Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 16
16 ________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1990_ Sorp og skólp í Reykjavík eftir Bryndísi Brandsdóttur Við höfum heyrt í fréttum að undanförnu að fjörurnar okkar séu verri en þekkist erlendis, að hreina loftið okkar sé ekki svo hreint sem við höldum, a.m.k. ekki á höfuð- borgarsvæðinu, og að við höfum níðst á viðkvæmu landi. Til viðbót- ar erum við gráðugri neytendur en flestir. í október síðastliðnum var gerð könnun á vegum gatnamálastjóra á sorpmagni af höfuðborgarsvæð- inu til Gufuneshauga. í framhaldi af því var áætlað sorpmagn til Gufuneshauga 120.000 tonn á ári, þar af er húsasorp 45.000 tonn, um 330 kg á íbúa, en iðnaðarsorp og gámasorp 75.000 tonn. Þetta sorpmagn, tæplega kíló á íbúa á dag, er meira en þekkist annars staðar í Evrópu. Sambærilegar töl- ur yfir húsasorp frá Evrópu fyrir árið 1988 liggja á bilinu frá 206 til 317 kg á íbúa. Við íslendingar erum með gráðugustu neytendum Evrópu og hugsum jafnframt lítið um hverju við hendum í ruslatunn- una okkar og enn minna um hvað verður um sorpið sem frá okkur fer. Athuganir á húsasorpi i ýmsum Evrópulöndum hafa leitt í ljós að uppistaðan í sorpinu er pappír, 20—45%, magnið er breytilegt á milli landa. Ólífrænn úrgangur er 11—28% af sorpinu, lífrænn úr- gangur 15-25%, gler 5-10%, málmar 3—9%, plastvörur 2,5—5% og annað 2—17%. Talið er að endurvinna megi um 80% af húsasorpi, þ.e. pappír, lífrænan úrgang, gler og málma. Lífrænan úrgang má nota í áburð og það gerðum við þar til plastpok- arnir komu til sögunnar. Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að plastpokarnir sem seldir eru í verslunum til styrktar umhverfis- vernd urðu til þess að hætt var að framleiða hérlendis lífrænan áburð úr húsasorpi. Og á sama tíma og Danir settu lög um bann við notkun einnota umbúða, hófum við inn- flutning á slíkum umbúðum í stór- um stíl. Við verðum að gera stór- átak í því að endurskipuleggja neyslu okkar með tilliti til endur- vinnslu og umhverfísverndar. Það er kominn tími til að við gerumst endurnotendur. Við verðum að krefjast betri vörumerkinga og fræðslu um hvaða áhrif innihald vörunnar sem við erum að kaupa getur haft á okkur og lífríkið. Fáar hreinlætisvörur hafa fullnægjandi upplýsingar um efnainnihald, ein- ungis er útlistað á fjálglegan hátt hvað viðkomandi vara er áhrifarík, ekki hvaða áhrif efnin sem hún inniheldur hafa á umhverfið. Ein- nota umbúðir eru dýrar, þrátt fyrir að eyðingarkostnaður sé ekki innif- alinn í verðinu. Það kostar lfka peninga og eftirsjá að taka land undir urðun og réttlátast væri að reikna þennan þátt inní umbúða- kostnaðinn. Boð og bönn duga skammt heldur verðum við öll að haldast í hendur og sína viljann í verki, strax. Endurvinnsla kemur ekki frá yfirvöldum. Við verðum að koma til móts við þau með því að skipu- leggja sjálf, á hveiju heimili, eigin flokkun og endurvinnslu. Síðan er það hlutverk yfirvalda að sjá um umhverfisfræðslu, að leggja til ílát undir flokkað sorp, að sjá um rekst- ur þessara íláta og ábyrgjast að fullt tillit sé tekið til umhverfis- verndar við meðferð sorpsins. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir að sam- þykkt hafi verið á fundi borgar- stjórnar fyrir ári að leita leiða til þess að flokkun sorps geti hafist í heimahúsum hefur lítið gerst. Hver" einstaklingur verður að leggja lóð sitt á vogarskálar umhverfisvernd- ar og þegar til kastanna kemur eru það við, neytendurnir, sem ráðum markaðnum í umbúðaþjóðfélagi nútímans. Við höfuðborgarbúar erum hreykin af Reykjavík og margt er þar gott gert. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu undirbúum nú flokkun og böggun sorps og nýlega var opnuð móttökustöð fyrir um- hverfisspillandi efni á vegum Sorp- eyðingar höfuðborgarsvæðisins á Dalvegi 7 i Kópavogi. Þetta er að- eins fyrsta skrefið en takmarkið eftir Ragnheiði Davíðsdóttur „Passaðu þig á bílunum." Hvaða foreldrar kannast ekki við að hafa látið þessi varnaðarorð falla um leið og þeir kveðja barnið sitt áður en það heldur af stað út í umferð- ina? Hvaða foreldrar kannast kannski ekki við nagandi óvissuna sem fylgir því að heyra hljóðin í vælandi sírenum lögreglu- og sjúkrabíla? „Skyldi barnið MITT hafa orðið fyrir slysi?“ er spurning sem hvarflar að flestum foreldrum sem vita af barninu sínu úti í frum- skógi umferðarinnar. Og víst eru þau mörg reykvísku börnin sem eiga ekki annað athvarf en götuna eftir að skóladegi lýkur; börn fólks sem vinnur myrkranna á milli til þess að hafa ofan í sig og á. Það er ógnvekjandi staðreynd að á íslandi er slysatíðni meðal barna lang hæst ef miðað er við hin Norð- urlöndin. Ástæðan er augljós. Is- lensk börn búa ekki við sama fé- er, að flokka sorp, endurnýta, og halda urðun í lágmarki. Við Reykvíkingar vorum nú líka stolt af borginni okkar þegar við héldum leiðtogafundinn í Höfða, eins og frægt er orðið. Þar blöstu þeir Reagan og Gorbatsjov við al- heimi, með útsýni yfir Sætúnið og útá Faxaflóa. Fegin var ég að myndavélum alheimspressunnar var ekki beint að fjörunni við Sætúnið, ég skammast mín nóg fyrir holræsin okkar samt. Opin holræsi þar sem allt íbúðaskólp og annað frárennsli rennur óhreinsað í sjóinn er það sem blasir við okkur á fjörukambinum í byggð hérlend- is. Við, sem dásömum og gerum út á náttúrufegurð landsins okkar, lítum enn á fjöruna sem losunar- stað úrgangs og hvergi á landinu veit ég til þess að ákvæði 4.5.1. í nýrri Mengunarvarnareglugerð standist. Samkvæmt þessu ákvæði ber að leiða allt skólp sem berst til sjávar minnst 5 metra niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð, eða 20 metra út frá meðalstór- straumsfjörumörkum. í Reykjavík er nú loksins unnið að því í áföngum að hreinsa strand- lengjuna og dæla jireinsuðu skólpi út í hafstrauma. Á síðasta ári var lokið við að samtengja útfallsrásir á strandlengjunni frá Skúlagötu að Laugamesi. í dag er frárennsli af þessu svæði dælt niður fyrir stór- lagslega öryggið og jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum: Börn sem njóta samfellds skóladags og hafa öruggt dagvistarrými lenda síður í slysi en þau sem ganga eftirlitslaust dag- langt. Þau eru ótrúlega mörg börn- in sem þurfa að hafa ofan af fyrir sér eftir að skóla lýkur á daginn og þar til foreldrar koma heim frá vinnu. Þessi börn hafa verið kölluð „lyklabörn“ og það ekki að ástæðu- lausu. Þessu kynntist sú sem þetta ritar þegar hún starfaði sem lög- reglumaður í Slysarannsóknardeild Iögreglunnar í Reykjavík. Þá var ekki óalgengt að ekki næðist sam- band við foreldra þeirra barna sem lentu í umferðarslysi vegna þess að þeir voru ekki heima. Með hliðsjón af þessu má sjá að borgaryfirvöld hafa gjörsamlega brugðist skyldu sinni hvað varðar öryggi barna í Reykjavík. Um það vitnar geysileg þörf á auknu dag- vistarrými og sú staðreynd að óvíða er skóladagur grunnskólabarna samfelldur. Þetta hefur í för með sér að í stað þess að börnin séu í öruggu og þroskandi skjóli undir eftirliti — ganga þau um göturnar að mestu eftirlitslaus vegna þess að aðrar úrlausnir eru ekki til stað- ar. Sama virðingarleysið virðist ráða ríkjum-þegar litið er til skipulags gatnakerfis í íbúðahverfum borgar- innar. Tölulegar staðreyndir sýna að umferðarslysum á gangandi veg- farendum hefur fækkað til muna þar sem settar hafa verið niður hraðahindranir. Engu að síður hef- ur núverandi meirihluti Umferðar- nefndar Reykjavíkur ekki séð ástæðu til þess að leggja áherslu á hraðahindrandi aðgerðir í íbúða- hverfum þrátt fyrir aukinn þrýsting frá íbúa- og foreldrasamtökum í hinum einstöku hverfum. Það er einnig ámælisvert að þær hraða- hindranir (öldur) sem settar hafa verið niður á síðasta kjörtímabili eru mun lægri en áður tíðkaðist. Þar af leiðir að ökumenn þurfa Bryndís Brandsdóttir „Vinsamlegast hugsaðu til framtíðarinnar, þannig að þér megi veitast sú gæfa að skila landinu til aflkomenda þinna í betra ásigkomu- lagi en þú tókst við því.“ ekki að draga eins mikið úr hraða og nauðsynlegt er í íbúðahverfum þar sem gangandi vegfarendur eru mikið á ferð. Það læðist því að manni sá grunur að „bílisminn“ sé rétthærri en hinn almenni gangandi vegfarandi þegar tekið er mið af ákvörðunum Umferðarnefndar Reykjavíkur í þessum efnum. Á undanförnum árum hefur Umferðardeild gatnamálastjórans í Reykjavík gert könnun á svokölluð- um „svartblettum" umferðarinnar, þ.e. þeim stöðum þar sem gera þarf tafarlausar úrbætur til varnar umferðarslysum. Núverandi meiri- hluti borgarstjórnar sá ekki ástæðu til þess að veija nema 4-5 milljónum til þessa verkefnis á sama tíma og sýnt var að til þess að útrýma þess- um hættulegu stöðum þyrfti um 30 milljónir. Þessar 4-5 mQljónir duga ekki nema rétt til þess að sýnast og á meðan ijölgar fórnarlömbum umferðarslysanna jafnt og þétt. Þetta er ótrúleg skammsýni og jafn- framt virðingarleysi fyrir lífi og lim- um Reykvíkinga. Þó aldrei sé hægt að meta líf og limi einstaklings til fjár má geta þess að heilbrigðisyfir- völd hafa metið eitt alvarlegt slys sem hefur í för með sér varanleg örkuml á 45 milljónir króna. Hér er að sjálfsögðu átt við samfélags- legan kostnað við slíkt slys. Það er því augljóst að með því að út- rýma svokölluðum „svartblettum" umferðarinnar sparast árlega um- talsverðar upphæðir svo ekki sé talað um þá mannlegu harmleiki sem fylgja umferðarslysum. Þann 26. maí nk. gefst Reyk- víkingum kostur á að hafa áhrif á þessi mál með því að veita því fólki brautargengi sem vilþ EKKI við- halda þessu ástandi. í stefnuskrá Nýs vettvangs er m.a. lögð áhersla á samfelldan skóladag fyrir öll grunnskólabörn og að nægilegt dagvistarrými sé fyrir öll börn en ekki eingöngu forgangshópa. Við leggjum líka áherslu á aukið um- ferðaröryggi og að fjármunum borgarinnar verði varið til þess að straumsfjöruborð. í vetur hófust framkvæmdir við safnlögin með- fram Ægisíðu. Þessar framkvæmd- ir eru liður í uppbyggingu nýs frá- veitukerfis, þar sem allt skólp Reykjavíkur verður leitt í þrjár hreinsistöðvar, og því síðan dælt 2—3,5 kílómetra útí hafið. Ráðgert er að dæla skólpinu út frá Eiðis- granda, úr Laugarnesi og frá norð- anverðu Geldinganesi. Heildar- kostnaður framkvæmda við Eiðis- granda og Ægisíðu er áætlaður 1.220 milljónir og gert er ráð fyrir að framkvæmdum þar verði lokið 1998. Jafnhliða er unnið að upp- byggingu Sætúnsræsis, Elliðavogs- ræsis og Grafarvogsræsis. í dag fer allt skólp frá Grafarvogshverfi útí Grafarvoginn á móts við Hest- hamra. Við Kvennalistakonur vilj- um hraða framkvæmdum við hreinsun strandlengju Reykjavíkur. Við viljum gera fjörur Reykjavíkur að útivistarsvæði. Við viljum sjá börn að leik í fjörunni. Endurvinnsla og umhverfisvernd eru málefni sem við Kvennalista- konur höfum sett í öndvegi. Við viljum endurnota hluti eins oft og mögulegt er. Við viljum fullnýta allt hráefni ásamt úrgangi og við viljum endurvinnslu, ekki bara í orði, heldur á borði, með þinni hjálp. Vinsamlegast hugsaðu til framtíðarinnar, þannig að þér megi veitast sú gæfa að skila landinu til afkomenda þinna í betra ásigkomu- lagi en þú tókst við því. Höfundur erjarðeðlisfræðingur og kvennalistakona. Ragnheiður Davíðsdóttir „Við leg-gjum líka áherslu á aukið um- ferðaröryggi og að fjár- munum borgarinnar verði varið til þess að útrýma „svartblettun- um“ í umferðinni.“ útrýma „svartblettunum" í umferð- inni. Nýr vettvangur hefur einnig sérstaklega á stefnuskrá sinni að auka öryggi barna, fatlaðra og eldra fólks jafnframt því sem for- varnarstarf verði stórlega aukið frá því sem nú er. Og síðast en ekki síst; við viljum virkja hinn almenna borgara þegar teknar eru ákvarðan- ir sem varða velferð hans. Við skulum vera minnug þess að umferðarmál snerta okkur öll — hvar sem við stöndum.í þjóðfélags- stiganum. Þið, sem enn eruð ekki orðnir foreldrar, hafið líka hags- muna að gæta því innan tíðar þurf- ið þið sjálf á félagslegri þjónustu að halda til verndar börnum ykkar — því hver vill upplifa þá skelfilegu lífsreynslu að lenda í eða verða þátttakandi í hörmungum umferð- arslysanna? Svarið er einfalt; það vill enginn. Þess vegna skulum við sameinast um að breyta Reykjavík í örugga og manneskjulega borg — okkar allra vegna. Höfundur er formaður Nýs vettvangs. Treystum þeim ekki eftir Sigurð Þ. Snorrason í sjónvarpsþætti á Stöð 2, fimmtudaginn 26. apríl, þar sem fram komu oddvitar þeirra lista sem bjóða fram í væntanlegum borgar- stjórnarkosningum, lét efsti maður Nýs vettvangs, Ólína Þorvarðar- dóttir, þau orð falla að Græningjum hefði verið boðin þátttaka í Nýjum vettvangi. Þykir okkur miður að Ólína skuli þannig hefja stjórnmála- feril sinn með ósannindum, því að okkur barst ekkert formlegt boð um slíkt. Að því að okkur er best kunnugt var, auk Alþýðuflokksins, aðeins Kvennalista, Framsóknar- flokki, Alþýðubandalagi og Borg- araflokki formlega boðin þátttaka. Viljum við ennfremur að það komi skýrt fram að slíkt hefði ekki komið til greina. Að framboði Nýs vettvangs standa flokkar sem við treystum síst betur en Sjálfstæðis- flokknum, m.a. að miklum hluta flokkar og einstaklingar sem til- heyra ríkisstjórnarflokkunum. Við treystum þeim ekki af því að þeir segjast allir vera umhverfisverndar- sinnar og umhverfisverndarflokkar en reynslan hefur kennt okkur að þeir eru það aðeins þegar það kost- ar ekki neitt, rekst ekki á við hags- muni þeirra og eftir að þeir hafa sinnt gæluverkefnum þeim er þeir setja í forgang. Höfundur er umboðsmaður Græns framboðs. Svartblettir í um- ferðaröryggismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.