengur heimilt að urða í Gufunesi heldur fer til endur- vinnslu. Talið er að óvenju mikið falli til af sorpi frá einkaheimilum hér á landi miðað við nágrannalöndin. Heimilissorp og iðnaðarsorp mun vera um 220 þúsund tonn á ári. Ársframleiðsla hvers einstaklings í landinu er um 380 kg og þar af er pappír um 135 kg. Vaxandi end- urvinnsla á pappír á sér stað hjá fyrirtækinu Silfurtúni hf. í Garðabæ og hefur fyrirtækið framleitt bæði eggjabakka og þakpappa, og þak- pappaverksmiðjan hf. hefur einnig framleitt þakpappa. Fyrirtækið Serkir hf. á Blönduósi framleiðir pappapoka undir mjöl. Áhugi al- mennings á því að nota fremur vörur úr endurunnum pappír en klórbleiktum „venjulegum" pappír mun skipta sköpum þegar reynt verður að markaðssetja þær, og er ég ekki í nokkrum vafa um að sá áhugi fer vaxandi. Borgin mun verða þátttakandi í slíkri markaðs- könnun ásamt öðrum aðilum sem áhuga hafa haft á endurvinnslu á pappír og væntir mikils af því sam- starfi. Séð verður til þess að taka á móti úrgangspappír frá iðnaði og ýmsum fyrirtækjum beint, svo að pappírinn blotni ekki af öðru sorpi. Ég tel að slíka flokkun sorps eigi Iíka að taka upp í heimahúsum og á þeim svæðum í borginni þar sem gámum á vegum hreinsunardeildar hefur verið komið fyrir verði sér- stakir gámar/ílát fyrir endurvinn- anlegt sorp þar með talinn pappír. Frændur okkar Danir stefna að því að auka endurvinnslu á pappír úr 30% í 50% á næstu 10 árum. Hol- lendingar endui-vinna um 53% af sínum pappír, Frakkar 36% og Katrín Fjeldsted. „Eins og borgarbúar flestir vita hefiir borg- arstjórn skipulagt gjör- byltingu í meðferð sorps. I stað sorphauga í Gufunesi, sem hætt verður að nota á þessu ári, verður sorpið flokk- að og reynt að endur- nýta talsverðan hluta afþví.“ Vestur-Þjóðveijar 41%. Við eigum langt íland en stefnum írétta átt! Reyndar hef ég með tillöguflutn- ingi í borgarstjórn margoft vakið máls á mikilvægi endurvinnslu og flokkun sorps, fyrst á árinu 1987. Á vegum borgarinnar hefur auk gámamóttöku verið staðið að söfn- un á rafhlöðum og er mjög ánægju- legt til þess að vita að fólk aðskilur hin eitruðu „batterí“ samviskusam- lega frá og hefur fyrir því að koma þeim fyrir á móttökustöðum (mat- vöruverslunum, bensínstöðvum o.v.). Margir úrtölumenn héldu að þetta myndi ekki takast en þeir höfðu einfaldlega rangt fyrir sér. Með flokkun sorps á þann hátt sem lýst hefur verið og endur- vinnslu má draga verulega úr því magni sorps sem urða þarf. Rétt er að benda á það, að talsvert af matarúrgangi má nýta í áburðar- framleiðslu heima í görðum fólks í lokuðum kössum úti við og matar- kvörn í eldhúsvaski er einnig afar gagnleg. Aðalatriðið er þó, að það sem urða á rotni og verði að gróður- mold en valdi ekki umhverfisspjöll- um. Sorpböggunarstöð í Gufunesi og urðun í Álftanesi eru þannig mikil framfaraspor og umhverfis- vernd af besta tagi og fullkomlega ástæðulaust að tortryggja það. Þar verða ekki meindýr eða vargfuglar eins og á haugunum, landslag eða útsýni eyðilegst tkki og landið má nýta í framtíðinni eins og menn vita. Loftmengun Þriðja stórátakið í umhverfismál- um í Reykjavík hefur átt sér nokk- urn aðdraganda, en það eru kaup á bifreið sem búin er nákvæmum mælitækjum til þess að mæla ýmiss efni í andrúmsloftinu. Loftmengun í borgum tengist að verulegu leyti útblæstri frá bifreið- um. Hægt er að gera margt til þess að draga úr slíkri mengun, meðal annars að gera kröfur um að bílar séu rétt stilltir, að notað sé blýlaust bensín eingöngu (og þarf þá að flytja til landsins blý- laust bensín með hærri oktantölu). Vera má að setja þurfi (strangar) Þau hrópuðu neyð - en aðhöfðust ekkert eftirÁrna Sigfússon Fátt heyrist markvert frá minni- hlutanum í borgarstjóm um félags- leg verkefni sem unnið er að. Ekki vænti ég þess að þar sé þakkað sem vel hefur tekist. Líklegra er að reynt sé að draga fram neikvæðar hliðar mála með réttu eða röngu. Helst er reynt að gefa í skyn að ekkert sé gert í málefnum aldraðra. En hver er sannleikurinn í málinu? Hann er sá að nú á sér stað þjón- ustubylting fyrir aldraða í Reykjavík. Aldraðir á eigin heimili Borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að gera öldruðum kleift að búa heima eins Iengi og vilji og geta leyfa. Til þess að gera þennan draum að veruleika var hafið samstarf við stéttarfélög og áhugamannasamtök sem hafa viljað hlú að öldruðum. Nú eru á áttunda hundrað sér- hannaðar íbúðir fyrir aldraða byggðar í Reykjavík. Nýtt þjónustunet Borgarbúar hafa séð félags- og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða rísa hveija á fætur annarri. Nú eru þegar komnar 6 slíkar miðstöðvar á.vegum borgarinnar, sem gjarnan hafa tengst uppbyggingu sérhann- aðra íbúða fyrir aldraða á vegum samstarfsaðilanna. Þær eru við Aflagranda, Vesturgötu, Hvassa- leiti, Bólstaðarhlíð, Norðurbrún og Seljahlíð. Þá er hafinn undirbúning- ur að þjónustumiðstöð við Skúla- götu. Einnig er í byggingu þjón- ustusel við Dalbraut og svipuð að- staða er í undirbúningi við Hæða- garð, þar sem samtökin Réttarholt hyggjast reisa íbúðir fyrir aldraða. Þá hefur Félagi eldri borgara verið úthlutað lóð undir íbúðir við Hraun- bæ, þar sem gert er ráð fyrir þjón- ustuaðstöðu. I félags- og þjónustumiðstöðvun- um býðst öldruðum hverfisbúum að sækja fjölbreytilegt félagsstarf alla virka daga. Þar má nefna leirvinnu, taumálun, teikningu, leðurvinnu, bókband, silkimálun og leikfimi. Þá er spilamennskan ekki síður vin- sæl, svo og kórsöngur, leikhúsferð- ir og kvöldvökur, þar sem hver fé- lagsmiðstöð býður fram áhugavert efni. Annar mikilvægur þáttur í starfi félags- og þjónustumiðstöðvanna tengist heimaþjónustunni. Með til- Árni Sigfússon „Borgaryfirvöld hafa lagft áherslu á að gera öldruðum kleift að búa heima eins lengi og vilji og geta leyfa. Til þess að gera þennan draum að veruleika var hafið samstarf við stétt- arfélög og áhuga- mannasamtök sem hafa viljað hlú að öldruðum. Nú eru á áttunda hundrað sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða byggðar í Reykjavík.“ komu þessara bygginga í hverfum borgarinnar, er auðveldara að skipuleggja vandaða heimaþjónustu til aldraðra sem þurfa á henni að halda. Eftir aðstæðum er veitt að- stoð frá viðkomandi þjónustumið- stöð við þrif, innkaup, matseld og persónulega umhirðu. Með skipu- lagningu á þessari þjónustu frá hverfismiðstöðvunum gefst einnig kostur á vönduðu samstarfi við heilsugæslustöðvarnar og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur sem sinna heimahjúkrun. Árangurinn af þessu nýja fyrir- komulagi lætur ekki á sér standa: Öryggi í heimaþjónustu við aldraða hefur aukist til muna, auk þess sem starfsmenn telja starf sitt í heima- þjónustu orðið mun áhugaverðara og ánægjulegra. Leiguíbúðum Qölgar Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði og búa við ótryggar og erfiðar að- stæður á leigumarkaði hefur borgin komið upp liðlega 300 leiguíbúðum sem sérstaklega eru ætlaðar öldruð- um, en auk þess búa fjölmargir aldr- aðir í almennu Ieiguhúsnæði borg- arinnar við fyllsta öryggi, eða í leiguhúsnæði annarra félagasam- taka. Á undanförnum árum hefur borgin keypt íbúðir í nágrenni þjón- ustumiðstöðvanna og leigt síðan þessum hópi aldraðra sem hefur ekki kost á að nýta sér aðrar leiðir í húsnæðismálum. Þá eru í bygg- ingu um 100 íbúðir við Skúlagötu, sem að stórum hluta munu verða boðnar þessum hópi til leigu eða hlutdeildareignar. Hvers vegna liafa hjúkr- unarpláss staðið auð? Þegar hinn aldraði getur ekki lengur búið við öryggi á heimili sínu þarf hann á vistunarúrræðum að halda. Lögum samkvæmt ber ríkinu að fjármagna rekstur hjúkrunar- heimila fyrir aldraða. Borgarbúar eru því komnir undir náð og mis- kunn ríkisstjórnarinnar hvernig gengur með framboð á slíkri þjón- ustu. Hér er sá vandi sem er alvarleg- astur í þjónustu við aldraða í dag. Fjöldi fólks þarf á hjúkrunarvistun að halda en fær ekki. Ríkið hefur jafnan hundsað Reykvíkinga þegar kemur að óskum um aðstöðu fyrir sjúka, aldraða borgarbúa. Því hafa samtök á borð við DAS, GRUND og SKJÓL varðað veginn auk Reykjavíkurborgar í úppbyggingu hjúkrunar- og vistheimila. Nýir umboósmenn Nýir umboðsmenn hafa tekið tíl starfa á eftirtöldum stöðum: Innri-Njarðvík: Elínborg Þorsteinsdóttir, sími 92-13463. Bíldudalur: Guðrún Helga Sigurðardóttir, sími 94-22228. Stokkseyri: Selma Róbertsdóttir, sími 98-31496. Eskifjörður: Bjarney Aðalheiður Pálsdóttir, sími 97-61391. Patreksfjörður: Snorri Gunnlaugsson, sími 94-1373.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.