Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 L HVERSVEGNA NÝJAN VETTVANG eftir Ólínu Þorvarðardóttur Hefðin er eitt máttugasta hug- tak mannkynssögunnar. Hefðin er nokkuð sem menn líta til, einkum þegar nýir straumar vaxa þeim í augum, og þeir missa áttir eitt augnablik. Þá er alltaf gott hald- reipi að vísa til hefðar: „Svona hefur þetta alltaf verið og þannig á það að vera,“ segja menn oft í vandræðum sínum þegar hugsunin megnar ekki að fanga nýstárlegt viðfangsefni. Við þekkjum þetta öll — og síst hvarflar að mér að vanmeta mátt hefðarinnar. Hún er jú, þrátt fyrir allt, ágætis viðmið þegar ekki er við annað að styðjast — þegar þekking og viska draga okkur ekki lengra. En hugsum okkur hvemig komið væri fyrir allri framþróun, allri nýsköpun og breytni ef við rifum okkur aldrei út úr viðjum hefðarinnar? Ég er hrædd um að þá væri fátæklejft um að litast í stjómmálum, atvinnulífi, tækni, listum og menningu, svo eitthvað sé nefnt. Einu sinni verður allt fyrst, seg- ir gamla fólkið gjarnan og í þvi er fólginn sá sannleikur að frum- kvæði er grundvallarforsenda fyrir allri þróun. Ef menn vilja hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi, breyta einhveiju ástandi til betri vegar, þá er nauðsynlegt að taka frumkvæði. Hefðin dregur okkur harla skammt í slíkum tilfellum, nema þá til þess að læra af henni. Slíkt frumkvæði hefur nú loks verið tekið fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar í landinu, þar sem fólk úr ólíkum flokkum hefur sameinast um það að láta til sín taka og hafa áhrif í sinni heima- byggð. Hér í Reykjavik, stærsta sveitarfélagi landsins, hefur mynd- ast breiðfylking óháðra kjósenda, úr ýmsum flokkum og utan flokka, sem á það sameiginlegt að vilja breyta stjórnarháttum og for- gangsröðun verkefna í Reykjavík. Þetta er fólk sem þekkir langan vinnudag — þekkir og veit hversu erfitt er að fóta sig á húsnæðis- markaðnum og hvers það krefst af vinnutíma og þreki einstaklings- ins að koma sér upp þaki yfir höf- uðið. Þetta fólk finnur þá knýjandi þörf sem nú hefur skapast fyrir aukna uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Finnur og skilur að tímarnir eru að breytast; fólk þarf að eiga valkosti í húsnæðismálum, eiga möguleika á kaupleigu- og búseturéttaríbúðum. Á meðan greiðslubyrðin er að sliga húsnæðiskaupendur og leigj- endur er lítil von til þess að ijöl- skyldan eigi þess nokkurn kost að sinna grunnþörfum sínum. Á með- an foreldrarnir streða við að afla sér og börnum sínum lífsbjargar eru engin raunhæf úrræði í dag- vistun barna. Börn á aldrinum 6-12 ára eiga ekki í nein hús að venda eftir að 3-6 klukkustunda skólatíma lýkur. Til allrar óham- ingju virðist draumurinn um ein- setinn skóla enn eiga langt í land ekki síst vegna afstöðu sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Þeir hafa ekki hikað við að fella tillögur annarra borgarfulltrúa um fjár- veitingar til þess að auka húsnæði og bæta aðstöðu í skólum borgar- innar sem er forsenda þess að ein- setinn skóli geti orðið að veruleika. Aðbúnaður og þjónusta við aldr- aða er smánarblettur á starfi nú- verandi borgarstjórnarmeirihluta. Það vita þeir sem til þekkja að víða í borginni þarf gamalt og las- burða fólk að dvelja umhirðulaust í eigin húsnæði vegna þess að framboð á hjúkrunarrými og þjón- ustuíbúðum annar engan veginn eftirspurn. Þessu vill Nýr vettvangur breyta. Við viljum að þegnar þessa byggðarlags geti lifað og starfað með eðlilegum hætti, öruggir og áhyggjulausir að svo miklu leyti sem ytra umhverfi og aðbúnaður getur tryggt þá vellíðan. Við viljum eyða öryggisleysinu og vondeyfð- inni sem greinilega hefur gripið marga íbúa borgarinnar. Tryggja hér öflugar almannavamir, útrýma efnaverksmiðjum og eiturefna- geymslum úr landi borgarinnar en snúa okkur þess í stað að því að fegra og bæta umhverfið og um leið mannlífið. Allt eru þetta liðir í því að draga úr streitu og auka lífsgleði og fyr- ir því mun Nýr vettvangur beita sér af alefli. Til þess að svo megi verða þarf að innleiða nýja stjórn- arhætti og taka upp aðrar áherslur þegar lífsgæðunum er úthlutað! Það þarf að láta ferska vinda blása um kerfið, tryggja almenningi þá nútímaþjónustu sem samræmist þörfum nútímafólks. Til þess þarf nýtt afl. Nýr vettvangur er þetta afl. Hann er samfylking fólks sem setur lýðræðisleg vinnubrögð ofar flokksræðinu, setur fagleg sjónar- mið ofar þröngri hagsmunapólitík. Þessa dagana heyrum við of oft vitnað í ákveðna stjórnmálamenn sem ásaka flokksbræður sína fyrir að hafna hagsmunum eigin flokka. Menn gleyma því að hagsmunir flokka eru ekki endilega hagsmun- ir fólksins. Það hefur reynslan bæði sýnt og sannað. Nýr vett- Ólína Þorvarðardóttir „Þessu skulum við velta fyrir okkur af fullri al- vöru áður en við göngum að kjörborði þann 26. maí. Viljum við óbreytt ástand og það öryggisleysi sem hrjáir okkur íbúa Reykjavíkur á velflestum sviðum? Eða viljum við sjálf hafa áhrif á lífsafkomu okk- ar og aðbúnað?“ vangur vill hefja stjórnmálaum- ræðuna upp yfir þetta svið — beina athyglinni frá flokkshagsmunum að hinum eiginlegu hagsmunum sem skipta meginþorra Reyk- víkinga mestu máli. Nefnilega því, hvernig farið er með þá fjármuni j sem við höfum safnað í sameigin- lega sjóði. Hveijir njóta veislufang- anna og hveijir hirða molana eða | sitja hjá? Þessu skulum við velta fyrir okkur af fullri alvöru áður en við | göngum að kjörborði þann 26. maí. Viljum við óbreytt ástand og það öryggisleysi sem hijáir okkur íbúa Reykjavíkur á velflestum svið- um? Eða viljum við sjálf hafa áhrif á lífsafkomu okkar og aðbúnað? Það er ábyrgðarhluti að sitja með hendur í skauti og sjá hveiju fram vindur því ekkert gerist af sjálfu sér — hefðin hjálpar okkur ekki núna þegar breytinga er þörf. Sundrað atkvæðamagn gerir ekki annað en að ónýta óskir fjölda ein- staklinga og skilar okkur því ekk- ert áleiðis. Sameining og samvinna er eina leiðin til þess að knýja fram breyt- ^ ingar. H-listi Nýs vettvangs er því eini raunhæfi valkosturinn sem getur leitt til breyttra stjórnarhátta ) í Reykjavík. Hann er „hitt fram- boðið“ fyrir þessar borgarstjórnar- kosningar og hans vegna höldum j við H-tíð í vor! Höíimdur skipar 1. sætiá tramboðslista Nýs vettvangs í Reykjavík. * Islenskir dagar: Á heimavelli eftirJón Ásbergsson Vorið 1985 var að undirlagi Hagkáups skipulögð yfirgripsmikil kynning á íslenzkum neyzluvörum og fatnaði í verzlunum fyrirtækis- ins. Var íslenzkum neytendum þá í fyrsta sinn á markvissan hátt gerð grein fyrir því mikla vöruúr- vali sem íslenzk iðnfyrirtæki bjóða á þessu sviði. Kjörorð kynningar- innar var: „Hagkaup á heimavelli — íslenzkir dagar“. Þótti hún tak- ast í alla staði vel og vakti verð- skuldaða athygli. Um þessar mundir leggur Hag- kaup í fylgd íslenzkra iðnrekenda enn upp með kynningu á íslenzkum neyzluvarningi. Markmiðið er það sama og fyrr: að treysta tengsl íslenzkra neytenda við innlenda framleiðslu, örva skilning almenn- ings á fjölbreytni þess sem hér er framleitt og um leið efla vitund manna um gildi íslenzks iðnaðar. Kjörorð kynningarinnar er einnig óbreytt — Hagkaup er enn á heimavelli. Jón Ásbergsson Iðnaður og íslenskir dagar Svar við opnu bréfi Sigrúnar Magnúsdóttur, kaupmanns frá Ólafi Davíðssyni í Morgunblaðinu 8. maí si. birtist opið bréf Sigrúnar Magnúsdóttur, kaupmanns, þar sem hún gerir at- hugasemd við kynningu á íslensk- um iðnvörum í verslunum Hag- kaups 10. til 19. þessa mánaðar, þar sem sjötíu íslensk iðnfyrirtæki eru þátttakendur. Þessir íslensku dagar eru aðeins einn liður í um- fangsmikilli langtíma kynningar- herferð Félags íslenskra iðnrekenda sem hófst fyrir tveimur árum til þess að hvetja neytendur til þess að „velja íslenskt" í harðri sam- keppni við innfluttan iðnvarning. „Veljum íslenskt“-átakið hefur birst í ýmsum myndum og má þar nefna sjónvarpsauglýsingar, út- gáfustarfsemi, vörukynningar í verslunum um allt land og fjölmiðla- umfjöllun, auk þess hafa þjóðkunn- ir einstaklingar lagt málinu lið með því að skora á samlanda sína að velja íslenska framleiðslu og fleira mætti nefna. Undanfarin tvö ár hefur FÍI átt mjög gott samstarf við kaupmenn, kaupfélög og stór- verslanir í þessum efnum, enda er hér um hagsmunamál beggja að ræða og vonandi heldur samvinnan áfram. Félag íslenskra iðnrekenda hóf þessar sameiginlegu vörukynningar á matvælasýningu í maí 1989 und- ir kjörorðinu „Veljum íslenskt". í kjölfar hennar héldu vörukynningar áfram í samvinnu við fjölda versl- ana á landsvísu undir kjörorðinu „íslenskir dagar“. Þessir „íslensku dagar“ hófust formlega í ágúst í fyrra í vershmum Miklagarðs og Kaupstaðar. I október fór kynning- in fram í öllum verslunum Kaupfé- lags Eyfirðinga á Norðurlandi og um svipað leyti tóku allar matvöru- verslanir Vestmannaeyja þátt í þessu kynningarátaki, svo dæmi séu nefnd. I fyrrahaust færðist vörukynning FÍI yfir á byggingavörumarkaðinn og var t.d. haldin vörukynning í verslunum BYKO og Byggt og búið á höfuðborgarsvæðinu. Nú er röðin komin að samvinnu við Hagkaup um „íslenska daga“ 10. til 19. maí og er sú kynning alls ekki einangr- að fyrirbrigði. Hér verður ekki num- ið staðar og áfram verður haldið með kynningarstarfið í haust og vetur. Einn liður í kynningarstarfi Félags íslenskra iðnrekenda sem hefur verið í undirbúningi undan- farið er samvinna við Kaupmanna- samtökin og mun afrakstur hennar líta dagsins ljós nú í haust. FÍI, starfsmenn í íslenskurn iðn- aði, verslunarfólk, þjóðkunnir ein- staklingar, talsmenn ýmissa hags- munahópa og almenningur hefur tekið þessari starfsemi mjög vel og hefur árangur skilað sér til lands- manna allra. íslenskir dagar tryggja íslenska framleiðslu, at- vinnu og afkomu. Þeir sem hafa Ólafur Davíðsson. komið nálægt þessum kynningum skipta nú þúsundum um allt land, íslenskra iðnrekenda þakkar öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn í þessu mikilvæga kynningarstarfi. Geta má þess að forseti íslands heimsótti „íslenska daga“ í Mikla- garði við Sund í fyrra og hefur sýnt þessu kynningarstarfi mikinn áhuga. Höfundur cr framk væmdastjóri FÍI. Fyrir 5 árum vai' veruleg þörf á að kynna almenningi getu islenzks neyzluvöruiðnaðar. Þá þegar átti stór hluti iðnfyrirtækj- anna í mikilli samkeppni við inn- fluttar vörur og mörg fyrirtækin áttu í vök að veijast. Reynsla lið- inna ára hefur sýnt að vel rekin fyrirtæki, sem vanda framleiðslu sína og sinna markaðsmálum af gaumgæfni geta framleitt hér vör- ur, sem gefa erlendum vörum ekk- ert eftir hvað varðar verð og gæði. Samkeppnin utanlands frá hefur stælt menn og örvað til dáða og þannig leitt fram á markaðinn ýmsar nýjungar sem íslenzkir neytendur hafa kunnað vel að meta. En nú hefur þörfin á öflugri og stöðugri markaðskynningu breytzt í nauðsyn. Ljóst er að aukin efna- hagssamvinna Evrópulanda mun á komandi árum valda hér aukinni samkeppni hjá þeim iðnfyrirtækj- um sem notið hafa skjóls af tak- mörkunum á viðskiptum með land- búnaðarafurðir og úrvinnsluvörur hans. Þessi fyrirtæki þurfa tíma til að aðlaga sig að breyttu starfs- umhverfi, en því fyrr sem menn skynja hvað framtíðin ber í skauti sér, þeim mun meiri líkur eru á því að íslenzka framleiðslan beri hærri hlut í keppninni um hug og vilja neytendanna. Á síðastliðnu ári keyptu íslend- ingar neyzluvörur fyrir 35 millj- arða króna. Hlutur innlendrar matvöruframleiðslu þar af reyndist vera um 20 milljarðar króna. Það gefur því augaleið hvílíkir hags- munir eru í húfi fyrir íslenzka þjóð að innlend matvælaframleiðsla þróist þannig að hún standi er- „Samkeppnin utan- lands frá hefúr stælt menn og örvað til dáða og þannig leitt fram á markaðinn ýmsar nýj- ungar sem íslenzkir neytendur hafa kunnað vel að meta.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Ilagkaups. lendri vöru fyllilega á sporði. Þar er ekki eingöngu um að ræða af- komu þess fólks sem í atvinnu- . greininni starfar heldur hefur inn- * lend verðmætasköpun ekki síður áhrif á jafnvægið í viðskiptum . landsins við útlönd. Með vörukynn- ‘ ingunni „Hagkaup á heimavelli — íslenzkir dagar“ vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum til.að styrkja íslenzkar vörur í harðnandi sam- keppni á þeirra eigin heimavelli. Hvetjum við íslenzka neytendur til að líta við í verzlunum Hagkaups og kynna sér íslenzkar gæðavörur. ■ TÓNLEIKAR verða haldnir í Tónlistarskóla Kópavogs, Hamraborg 11 á morgun, föstu- daginn 11. maí kl. 18, á afmælis- degi Kópavogskaupstaðar. ís- lensk verk verða eingöngu á efnis- » skránni. ■ DJASSTÓNLEIKAR verða í j Gallerí Borg sunnudaginn 13. maí og hefjast þeir kl. 16. A tónleikun- j um leikur Tríó Guðmundar Ing- | ólfssonar. Guðmundur leikur á píanó og með honum Guðmundur Steingrímsson á trommur og Þórður Högnason á bassa. Tón- leikarnir eru liður* í Norrænum útvarpsdögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.