Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 Sjónleikur í fjórum þáttum eftir Guðrúnu Sverrisdóttur 1. þáttur — Fög-ur fyrirheit Mörg gildran er lögð fyrir okkur sakleysingjana á lífsbrautinni, sér- staklega þegar líður að kosning- um. Sama hvaða landsins kosning- ar er um að ræða. Stjómmála- mennimir verða skyndilega eins og siðlátar meyjar umvafðir skikkju hreinleikans. Rykið er dustað af gömlu .jómfrúarræðun- um“. Hugsjónin um ísland ásamt gögnum þess og gæðum, mönnum og dýmm, endurfæðist í pólitískri ásjónu þeirra. Barnstrúin heldur innreið sína á ný. Gömlu efndirn- ar, sem gleymdust eftir síðustu kosningar, fá nýja andlitslyftingu. Langtíma- og skammtímaminnið blossar upp að nýju. Heilabúin verða allt í einu fullvirk og það er í rauninni ekkert nógu gott fyrir sakleysingjana í þjóðarbúinu. Embættishrokanum er pakkað niður og þeir verða svo innilega alþýðlegir í framan. Andlitin fá uppljómun kærleikans við háa sem lága, feita og mjóa, stutta og langa, unga sem aldna. Þessi fögru fyrirheit gefa vonir „um betri tíð með blóm í haga“. 2. þáttur — Kosningakveisur Þeir voru sem sagt að búa sig undir að kveðja sinn gamla vinnu- stað — í bili. Þetta var hin mesta vitleysa að eiga þessar kosningar alltaf yfir höfði sér. Þeir vissu, sem var, að þeir komu flestir, ef ekki allir til baka. í mesta lagi eitt og eitt nýtt andlit og smávægileg stólaskipti innbyrðis, sem skipti ekki máli. Tímasóun og truflun sögðu sumir. Aðrir sögðu að í þess- um tilvikum yrði að fara að lögum, til að halda sauðsvörtum almúgan- um góðum. Auðvitað lýðræðisleg- ar kosningar. „Það sagði mér maður út í bæ, að þangað leitaði klárinn sem hann væri kvaldast- ur,“ sagði einn hughreystandi. Þetta var brúnaþungur framsókn- armaður, stólgróinn af langvar- andi setu, sem vissi sínu viti. Hann leit pólitískum ástaraugum á ljós- hærðan „vanda-banda“ mann, sem svaraði að bragði: „S-k-o, ég gef engar yfirlýsingar, hér og nú, hveijir verða með mér í næstu stjóm, en vita skaltu: Þótt ailt sé vænt sem vel er grænt væntir hafðu engar, karlinn á formennskuna er frekar ælt ef framsókn leiðir dansinn. Gvöð, sá leynir á sér, tautaði vel klædd dama, sem braut hnetur með hamrinum og bauð nærstödd- um. Jáhá „við alþýðubandalags- menn getum líka kastað fram svona einni og einni stöku, sem er ekki meiri leirburður en hjá Stefáni Val og Blöndal", sagði vandræðaskáldið góða, sem talaði eins og talandi skáldi ber. 3. þáttur — Pólitískur polkadans Kveðjustundin rann upp. Með mikilli tjáningu var dansinn stig- inn. Sjálfstæður, Alþýðlegur, dál- ítið Borgaralegur, Félagshyggju Framsóknarpolki meður Alþýðu- bandalags Lista-kven-legu ívafi. Hringdansar og „allir við alla“ dansar. Vangadansar vora bann- aðir þótt endurfundir væra óvissir. Ekki vora veitingamar skomar við nögl. Það var náttúrlega fyrir löngu búið að blóðmjólka ríkisbelj- una. En þeir höfðu verið svo for- sjálir að geyma síðustu dropana til kveðjufagnaðarins. Veitingam- ar yrðu skrifaðar á sérþarfareikn- inginn undir útgjaldaliðnum „veizluhöld valdhafanna". 4. þáttur — Sé ég eftir sauðunum/sem að koma af Qöllunum Kosningakveisan var gengin „Embættishrokanum er pakkað niður og þeir verða svo innilega al- þýðlegir í framan. And- litin fá uppljómun kær- leikans við háa sem lága, feita og mjóa, stutta og langa, unga sem aldna. Þessi fbgru fyrirheit gefa vonir „um betri tíð með blóm í haga“.“ yfir, eins og hver önnur pest. Sömu gömlu forystusauðimir vora aftur komnir inn í hlýjuna. Gamalkunn- ugt húsaskjólið beið þeirra. Kannski ekki alveg sömu básamir og jöturnar, en jötur samt, það skipti ekki máli. Þeim var sem snöggvast hugsað til þeirra sem komu þeim á töðuna. Þeim var nær, að vera „soddan sauðir“! og nú éta þeir það sem úti frýs. Örfá sauðatár runnu niður á gömlu „jómfrúrræðurnar" um leið og þeim var pakkað niður til gleymsku og geymslu. Þetta hafði að venju verið frem- ur þreytandi kosningaslagur og Guðrún Sverrisdóttir mál til komið að hvíla sig. Sameig- inlegi sigursöngurinn var þó eftir. Nú barst hann út í loftin blá. Hver söng með sínu nefi af titr- andi tilfinningu. Ó Jesús fleygði öllum mínum syndum bakvið ág. Hann sér þær aldrei meir, hann sér þær aldrei meir. Ó hann fleygði öllum mínum syndum bakvið sig. Hann sér þær aldrei meir. Eins og austrið er frá vestri eru þær ijani mér, eru þær ijarri mér, eru þær fjarri mér. Eins og austrið er frá vestri eru þær íjarri mér, þær finnast aldrei meir. Höfundur er hjúkrunarkona og starfará slysadeild Borgarspítala. "Þetta er ROLLSINN í gasgrillum !" segir Hilmar B.Jónsson matreiöslu- meistari. Hann valdi sér SUNBEAM gasgrill aö vel athuguöu máli. PaÖ eru ótvíræö meömæli. Vandaöu valiö - veldu SUNBEAM. h » imM fam Hringift og fáift sendan islenskan myndalista í pósti ^SUNBEAM GRILLF MEÐ FJÖLMÖRGUM FYLGIHLUTUM í HÆSTA GÆÐAFLOKKI 43TC GREIOStUKJÖR Hrbtján^on hF FAXAFENI 9 S. 91 - 67 88 00 GREIÐSLUKJÖR ✓ Handhægt ✓ Einfalt ✓ Vandaö ✓ Öruggt ✓ Þrifalegt ✓ Góö varahluta- þjónusta Sportgrillið TAKMARKAÐ MAGN TIL AFGREIÐSLU STRAX Afínæliskveðja: Guðmundur Jóns- son óperusöng’vari Guðmundur minn góði. Ekki má eg láta afmælisdaginn þinn líða án þess að kasta á þig kveðju. Eg man ógjörla hvenær fundum okkar bar fyrst saman, en giska þó á að það hafi verið í útvarpinu við Austurvöll í árdaga. Má fullyrða að sá fundur hafi verið tíðindalaus, en hann varð ekki sá síðasti, á eft- ir honum fóru mörg samstarfsár. Hitt verður mér alltaf minnis- stætt þegar eg sá þig fyrst á svið- inu, þar sem þú varst að hefja söng- feril þinn, nýkominn frá söngnámi í Bandaríkjunum. Hrifning áheyr- enda var mikil, og sjálfur var eg sem bergnuminn af þessum glæsi- lega unga manni, bæði frábærri söngrödd hans og allri framkomu. Allar torfærar söngvarans vora honum auðheyrilega léttur leikur, áreynslulaus, og mér varð hugsað til þess hversu auðvelt honum mundi verða að „syngja fyrir heim- inn“ svo að eftir væri tekið. Alþjóð ættu að vera kunnug af- rek Guðmundar Jónssonar á sviði tónlistar hérlendis. Óperuflutningur hér hófst með öflugum stuðningi þínum, og fáir munu betur að sér í þeirri grein en þú. Á eftir fylgdi svo flutningur islenskra ópera- verka, þar sem þú lagðir mikið af mörkum, en þú kaust að verða íslenskastur allra íslenskra söngv- ara fyrr og síðar og taka framtíðar- spor fyrir land þitt og þjóð án þess að gleyma nokkurntíma að lágir sprotar geta orðið há tré og þú vannst fyrir þjóðina alla, jafnt Vest- urbæinga sem aðra. Öllum íslend- ■ HINN 30. apríl sl. afhenti Ólaf- ur Egilsson, sendiherra, Ion Ilie- scu, forseta Þjóðareiningarráðs Rúmeníu, ýrúnaðarbréf sitt, sem sendiherra íslands í Rúmeníu með aðsetri í Moskvu. ■ HINN 4. maí sl. afhenti Har- aldur Kröyer, sendiherra Vaclav Havel, forseta Sambandslýðveld- isins Tékkóslóvakíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sam- bandslýðvcldinu Tékkóslóvakíu með aðsetri í Osló. ingum finnst þeir eiga dálítið í þér og eru stoltir af þeirri eign. — En tugi ára og þúsundir daga áttum við samleið á þeirri braut sem við nefnum hversdagslíf í útvarpi, og þar kynntist eg manni sem eg er þakklátur ævilangt. Ekki voru það allt dagar lófaklapps eða húrra- hrópa, margir fremur grámóskuleg- ir, stundum erfiðir, en auðvitað bjartir glampar innan um. Kannski eru það samt einmitt þeir tímar þegar manngildið birtist skýrast. Alltaf þegar eg heyri „Táp og fjör“ minnist eg þín og þá sérstak- lega í ljóðlínunum: Þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunarstund. Þessar ljóðlínur eíga fjarska vel við þig, en þó er í þeim hálfsögð saga. Hreysti þinni og festu fylgir líka slíkur bjarnarylur, sem vermir, en brennir ekki, látlaust fas, hóglát glaðværð og frábær rausnarskapui þinn er slíkur að allir vilja þínir vinir vera. Öllu þessu mætti fínna stað, en til þess þyrfti þó nokkur Morgunblöð. Eg á mér og mínum líkum þá ósk að margir þínir jafnokar mættu rísa upp, landi okkar og lýð til fremdar og farsældar, en kveð þig að þessu sinni með hjartanlegri þökk fyrir margt það sem ósagt er látið. Við hjónin óskum að fram- tíðin verði þér björt og góð, kæri vinur. Slíks hins sama óskum við konu þinni, börnum og öðru skyldu- liði. Lifðu vel og lengi. Andrés Björnsson Það er svona rétt að maður trúi því, að Guðmundur Jónsson, stór- söngvari, sé orðinn sjötugur. Svo ungur er hann í anda; léttlyndur og kátur, er maður hittir hann á förnum vegi að undrun sætir. „Fáðu þér í nefið, elsku drengurinn," seg- ir hann brosandi og réttir tóbaks- dósimar fram. Alltaf í sama góða skapinu. Það var ekki árennilegt af ungum manni á stríðsáranum 1939 til 1945 að leggja út í söngnám. Það hefði kannski verið viturlegt ef .sá hefði ætlað að hasla sér völl eriendis. En svo virtist ekki vera. — Guðmundur tók til við að nema söng og tónlist í Bandaríkjunum, eftir að hafa trú- lega lært hjá Pétri Á. Jónssyni óperusöngvara um tíma, og komið fram við ýmis tækifæri og fengið góða dóma. Hann hélt síðan fjölda tónleika í Gamla Bíói við heimkomuna að námi loknu og vann hug og hjörtu allra er á hlýddu. Síðan hefur hann gert það í ríkum mæli. Eg kynntist Guðmundi fyrst eftir að ég gekk í Karlakór Reykjavíkur 1951. Hann var tíður einsöngvari með kómum og leiðbeinandi. Sig- urður Þórðarson, söngstjóri, og Guðmundur höfðu orðið miklir mát- ar, enda fékk hann Guðmund til að vera einsöngari í heilmíkilli utan- ferð, er kórinn fór í til Banda- ríkjanna 1946 og söng þar nær 60 hljómleika á rúmum tveimur mán- uðum. Þetta var erfið ferð, en aldr- ei brást Guðmundur. Síðan fór hann margar ferðir með kórnum og hefur sungið einsöng með honum a.m.k. 120 sinnum erlendis. Þá eru ótaldir hljómleikarnir með kórnum hér heima á mörgum áratugum. Með Guðmundi var gott að starfa. Ljúfmenni, skilningsríkur og jákvæður í öllu. Fyrir utan starfið með kórnum hefi ég starfað með honum í Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda í sennilega 18 ár, og þar er það sama sagan. Traustari og betri mann er ekki hægt að finna á borð við hann. Á sjötugsafmæli hans þakka ég honum fyrir góða samvinnu og elskulegheitin alla tíð og flyt honum hjartanlegar hamingjuóskir á þess- um merku tímamótum frá okkur vinum hans í Karlakór Reykjavíkur. Ragnar Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.